Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 20. ágúst 1982 J-leli fleigar---—-- ,posturinn. Vilmundur Gylfason: A lslandi er ekki til nein lagaleg heffi Lögfræöingar eru yfir höfuð að tala illa menntaðir — i bókstaflegasta skilningi orðs- ins. Þá er ekki verið að talaum árin,sem þeir hafa eytt á skólabekkjheiúur hinar almennu hugmyndir sem þeir hafa fengið um fag sitt, eðli þess og takmark- anir. I tslandi fara nær aldrei fram, að undirlagi lögfræðinga, um- ræður um heimspeki laganna, um anda laganna, um rétt og rangt. En það fara fram liflegar um- ræður um það hvort þóknun fast- eignasala skuli vera 1%,2% eða 10%. Þetta hefur þeim verið kennt, og, þvi miöur, óprúttnir stjórnmálamenn, sem jafnframt hafa verið kennarar i lögfræði, hafa viðhaldið þessari andlegu eymd til þess að auka völd sín, þegar mikið hefur þótt liggja við. Um þetta höfum við mörg dæmi. Að þeim verður þó ekki vikið nú, heldur vikið að siðustu og kannski raunverulegustu lög- fræðileiðindunum. Okkur á að vera brugðið Undanfarna daga hefur þjóðin, lömuð, fylgst með ótrúlegum harmleik, sem átti sér stað austur i Skaftafellssýslu. Tvær franskar stúlkur, sem hér hafa dvalist ásamt þúsundum annarra vel- kominna ferðamanna, verða fyrir árás byssumanns, sem hér skal ekki frekar tiunduð. öll þjóðin þekkir smáatriði. Afleiðingarnar eru eins hörmulegar og þær geta orðið. Þetta er auðvitað dapurlegri saga en tárum taki. A sjúkra- húsi i Reykjavik liggur systir hinnar látnu. Oti i Frakklandi er fjölskylda hennar og vinir. En á Höfn i Hornafirði situr sýslumaður, lögfræðingur, menntaður i afdölum islenskrar ómenningar, — Friðjón Guðröðarson. Hann stjórnar leit og siðan rannsókn, enda fer lög- fræðingurinn bæði með fram- kvæmdavald og dómsvald. Fréttamenn rikisf jölmiðla koma á vettvang, og þvi miður skortir á dómgreindina þar eins og stundum áður. Sýslumaðurinn blaðrar stöðugt. En svo keyrði um þverbak Byssumaðurinn finnst eftir leit, og játar á sig hinn voðalega verknað. Hinn málglaði lögfræð- ingur, yfirvaldið i Skaftafells- sýslu, fer þegar i útvarpið og greinir frá hinum fyrstu málsat- vikum. Hann greinir frá þvi að ástæður byssumannsins, að eigin sögn, hafi verið þær að stúlkurnar hafi verið að reykja hass, voðaskot hafi hlaupið úr byssunni, þegar þær hafi ráðist að honum, og þá hafði byssumaðurinn örvilnast. Þetta er svo yfirgengilegur frásagnarmáti yfirvaldsins að sennilega er hann fordæmislaus i sögu islenskrar réttvisi, og er þó af mörgu að taka. Greint er i smáatriðum frá málsatvikum, þar sem þeim, sem játað hefur á sig slikan verknað, er leyft að bera tiltekið athæfi upp á hina látnu, gersamlega án athuga- semda. Dómsmálaráðherra, Friðjón Þórðarson, á að láta þennan sýslumann þegar i stað vikja úr embætti fyrir embættisafglöp. Og hafi hann ekki gert það fyrir þing- byrjun þá mun sú krafa koma fram á Alþingi. Afglöp af alvarlegustu tegund Þessum róg um hina látnu er- lendu konu er auðveldara að koma af staðen bera til baka.Og þetta er rógur, hvort sem satt er eða logið. Liklegt er að þetta sé sett i erlend fréttaskeyti, jafnvel sem berast til heimalands hennar, fyrir augu ættingja og vina. A Islandi, eins og i öðrum lönd- um,eru bæði dómar og fordómar um hass. Það er ofur eðlilegt. Foreldrar kunna að hafa misst börn sin i eiturlyf. Slikt fólk hefur rétt til þess bæði að dæma og vera fullt af fordómum. En island er ekki villimannaland þar sem menn ganga um og taka lögin i sinar hendur, og þá ekki vopnaðir menn. Saga byssumannsins er