Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 11
kynni í þrívídd Náin Viltu láta skúrkinn í bíómynd- inni kýla þig á kjaftinn? Ha? Ekki hægt, svarar þú, og hefur alveg rétt fyrir þér. Þú getur setið rólegur fyrir framan sjónvarpið þitt, eða í venjulegu kvikmynda- húsi, þegar ofannefndur skúrkur kemur æðandi með framréttan hnefann í átt að myndavélinni. Þetta er bara bíó, og þú veist, að hann kemst ekki út úr kassanum eða tjaldinu. Hann nær mér sko ekki, hugsar þú með sjálfum þér og stingur upp í þig enn einum kon- fektmolanum. Allt í lagi. En farðu þá á 3-D, eða þrívíddarmynd, eins og við köllum þær, og sestu á fremsta bekk. /Etli þú yrðir jafn rólegur og áður? Ætli þú hrykkir ekki nokkrum sinnum í kút og reyndir að forðast höggin? Það mætti segja mér það. í þrívíddarmyndinni ertu nefni- lega sjálfur orðinn þátttakandi í leiknum, og þú hefur það á tilfinn- ingunni, að þú getir snert allt, sem er á tjaldinu fyrir framan þig. Og öf ugt. íslenskir kvikmyndahúsagestir þekkja flestir þrividdarmyndir aðeins af afspurn, ef þeir á annað borð hafa heyrt þeirra getið. Nú gefst öllum hins vegar tækifæri til að sjá slikar myndir reglulega i einu af kvik- myndahúsum höfuðborgarsvæðisins — nánar tiltekið i Bióbæ i Kópavogi. Gunnar Josefsson, rekstrarstjóri Bióbæj- ar, sagði i samtali við Helgarpóstinn, að ástæðan fyrir þvi að kvikmyndahúsið hefði sérhæft sig i sýningu slikra mynda væri sú, að þvi heföi boðist kvikmyndin t opna skjöldu, sem sýnd var fyrr á þessu ári. „Þetta var eitthvað nýtt, og það má segja, aðþetta sé svar okkar við videóinu”, sagði hann. Nýtt og ekki nýtt, en siðari ástæðan sem Gunnar nefnir, er einmitt sú sama og rak bandarisk kvikmyndafélög út i gerð þri- viddarmynda i upphafi sjötta áratugarins. Nema hvað, að þá hét videó bara sjónvarp. Bölvað sjónvarpið Kvikmyndaframleiðendur i Hollywood voru lengi vel á móti sjónvarpi og leiddu það algjörlega hjá sér. Þeir bönnuðu, margir hverjir, leikurum sinum að koma fram i sjónvarpi, og þeim sást meira að segja yfir þann möguleika að auglýsa vænt- anlegar myndir sinar i imbakassanum til þess að ná aftur þeim áhorfendum, sem sjónvarpið hafði fest i neti sinu. A árinu 1952 uppgötvar Hollywood, að viðskiptin ganga illa, og sér fyrir, að ástandið eigi eft- ir að versna. Ahorfendum hafði fækkað mjög mikið og skuldinni var að sjálfsögðu skellt á sjónvarpið. Framleiðendur sáu, að eitthvað varð að gera til þess að ná aftur i þá, sem sátu heima og horfðu ókeypis á þætti i sjón- varpstækinu sinu. Það varð að bjóða áhorf- endum upp á lifsreynslu, sem þeir gátu ekki öðlast fyrir framan tækin sin heima i stofu. Nýjungarnar fólust aðallega i þvi, að sýn- ingartjaldið var stækkað til muna, og upp komu tækniorð eins og cinerama, cinema- scope, panavision og Todd-AO, svo einhver séu nefnd. Ein nýjungin, sem i rauninni var ekki nýjung, var svo þrividdarmyndin, þar sem þrividdarábrifin náðu hámarki sinu. Aö græöa á 3. víddinni Þrividdartæknin byggir á þvi, að augu okkar sjá hlutina ekki alveg eins. Vinstra augað sér aðeins meira af vinstri hlið á- kveðins hlutar — nema hann sé i mikilli fjarlægð — og hægra augað sér meira af hægri hliðinni. Til þess að skrá atburðinn eins og mannsaugun, tekur þrividdar- myndin tvær myndir á sama augnablikinu. Linsa einnar myndavélar tekur inn það, sem hægra augað mundi sjá, og linsa ann- arrar vélar — um sjö sentimetra frá — tek- ur inn það, sem hitt augað mundi sjá. Þess- ar myndir eru siðan sýndar samtimis og til þess að sjá þær sem eina mynd með 3. vidd- inni, þarf að nota sérstök gleraugu. Fyrsta myndin i