Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 29
JjSsturinn. Föstudagur 2. júlí 1982
29
*»>►.. Roiner W^rner Fossbinder
★ ★
Lola (Lola). Vestur-þýsk kvik-
mynd, árgerð 1981. Handrit: Pet-
er Martesheimer, Pea Frölich og
RWF. Leikendur: Barbara Su-
kowa, Armin Mueller-Stahn,
Mario Adorf, Hark Bohm, Karin
Baal. Leikstjóri: R.W. Fassbind-
er.
Lola er næst siöasta kvikmyndin
.sem Fassbinder auðnaðist að
ljúka, áður en hann féll frá, langt
um aldur fram. Eins og Hjóna-
band Mariu Braun, fjallar Lola
um uppgang þýska efnahagsund-
ursins. Söguhetjan er heiðarlegur
byggingarfulltrúi i smábæ einum,
sem fellur i gildru hins ört vax-
andi kapitalisma, og gengur i
berhögg við fyrri lifsskoðun sina.
Eins og svo oft áður hjá Fass-
binder, er það „ástin” sem leiðir
persónuna i glötun, i þessu tilviki
ást byggingarfulltrúans á léttúð-
ardrósinni Lolu.
t Lolu er fátt um nýja hluti og
flest hefur Fassbinder gert betur i
sinum fyrri myndum. Þrátt fyrir
það er þetta athyglisverð mynd,
sem allir ættu að sjá til að kynn-
ast enn betur hugmyndaheimi
þessa mikla kvikmyndagerðar-
manns. Til gamans má geta þess,
að Fassbinder sjálfur aðstoðar
við klippingu myndarinnar, og
notar hann dulnefnið Franz
Walsch, eins og hann hefur svo oft
gert áður. — GB
Flatfótur í Egyptalandi (Flatfoot
in Egypt). ttölsk amerisk mynd,
árgerð 1981. Leikendur: Bud
Spencer o.fl.
Lögreglukappinn Flatfótur heldur
áfram að lenda i ævintýrum, og
að þessu sinni eru þau i Egypta-
landi. Hinn helmingurinn af
Trinity leikur. Gamanmynd, að
sjálfsögðu.
Hold-Geiri (Flesh Gordon)
Bandarlsk kvikmynd, Leikendur:
Jason Williams, Susanne Fields.
Skopstæling á hinni frægu hetju
Hvell-Geira, djörf mynd og
skemmtileg. Ruglið þeim ekki
saman.
i svælu og reyk (Up in Smoke).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Cheech og Chong.
Hér eru ævintýri tveggja hass-
reykjandi hippa i Ameriku gerð
að aðhlátursefni. Kumpánarnir
eru að sönnu mjög fyndnir.
Villigeltirnir (Wild Hog). Banda-
risk kvikmynd, árgerö 1981.Leik -
endur: Patti D’ArbanvilIe, Mic-
hael Biehen, Tony Rosato.
Sprellfjörug mynd um mótor-
hjólagæja og skólastráka. Stelp-
urnar spila líka stóra rullu.
Byssurnar frá Navarone (The
Guns of Navarone). Bandarlsk
kvikmynd. Leikendur: Gregory
Peck, David Niven, Anthony
Quinn. Handrit: Carl Foreman.
Leikstjóri: J.Lee Thompson.
Hörkuspennandi mynd, gerð eftir
hinni frægu og samnefndu skáld-
sögu Alaster Makklin. Spenna frá
upphafi og nú með Islenskum
texta I fyrsta skipti. Kl. 4, 7 og
9.45.
Amerískur varúlfur í
London. —sjá umsögn I Lista-
pósti
Kelly er sá besti (Death Dimen-
sion). Bandarlsk kvikmynd. Leik-
endur: Jim Kelly, Harold Sakata,
George Lazenb.
Hörkuspennandi karatemynd,
eins og þasr gerast bestar á þeim
bænum. Takið eftir að gamli
James Bond er meö, þessi sem
lék bara I einni mynd.
Patrick. Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Robert Helpman,
Susan Penhaligon, Rod Muilinar.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Mynd, sem ætti aö falla Islend-
ingum I geð. Dulræn mynd.
