Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 20. ágúst 1982 -JoSsturinrL Hann er töluvert umdeildur, viðmælandi Helgarpóstsins að þessu sinni. í blaða- grein var hann einu sinni sagður vera „óguðlega íhaldssamur". Haraldur Blöndal gengst fúslega við því að vera íhaldssamur en ekki óguðlegur því hann er kristinn maður. Við heimsóttum hann á lögfræðiskrifstofu í Ingólfsstræti 5 þar sem hann vinnur ma. hjá bróður sínum, Benedikt. Haraldur þarf að snúast í ýmsu áður en viðtalið hefst, hann er að hengja upp mynd, eftirprentun af málverki eftir Sigurð Eyþórsson. - Er hún ekki falleg? spyr hann þegar myndin er komin á sinn stað. Þá getur viðtalið hafist. - Þú berð ættarnafn, er Blöndalsættin ekki voðalega fín ætt? „Ja, svona.. það hefur í það minnsta verið gefin út heil bók um hana. Nafnið er komið fyrir sigrum og tapi. Hefur þú til dæmis velt því fyrir þér, að borgin tapaðist 1978 m.a. vegna þess, að það vantaði lóðir fyrir Sjálf- stæðismenn? Tékkóslóvakíu. Daginn sem innrásin var gerð fórum við Jón Sigurðsson í heimsókn til Sverris heitins Kristjánssonar. Hann var með kort af Sovétríkjunum á borði fyrir framan sig og ég spurði hvort hann væri að dást að föðurlandinu. „Nei, ég er að stúdera höfuð- óvininn“,sagði Sverrir og bætti því við að þótt Bandaríkjamenn væru slæmir þá tækju þeir þó mið af almenningsálitinu í heiminum, en Rússar aldrei. Hann sagðist óttast þá stund þegar Sovétmenn yrðu Bandaríkjamönnum hernaðarlega sterkari. Með innrásinni í Tékkóslóvakíu fuku allar hugmyndir um að íslendingar gætu lifað án erlendra varna. Síðan hef ég orðið æ harðari varnarsinni. Ég vil efla varnirnar, mér finnst allt í !agi að koma hér upp flotastöð, td. á Austfjörðum. Við erum liður í varnarkeðju og verðum að miða okkar varnir við að landið nýtist í keðjunni. Hér mætti gjarnan halda hernaðaræfingar, það er gert í öllum löndum. Hvernig ætla Bandaríkjamenn td. að bregð- ast við landgöngu Rússa?Hún var æfð á Shet- landseyjumfyrir3-4 árum, afhverjuekki hér? Við höfum ekki cinu sinni öryggislögreglu og fylgjumst ekkert með njósnum hér. Hvað eru þessirSO manns í sendiráði Rússa að gera? Þeir eru ekki að leggja kapal." - Um hvað ættu þeir að vera að njósna? - En aftur til unglingsáranna, lentir þú ekki í slag við kommana á þeim árum? „Jú, við vorum með einhvern æsing og það var um tíma fylgst með okkur. Við vorum aðallega að þessu til að stríða löggunni og ögra henni. Það skipti í sjálfu sér engu máli hver hélt fundina, það gat eins verið Blóma- ræktunarfélagið. Ég lenti hins vegar aldrei í því að stúta rúðum í Tjarnargötu 20. Ég var ekki svo mikið í Reykjavík á þessum árum, ég var fyrir norðan á veturna og skar hval á sumrin í Hvalfirði." AO drepa eoa vera drepinn - Skarstu hval? Þú hefur kannski enga samúð með hvalaverndarmönnum? „Það féll nú í minn hlut að láta leggja lög- bann á aðgerðir Greenpeace hér um árið“, segir Haraldur og sýnir okkur stoltur mynd af atburðinum sem hangir uppi á vegg. „Við vorum lögfræðingar Hvals hf. í málinu. Mér finnst ég hafa gert rétt, það er gegn Guði að hagnýta ekki þær auðlindir sem inn hefur frá Birni Blöndal sýslumanni í Hvammi á Vatnsdal. Lárus sonur Björns var líka sýslumaður og var reyndar skipaður amtmaður fyrir norðan og austan en dó áður en hann tæki við embætti.Haraldur sonur hans, afi minn, sem ég heiti eftir, lærði ljósmyndun, og kvæntist Margréti Auðunsdóttur frá