náttúrlega svo botnlaus, að hún er ekki boðleg, enda rekst þar hvað á annars horn. En söm er gjörð sýslumanns- ins, lögfræðingsins. Hann þylur yfir landslýð framburð byssu- manns við fyrstu yfirheyrslu, sem er til þess fallin að vekja for- dóma i garð hinnar látnu mann- eskju, og jafnvel afsaka athæfið. Þetta er ófyrirgefanlegt, dóm- greindarlaust og ber laga- prófessjóninni ófagurt vitni. — Og sannið til, það verður áreiðanlega enginn lögfræðingur til þess að finna að þessu, nema ef vera skyldi Sigurður Lindal. ómenning Það er auðvitað ekki menn- ingarþjóð þar sem ástand er slikt að lagahefðir, opinber skilningur, ekki á lagabókstaf, heldur á hinu sem að baki á að búa, réttu og röngu, eru ekki til. Þess vegna gerast svona slys. Sýslumaðurinn kann að hafa lokið öllum prófum með þeim sóma sem háskóladeild hans hefur krafist af honum. Hann er samt menntunarlaus maður i kritiklausu umhverfi. En annað er alvarlegra. Hin látna stúlka, sem hér hefur verið rægð af yfirvöldum, og ættingjum og vinum þar með gerður kannski óbætanlegur miski á erfiðri stund, er erlend.Þetta rifjar upp sams konar framkomu Rannsóknarlögreglu rikisins gagnvart þýskum manni, sem lést með voveiflegum hætti siðast liðið haust, og reyndist hafa hneigst að sama kyni og hann var sjálfur. Þá var spilað á fordóma, þó til frásagnar væri sá einn, sem verknaðinn játaði á sig. Siðdegisblöðin fóru hamförum i fordómum gagnvart hinum látna manni. Og það gerði lika Rann- sóknarlögregla rikisins, ein laga- smiðjan til. En alvaran er þessi: Getur verið að við séum slikt dalafólk, slikur skrill, að við höldum að svona framkoma sé leyfileg af þvi hér á erlent fólk hlut að máli? Getur verið, að sýslumaðurinn og fréttafólkið séu, ekki aðeins illa vaxin i störf sin, heldur taii þau út úr þjóðarsálinni? Að svona megi tala um útlendinga, lifs og liðna? Sé svo, þá skyldu menn hugsa sig vel um. Því miður Þvi miður hefur það gérst að rikisfjölmiðlar hafa meðtekið boðskap yfirvaldsins á Höfn i Hornafirði gagnrýnilaust — meira að segja einnig sjónvarpið. Það er auðvitað hryggilegt, og raunar gott betur. Þetta atvik ætti að verða þessum stofnunum tilefni rækilegrar naflaskoðunar. Það þarf varla að segja meira. Við viljum vera manneskjur, og við viljum hafa samkennd með náunganum. Það gengi áreiðan- lega betur, ef eitthvert lágmarks- samhengi væri milli laga og reglu annars vegar, og hugmynda um rétt og rangt hins vegar. A þvi hefur að þessu sinni orðið mjög alvarlegur misbrestur. Islenskt yfirvald hefur rógborið nýlátna erlenda stúlku — og i þvi sam- bandi skipta efnisatriði, sönnuð eða ósönnuð, engu máli. Þess vegna á yfirvaldið, sem miskann hefur gert, að vikja úr embætti. Þannig eigum við öll að viðurkenna mistök okkar. Það væri skref i átt til siðmenningar. Miðvikudagskvöld, 18. ágúst Vilmundur Gylfason. Manneskjur — eða skríll? Af lautatúrum og lidkunartúrum Undanfarna daga hefur veðurfarið minnt okkur Austfirðinga á að brátt liði að hausti. Gránað hefur i fjöll og senn kemur að þvi að kveðja gott sumar. En hausttiðin hefur sina töfra, kvöldin eru húmdökk og fögur, haust- litir i óteljandj, litbrigðum skrýða landið og mál er að bregða sér til berja. E g verð vist að viður- kenna að ég tilheyri þeim flokki húsmæðra sem kenndur hefur verið viö Cheerios og súrmjólk þ.e.a.s. útivinnandi og þvi æði oft fljótaskrift á soðn- ingunni. En einhversstaðar djúpt i leynum blunda húsmóður- hvatirnar, þvi þegar blessuð berin blá og svört fara að litka móana verð ég gripin einhverskonar