Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 4
4 NÆR MYND Það er margt og misjafnt sagt um Hrafn Gunnlaugsson.- Pilturinn sá virðist vera einn af því fólki, sem annað fólk ýmist hefur upp til skýjanna eða vill hvorki sjá né heyra. Stórbrotinn persónuleiki, hugmyndabanki, ótrúlega duglegur og afkasta mikill, tryggur vinur, segja þeir, sem eru í öðrum hópnum. Gervilistamaður, klámkjaftur, pervert, kvenhatari, smekkleys- ingi og montrass, segja sumir í hinum hópnum. Hann hefur lag á að vekja umræðu, svo mikið er víst. Gríðar leg umf jöllun í f jölmiðlum að undanförnu í tengslum við frum- sýningu nýjasta afsprengis Hrafns, kvikmyndarinnar Okkará milli, sýnir mætavel hæf ileika hans á því sviði. Kannski er þessi Nærmynd af honum enn eitt dæmið. Helgarpóstinum þótti því við hæfi að reyna að kynnast manninum Hrafni Gunnlaugssyni betur og skoða á bak við tjöldin hver hann væri í raun og veru. Föstutfcfgur 20. ágúsft 1982 irínn / f Það er ekki hlaupiö að þvi verki. Edda Andrésdóttir, sem starfað hefur með Hrafni i sjónvarpinu (þar sem hann er i hálfri stöðu leiklistarráðunautar) og við gerð kvikmyndarinnar Okkar á milli, er ekki að skafa af þvi þegar hún lýsir sam- starfsmanni sinum : ,,Ég tek svo djúpt i ár- inni aö segja að Hrafn sé einhver stórbrotn- asti karakter, sem ég hef komist i tæri við — og jafnframt sá flóknasti. Náinn samstarfsmaður hans lýsti þvi einu sinni svo fyrir mér, að inn i stóran sal ætti að safna öllum þeim fjölda af „Hröfnum” sem hann hefur að geyma, og biðja siðan hinn eina sanna Hrafn Gunnlaugsson að gefa sig fram”. Smekkleysið gerir hann að trölli . i . •' Ekki eru þó allir jafn hrifnir. Erlingur Gislason, sem lék i sjónvarpsútfærslu Hrafns á Silfurtungli Halldórs Laxn.ess, skefur heldur ekki af þvi: „Hrafn er af- skaplega duglegur og framkvæmdasamur. Það skelfilega við hann er að hann kemur i framkvæmd öllu, sem honum dettur i hug. En smekkleysið gerir hann að trölli. Ann- ars væri þetta listamaður”. Fleiri listamenn — sem vildu raunar ekki láta nafns sins getið — tóku undir athuga- semd Erlings um smekkleysið. „Eg er ekki einn um að þykja smekkur hans billegur”, sagði einn. „Þetta er svona augnabliks hávaöi sem skilur ekkert eftir. Það vantar dýpt og úthald”. Annar segir: „Helsta vandamálið er, að hann kann ekki reglurnar nógu vel til að geta brotið þær. Hann er æstur i að vera með aliskonar furðuverk og uppbrot til þess eins að fara ekki eftir reglunum. Þetta eru oft byltingar byltinganna vegna, annað ekki þegar grannt er skoöað”. Or. Gunnlaugur Þórðarson, faðir Hrafns (móðir hans er Herdis Þorvaldsdóttir leik- ari), segir að strax i barnæsku hafi syn- inum unga þótt mjög „garnan að öllu óvæntu”. Það hefur ekki farið af honum, kunnugir eru almennt sammála um að Hrafni þyki afskaplega gaman að óvæntum uppákomum, sem stundum séu til þess fallnar að valda harkalegum viðbrögðum. Þráinn Bertelsson.kvikmyndaleikstjóri og félagi Hrafns, segir liggja i augum uppi að honum þyki gaman að sjokkera. „En ef hann fer að gera þá privatskemmtun sina að aðalatriði viðfangsefnanna, þá er allt eins liklegt að fólk hætti að taka eftir þvi og gefi þvi engan gaum þegar stóra bomban kemur. Þetta er hin klassiska saga um pilt- inn sem sifellt hrópaði