Svarthamri í Álftafirði. Lárus faðir minn er mag.art. hann var handritavörður Landsbókasafns, borgar- skjalavörður og síðast alþingisbókavörður. Föðurætt mín er því að mestu embættis- mannaætt. Móðir mín Kristjana var dóttir Benedikts Sveinssonar, ritstjóra og alþingis- forseta og Guðrúnar Pétursdóttur úr Éngey. Mitt fólk var mest allt skólagengið og þegar ég var barn, hélt ég, að allir yrðu stúdentar. Ég man, að ég fór 4-5 ára á starfskynningu í Grænuborg. Þar varð ég einna hrifnastur af skipstjórahúfu sem ég sá og var lengi síðan ákveðinn í að verða skipstjóri eins og Halldór í Háteigi, sem ég kallaði afa minn. En fyrst ætlaði ég að verða stúdent, það hvarflaði aldrei annað að mér. Og ég fór í Mennta- skólann á Akureyri." LOOir fyrir íhaldsmenn — Á Akureyri? Ertu ekki Reykvíkingur í húð og hár? „Jú, það er ég. Móðurfólk mitt hefur búið hér í þrjú eða fjögur hundruð ár. Báðir for- eldrar mínir eru fæddir hér og ég ólst upp við Laugaveginn á nr.66. Það voru járnaðir hest- ar í næsta húsi, þegar ég var barn, Reykjavík var ekki stærri. En til Akureyrar fór ég með vini mínum Stefáni Eggertssyni verkfræðingi af því að við áttum systkini fyrir norðan. Skólavist úti á landi setur mark á mann og ég gæti vel hugsað mér að búa úti á landi. En ekki í Kópavogi eða á Nesinu. Ég ætla ekki að láta kenna mér það ef meirihlutinn í borg- arstjórn tapast á einu atkvæði. En í kosning- um getur oft munað litlu, og margar ástæður - Þurfa þeir eitthvað sérstakar lóðir? „Velstætt fólk og þeir sem vilja búa í ein- býlishúsum eru að meirihluta Sjálfstæðis- menn og um skeið var úthlutað allt of fáum einbýlishúsalóðum í Reykjavík. Afleiðingin varð sú að margir Sjálfstæðismenn fluttu út á Seltjarnarnes og í Garðabæ, eða jafnvel upp í Mosfellssveit. Flokkurinn er enda með um og yfir 60% í þessum sveitum. Bara hluti af þess- um atkvæðum hefði dugað til þess að halda borginni. Þetta sýnir hins vegar að íhaldið misbeitir ekki valdi sínu.“ - Þú segir íhaldið, ertu íhaldsmaður? „Já“. - En varstu ekki einhvern tímann í Fylk- ingunni? „Þegar ég var í landsprófi var ég í Fræðafé- laginu Fróða ásamt Jóni Sigurðssyni núver- andi skólastjóra á Bifröst, Leifi Jóelssyni og fleirum. í þessu félagi voru eintómir Fylking- armenn og ég gekk í Fylkinguna. En ég var ekki lengi, nokkrar vikur held ég. Það var einu sinni verið að ræða um herinn í Fróða og ég var á móti því að hann færi. Ég vildi þjóð- legan sósíalisma en taldi vonlaust að fram- kvæma hann nema undir vernd Bandaríkj- anna. Rússarnir mundu aldrei leyfa hann. Þetta þótti mjög vond kenning. Á þessum tíma var mikið sjómannaverkfall og á forsíðu Þjóðviljans stóð að útgerðarmenn stælu af sjómönnum, en á baksíðunni var frétt um að útgerðin væri á hausnum. Þetta fékk ég ekki til að passa saman. Svo var Viðreisnin í full- um gangi, og ég varð Sjálfstæðismaður." flolasiöo á Auslf|öröum - En einhvern tímann varstu á móti hern- um. Gekkstu ekki í Keflavíkurgöngu? „Ekki Keflavíkurgöngu, við gengum ofan úr Hvalfirði; ég af Kjarlanesi. Um tíma vildi ég að herinn færi en að við værum áfram í Nató. Ég vildi frekar hafa íslenskan her. En þessi skoðun hrundi þegar Rússar réðust inn í „Ég er enginn hernaðarfræðingur svo ég veit ekki hverju Sovétmennhafa áhugaá hér á landi. Ef til vill eru þeir að fylgjast með þeim sem þeir telja sér vilhalla og hafa sam- band við þá. Eða þeir eru að mæla út flugvelli