niðursuðuæði og fjöl- skyldan er gerð út á berja- mó með öll tiltæk ilát, þvi nú á að sulta og safta sem aldrei fyrr. Nú má enginn halda að þessi berjatinslumania sé sýki sem aðeins leggist á mig og mina. Nei, það er öðru nær. Þetta verður nokkurskonar faraldur og heilu fjölskyldurnar flykkj- ast i berjamó. Þegar vel árar er uppskeran hreint ótrúleg og i þvottabölum mæld. En ekki er sopið kálið þó i ausuna sé komið”. Úr aflanum þarf að vinna, við hreinsunina er ryksugan á fullu, eiginmaðurinn er staðsettur við hakka- maskinuna og krakkanór- urnar hafðar til snúninga. A endanum er uppskeran orðin að saft og sultu og húsmóðirin virðir fyrir sér byrgðirnar þrútin af hús- móðurlegu stolti og leiðir ekki hugann að, hvernig eigi að torga þessu öllu, hvað þá að hún sjái útgang- inn á eldhúsinu. Egils- staðabúar hafa mikið farið til berja til Njarðvikur eystri, en þar er berjaland mikið og gott, en undan- farin sumur hafa keppt við okkur um landsins gæði nýir landnemar, stórir gæsahópar, búpeningur gæsabænda á Borgarfirði. Þær eru frekar til fóðursins blessaðar en jólasteikin bragðast þeim mun betur. Ég hef grun um að ferða- menn sem farið hafa um Njarðvik hafi stundum fengið vatn i munninn er þeir mættu flokkum af þessum pattaralega fiður- fénaði og hafi þá jafnvel einn og einn átt bágt með að hemja veiðináttúruna, að minnsta kosti hafði ein- hver dælt höglum i jóla- gæsina mina. Hreindýraveiðitiminn byrjar 1. ágúst og stendur til 20. september. Um fjöll og firnindi fara nú hjarðir hreindýra og hafa vist litla hugmynd um að i Stjórnar- tiðindum nr. 416 voru 805 þeirra dæmd til dauða. Nú þegar heyönnum lýkur þurrka bændur rykið af byssuhólkum sinum og búast til veiða. Raunar er sagt að til séu þeir sem aldrei láti vopnin rykfalla heldur bregði sér i svo- kallaða liðkunartúra og næli i eitt og eitt dýr rétt til að halda sér i æfingu. Sjálf- sagt eru þessar glæpasögur meira og minna upplognar enda oftast sagðar til skemmtunar i skammdeg- inu. H reindýraveiðileyfum er skipt milli sveitafélaga og koma þetta frá 4 upp i 70 i hlut hvers hrepps. Hrein- dýraeftirlitsmenn hafa siöan umsjón með veið- unum. Til að fá leyfi til að veiða hreindýr eiga menn samkvæmt lögum að hafa sannað skotfimi sina og kunnáttu i meöferð skot- vopna fyrir hlutaðeigandi lögreglustjóra og byssan má ekki vera minni en riff- ill cal 243. Vonandi er eftir þessum reglum farið þvi það er hryggilegt og til hreinnar skammar ef illa er að verki staðið. Ýmsum finnst sjálfsagt synd að elta uppi og drepa þessi fallegu dýr og það í landi þar sem mönnum verður tiðrætt um illseljanlegt k jötfjall, en það er nauðsynlegt að halda stofninum i skefjum þar sem landið þolir ekki meiri beit og fátt þykir mér ömurlegra en að sjá hor- fallin dýr á útmánuðum. H reindýraveiðiferðir eru stöðug uppspretta gamansagna og mörg eiga þar að gerast ævintýrin, menn eru sagði misheppnir i skotgleði sinni, jafnvel svo að þeir hafi i mis- gripum skotið gráa klárinn nágrannans. En ég held að i raun séu þessar ferðir mjög erfiðar og hinar mestu svaðilfarir og þvi skemmtilegastar þegar heim er komið og farið að segja ferðasöguna. Þær gefa reyndar lika svolitið i aðra hönd og gott búsflag i frystikistuna, þó heldur þyki hreindýrakjöt leiðigjarn hversdags- matur. Já,hann er vist bú- inn að ganga i gegnum ýmislegt hreindyrshrygg- urinn sem snæddur er i rauðvínssósu við kertaljós af prúðbúnu fólki á veit- ingahúsi suður i henni Reykjavik.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.