úlfur, úlfur...” Þeir voru i eina tið eins og samvaxnir þri- burar; Hrafn, Vilmundur Gylfason alþing- ismaður og Ingólfur Margeirsson blaða- maður. Ingólfur: „Atorka Hrafns tekur oft á sig litrikustu form: til að mynda úir og grúir i myndum hansaf alls kyns „effektum”; áhriíaatriði og uppákomur, er i fljótu bragði virðast ekki þjóna neinum tilgangi nema sleppa út gufunni á höfundinum. Mörg verk hans hafa hneykslað fólk, það hefur kallaö Hrafn kynferðislega brenglaðan, viðbjóðslegan klámkjaft, gervilistamann og þar fram eftir götunum. En ég held að flestum sjáist yfir þá einföldu staðreynd, að Hrafn er eng- inn hálfvelgjumaður: listsköpun hans er ekki borin á borð sem nein naglasúpa, heldur sem mergjaður, sterkkryddaður málsverður. Og mönnum er að sjálfsögðu i sjálfsvald sett hvort.þeim svelgist á fæðu hans eða ekki. Hitt er annað mál, að stund- um ber formið hugsunina ofurliði, og þar held ég að akkilesarhæl hans sem lista- manns sé helst að finna. Ofhleðsla hans i sjálfu listaverkinu háir honum, hann gleymir smáatriðum, nærfærnislegum at- riðum og þögn, sem gera verkið heilsteypt, gera það að spegli á mannlegt lif. Ég held að þessi galli Hrafns tengist þvi, að hann litur ekki mjög blæbrigðarikum augum á tilveruna, honum hættir til að einfalda mannlega eðlisþætti”. Bommertur og brilljans Flosi Olafsson leikari segir að hann kom- ist „eiginlega alltaf i gott skap, þegar mér dettur Hrafn Gunnlaugsson i hug. Krummi er af mörgum talinn einhver mesti „gösl- ari” samtiðarinnar og liklega er það rétt. Ef sá gállinn er á honum, þá veður hann yfir allt sem fyrir verður með sömu boöa- föllum og ruglaðir striðsmenn, sem eru að leggja undir sig lönd og álfur. Svona var ég lika i dentið, svo þetta hlýtur að vera ágætt”, bætir Flosi við. „En ef Hrafni dettur i hug að gera eitthvað, þá stofnar hann ekki starfshóp og fer i af- slöpppun áður en hringborðsumræður hefj- ast i hópvinnu með tilheyrandi grúppe- terapi, þar sem próblemunum er skipulega raðað niður, svo hægt sé að leysa þau i réttri röð. Nei, hann veður i málið. Slikir menn eru mér að skapi”, segir Flosi ölafsson „en ef þeir eru ekki alvitrir (og það er Hrafn ekki)þá eigaþeir þaðtd að gera skrautlegar bommerlur. Hann á fiað til að gera bommertur og brillj&nt hluti næstum i sömu andránni og verður vist aldrei sakaður um þá lágkúru, sem stund- um er kölluð meðalmennska. Hann er ekki einn af þeim fjölmörgu, sem aldrei tefla á tæpasta vað. Hann er ekki einn af þeim, sem framleiða endalaust eitthvað nægilega venjulegt til að öllum sé andskotans sama um það”. Fleiri viömælendur Helgarpóstsins voru fljótir að nefna til fjörugt imyndunarafl Hrafns og framkvæmdasemi. „Ótrúlega liflegt imyndunarafl hefur alla tið fylgt Hrafni — það hrikalega við það er að hann framkvæmir lika”, segir ögmundur Jónas- son fréttamaöur, sem er gamall nágranni Hrafns, leikfélagi og skólabróðir. Og ýmsir benda á, að hann hreinsi ekki alltaf nógu vel til i hugmyndahandraðanum áður en rokið er út i framkvæmdirnar, hugmynda- flugið sé alveg óbeislað og þar af leiði stundum smekkleysið, sem sumir hafa kallað svo hér að framan. Óbeislað hugmyndaflug? „Nei, ég held að það sé fullkomlega beislað”, segir Hrafn sjálfur. „Þegar kemur að þvi að hugmynd- in sé framkvæmd