Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 19

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 19
Föstudagur 2. júlí 1982 ~^]ÍSstUrínn dr. Þór Jakobsson Vésteinn Þórsson, menntaskólanemi SKYGGNST UMl ÖRVERÖLD Eeiða og óreiða eftir M.C. Escher. Jón Jónsson (sem alltaf er reiðubúinn að taka aö sér hlut- leysishlutverkið) kastar tennis- bolta frá sér. Með nægilegum upplýsingum er hægt að reikna nákvæmlega hvar boltinn mun lenda. Einnig er hægt aö reikna út hvar Júpiter mun veröa eftir hundrað ár.samkvæmt lögmálum sem eðlisfræðingarhafa unniðað þvi að fullkomna allt frá dögum Keplers. Um siðustu aldamót héldu margir aö þeir væru næstum „búnir” mo.ö eðlisfræð- ina. ingunni verið lýst sem snöggri og tilviljunarkenndri. Eina stundina er hún hér og svo er hún komin þangað. Sennilega er enginleið að segja til um hvar ögn mun vera eftir smá stund. Ef þú átt bágt með að trúa þessu þá ert þú ekki ein(n) um það þvi sjálfur Ein- stein gat ómögulega sætt sig við þetta. t frægum umræðum sem hann átti við Danann Niels Bohr sagði Einstein: „Guð kastar ekki teningum með alheiminn.” Enda þótt ekki sé hægt að segja til um hvaö einstök ögn muni gera En hvernig gengur með þessa stóru lögmálabók,þegar komið er niður í það umhverfi þar sem frumeindirnar, byggingarefni al- heimsins, búa? Og hvernig væri umhorfs ef viö myndum skyggn- ast um i riki öreindanna, smæstu eininga sem vitað er um til þessa? Smáheimurinn óþægi Best væri ef við byrjuðum á þvi að reyna aö gera okkur grein fyrir stærðunum i þessu um- hverfi. Hvað eru t.d. margar frumeindir i tennisboltanum hans Jóns Jónssonar? Ef þú getur imyndað þér jörðina fulla af vin- berjum þá er sá fjöldi nokkuð svipaður. öflugustu rafeinda- eru þó sumir möguleikar liklegri en aðrir og til allrar hamingju hefur skammtafræðin komið til sögunnar, en henni tekst að koma reglu á þessa ringulreiö að nokkru leyti Hún er stundum nefnd best heppnaða kenning vis- indanna og ekki að ástæðulausu. Með skammtafræðinni hefur verið hægt að útskýra mörg fyrir- bæri, bæði náttúruleg og af manna völdum, sem virðast alls óskyld i fyrstu. Hefur hún leitt til margra visindalegra og tækni- legra nýjunga svo sem leysi’- geisla,rafeindasmásjáa og „trans- istoral Einnig hefur hún leitt i ljós mörg atriði sem stangast á við „heilbrigða skynsemi.” smásjár heims geta alls ekki greint einstakar frumeindir. En ef ein slik væri á stærö við fjórtán hæða blokk, væri frumeinda- kjarninn á stærö viö saltkorn. Vandamálið sem blasti viö eðlis- fræðingum á fyrri hluta jessarar aldar var að hin hetðbundna eðlisfræði (sem er oit kennd við Newton) gat engan veginn lýst hegðun minnstuagnasem vitaö er um. ögn á ferð mun ekki haga sér eins og byssukúla og ferðast eftir beinni linu, heldur hefur hreyf- Gamalt og nýtt Eitt það athyglisverðasta sem komiö hefur fram er, ef ögn er at- huguð er engin leið aö vita bæöi skriöþunga hennar og staðsetn- ingu samtímis. (Skriðþungi, svo þið þurfiö ekki að fara upp á háaloft að sækja menntaskóla- kennslubækurnar, er margfeldi af hraöa og massa hlutar.) Þvi meira sem við vitum um einn ofannefndra þátta þvi minna vitum við um hinn. Ef við vitum staðsetninguna fullkomlega, vitum við ekkert um skriðþung- ann. Það er reyndar erfitt að reyna að gera sér grein fyrir þessu en viö höldum ótrauð áfram að flækja málin. Þegar tilraunir eru gerðar er þvi ljóst að við verðum að velja á milli þessara tveggja þátta. Með valinu erum við að hafa áhrif á mælingar og „veruleikann” okkar, og margir halda þvi fram að við séum að skapa hann að nokkru leyti. Þetta hefur valdiö breytingum á skoðunum visindamanna á stöðu mannsins. Aöur var maöur- inn talinn saklaus áhorfandi sem virti fyrir sér gang stóru alheims- vélarinnar. Lokamynd alheims- vélarinnar, eins og menn sáu hana fyrir, var ósköp þæg og góö og var hægt að skilja hana meö rökrænum hugsunarhætti, öll óreiðan i umhverfinu var innst inni skipuleg. En meö tilkomu uppgötvana i skammtafræðinni, erum við oröin aö þátttakendum sem geta haft miklu meiri áhrif á veruleikann en hingaö til hefur verið haldiö. Heim öreindanna er ekki hægt að skilja fullkomlega meö rökrænum hugsunarhætti; það sem virtist vera fullkomin skipan er nú orðiö að óreiðu. Þótt ég hafi farið fljótt yfir sögu, geta þeir, sem botnuöu eitt- hvað