Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 21
21 Föstudagur 20. ágúst 1982 og d.eift um Bókstaflega al ailt, innanhuss og muna um að hýsa hrossin í sumarbústaðnum, hvað þá annað! Og sama sumarið var reynt að kveikja elda á miðju gólfi. Þegar að var komið lá þar bunki af hálfbrunnum tímarit um. — til allrar hamingju hafði ekki tekist að kveikja eldinn. - Það var alveg sama hvernig ég gekk frá dyrum og gluggum, alltaf var farið inn og að lokum tók ég til bragðs að hætta að læsa. Enda hafði lögreglan bent mér á, að ætli fólk sér inn á annað borð stöðvi það ekkert. Næst þegar ég kom í bústaðinn höfðu óboðnir gest- ir skrifað í gestabókina: „Þetta er mjög skemmtilegur sumarbústaður, en þú aettir að læsa“. Þetta var undirskrifað af fólki sem ég kannaðist ekkert við, segir Stasía Jóhann- esson. Fækkar Þrátt fyrir allt virðist innbrotum í sumar- bústaði þar sem verðmætum er stolið eða mikil spellvirki unnin heldur hafa fækkað á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum Gísla Guð- mundssonar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins voru tilkynnt 18 slík innbrot þangað árið 1977 (Rannsóknarlögregla Reykjavíkur framanaf árinu, eða þar til RLR tók til starfa), 16 inn- brot 1978, 17 árið 1979 og tíu árið 1980. í fyrra voru ekki tilkynnt nema sex innbrot í sumarbústaði, en nú virðist sem þeim ætli að fjölga aftur. Það sem af er þessu ári hafa átta innbrot verið tilkynnt RLR en það er á haustin, sem flest slík innbrot eru venjulega framin, þar eð þá er helst von á að eitthvað fémætt sé að finna þar. Eins og að líkum lætur eru innbrot í sumar- bústaði - eins og önnur afbrot - tíðust á höf- uðborgarsvæðinu. Einna flestir sumarbú- staðir eru á Vatnsendasvæðinú, en það til- heyrir lögsagnarumdæmi Kópavogslögregl- unnar. - Það hefur verið gríðarlega mikið um inn- brot í sumarbústaði og skemmdarverk á þessu svæði. En það gengur í bylgjum, og nú að undanförnu hefur ekki verið mikið um það. Ég þakka það því, að aðalinnbrotsþjóf- urinn situr inni. Það er síbrotamaður, sem vill helst hvergi vera nema í sumarbústöðum, segir Pétur Sveinsson lögreglumaður í Kópa- vogi. Til að halda partí Það er hinsvegar lögreglan á Selfossi sem hefur flesta sumarbústaði landsins innan lögsagnarumdæmis síns- í Árnessýslu. Þar er Þingvallasvæðið, Grafningurinn, Álftavatn, Laugarvatn með alls eitthvað á annað þúsund sumarbústaði. - Það er ótrúlega lítið um að brotist sé inn í bústaði hér í sýslunni miðað við þau óhemju ósköp sem er af þeim. Helst er það á veturna, segir lögreglan á Selfossi við Helgarpóstinn. - Oft er einhverju stojið, fólk tekur hluti sem það þarf að nota. Flest innbrot virðast þó vera framin í því skyni að leita að áfengi, sem kynni að hafa verið skilið eftir, og stundum er jafnvel brotist inn til að halda partí. Það er líka nokkuð um, að menn fari úr bústað í bústað, haldi þar til. Oftast er þá um heimilis- lausa flækinga að ræða. í seinni tíð hefur verið tiltölulega lítið um bein skemmdar- verk, segir lögregluþjónninn á Selfossi. Erfitt að upplýsa Eins og dæmin sanna er samt enginn óhult- ur fyrir innbrotsþjófum og skemmdarvörgum þegar sumarbústaðir eru annars vegar, og lögreglan á erfitt með að leysa slík mál. - það er mikilvægt að fólk tilkynni þessi innbrot til lögreglunnar, þá er von til þess að sökudólgarnir náist. Það er erfitt að