Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 9
Oragir við það erfiða Lofsamleg gagnrýni í Politiken Nú í byrjun ágústmánaðar sýndi danska sjónvarpið kvikmyndina Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Þrá- in Bertelsson. Ekki fékk hún beinlínis besta sýningartíma því hún var sýnd í sérstökum barna- tíma síðdegis á föstudegi, þegar föstudagsgeðveikin er í hámarki. En einhverjir urðu til að sjá hana, að minnsta kosti skrifar Franz Berliner gagnrýnandi Polit- iken mjög lofsamlegan pistil um myndina sem á dönsku var kölluð „Tvillingerne“ eða Tvíburarnir.Smávægilegs mis- skilnings gætir í umsögn Berliners því hann virðist halda að myndin sé gerð fyrir sjónvarp og þá af ís- lenska sjónvarpinu. En svo við grípum niður í um- sögn Berliners þá segir hann mynd- ina hafa verið „fallega og huggu- lega norðuratlantíska upplifun. Ég fann þörf fyrir að grípa til hástigs lýsingarorða sem yfirleitt er ekki þörf fyrir nema þegar barnamyndir frá Austur-Evrópu eiga í hlut..." Berliner notar myndina til að bauna dálítið á sína eigin lands- menn, þe. þá sem fást við fram- leiðslu barnaefnis: „Kannski gætum við flutt inn nokkra íslendinga til að hleypa nýjublóðiíokkarframleiðslu. Hér hafa þeir þó gert mynd sem er sam- sett af mörgum sjálfstæðum þátt- um sem voru fullir með fyndnum og fallegum, kátlegum og sorg- legum atriðum. Og hún var allan tímann á bandi barnanna. Lands- lagið nota þeir á stórgóðan hátt, svo líkist helst vestrum. Og þeir voru óragir við að fjalla um allt þetta erfiða, manneskjulega. Það virðast allir vera að fara framúr okkur um þessar mundir. Efna- hagskreppa þarf ekki að leiða til menningarlegrar kreppu. Ef við ætlum okkureinhvern hlut í fram- tíðinni er það heimskulegasta sem við gerum að stunda sparnað við framleiðslu barnaefnis." Svo mörg voru orð Franz Berlin- er og mega Þráinn og kvikmynda- félagið Norðan 8 vel við una. —ÞH Asa Sólveig: Vandamál lífs- leiöans i nýju sjónvarpsleikriti. LEIÐUR Á — Sjónvarpiö tekur upp nýtt leikrit Asu Sólveigar í haust „Þetla fjallar öðruin þræði uin iiiaiin, sem er orðinn svolitið leiður á að vera til, án þess þó að iianii liafi nokkrar lillineigingar til sjalfsniorðs. Það hefur náltúrlega talsverð áhrif á hina, þegar einliver ætlarað liætta að taka þátt i þvi, scin er að gerast. Það er erfiðara en ætla mætti”, sagði Asa Sólvcig rithöfundur, þegar liiin var spurð um efni leikrils hennar, sem sjónvarpið muii væntanlega hefja upptökur á i október, en stykkið er nafn- lausl ennþá. Ása Sólveig sagði, að hug- niyndin að þessu væri ekki ný. Hún hefði á sinum tima lagt inn nákvæma atburðalýsingu til LÍFINU sjónvarpsins, og þegar ákveðið var i janúar að taka stykkið upp, hóf hUn að skrila það. Æl'ingar eru ekki haínar og enn hei'ur ekki veriö skipað i hlutverk, en upptökustjóri og leikstjóri veröur Viðar Vikings- son, og verður þetta i lyrsta skipti, sem hann sér um háöa þessa þætti i verki hjá sjónvarp- inu, en Viðar stjórnaði sem kunnugt er upptökum á leikriti Steinunnar Siguröardóttur, Likamlegu sambandi i Noröur- bænum. MARGRÆTT OG MISJAFNT Benedikt Árnason sem Benjamín