eins og Þjóðverjar gerðu fyrir stríð. Þeir hafa enda haft jarðfræðinga hér. Svo er hér mikil- væg herstöð. - Sem þú varst á móti? „Þegar ég var fjórtán ára gekk ég ofan af Kjalarnesi. Okkur var sagt í Þjóðviljanum, að það ætti að hola innan Þyril og gera hann að lægi fyrir kjarnorkukafbáta. Ég trúði Þjóðviljanum þá, - en ekki lengur, - og vildi ekki gera Þyril að kjarnorkukafbátageymslu. En núna finnst mér allt í lagi, þótt hér væru geymd kjarnorkuvopn. Hættan er ekki fólgin í að geyma þau, - kjarnorkusprengja í geymslu er mun hættuminni en t.d. venjuleg sprengja, sem getur sprungið bara vegna efnabreytinga. Það þarf mekanisma til þess að setja kjarnorkusprengju í gang, og ef hann er ekki í sambandi kviknar ekki í sprengjunni frekar en t.d. á ljósaperu sem liggur á borði. Ef nauðsynlegt er að hafa þessi vopn hér vegna varna landsins á vitanlega að hafa þau. Hins vegar eru hér ekki neinar kjarnorku- sprengjur, - þær eru geymdar nær Sovétríkj- unum - eiga þær ekki að springa þar?“ Ekhi Uræddur um kjarnorkuárás - Ertu ekki hræddur við að slík kjarnorku- vopnageymsla myndi kalla yfir okkur kjarn- orkuárás frá Sovétríkjunum? „Nei, ég hef ekki trú á því. Rússar þurfa að notfæra sér þá aðstöðu sem hér er og kjarn- orkusprengja frá þeim gerði þeim ómögulegt að nota landið. Þeir myndu frekar beita gas- hernaði enda hafa þeir þjálfaðar gasher- deildir á sínum snærum, það er vitað. En ísland er þeim gagnslaust án bækistöðvar, og flugvallar." gefið okkur. Við höfum veitt hval í 35 ár og það hefur aldrei verið sýnt fram á að hann sé ofveiddur. Með röksemdum hvalverndunar- manna mætti miklu frekar banna þorsk- veiðar. Það eru líka fleiri skepnur gáfaðar en hvalurinn, - kindur, kýr og hestar t.d. Þessi barátta gegn hvalveiðum er háð af fólki, sem býr í borgum og vill ekki sætta sig við, að lífsbaráttan er hörð, - það er að drepa eða vera drepinn. Háhyrningur veltir því ekki fyrir sér, hvort fórnarlömbum hans finnst sárt að láta drepa sig. Ekki laxveiðimaðurinn, ekki rjúpnaskyttan og ekki heldur skotmað- urinn í sláturhúsinu. Og þar fyrir utan eru hvalveiðar þrifalegar, - hann drepst yfirleitt í fyrsta skoti. Ég skil vel áhyggjur fólks af útrýmingu hvalastofnanna. Én okkar stofnar eru alls ekki í neinni hættu. Og friðunarmenn sýna mikla hræsni, og meirihlutinn í hvalveiðiráð- inu. Eskimóar í Alaska mega drepa gráhval- inn, sem er í mikilli hættu. Það er réttlætt með því að veiðarnar séu hluti af þeirra þjóð- ararfleifð. Grænlendingar mega skjóta hrefnu eins og þeim sýnist með sömu rök- semdum. Og Færeyingar drepa sína grind. Við höfum engin efni á að vera með pempíu- hátt í þessum málum, - við verðum að drepa hvalina, en vernda stofnana að sjálfsögðu.“ - Þú ert þekktur fyrir skrif þín, sem þykja í meira lggi hægri sinnuð. Stundum hefur hvarfl að að mér, að þú meinir ekki allt sem þú skrifar, að þú sért bara að ögra okkur vinstri mönnum, t.d. með skrifum þínum um E1 Salvador. „Hvað segirðu, heldurðu það? Nei, ég meina það sem ég segi. Mín sjónarmið heyrast ekki oft í íslenskum blöðum, en það er nú út af því að öll íslensku blöðin eru vinstrilituð í utanríksimálum. Þetta stafar af því, að meirihluti blaðamanna, alls staðar, er vinstri sinnaður, jafnvel líka í Bandaríkjun- um, en þaðan fáum við erlendu fréttirnar að mestum hluta. Mínar skoðanir byggjast á því,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.