Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 8
Fædd:l6. júní 1931 Heimilishagir: Gift Ólafi Torlacius, eitt barn Bifreið: Skoda árgerð 1978 Áhugamál: Félagsmál „Atvinnupólitíkusar eru hættulegir” — Hver er reynsla ykkar kvennafram-_ boöskvenna af starfinu i borgarstjórn eftir þennan tima sem liftinn er frá kosn- ingum? — Hún er jafnvel verri en við bjugg- umst við. Verri að þvi leyti að þaö er eytt óhemjulöngum tima allra fulltrúa sem sitja i nefndum og ráðum, borgarstjórn og borgarráði i að fjalla um mál sem eru nánast afgreiðslumál, þau fá ótrúlega mikla umfjöllun. En þegar kemur að ákvörðunum sem skipta fjölda manns miklu máli er þeim málum oft hespaö af, og þau eru raunverulega ráðin áður en þau koma á dagskrá. Það sem situr sterk- ast i mér eftir aö hafa setið i borgarstjórn þessa þrjá mánuði er þetta sjónarspil sem fulltrúalýðræðið gerir ráð fyrir. Við látum telja okkur trú um það, almenningur, að við höfum einhver áhrif, sem við höfum alls ekki. Allt sem gert er miðar að þvi að halda þeirri mynd aö okkur, að við ráðum einhverju, að atkvæði okkar i kosningum sé liður i þessu lýöræðislega ferli. En þetta lýðræði er svo óskaplega tak-- markað, að það er nánast skripamynd og stendur ekki undir nafni, finnst mér. Þótt við flytjum mál og þykjumst hafa undirbúið það vel, rökstutt það og safnað gögnum,er það dauðadæmt ef það hlýtur ekki náð fyrir augum meirihlutans. — Getur þú rökstutt þetta nánar? — Nú þegar hef ég orðið vör við það að mótmæli ibúa, hverfasamtaka, eru snið- gengin. Það eru allt aðrir hagsmunir sem ráða en hagsmunir ibúanna. — Viltu lýsa i hverju það felst. — Þessir hagsmunir snuast fyrst og fremst um fjármál og fjármagnseig- eridur. Það má nefna sem dæmi húsið sem var byggt við Þórsgötuna þrátt fyrir mót- mæli Ibúa, það má nefna hús sem er i byggingu við óðinsgötuna þrátt fyrir mót- mæli ibúasamtakanna. Bæði núverandi meirihluta og þeim fyrrverandi þótti standa sér nær að veita þessi byggingaleyfi en taka tillit til mót- mælanna. — Telur þú aö fyrrverandi meirihluti hafi ekki reynst betri en núverandi meirihiuti að þessu leyti? — Nei, þvi miður, ég sé ekki að það sé neinn munur á þvi. Það eru til sambærileg mál frá tið beggja meirihluta sem sýna mjög svipaða árekstra. Það eru til svipuð mál i kerfinu sem eru búin að vera I gangi i mörg ár, alveg frá þvi á sjötta ára- tugnum, t.d. mál sem snertir verksmiðju sem framleiðir kolsýru hér i bænum. Það mál er stöðugt i gangi, það eru stöðug mótmæli, en þaö gerist ekkert. Þrátt fyrir allt lýðræðistal þessara kjörnu fulltrúa fyrir kosningar tel ég að lýðræðið sé ákaflega takmarkaö. Ég held að það séu alls ekki hagsmunir ibúanna sem sitja i fyrirrúmi. Það er eitthvað annað að verki. Það er mál sem snýst um skóladag- heimili i Seljahverfi, hverfi i borginni þar sem er engin slik þjónusta. Það er hverfi þar sem er mikiö af börnum og hverfi þar sem algengt er aö báðir foreldrar vinni —eftir Þorgrim Gestsson úti. Það er auðsætt að það skapar mikil vandamál þegar ekki er séð fyrir neinni þjónustu fyrir börnin meðan á vinnudegi stendur. I fyrravetur sköpuðust miklir erfið- leikar i skóla þar, Seljaskóla, og skólastjórinn fór þess á leit i fyrravetur við fræðsluráð, að það yrði komið upp skólaathvarfi i skólanum. Þvi var hafnað á þeirri forsendu aö ekki væri gert ráð fyrir neinum fjármunum til þess. Skóla- stjórinn i ölduselsskóla skrifaði fræðslu- ráði bréf eftir fund i stjórn foreldrafélags skólans þar sem stjórnin skorar á fræðsluráð að koma á fót skóladagheimili. Um sama leyti berst bréf frá félagi ein- stæðra foreldra með samskonar áskorun og auk þess bréf frá starfsfólki sálfræði- deildar og félagsmáladeildar, öll sama efnis. t mai ályktaði félagsmálaráð að setja skyldi á stofn skóladagheimili i tveimur færanlegum skólastofum, sem þarna voru til staðar þá. Siðan opnaöist möguleiki fyrir skóladagheimili við Breiðagerðis- skóla i húsvaröaribúð þar. Þá var