Eiríksson á kross- götum í Okkar á milli — að sumu leyti framsæknustu islensku kvikmyndinni til þessa< segir Guðjón m.a. í umsögn sinni. Háskólabíó + Laugarásbíó: Okkar á milli í hita og þunga dagsins. íslensk. Árgerð 1982. Leikstjóri og höfundur handrits: Hrafn Gunnlaugsson. Mynda- taka: Karl Óskarsson. Aðalhlut- verk: Bcnedikt Arnason, Val- garður Guðjónsson, Andrea Oddsteinsdóttir, María Elling- sen, Margrét Gunnlaugsdóttir. Hvað sem úrvinnslu og niður- stöðum líður má Hrafn Gunn- laugsson eiga það að viðfangsefni hans í kvikmyndum eru alltaf skratti áhugaverð.í fjórum helstu myndum hans, Blóðrauðu sólarlagi, Vandarhöggi, Óðalinu og nú/Okkar á milli er hann að kyukka í íslenska samtíð: Að skoða íslenskt nútímafólk, drauma þess, þrár, ótta. Hann hefur að þessu leyti nokkra sér- stöðu meðal íslenskra kvik- myndagerðarmanna, sem ég tel honum svolítið í hag. Hrafn er líka orðinn okkar langreyndasti kvikmyndaleikstjóri, ekki aðeins af vinnu sinni við þessar fjórar myndir, heldur einnig af vinnu við óteljandi smærri verkefni fyrir sjónvarpið. Bara í ár hefur hann t.d. stjórnað fimm eða sex þáttum af sjónminjasafninu, sex þátta framhaldssería var tekin upp í vor undir hans stjórn og nú er verið að gera leikrit eftir Þor- stein Marelsson, sem Hrafn stjórnar líka. Þó ungur sé, er hann því orðinn þrautreyndur leikstjóri sjónvarpsleikrita og kvikniynda. Þegar við bætist allt það feiknarlega havarí sem þessi rnynd hefur valdið, fyrst meö Geysisgosinu. þá þjóðsöngnum, að ógleymdum tugum viðtala og greina sem birst hafa sveimérþá í nánast öllum blöðum sem gefin hafa verið út á landinu á síðustu mánuðum auk tónlistar í útvarpi, þá fer ekki hjá því að svolítilla vonbrigða gæti þegar upp er stað- ið. Ekki þannig að myndin sé slæm. Alls ekki. Hún er í öllum aðalatriðum haganlega gerð. En hún er heldur ekkert framúrskar- andi góð. Og að hún standi undir öllu því umtali sem hún hefur fengið er af og frá. En þar er auðvitað við aðra að sakast en aðstandendur myndarinnar. Okkar á milli er, eins og fram hefur komið, um miðaldra verk- fræðing sem missir mjög náinn vin ogsamstarfsmann. Verkfræð- ingurinn Benjamín hafði greini- lega fram að því gefið einkalífi sínu lítinn gaum, en fyrst og fremst hugsað um þyngd, hæð og breidd steinsteypu, eins og Is- lendingi sæmir. Þegar hinn iífs- glaði vinur hans deyr, þá rankar hann við sér og er ekki ánægður með það sem hann sér. Orð hins látna vinar um að það eina sem við skiljum eftir okkur séu mill- jón tonn af steinsteypu, og að nær væri að svamla um í heita læknum eins og gullfiskur, fara að veltast urn í kollinum á honum. Benja- mín fer á allsherjar bömmer, en nær sér svo aftur á strik, og þá breyttur maður. „Life is for liv- ing“, segir tölvan honum. Þetta er ekki flókinn þráður, en hann gefur Hrafni tilefni og tækifæri til að varpa frarn margs- konar skoðunum og spurningum reyndar líka. Það er til dæmis augljóst að Hrafn er á því að viö mannfólkiö hugum ekki nóg að tilfinningum okkar í garð hvers annars. Þetta sýnir hann ágætlega með atriðinu þegar feðgarnir kveðjast á flugvellinum, til dæm- is. Hrafn bendir