upplýsa svona mál, en oft eru þarna á ferðinni sí- brotamenn og innbrot í sumarbústaði geta upplýst í tengslum við önnur mál, segir Gísli Guðmundson hjá RLR. - Það er líka mikilvægt að fólk gangi vel frá gluggum og hurðum, og ekki er verra ef ná- grannar reyna að hafa eftirlit með grunsam- legum mannaferðum. Lögreglan á hinsvegar erfitt með að hafa eftirlit með öllum sumar- bústöðum af skiljanlegum ástæðum, segir hann. það eru kannski ekki allir eins framtaks- samir og hún Þórveig Axfjörð, sem sagt var frá í upphafi. Hún tók til sinna ráða fyrir mörgum árum, þegar brotist var inn í Hæðar- stein og meðal annars stolið nýrri rúmdýnu. Eitthvað hafði sést til þjófsins og Þórveigu tókst að finna út að hann kæmi stundum í Sundhöllina. Hún gerði fólki þar viðvart, og næst þegar sá grunaði lét sjá sig þar fékk hún boð um það og lét lögregluna vita. Þá kom í ljós, að þarna var kominn einn „góðvinur- inn“ og hann játaði á sig innbrotið. Bættur skaði En situr fólk eftir með sárt ennið ef skaðinn skeður þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir? Meðan við könnuðum þessi mál heyrðum við þá fullyrðingu svekktra sumar- bústaðaeigenda að það sé ekki hægt að tryggja bústaðina, sökum þess hvað áhættan sé mikil - tryggingarfélögin taki þá áhættu einfaldlega ekki á sig. Það þurfti þó ekki nema eitt símtal við Héðin Emilsson deildarstjóra hjá Samvinnu- tryggingum til að afsanna þá kenningu. - Samkvæmt lögum er eigendum sumar- f,MÍ) ít- V,- X *, .W , . ' tÁí* . ‘\Í Sumarbústaöur Stasíu Jóhannesson blasir ekki við úr alfararleið — hann er að mestu I hvarfi við skógarlundinn sem hún hefur ræktað upp. Stasia hcfur skrifað á ensku einskonar dag- bók i gestabókina. Þvi hafa þessir óboðnu gestir gripið tii enskukunnáttu sinnar. En nöfnin eru islensk, um það er ekki að villast. Oo V'voa. \-\<i 2, . ' ■ \jít COxrAC Íi-níí « C^s'CfíC' i4 1- cÉ.écf i r1 c< nd 11'< f- urxu 5wtc I SumtHCr hcaí>e.. 'í O - V Hj í C'£X.„.. -ÞUd. < ‘Íoor '( acii W< < .1 /t .../. • n. . 1 . Df MdO: . ^ l. t.C\ \) ,Kx r)hfi '•f. bústaða eins og annarra fasteigna skylt að tryggja hús sín gegn eldsvoða. En því til við- bótar er hægt að fá húseigendatryggingu fyrir sumarbústaði. Sú trygging bætir vatnstjón, gler, skemmdir vegna óveðurs og innbrota auk skaðabótakröfu þriðja aðila sem kunna að falla á bústaðina, segir Héðinn Emilsson. - Auk þess er hægt að fá viðbótartryggingu á brunatrygginguna, sem bætir þær skemmd- ir innandyra sem kunna að verða vegna inn- brota, segir hann. Fólk þarf því ekki að horfa framá að allur sá skaði sem það kann að verða fyrir vegna innbrota í sumarbústaði þeirra verði óbættur. En tjón af völdum innbrota verður aldrei bætt að fullu, til að mynda ekki sá tími sem fer í lagfæringar og það ergelsi sem það leiðir af sér. Hin 85 ára gamla Þórdís Axfjörð getur ekki notið kyrrðarinnar við Leirvogsá lengur, vegna skemmdarverka á bústaðnum hennar. Stasía Jóhannesson er helst á því að selja bústaðinn sinn eftir að hafa átt þar margar góðar stundir í 25 eða 30 ár. „Ég er farin að kvíða fyrir því að sjá hvað hefur gerst í hvert skipti sem ég fer þangað“, segir hún við Helgarpóstinn. Er N\ tei N<v/ Et ti\ NV&öcaUE.