ákveðið aðhverfa frá þvi að hafa skóladagheimili i Seljahverfi. Börn úr Seljahverfi áttu að sækja skóladagheimilið i Breiðagerði, sem er algjörlega út I hött ef hugsað er um hagsmuni barnanna, og foreldranna. Þess vegna flutti ég um það tillögu i borgarstjórn að komiö yrði upp skóladag- heimili i Seljahverfi. Henni var visað til félagsmálaráös til afgreiðslu en var felld þar i gær. Þetta heföi ekki þurft að vera fjárfesting upp á meira en 600 þúsund. Embættismenn sem hafa veriö beðnir um að athuga þetta hafa alltaf komið á fundi félagsmálaráös og sagt að ekkert væri hægt að gera. Ég kannaöi þá sjálf, hvort fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir þessu, og hef það staðfest frá embættis- mönnum byggingadeildar borgarinnar, að þetta sé svo litil upphæð, að þegar tekin sé niöurstaða af heildar framlögum til dagvistunar sé þetta ekkert mál, ef vilji væri fyrir hendi i félagsmáiaráði. Það er hastarlegt að fá neitun á máli þar sem er um að ræfta svona litlar upp- hæðir sem samt gætu oröið til mikilla bóta. Afgreiðsla þessa máls boðar ekki gott. Ef marka má yfirlýsingar stjórnarinnar um bráðan efnahagsvanda er aldrei brýnna að borgin geri átak i bættri félags- legri þjónustu en einmitt nú. — i kosningabaráttunni var talaft um aft þift færuft inn i borgarpólitikina algjör- lega reynslulausar. Hvernig hefur ykkur tekist aft starfa i kerfinu til þessa? — Það er að sjálfsögöu erfitt, en afar skemmtilegt að starfa i samtökunum. Við höfum ekki blaðakort, ekki fjár- magn á bakvið okkur né fólk með reynslu, ekkert nema okkur sjálfar. En við höfum komið á fót bakhópum fyrir þá fulltrúa sem sitja i nefndum og ráöum til þess að vinna upp tillögur, ræða málin og vera vettvangur til að ræða hvaða stefnu við eigum að taka. Það sem fyrir okkur vakir er að gera borgarmálin ekki að einkaeign fárra, búa ekki til sérfræðinga kvenna- framboðsins i borgarmálum, heldur dreifa vitneskjunni meðal þeirra sem eru virkir innan samtakanna, þannig að umræðan tengist i viöara samhengi stöðu kvenna, þvi borgarkerfið er i sjálfu sér bara spegilmynd af stöðu kvenna á tslandi. Við viljum ekki einoka þekkingu, þvi einokuö þekking er vald og við viljum ekki að i þessum samtökum verði klika sem sitji uppi með þekkinguna og valdið. — Hvaö er þetta stór hópur sem stend- ur á bakvift ykkur? — Það eru um 200—250 virkir félagar. — Þaft var lika sagt fyrir kosningar, aft kannski kæmust þift inn I borgarstjórn — en hvaft svo? Hafift þift enn nokkurn annan pólitiskan grundvöll til aft standa á en kvennapólitik og fjölskyldupólitik? Er þaft nóg til aft starfa i borgarstjórn? — Já, ég held að það sé nóg. Þau mál sem koma til afgreiðslu i borgarstjórn snerta hvern einasta borgara meira og minna. Þá er ég að tala um mál sem snúast ekki um það hvort má byggja gróðurhús við þetta hús eða hækka risift á næsta húsi eöa lækka kvistinn á hinu. Það eru fjölmörg mál sem snerta velferð allra borgaranna. Til dæmis þetta skóladag- heimilismál, það er váleg visbending um það hvað er i vændum á félagsmála- sviðinu. — Þift teljift þá ckki þörf á pólitiskri stefnu til aft fara eftir? — Stefna okkar er há pólitisk. Hún er bara ekki flokkspólitisk. — Hvernig hefur samvinna ykkar vií hina minnihlutaflokkana gengift? — Það hefur verið breytilegt. Stundum höfum við greitt atkvæði með þeim, i öðrum málum höfum við haft sérstöðu, og i einstökum málum höfum við verið sam- mála meirihlutanum. — Getur þú nefnt mál þar sem þift hafift verift sammála meirihlutanum? — Ég man nú ekki eftir neinu i svipinn. Það hafa helst verið smærri mál, i stærri málunum höfum viö markað okkur sér- stöðu — skipulagsmálunum t.d. Ég tel að stefnur beggja meirihlutanna um byggð i austur séu rangar i grundvallaratriðum. Það er annað svæði sem viö hefðum átt að taka i notkun miklu fyrr — þar á ég við flugvöllinn. — Þaft er sagt dýrt. Hafift þift lausn á þvi? — Við höfum lagt til að það mál verði athugað og