á hyldýpi milli kynslóða, ekki aðeins með pönk- inu og öllu því, heldur reyndar miklu betur í leikhúsatriðinu þeg- ar dóttirin berháttar sig í hlut- verki fjallkonunnar. Það atriði í heild sinni er revndar þaö sterk- asta í mvndinni, snilldarlega vel gert. Áhorfandinn gerir sér fulla grein fyrir að þarna er verið að leika leikrit fvrir fullu húsi áfiorf- enda, en samt er honum haldið akkúrat \ ið það sem rnáli skiptir, spennuna milli foreldra og dótt- ur, stolt dótturinnar en áfall for- eldranna. Hrafn reynir að varpa ljósi á þá grundvallarspurningu - til hvers við lifum lífinu og hvað við skiljum eftir okkur. Svona í heild gæti Benjamín Eiríksson verið persónugervingur þeirrar kynslóðar sem skapaö hefur Is- land nútímans. Lang stærsti draumur hennar (LSD) væri steinstevpa, og svo þegar eitthvað raskaði því vcrðmæta- mati ruglaöist hun um tíma, eins og Benjamín. áður en hún næöi sér á strik aftur. og þá á nýrri og jákvæðari braut (þjóðsöngur í nýrri útsetningu og ný fjallkonu - týpa).Geysisgosið í lok myndar- innar (sem reyndar var ekki eins magnað og ég hafði reiknað með, enda misstu filmurnar greinilega af upphafi þess) gæti þá verið tákn uppsprettu einhverrar nýrr- ar innri orku lands og þjóðar, ó- beislaðrar. Á þessari leið er hægt að halda lengi áfram - að spá í hvað I frafn er að spá með Okkar á milli. Það má eflaust segja að það sem t.d. hefur verið rakið hér að framan sé svosem engin ný speki. Þetta hafi allt verið sagt hundrað sinn- um áður, við allskonar tækifæri. Jú, gott og vel. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Það skiptir öllu meira máli hvernig svona hlutir eru sagðir. Og það er með það eins og annað í myndinni - sumt er vel gert, annað síðra. í heild nær myndin því að Iifa áfram í kollinum á manni, og það er meira en hægt er að segja um margt af því sem hér er að sjá í bíó. Það sem helst kemur í veg fyrir að allir þessir undirtónar nái verulegum tökum á áhorfandan- um er að persónudrama Benja- míns er ekki nógu skýrt. Myndin verður svolítið losaraleg við fyrstu sýn. Þegar hún er skoðuö aftur kemur hinsvegar í ljós að þar er fátt eitt út í hött - flest atriðin koma heim og saman þeg- ar upp er staðið. Myndin er snöggtunr betri í annað skipti. En það er til of mikils ætlast að fólk sjái Okkar á milli tvisvar, sérstak- lega þegar 85 króna aðgangseyrir er hafður í liuga. Myndin byrjar svosem nógu vel: Benjamín að trimma, - í kapphlaupi við sjálfan sig. Kynn- ingar á persónum eru sniöugar- í kokteilpartíi hjá Hjörleifi, og út- varpsviölali. Én þær eru ekki nógu ýtarlegar. Það kemur yfir að Benjamín og Sigurður voru miklir vinir. þeir unnu saman sem einn maður og leið vel saman. En vináttu þeirra eru ekki gerð þau skil aö maður finni verulega til með Benjámín, og skilji almenni- lega þá örvæntingu sem grípur hann, og af hverju örvæntingin leiðir hann útí þá hluti sem mynd- in greinir frá. Persónur myndar- innar, nema Benjamín. eru ekki nema vel gerðar tvpur. Hrafn hefur lag á að finna réttar mann- gerðir í hlutverkin. En áhorfand- inn nær engu sambandi við þær - ekki frekar en Benjamín sjálfur. Þegar