Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 20. ágúst 1982 J-leh Tsturinn. # „Þetta er mjög skemmtilegur sumarbústaður, en þú ættir að læsa”, var orðsending til sumarbústaðareigenda Innbrot í sumarbústaði og skemmdarverk á þeim, utanhúss sem innan, eru afbrot af því taginu sem erfitt er að varast. Þeir eru flestir afskekktir, fjarri alfaraleið, og dvalið í þeim aðeins stuttan tíma ársins. Þau eru j afnframt í flokki þeirra afbrota sem einna erfiðast er að skilja hvers vegna eru framin, rétt eins og sú skemmdarverkaalda sem hefur gengið yfir Reykjavík að undanförnu. Heppin að búa á íslandi? - Það er alltaf verið að segja hvað ég sé heppin að búa á íslandi, þar séu engir glæpir, segir Stasía Jóhannesson, bandarísk kona sem hefur verið búsett á íslandi í þr j á áratugi. Hún er einn þeirra sumarbústaðaeigenda, sem hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarfýsn landans að undanförnu en bústaður hennar er í Sléttuhlíð rétt fyrir ofan Hafnarfjörð. — Undanfarin fimm til sex ár hefur hvað eftir annað verið brotist inn hjá mér, og unn- # Skemmdarverkin eru árvisst vandamál sumarbústaöa- eigenda og lögreglu — flest eru framin á haustin Eina rúðan I húsinu scin ekki hefur veriö hreinsuð gersamlega úr glugganum. Hver einasta rúða brotin, öllu lauslegu sópað af borðum og hillum og ýmist niður á gólf eða borið út og dreift um nágrennið, mestallt leirtauið brotið mélinu smærra. Olíueldavélin rifin frá skorsteininum og húsgögn flest úr lagi færð, sum brotin. Þannig var aðkoman, þegar Þórveig Axfjörð, 85 ára gömul ekkja Jens Guðbjörns- sonar íþróttafrömuðar, kom að sumarbústaðnum sínum, Hæðarsteini við Leirvogsá í Mosfellssveit í byrjun ágúst. Og þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún kom að sumarbústaðnum sínum meira og minna í rúst, þótt þetta hafi verið versta aðkoman til þessa. - Undanfarin átta til tíu ár hef ég lítið getað verið í húsinu vegna stöðugra skemmdarverka á því. Börnin hafa að sjálfsögðu ekki tíma til að fara hingað upp eftir oft á ári til að gera við skemmdirnar, segir gamla konan þegar hún vísar okkur veginn að Hæðarsteini, sem þau hjónin byggðu á veggjum gamals dæluhúss frá hernum seint á stríðsárunum. - Ég var arkitektinn að þessu húsi okkar á sínum tíma og ígegnum árin ræktuðum við upp garðinn hér í kring og komum okkur upp kartöflugarði. En gömul kelling eins og ég er ekki til þeirra stórræða að gera við skemmdir eins og þessar. ar talsverðar skemmdir, en þetta hefur aldrei verið eins slæmt og í sumar, segir Stasía við Helgarpóstinn. „Öboðnir gestir“ hafa gert sig heima- komna nokkrum sinnum, og að sögn Stasíu hafa fimm til sex hlutir horfið í hvert skipti. Þar á meðal eru teppi af gólfum og olíulamp- ar, ekki svo ýkja verðmætir fyrir aðra en hana sjálfa. - Það er eins og fólk viti nákvæmlega hvað það á að taka. Getur hugsast að fólk sé að safna sér hlutum á eigiö heimili? Áður var aðallega skemmt, en nú er semsé farið að stela líka, segir hún. Ótrúlegustu hlutir hafa gerst í sumarbú- stað Stasíu Jóhannesson í Sléttuhlíð. Drukk- ið fólk hefur greinilega leitað þangað inn, meðal annars hestamenn. Það var greinilegt á ummerkjunum eftir eina heimsóknina í fyr- rasumar. Hestamennirnir höfðu ekki látið sig Þórveig Axfjörð (85) við sumarbústaðinn sinn, Hæðarstein i Mosfellssveit, sem hún og maöur hennar komu sér upp á striðsárunum. Nú hefur hann enn einusinni verið lagður i rúst. rbústaðir í rústum eftir: Þorgrim Gestsson Það er ömurlegt um aðlitast i eldhúsinu I sumarbústaönum hennar Þórveigar Axfjörð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.