Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 18
 Bfldudalur Hæ, hæ! Mér fínnst það bara alveg fer- legt að það skuli ekki enn vera komið viðtal við Sjálfsfróun eða bara Anti-Power. Þetta mundi bara vera alveg þrælgott ef það kæmi viðtal við þessar hljóm- sveitir og svo væri ennþá betra ef það kæmi viðtal við nokkra pönk- ara, en ekki einhver ógeðsleg diskófrík. Oj.Ein spurning í við- Athugull segir að viðtalið við diskarana Jónas og Hermann sé það eina við hæfí diskara og vcnjulegra í Stuðaranum eftir jól... S0T(|ða HjóSreiðamönnum engin tiLlitssemi sýnd í umferðillni Hann Emil Blöndal er sendill m. meiru hjá Helgarpóstinum og Al- þýðublaðinu í sumar. Hann licfur reyndar unnið lengur hjá þessum fyrirtækjum því allan síðastliðinn vetur vann hann með skólanum, en hann var í Ölduselsskóla og verður þar áfram í 9. bekk næsta ár. Emil er sumsé 15 ára. Og Stuðaranum fannst alveg til- valið að spjalla eilítið við Emil. Skcmmtileg vinna - Var ekki erfitt að samræma skólann og vinnuna í vetur? „Nei, nei, alls ekki. Ég byrjaði ekki að vinna fyrr en á föstudög- um, eftir skólann, og vann bara á föstudögum og laugardögum." - í hverju er sendlastarfið fólgið? „Ég afgreiði, svara í símann, fer út í banka, rukka sjoppurnar og geri allt sem til fellur. “ - Er þetta erfið vinna? „Nei, alls ekki og frekar skemmtileg." Kannski hálfgert mótorhjólagengi - Hver eru áhugamál þín? „Mótorhjól og skíöaíþróttir." - Já, þú hefur nýlega eignast Hondu? „Ég er nú reyndar búinn að eiga tvö hjól. Ég eignaðist það fyrra fyrir tveimur mánuðum og átti það ítvománuði. Það varnýlegt Yama- ha, en keypti mér svo nýrra og betra." - Hvaðersvonaskemmtilegt við að vera á Hondu...? „T.d. er gaman að leika sér í gryfjunum og svo er bara þægilegra að vera á henni í vinnunni? - Þú ert kannski í einhverju mót- orhjólagengi? „Kannski í hálfgerðu mótor- hjólagengi. Flestir vinir mínir eiga mótorhjól en reyndar fékk ég hjól fyrstur." Engin tiilitsemi - Er ekki gífurleg ábyrgð að vera í umferðinni á hjóli? POSTUR OG SIMf Reykjavík 7. ágúst 1982 Eg hef verið fastur lesandi Stuðarans frá upphafi og gct nú því miður ekki orða bundist vegna þcss hve mér (og fleiri) hef- ur fundist greinileg afturför eftir áramót hjá Stuðaranum. 1 fyrsta lagi er efni Stuðarans nánast það sama blað eftir blað. í öðru lagi aðhyllist umsjón- armaður ákveðna músíkstefnu sem mætti kallast nýbylgjurokk (td. Clash, Dead Kenncdys, Bara- flokkur, Vonbrigði ofl.) og hefur óspart gert þeirri tegund „hljóm- !istar“ hátt undir hölði, eins og t.d. í blaðinu 6. ágúst með „óháða listanum" sem er tekinn eftir mest seldu plötunum í Stuðbúðinni sem er ekki háð neinu hljóm- plötuútgáfufyrirtæki, segir um- sjónarm. Það er auðvitað ágætt en einn stór galli er þá á gjöf Njarð ar og er hann sá að Stuðbúðin hefur sérhæft sig í ákveðinni teg- und „tónlistar“ sem kallast Ný- bylgjurokk! Því hafa þeir sem ekki aðhyllast þessa stefnu fengið lítið við sitt hæfí í Stuðaranum (fyrir utan viðtalið við diskarana sem var fyrst í janúar) en þeir eru margir, því diskarar og venju- legir lesa einnig Stuðarann. í þriðja lagi hefur umsjónar- maður gert stefnu herstöðvaand- stæðinga góð skil með ýmsum at- hugasemdum og spurningum, einkum þrívegis eftir áramót. Fyrst 12. febr. þegar tveir 16 og 17 ára spyrja: Hvernig geta frið- arsinnar verið hlynntir her? Þá er svarið frá umsjónarmönnum: Okkur er það hulin ráðgáta og fróðlegt ef einhver gæti svarað því... Aftur 18. júní er tvær villuráf- andi stelpur segja: „ísland á að vera sjálfstætt ríki. Her þýðir vopn, sem þýðir stríð, sem þýðir dauði og við erum friðarsinnar. „Þetta var bara nokkuð gott svar hjá okkur“ STUÐARINN SAM- SINNIR ÞVÍ og þakkar fyrir spjallið. Að síðustu 2. júlí þar sem umsjónarmaður minnir á fund herstöðvaandstæðinga á Klambratúni daginn eftir, án þess að ræða um mál fundarins frá öll- um sjónarhornum. Mér fínnst slæmt ef Stuðarinn er að breytast í áróðursrit her- stöðvaandstæðinga. Þó ég sé síð- ur en svo á móti því að umsjón- armaður hafí skoðun á málinu frá öllum hliðnm og þá líka frá hlið okkar, sem teljum Islandi best borgið í varnarsamstarfi við aðr- ar lýðræðisþjóðir gegn útþenslu kommúnista. Með von um skjótar tilfæringar á Stuðaranum. ATHUGULL. SVAR: Kæri Athugull! Já, það er nú gaman að heyra hversu vel þú hefur fylgst