er hún fullmótuð i minum huga. Auðvitað er hugmyndaflugið á fleygi- ferð, alltaf stöðugt, en ég trúi frekar á að nota það sem stjórnunarlegan kraft en sem kraft til að flippa á. Ef það væri hefði ég aldrei gert neitt af þvi, sem ég hef þó gert”. Það er raunar ekki fyrr en nú, með kvik- myndinni Okkar á milli, sem Hrafn hefur unnið einn. „Aður hafa ýmsir haft áhrif á mikilvæga þætti verkanna”, segir Egill Eö- varðsson, sem stjórnaði upptökum á t.d. Blóðrauðu sólarlagi og Silfurtunglinu sem upptökustjóri i sjónvarpinu. „Nú reynir fyrst á hann einan. Ég held að hann vilji sýna núna, oð hann geti staðið einn og óstuddur. Og i fyrsta sinn er ekki hreinsað til i handraðanum. Min reynsla er reyndar sú, að maður vaxi af samstarfi við annað fólk, það gerir manni hægara að draga mörkin milli aðalatriða og auka- atriða — sem er nauðsynlegt i frásögn, hverskonar frásögn, ef kaos á ekki að verða kosturinn”. Madurinn sem þú elskar aö hata Þótt sjá megi kaos, upplausn og öng- - þveiti i verkum Hrafns Gunnlaugssonar telur margt samstarfsfólk hans rika skipu- lagsgáfu einn helsta kost hans. „t vinnu er hann tiu manna maki. Það er ótrúlegt i hversu mörgum hlutum hann getur stúss- ast i sömu andránni og haft allt á hreinu i öllu”, segir Edda Andrésdóttir. Annar gamall samstarfsmaður segir skipulags- hæfileikana nýtast mjög vel og skemmti- lega i vinnu — það hafi raunar einnig sýnt sig er Hrafn var framkvæmdastjóri Lista- hátiðar i Reykjavik fyrir nokkrum árum. Aðrir eru á þveröfugri skoðun. „Hann veður áfram i blindni og það þarf mikið til að fá hann ofan af einhverri hugmyndinni, sem er ekki annað en argasti þvætt- ingur — en hann hefur tekið i sig. Skipulag hef ég litið orðið var við”, segir maður, sem átt hefur náið samstarf viö Hrafn. En hvernig skyldi samstarfið við hann ganga? Þórhallur Sigurðsson, Laddi, sem þessa dagana vinnur undir leikstjórn Hrafns við gerö sjónvarpskvikmyndar eftir handriti Þorsteins Marelssonar, segir að þeim, sem vinni með Hrafni, liki það „annað hvort alveg djöfull vel eða þá að þeir þola hann alls ekki. Ég held að það sé ekkert þar á milli. Hann getur áreiðanlega ekki unnið með hverjum sem er. Mér þykir sjálfum þetta samstarf við hann gott — hann er mjög harður, gerir miklar kröfur til manns og liður manni ekkert hik eða hálfkák. Hann er mjög sveiflukenndur, sem er liklega bæði kostur og galli, þetta eru miklar geðsveiflur. Hann fellur ekki i geð allra, svo mikið er vist og trúlega eru þessar sveiflur varasamar fyrir fólk sem ekki þekkir hann. En fyrir það að hann er svolitið brjálæðiskenndur getur hann gert það, sem öörum dettur ekki i hug. Og það virkar”. Gamall samstarfsmaður einn er i hópi þeirra, sem „þola hann alls ekki”, eins og Laddi orðar það. „Hann er óstjórnlega frekur”, segir sá. „Stundum velti ég þvi fyrir mér, hvort hann væri ekki að gera i þvi að vera maðurinn, sem þú elskar að hata. Mér fannst hann mjög erfiður i sam- starfi — og ég held að fleiri séu sömu skoð- unar, meðal annars vegna þess, að hann gerir aldrei mynd með sama fólkinu nema einu sinni. Hann mjólkar alla — notar hug- myndir þeirra og gerir að sinum eigin”. Edda Andrésdóttir segir að það sé skóli út af fyrir sig að vinna með Hrafni. „Hann er djarfur og stundum ætlar maður