i framansögðu.séð aö þetta eru mjög athyglisverðar kenn- ingar. Þeim sem vilja vita meira um „nýju” eðlisfræðina, visa ég t.d. á almenna fræðslubók um þessi efni: „The Dancing Wu Li Masters: An Overview of the New Physics” , eftir Garv Zukav. Blikur í góðviðrínu Það er el til vill viö hæli að byrja póstsendingu þessa meö þvi aö íara fá- einum orðum um veöriö. Raunar þarf ekki mörg orö til að lýsa þvi veöri sem viö Norðlendingar hölum átt að fagna siðustu vikurnar. Til þess nægir einlaldlega setningin „Logn og bliða, sumarsól", eöa jaínvel enn styttri setningar. Þaö væri sko allsengin luröa þótt striösglöðu konurnar hans Páls veðurfræðings ásæld- ust landið okkar þegar það iUmrejn’íLrpóstin' frá Reyni Antonssyni klæðist slikum skrúöa. Hvað er annars blaö allra landsmanna að fjargviör- ast yfir þvi þótt veðuríræð- ingurinn bendi á þessa augljósu staðreynd eöa þó að einn útvarpsþulur hag- ræði orðalagi i auglýsingu. Til að svoleiöis nokkuð hendi sig ekki er bara til ein leið, aö láta auglýsend- ur sjálfa sjá um þaö að koma boðskap sinum á framfæri, enda fáránlegt að vera að borga mönnum kaup fyrir að vura að segja eitthvað þvert um hug sinn. Og um slikt athæfi á tungan mörg orð á borö við lygi, ósannindi eða hræsni. Já.það var kominn timi til að við Norðlendingar fengjum okkar skerf al' góðviðrinu eltir einhvern lengsta vetur i manna minnum, og vist er aö marga var l'arið að lengja eftir hinni einu og sönnu Akureyrarveðráltu, og þegar hún kom, þá kom hún svo um munaöi. Enda- lausir sólskinsdagar, og ekki féll dropi úr lofti svo vikum skipti. Einn þessara mörgu góö- viðrisdaga var þjóöhátið- ardagurinn. Þaö var svo hér eins og viða annars- staðar, að liklega hel'ur þátttakan aldrei verið meiri i hátiöarhöldunum en einmitt nú, og það þótt maður hafi þaö einhvern- veginn á tilíinningunni að hátiðin hafi veriö öllu ris- meiri hérá árum áöur þeg- ar bæjarfélagið sjálft stóð að þeim. Þaö skorti eitt- hvað á þann „virðulega léttleika” sem hefur ávallt verið aðalsmerki þjóð- hátfðar Akureyringa.Osköp fannst manni til dæm- is hrófatildrin á Grautar- skólatúninu sem minna áttu á aldamótaárin eitt- hvað hjákátleg þótt hug- myndin væri ef til vill ekki svo vitlaus. Þá voru kvöld- skemmlanirnar á Torginu lika miklu viðameiri og fjölbreyttari, stóðu enda lengur og ekkert tiltökumál þótti það þótt hljómsveit- irnar sem leika áttu fyrir dansinum væru svo sem hálftíma að koma sér i gang, það var bara hluti af stemmningunni. Og um þjóðhátiðarhelg- ina gerðist sá merkisat- burður að við Akureyringar eignuðumst okkar Brodd- vei. Harla litiö er orðiö eftir af gamla góða Sjallanum nema þá nal'niö. Að sönnu stendur sjálft húsiö ennþá á sinum gamla (og að sögn ólöglega) stað, en þar meö er allt upptalið. Aö sjálf- sögðu eru skoðanir manna skiptar um herlegheitin en ekki er mér grunlaust um að þar i blandist tilfinn- ingasjónarmið hjá mörg- um og óneitanlega er þetta nýja musteri gieðinnar hiö glæsilegasta og með til- komu þess ásamt opnun nýju Iþróttahallarinnar skapast ýmsir möguleikar til ýmisskonar skemmt- anahalds og hljómleika hér i bæ. Þetta gæti til dæmis Þorsteinn Viggósson haft i huga ef hann er i húsnæðis- hraki vegna væntanlegrar komu meistara Claptons hingað til lands. Raunar væru hér öll skilyrði til aö halda tónleika Claptons utanhúss ef veðriö yrði eitt- hvað I likingu við það sem þaö hefur verið undanfarn- ar vikur. E n i öllu þessu góðviðri eru blikur á lofti. Suður i Karphúsi sitja menn og þrátta útaf kökunni marg- frægu, kærandi sig kollótta um góðviörið i'yrir utan, og það á meðan blessuö þjóð- arskútan er að sigla i strand, eftir fádæma dugn- að áhafnar hennar við aö útrýma þorskinum, og það er líka eins gott að hún strandi þvi það eru vist ekki til fleiri fiskistofnar til að ganga lrá. Það er ann- ars spurning hvort ekki sé orðið timabært að stofna hér Þorskvinafélag, og loðnuvina- og sildarvinaíé- lög, heföi átt að vera búiö að stofna fyrir löngu. Og ekki kemur sá starfshópur saman að umræðuelnið sé ekki hin eilifu kjaramál, hér má þó undanskilja eyr- arkarla, skúringakonur, svo og annað láglaunafólk. Fyrirþvi þykjast allir hafa umhyggju en enginn gerir neitt og þvi er þaö þetta fólk sem liður fyrir kjara- baráttu annarra. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.