ekki hætt i miðju kafi eins og gert hefur verið. Það hefur verið einhver andstaða gegn þvi máli sem ég veit ekki hvaðan kemur. Ég get heldur ekki séð neitt móti þvi að nýta Keflavikurflugvöll, ef menn vilja ekki byggja nýjan Reykja- vikurflugvöll. Það tekur ekki nema þrjú kortér að keyra til Keflavikur. — Er Kvennaframboftift komið til þess aft vera — verftift þift áfram i stjórn- málunum? — Við veröum lengi áfram og það að við buðum fram til borgarstjórnar er aðeins ein hliðin á þvi sem við ætlum að gera. — Hvernig getift þift staftiö aft þessu án málgagns, án fjármagns? — Með ósérhlifni og sjálfboðavinnu. — Attu von á aft Kvennaframboftift fari stækkandi og þift komist jafnvel i meiri- hlutaaöstöftu? — Veistu, aö við erum ekki i þessu metoröaprili, né að auka póiitiskt vald okkar. Það er ekki megin tilgangurinn. Að bjóða fram til borgarstjórnar var taktisk aðgerð á þessum tima til þess að vekja at- hygli á þessu máli og það hefur borið árangur. — En snýst þetta ekki allt um vald? Þurfa menn ekki að komast i valdaað- stöðu til að koma fram stefnu sinni? Gerið þið nokkurt gagn að ráði i svona „miklum” minnihluta? -Þetta er fyrst og fremst spurningin um það hvort við eigum að vera pólitisk hreyfing sem stefnir að þvi að eiga full- trúa i borgarstjórn, Alþingi eða öðrum valdastofnunum. Eða er þetta hreyfing sem vill hasla sér völl á breiðari grund- velli og velja sér mismunandi leiðir til að ná markmiðum sinum? — Nokkur orð um borgarstjórann — livert er þitt mat á Davift Oddssyni? — Þetta er snaggaralegur náungi, Davið! Hann vilar ekki fyrir sér að keyra i gegn ákvarðanir. Ef hann vill fá niður- stöðu þá kýlir hann á og notar valdaað- stöðu sina út i ystu æsar. Það sem af er hefur hann keyrt i gegn með þeim hætti afturkallanir á nánast öllum breytingum sem vinstri meirihlutinn kom á, þannig að þaö stendur orðið fátt eftir af þvi sem átti að heita nýmæli meirihlutans fyrrver- andiannaðenpunktakerfið, sem sjálfsagt er nú á undanhaldi. Ég er ósammála þvi hvernig Davið notar þetta vald sitt, vegna þess aö mér finnst hann nota meirihlutaaöstöðu sina bara til þess að fá fram ákvarðanir sem eru honum að skapi eða einhvers ákveðins hóps innan meirihlutans, sem er búinn að ákveða fyrirfram hverjar þær skuli vera. Og mér finnst mikiö vanta á, að það sé tekið tillit til og hlustað á röksemdir sem viö höfum fram að færa i þeim málum. Stjórnunarstill hans er ekki aö minu skapi. — Aft lokum: Ef þið sitjið áfram í borgarstjórn, verftiö þið ekki smám saman hluti af kerfinu eins og hinir? — Það ætla ég að vona að verði aldrei. — Verftir þú kosin áfram, hvaft hefur þú hugsaft þér aft sitja lengi? — Ég held að það sé algjört hámark að sitja fjögur ár. Þetta kerfi býður upp á spillingu. Það býður uppá það að maður dofni, hætti að sjá vitleysurnar og verði hluti af þvi. Þess vegna er nauðsynlegt að skipta þétt. Atvinnupólitikusar eru hættu- legir! — Þú situr þá ekki i borgarstjórn annaft kjörtimabil? Nei, það er alveg klárt mál. ------myndir: Jim Smart—' Föstudagur 20. ágúst 1982 Irjnn Nafn: Guðrún Ný borgarstjórn i Reykjavik hefur nú setift i þrjá mánufti. Eins og mönnum er i fersku minni urftu þá talsverftar breytingar. Vinstri meirihlutinn féli, Sjálfstæftisflokkurinn fékk hreinan meirihluta — og nýtt afl kom til sögunnar: Kvennaframboöiö fékk tvo fulltrúa kjörna. Margir höföu trú á Kvennaframboftinu eins og sést á þvi aft þaft hlaut 11% atkvæfta. En margir litu þaft lika hornauga — ekki sist fulltrúar hinna flokkanna og dyggir stuftningsmenn þeirra. Eftli- lega. En hvernig hafa konurnar þrifist i borgarkerfinu? Hvaft hafa þrir mánuftir i borgarstjórn kennt þeim? Attu þær erindi þangaft? Guörún Jónsdóttir borgarfulltrúi er i yfirheyrslu hjá Helgarpóst- inum i dag til aft svara þvi og ýmsu fleira varðandi borgarmálefni og kvennaframboft. Jónsdóttir og borgarfulltrúi Starf: Félagsráðgjafi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.