Ungur maður liggur I dái, en hann
býr yfir dulrænum hæfileikum og
getur náð valdi á fólki þrátt fyrir
dáið. Myndin hefur unnið til verö-
launa á kvikmyndahátiö I Asiu.
Jarðarbúinn (Tl»e Earthling).
Bandarisk kvikmynd, árgerð
1980. Leikendur: Ricky Schroe-
der, William Hoiden, Jack
Thompson.
Saga af ungum dreng og fullorðn-
um manni saman úti i auðninni.
Ricky litli er einhver skærasta
barnastjarna nútimakvikmynda.
★ ★ ★
Fram i sviðsljósið (Being There)
Bandarisk, árgerö 1981. Handrit
Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld-
sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley
MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby.
Allti lagi vinur (Hallelujah
Amigo) Bandarisk-Itölsk kvik-
mynd. Leikendur: Bud Spencer,
Jack Palance. Leikstjóri: Maur-
izio Lucidi.
Gamanvestri I Trinitý stil.
S 2-21-40
Arásarsveitin (Attack Force Z).
Aströlsk kvikmynd, árgerð 1980.
Handrit: Roger Marshal. Leik-
endur: John Philip Law, Mel Gib-
son. Leikstjóri: Jim Burstall.
Heimsstyrjöldin siðari i fullum
gangi á Kyrrahafinu. Og Japanir
vaða um allt. Þá kemur til skjal-
anna hin dularfulla árásarsveit,
sem skipuð er sjálfboðaliðum úr
öllum herjum bandamanna. Hér
eru þeir i sendiför til að reyna að
hafa upp á hernaöarleyndarmáli
og/eða manni, sem býr yfir sliku.
★ ★
Ránið á týndu örkinni (Raiders of
the lost Ark): Bandarisk, árgerö
1981. Handrit: Lawrence Dasdan.
Leikendur: Harrison Ford, Karen
Allen, Wold Kahler, Paul
Freeman, Denholm Elliot. Leik-
stjóri: Steven Spielberg.
Hér er allt, sem prýöa má gott
bió, afburða tæknivinna i öllum
deiídum, einkum kvikmyndun,
klippingu og bellibrögðum, linnu-
laus hraðferö áhorfenda um heim
spennuþrunginna ævintýra af
hasarblaðaættinni.
TÓNABfÓ
Sími 31182
I greipum óttans (Terror Eyes).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Leonard Mann, Rachel Ward.
Leikstjóri: Kenneth Hughes.
Spennumynd i anda Hitch gamla,
morð og ógnanir. Naglbitur frá
upphafi til enda.
^ÆJARBiP
" Simi 50184
★ ★★
Huldumaðurinn (Raggedy Man).
Bandarisk.árgerð 1981. Handrit:
William D. Wittliff. Leikendur:
Sissy Spacek o.fl. Leikstjóri:
Jack Fisk.
1 spennumyndavaöli dagsins er
nautn i þvi að sjá eitthvaö frá-
brugðið. Þar sem spennan er
byggð svo hægt upp að þú veröur
varla var við það, en eitthvað er
að gerast þarna á bak við tjaldið,-
hvenær kemur þaö?
Kartöflukostur
Nú er komiö að þvi aö mæra blessaða kartöfl-
una og kynna hana frá ýmsum sjónarhólum.
Hana má matreiöa á ótal vegu, þó aðeins fáir
einir komist fyrir i þessum pistli.
Næringargildi
Kartaflan er ómissandi i daglegri fæðu vegna
hins háa næringargildis sins. Eins og menn vita
eru kartöflurnar jaröstöngulendar sem þrútnaö
hafa út af forðanæringu og mynda hnýði. Mjölvi
er aðalnæringarefni hnýðisins, en auk þess eru i
þvi verðmæt steinefni og vitamin, og þá helst c-
vitamin, sem mest er af i nýjum kartöflum, en
fer svo þverrandi eftir þvi sem iiður a geymslu-
timann.
Ætt — uppruni — útbreiðsla
Kartöflujurtin (lat.solanum tuberosum) er af
náttskuggaættinm (solanaceae) eins og t.d. tóm-
atar og tóbak. Sumar jurtir af þessari ætt eru
baneitraðar, þar af ein sem ber hiö fagra nafn
Bella Donna — um skaösemi tóbaksjurtarinnar
þarf væntanlega ekki að fjölyrða...