þessu þrividdaræði hét Bwana Devil og þykir hún ekki sérlega merkileg. Hins vegar naut hún gifurlegra vinsælda. Það var þvi eins og við manninn mælt, allir vildu vera með, og þetta sama ár, 1953, voru framleiddar um sextiu þri- viddarmyndir i Ameriku. Allir vildu græða. Þrividdarmyndir þessar voru svo til allar gerðar fyrir litið fé og oft voru þær gerðar eftir handritum gamalla mynda. Þá voru gæði þeirra ekki mikil, bæði var efnið ó- merkilegtog illa unnið tæknilega. Þetta átti sinn þátt i að vinsældir þeirra dvinuðu fljótt, auk þess sem sýningarmenn áttu oft i erfiðleikum með tækin, sem þá voru notuð til sýninga á þessum myndum. En kvikmyndaverin notuðu þrividdar- tæknina ekki eingöngu á lélegar myndir, heldur fengu góðar myndir, eins og Kysstu mig Kata, eftir hinu vinsæla Broadway- leikriti Cole Porter, og mynd Hitchcocks Dial M for Murder að fljóta með. Þegar MGM bauð upp á „flata” útgáfu af Kötu i Þrívíddarmyndirn ar komnar aftur Framtíðarskrímslin eru nú komin í þriðju víddina. Veggspjaldið segir frá myndinni, sem nú er sýnd í Bíóbæ, eina kvikmyndahús- inu sem sérhæfir sig í þrívíddarbíómyndum. árslok 1953, kom það hins vegar i ljós, að hún var betri þannig og náði meiri vinsæld- um. Warner bræður sýndu hins vegar aldrei Hitchcock myndina i þrividd, þvi þegar hún var loksins tilbúin sem slik, var þrividdaræðið búið. Það er þó aldrei að vita nema hún birtist á næstunni, ef hið nýja þri- viddaræði verður eitthvað meira en loft- bóla. Gamalt vin Enda þótt þrividdarmyndir hafi ekki náð neinni útbreiðslu fyrr en á sjötta áratugn- um höfðu tilraunir i þá átt verið gerðar i tæp eitt hundrað ár. Arið 1861 tók Coleman nokkur Sellers ljósmyndir af hreyfingum barna, og notaði til þess tvær stereóskóp- iskar linsur. Afraksturinn var siðan sýndur i sérstöku tæki. Arið 1889 tók Friese Green tvöfaldan ramma á filmu og hann hefur lik- lega skoðað myndirnar með hjálp spegla. Arangurslausar tilraunir voru gerðar meö þrividdarmyndir á næstu þrjátiu árum, en það var ekki fyrr en i lok þriðja áratugar- ins, sem fram komu brúklegar lausnir. Fyrri lausnin, og sú frumstæðari, byggir á tveim stereóskópiskum myndum i tveim litum, rauðu og grænu. Ahorfendur þurftu siðan að horfa á myndina i gegnum gleraugu i sömu litum. Hin lausnin byggir á polaroid filterum. Slikir filterar voru settir bæði fyrir framan sýningarvélarnar og i gleraugu áhorfenda. Það er alveg ljóst, að áhrif þrividdar- kvikmynda geta verið mun meiri en áhrif hefðbundinna „flatra” mynda, en spurn- ingin er bara hvort hið nýja þrividdaræði á eftir að vara. Eins og er virðast hryllings- myndir og klámmyndir vera það helsta sem boðið er uppá, og er það ósköp skiljan-. legt, þar sem biógestir eru ólmir i aö verða fyrir sterkum áhrifum. Ef slikar myndir verða eingöngu á boðstólum, er ekki ólik- legtað eins fari fyrir æðinu núna og á árun- um 1953-’54. Næstu þrividdarmyndir, sem við fáum aö sjá i Bióbæ, eru Tiger Man.sem er karate- myndiBruce Lee stilnum, WhattheSwedish Butler Saw.sem er amerisk bermynd með ! hinum vinsæla danska leikara Ole Söltoft sem allir þekkja úr Rúmstokksmyndunum, ogsiðast en ekki sist Andy Warhol’s Frank- enstein sem hjálparkokkur hans Paul Morrissey stjórnaði. Kýldu bara, ef þú þorir. í opna skjöldu. Hún átti greinilega ekki von á þessu, stúlkan í fyrstu þrívíddarmyndinni, sem Bíóbær sýndi. Bráðum fáum við hins vegar aS sjá Franken- ...og karatemynd í anda kappans mikla, Bruce Lee. Og að sjálfsögðu eru stein í útgáfu Andy Warhol ... báðar þessar myndir í þrívídd.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.