á líður hættir maður að greina milli drauma Benjamíns og veruleikans, eins og Hrafn ætl- ast greinilega til. Kynlífsórar renna sarnan - stundum eru á- horfendur inní söguhetjunni, stundunt fyrir utan, stundum í fortíð, stundum í nútíð. Slíkt er skemmtilegt, en ákaflega erfitt svo vel sé, og gerir miklar kröfur til höfundar. Og það er einmitt í þessu - um miðbikið - sem mynd- in missir dálítið dampinn. Sum atriðin, eins og kynlífsdraumarn- ir og pönksenan í Óðali, eru of fyrirferðarmikil í heildarntynd- inni, og sum önnur atriði detta uppfyrir. Eiginkona Benjamíns gufaöi til dæmis bara upp án þess að skilja eftir sig nokkra slóð. Styrkur Okkar á milli liggur í djarflegu efnisvali, nokkuð lag- legri kvikmyndatöku, scm sjald- an er ómarkviss en þó stundum of höll undir fiff í linsunotkun og hreyfingum, og yfirhöfuð góðri sviðssetningu. þar sem nostrað er við táknræn smáatriði. Dæmi um það: Þegar Benjamín tilkynnir eiginkonu Sigurðar lát hans er hún með gráhvítan fegrunar- maska á andlitinu - dánargrímu eða e.t.v. einskonar tragíska trúðsgrímu? Dæmi um tilgangs- laust smáatriði í hinni annars hröðu og skörpu samklippingu er þyrluskot af Hallgrímskirkju- turni. Leikurinn er ágætur. Benedikt Árnason fer sem kunnugt er með langstærsta hlutverkið og er sannfærandi. Leikur hans er lágt stemmdur, tiltölulega jafn. og á köflum framúrskarandi. Þá standa þær María Ellingsen og Margrét Gunnlaugsdóttir sig vel í erfiðustu aukahlutverkunum. Aðrir leikarar standa svo sem fyrir sínu, og Sigurður (Þorvaldur S Þorvaldsson) er skemmtileg týpa. Hrafn notar hljóð og tónlist mikið í myndinni, og eins og ann- að í myndinni er það misjafnt. Dægurlögin, sem glumið hafa í útvarpinu að undanförnu eru ágæt, og þokkaiega notuð í myndinni. Þá bregður fyrir skemmtilegri notkun á leikhljóð- unum sjálfum, eins og ritvéla- glamri og símhringingum. En kvikmyndatónlist Egils Ólafs- sonar þótti mér ekki spennandi og í sumum samtölum greindi ég ekki orðaskil, hvort sem þar er um að kenna hljóðupptöku- manni eða þvoglulegum fram- burði leikara. En þrátt fyrir að ýmislegt megi að myndinni finna, er hún verð- ugt framlag til íslenskrar kvik- myndagerðar. Hún er að sumu leyti framsæknasta íslenska kvik- myndin til þessa, og við hana bcitti Hrafn talsvert öðrum vinnubrögðum og öðru mynd- máli, en hingað til hafa verið tíðkuð hjá íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum. Hún var tekin uppá lengri tíma, 2 árum, ogekki unnin eftir fastmótuðu handriti. 1 lún var líka til þess að gera ódýr, enda augljóst af öllum óbeinu auglýsingunum, t.d. áTropicana, að ekki hefur af veitt. Kannski voru við gerð hennar notuð vinnubrögð sem henta betur við hinar sérstæðu aðstæöur íslenskr- ar kvikmyndagerðar, en þau vinnubrögð sem stunduð hafa verið hingað til. Kannski ekki. Hrafn Gunnlaugsson sannar með myndinni það sem var fyrir- fram vitað, að hann er með fremstu kvikmyndagerðarniönn- urn okkar. Hugmyndaauðgin leynir sér ekki, og hann skortir ekki framkvæmdasemina. Með meiri aga og smámunasemi eru honum allir vegir færir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.