Talið er, að kartöflujurtin sé ættuð frá vestur-
hliöum Andesfjalla, frá Perú og Boliviu i Suður-
Ameriku. Likast tií voru kartöflur fyrst fluttar
frá Perú til Spánar um 1565. Þaðan breiddist
kartöflujurtin út til meginlands Evrópu. I Dan-
mörku var farið að rækta hana 1719 og i Noregi
1750. Fyrstur til aö rækta kartöflur hér á landi
var F.W. Hastfer barón, á Bessastöðum 1758.
iUatkrakan
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Matareitrun
við frönsku hirðina
Það er kannski á fárra vitoröi, að aldin kart-
öflujurtarinnar er eitrað grænt ber, og i þvi eru
fræin. Eins gott aö þau ná sjaldan þroska hér á
landi. Hnýðiðer eini ætilegi hluti plöntunnar, allt
annað er eitrað. Þessi staðreynd olli þvi að
fyrstu kynni Vestur-Evrópubúa af kariöflum
urðu fremur erfiö, en þó grátbrosleg I bland.
Leyfi ég þvi eftirfarandi frásögn aö fljóta með.
t upphafi 17. aldar bárust fyrstu kartöflurnar
til matkrákanna við frönsku hirðina. Að þvi kom
að kóngur ákvað að gera sig breiðan i meirihátt-
ar matarveislu viö hiröina meö þvi aö bjóða upp
á rétt úr þessari exótisku plöntu, sem við köllum
nú kartöflu. Yfirsoðbúrsfanturinn vissi ekki að
það var aðeins hnýöið sem var ætt, og þvi mat-
bjó hann litlu grænu berin. Skipti engum togum
að gjörvöll hirðin varð viðlika græn i framan og
kartöfluber og féll saman með uppköstum og
niöurgangi.
Þegar kóngsi náöi heilsu á ný, lét hann svo um
mælt að allar kartöfluplöntur skyldu bornar á
hauga og brenndar. Þetta var gert, en svangur
garöyrkjulærlingur stóðst ekki iiminn af brenn-
andi kartöfluhýðinu. Freistaði hann gæfunnar og
át. Bragðaðist þaö vel og stráksa varð ekki
meint af. Þótt kóngsi frétti þetta, bauð honum
skiljanlega við að láta sér framar til munns eitt
eða annað af plöntu þessari, en ákvað að rækta
hana sem eins konar furðufyrirbæri i einu garö-
horninu. Sú ákvörðun átti eftir að láta gott af sér
leiða einni og hálfri öld siðar.
Arið 1769 gekk mikil hungursneyð yfir V-Evr-
_ópu og þá ákvaö einn af ráðgjöfum Loðviks XV,
Parmentier aö nafni, að gefa kartöflunni annað
tækifæri.Meö leyfi konungs beitti hann brögðum
til að uppræta hræðsiu fólks við þennan erienda
jaröávöxt. Hann lét plægja kartöflureitinn og
girða kirfilega og á girðinguna setti hann skilti
sem á stóð: ,,Það er stranglega bannað að taka
þessi hnýði þar sem þau eru ætluð kónginum. ”
Aðvörunin gerði sitt gagn. Aður er kartöflurn-
ar voru fullsprottnar höfðu fátækir bændur sem
héngu á horriminni stoiiö hverri einustu kart-
öflu. Og þeir skynsömustu höfðu vit á að halda
fáeinum til haga og setja þær niöur i garða sina
næsta vor.
Þetta varð upphafið að sigurgöngu kartöflunnar
i V-Evrópu, og reyndar gekk hún fyrst undir
nafninu „konungshnýöi”...
óvenjulegt
kartöflusalat
Otal möguleikar eru á að setja saman salöt
þar sem kartöflur eru meginuppistaðan og geta
þau ýmist verið heit eöa köid. Bragð kartafln-
anna breytist litið hvernig svo sem við með-
höndlum þær, og þvi er það sósan sem skiptir
sköpum I þessu tilfelli. Ég leyfi mér aö fuilyrða,
að þessi sósa hefur afar sérstæðan og lostætan
keim, og veldur þar mestu kúmeniö og sitrónu-
safinn. Sósan er látin kólna áður en salatsins er
neytt. Vinnan viö salatið tekur 10-15 -min., en
hafa verður i huga að kartöflurnar
þurfa að sjóða og sósan að kólna.