að hann gangi of langt. En þegar á reynir hefur hann rétt fyrir sér... Ég hef álpast i gegnum súrt og sætt með honum i vinnu, og stund- um efast.en i dag myndi ég ekki hika við að gera nokkurn hlut”. Hann viðurkennir fúslega að hann sé mjög kröfuharður i samstarfi: „En ég reyni að vera sanngjarn”, segir hann. „Sanngirnin má hins vegar ekki ganga svo langt, að ég sviki það, sem ég tel mig vera að gera rétt. Endalaus sanngirni leiðir ekki annað af sér en flatneskju. Og svo verður að gæta að þvi, að þegar á hólminn er komið er það leikstjórinn, sem fær alla dembuna á sig. Þá veit enginn hvað hefur gerst á bak við myndavélina—það er hann, sem verðurspurður. Og þá er of seint fyrir hann að fara að tala um hvort rétt hefði verið að gera þetta eða hitt á einhvern ákveðinn sanngirnishátt. Leikstjórinn stendur og fellur með sinu verki, eins og það birtist á tjaldinu”. Aldreitalaö illa um nokkurn mann Við höfum fengið fram meðal annars það, að Hrafn Gunnlaugsson er mesti dugnaðar- forkur, hugmyndaauðugur og fram- kvæmdasamur, djarfur og áræðinn. Hann er á margan hátt ólikur flestu öðru fólki. Það kemur föður hans dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, ekki á óvart: „Hann var strax þannig i barnahópi, að hann skar sig úr. Hann vildi hafa sitt fram — og ef það tókst ekki, þá varð hanr. háværari. Maður heyrði þetta stundum i götunni, röddin flaut ofan á, svo stundum jaðraði við iskur. En þetta var ekki frekja, það fannst mér aldrei. Hann hafði mikið dálæti á náttúrunni, var hrifinn af blómum — og ég tók snemma eftir þvi, hann hefur ekki verið nema þriggja eða fjögurra ára, að hann reif aldrei upp blóm. Ég sagði stundum að hann hlyti að hafa verið kinverskur blóma- ræktarmaður i fyrra lifi. Og eins og þeir var hann alltaf rólegur i framkomu”. Æskufélagi hans og nágranni, Gisli Orn Lárusson, forstjóri Reykviskrar endur- tryggingar, segist telja sig lánsaman að hafa eignast Hrafn fyrir vin. „Mér hefur alltaf liðið vel i félagsskap hans”, segir Gisli Orn. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér eins og hann hafi verið frekar aggressivur unglingur en á siðari árum hefur hann fyllst öryggi og einlægni. Og aldrei hef ég heyrt hann tala illa um nokk- urn mann — þótt margt hafi blásið á móti og verið honum andsnúið”. Þráinn Bertelsson er eins og fleiri vinir Hrafns fljótur til að taka málstað mann- eskjunar Hrafns Gunnlaugssonar: „Hann er afskaplega skemmtilegur félagi og vinur, eins og hann á kyn til, verandi sonur þeirra Herdisar og Gunnlaugs”, segir Þrá- inn. „Og svo á hann yndæla konu, Eddu Kristjánsdóttur”. Egill Eðvarðsson er ekki margmáll um félaga sinn og fyrrum samstarfsmenn en segir mestu máli skipta, „aö ég á hann fyrir góðan vin og það er gagnkvæmt. Mér hefur alla tið þótt styrkur að vináttu Hrafns”. Vinir Hrafns eru kannski ekki margir en þeir eru traustir. Og það þarf ekki langar samræöur við þá til að skynja væntum- þykju þeirra i hans garð. „Hrafn er svo upptekinn af sjállum sér og listsköpun sinni að hann hreinlega gleymir flestum sam- ferðamönnum sinum eða einfaldar þá niöur i stereotýpur. Hann er þvi vinafár maður en hinum fáu vinum sinum, og ég leyfi mér að r eftir Omar Valdimarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.