með Stuðaranum og eitt er víst, að erf- itt er að hafa Stuðarann við allra hæfi. Sjálfsagt er það að maður vill festast í „þessu sama“ frá blaði til blaós. En auðvitað er ég öli af vilja gerð að betrumbæta Stuðarann. Þú segir að umsjónarmaður aðhyllist nýbylgjurokk. Sjálf er ég djassfrík, en flestir þeir ung- lingar sem ég hef náð tali af að- hyllast nýbyrlgjurokk. Þannig er að ég hef þá stefnu að vísa engum frá sem biður um viðtal og satt að segja hefur upphringingum ekki linnt í sumar: hljómsveitir að láta vita af sér og biðja um viðtal, flest nýbylgjusveitir. Þó hafa líka ver- ið hljómsveitir sem bjóða upp á tölvupopp, nýrómantík og diskó „Jú, hjólreiðamönnum er engin tillitsemi sýnd. Einn vinur minn keyrði td. á bíl fyrir stuttu og ökklabrotnaði á báðum fótum. Hann þarf að vera í gipsi í 6-8 vikur og helst í rúminu í 4-5 vikur. Hann var í órétti, virti ekki hægri réttinn. Bílstjórinn sá að hann gat ekki stoppað en vildi ekki gefa rétt sinn. Bíllinn stórskemmdist en hjólið slapp.“ , , Helgai----—--- Fostudagur 20. agust 1982 Posfurinn segir Emil Blöndal Enginn ítroðningur - En vindum okkur yfir í annað. Hefurðu áhuga á pólitík? „Ég veit ekki. Ég umgengst þó nokkuð Alþýðuflokksmenn í vinn- unni og kann vel við þá“. - Jæja, er kannski einhver skoð- anaítroðningur? „Nei, síður en svo“. Diskóljós í takt við tónlistina - Hefurðu gaman af tónlist? „Já, já. Góðri diskótónlist með flottum takti, t.d. Mike Oldfield. - Ég er nýbúinn að bæta græjurnar mínar. Til að fá betra sánd fékk ég mér Kef hátalara við Technics græj urnár mínar. Svo er ég meira að segja nýbúinn að koma mér upp diskóljósum sem blikka í takt við tónlistina. Síðan er ég að fara að kaupa mér stóra tölvu sem hægt er að mata á uppiýsingum sem hún mun síðan vinna úr.“ - Ja, það er greinilegt að þú færð gott kaup fyrir vinnuna þína. Og Emil samsinnir því og er nú rokinn í enn eina sendiferðina. Og auðvitað biður Stuðarinn að heilsa og þakkar fyrir sig. m. meiru, en lítið hefur verið um það síðast nefnda. Ég hef lítið farið út í erlent popp, mér hefur þótt ágætlega um það ritað bæði á öðrum stað hér í blaðinu, í um- fjöllun um plötur, nú og svo í öðr- um blöðum. Hins vegar hef ég jú skrifað eitthvað um sumar er- lendar hljómsveitir sem hingað hafa komið og haldið tónleika, en ég man ekki eftir diskóhljómsveit í svipinn. En það er þetta með Stuðbúðina. Þó að hún sérhæfi sig í nýbylgjurokki, er hægt að fá allar tegundir tónlistar þar, nema klassík. Þar er hægt að fá þungt rokk, djass, þjóðlagamúsík og já, meira að segja diskótónlist. Mál- ið er að nýbylgjan selst (ennþá) meira þar en aðrar tegundir tón- listar. Og það eru þeir sem kaupa plöturnar sem ráða listanum en ekki aðrir. En sjálfsagt eru diskó- plöturnar og hinar keyptar í öðr- um búðum og sjá má vinsældalist- ana í öðrum blöðum en HP. En vissulega er ég til í að hitta fólk sem pælir í öðru en nýbyigju- rokki. Og lýsi ég eftir því hér og nú. Og svo var það þetta með her- stöðvaandstæðingana. Kæri At- hugull! Viltu svara mér því hvernig friðarsinnar geta verið hlynntir her? Og vissulega minnti ég á fund friðarsinna, en ég benti líka lesendum Stuðarans á grein eftir Þröst Haraldsson um friðar- hreyfingar og þar var fjallað um málið frá öllum hliðum. Já, já. Jæja Athugull minn. Ég vona að þú skrifir mér fljótt aftur og þá kannski með nafninu þínu undir svo ég geti nú líka tekið við þig viðtal. Og þú gætir kannski kom- ið mér í samband við gott fólk. Sumsé. Allt í lagi bless. Jóka Stuð. bót: Hvort fínnst þér betra diskó eða pönk? Bæbæ, ein pönk. Ekki birta nafnið. Hæ hó pönkari! Þetta er alveg ferlegt! Sjálfs- fróun! Anti-Power! Siggi Pönki Hvað eruði að hugsa? Viljiði gjöra svo vel að hringja í síma 81866 strax! Ég meina sko, af hverju seg- irðu að diskarar séu ógeðslegir. Og hvað heldurðu að ég segi þér hvað sé best... Nema þetta með djassinn sko... Lindsay ennþá í fyrsta sæti. vinsældar- listinn (1) LINDSAY COOPER: Rags (-) KILLING JOKE: Revolations (2) NEW ORDER: Temptation (4) EGÖ: Breyttir timar (5) CRASS: Penis Envy (9) DISCHARGE: Hear Nothing, See Nothing, Say Nothing (-) ÞEYR: As Above 8 (10) JAH WOBBLE: Fading/Nocturnal 9 (-) ROXY MUSIC: Avalon 10 (-) CABARET VOLTAIRE: 2x45 Listinn er byggöur á plötusölu i STUÐ-búöinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.