Salatið nýtursin vel sem meðlæti t.d. með nýj-
um fiski, lamba- eöa nautakjöti, pylsum, sem
forréttur eöa jafnvel sem aðalréttur, t.d. með
bökuöu blómkáli og brauði. En hér kemur upp-
skrift fyrir 4-6.
1 kg kartöflur
2 insk matarnlia
•J msk hveiti
1 bolli mjólk
salt, pipar, kúmenkorn, sætt basil, dill
I cggjarauða
safi úr einni sitrónu
1 laukur
nokkrir steinseljukvistir (má sleppa)
1. Hreinsiö kartöflurnar og sjóðið þær i velúti-
látnu vatni. Gætiö þess aö ofsjóða þær ekki,
þvl þá fara þær I maukastellu. Afhýðiö þær á
meðan þær eru enn heitar og skerið þær ofur-
varlega I sneiðar, ekki of þunnar. Raðið
sneiðunum á fat.
2. Hitiö mjóikina i litlum potti og hræriö saman
við hana oliu og hveiti. Kryddið sósuna meþ
kúmenkornum, sætu basil, salti, nýmöluöum
pipar og dilli.
3. Takiö sósuna af hellunni, bætið út i haha
eggjarauðunni, smátt söxuöum lauknum og að
lokum sitrónusafanum. Heliiö heitri sósunni
yfir kartöflusneiðarnar. Látiö nú salatið kólna
alveg og skreytiö þaö siöan meö saxaöri stein-
selju rétt áður en það er borið fram.
Kartöfluklattar
Þessir kiattar eru firna fljótlegir og handhæg-
ir aö þvi leyti aö þá má borða við öll tækifæri:
sem morgunverð eða eftirrétt og þá með epla-
mauki og sýrðum rjóma, sem léttan hádegisverð
eða forrétt og þá t.d. með sýrðum rjóma og grá-
sleppuhrognum eöa reyktri sild. Siðan eru þeir
tilvalinn náttverður ef óvænta gesti ber að garði.
Þessi uppskrift er fyrir 3-4.
2 1/2 bolii rifnar hráar kartöflur
4 msk smátt saxaður laukur
1 tsk salt
2 stór cgg
u.þ.b. 3 tnsk raspur, hveiti eða hcilhveiti
1. Afhýöiö og rifiö 3 stórar kartöflur og þurrkið
vel úr þeim. safann. Mælið 2 l/2bolla af rifnum
kartöflum. Hræriö saman viö þær smátt Söx-
uðum eöa möröum lauknum, salti, tveimur
cggjum og bindið hræruna saman meö raspi
eða hveiti, þar til ykkur finnst hún vera oröin
vel samhangandi. Maliö að lokum svartan
pipar saman við.
2. Hitið smjör og oliu til helminga á stórri þykk-
botna pönnu, setjið kúfaðar matskeiðar af
deigi á pönnuna og fletjið það vavlega út.
Steikið klattana viö meðalhita þar til þeir eru
orðnir gulbrúnir og stökkir og sporðrennið
þeim þá samstundis, sjóðheitum, með sýrðum
rjóma og þvi meðlæti sem þið hafiö valið.
Kartöflueggjakaka
Hér kemurað lokum uppskriftaf sáraeinfaldri
en matarmikilli eggjaköku sem má út af fyrir
sig borða i öll mál eins og klattana.
500 g soðnar kartöflur
200 g laukur
3 egg
salt, pipar og nýjar matjurtir til að krydda meö,
s.s. stcinselja, sellerlblöð, dill og graslaukur
olia til sleikingar
1. Sjóðið kartöflurnar, afhýðið þær og skerið i
sneiðar
2. Afhýðið laukinn og saxiö frekar smátt og
steikið hann i oliu þar til hann er orðinn meyr.
Setjiö hann þá saman við kartöflusneiðarnar.
Kryddið meö salti, pipar og smátt söxuðum
matjurtum.
3. Þeytið eggin andartak og hellið þeim yfir
blönduna, sem þið steikiö siðan á þykkbotna
pönnu. Útkoman verður þykk, ilmandi og gull-
falleg eggjakaka!
Mál er aðlinni —
sælaösinni!