^- i NlN 1 Miði er möguleiki... Stundum missi ég trúna á mannkynið, eða að minnsta kosti þannhluta þess, sem ég heffyriraugum daglega. Stundum verð ég svo hundlúll að ég horfi á heiminn yfir gler- augun, sný mér undan og rölti i felur og finnst að ég sé þessi sem ,,ber burt syndheimsins”, eða hvernig þetta var nú. Þessar vonleysisstundir, þessi andartök fyllt bölsýni og slæmu skapi verða til dæmis, þegar einhver andfúll samborgari ryðst fram fyrir mig i Rikinu. Yfirleitt tekst mér að stilla skap mitt, jafnvel gleyma hinu himinhrópandi óréttlæti og sáru tám eftir skamma stund og einbeita mérað þvi að muna hvað ég ætlaði að kaupa. En dónar kunna sér ekki hóf. Þeir ryðjast um fast, og loks þegar algreiðslumaðurinn reynir að losa okkur við ófétið með þvi að afgreiða hann á undan öllum, sem lengi hafa beðið, dregur hann upp ávisun. — Við tökum ekki við ávisun hér hjá ATVR (hvers vegna ekki TAR?). — Hva, segir ófétis viðbjóðs dóninn, gerir sig smeðjulegan i framan, —ég er ekki með nóg af seðlum, er manni ekki reddað svona einu sinni? Vikupóstur frá Gunnári Gunnarssyni fikc^K — Nei, segir ungur og staðfastur afgreiðslumaður (þeir eru reyndar margir öldungis frábærir, strákarnir i TAR, ég meina ATVR) — við tökum ekki við ávisunum. Ég bið og vona, að dóninn verði svinbeygður og rekinn á braut brennivinslaus, helgin eyðilögð fyrir honum (já, ég veit, en ég get ekki að þessu gert. A stundum tekur mannvonskan öll völd og mitt góða hjartalag hverfur i hatursmökkinn). — Hvað er þetta, segir þá allt i einu aldraður og lifsreyndur af- greiðslumaður við starfsbróður sinn, — ertu að setja þig á háan hest, blessaöur bjargaðu manninum. — Nei, segir sá ungi oggefur sig ekki. — Ég sæki verslunarstjórann, segir sá gamli. ---Nei, segir verslunarstjórinn, þegar hann birtist, — við tök- um ekki þessa ávisun, hún er ekki stiluð á þig. Það kemur fyrir að við b jörgum einstöku mönnum, en þetta er ekki hægt. Hjarta mitt tekur kipp, sá andfúli sem ruddist fram fyrir mig veröur að snauta burt, brennivinslaus. Deginum er bjargað. Og þó? — Það kemur fyrir að við björgum einstöku mönnum, hafði verslunarstjórinn sagt. Grunsamlegt. Skyldi ég vera i hópi þessara einstöku manna? Er ég einstak- ur? útvalinn? Hlyti ég náð fyrir augum verslunarstjórans? Yrði mér bjargað? Eöa þér? Hugsið um það. — Hvað skyldi verða þessu þjóðfélagi til bjargar? spurði kunn- ingi minn um daginn, rétt eins og ég hefði svarið. Eg svaraði engu, enda daufur i' dálkinn, nýbúinn að missa af tveimur stræt- isvögnum þann daginn og fannst ekki fýsilegt að fara að leysa vandann á undan rikisstjórninni. — Ný rikisstjórn? spurði ég til aðsegja eitthvaö. — Möguleikarnir blasa við,sagði þá kunningi minn sem jafnan þykist allt vita, —-og sá möguleiki sem blasir ber við, er náttúr- lega að lækka kaupið með þvi að snuða með visitölunni. Það er kallað æðri hagspeki. — Ég sk.il, sagði ég og skildi ekki neitt. Þessa dagana, þegar mér tekst ekki einu sinni að ná siðasta vagninum, þegar vetur er lagstur að i byrjun ágúst og þegar ég veit ekki hvort ég er i röð hinna „einstöku” sem verður bjargað, dettur mér helst i hug að eina ráðið sé að koma á biðröðum i Rik- inu. Hvernig væri það annars? En vitanlega á maður ekki að verameðsvartsýni og raus. Þótt ráðgjafi rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum heiti hr. Axarskaft og siðasti vagninn sé löngu farinn, þá höfum við þó happdrættin eftir. Ég kaupi miöa á morgun. Miði er möguleiki...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.