Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 7
7 irínn Föstudagur 20. ágúst 1982 Islenskur moon-isti tekur þátt í að ?,bæta heiminnM Kóreanski trúarleiðtoginn Sun Myung Moon var nýlega dæmdur í New York til átján mánaða fang- elsisvistar. Honum var jafnframt gert að borga 25 þúsund dala sekt (liðlega 300 þúsund krónur) og að borga málskostnað, sem trúlega verður hærri en sektin. Lögfræð- ingar séra Moons, stofnanda Samtaka heimsfriðar og sam- einingar, eins og kirkja hans heitir á íslensku, hafa áfrýjað dómnum. Hann er frjáls á meðan gegn 200 þúsund dala tryggingu. „Verði þessi dómur staðfestur fyrir hæstarétti Bandaríkjanna, teldi ég það vera mikinn hnekki fyrir hæstarétt," segir Bergljót Óladóttir sérkennari, sem er fé- lagi í söfnuðinum í Noregi ásamt manni sínum Gústaf Edilonssyni rakara. Það hvarflar ekki að henni, að séra Moon geti verið sekur um það, sem hann var dæmdur fyrir. í maí sl. var hann fundinn sekur um að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram 112 þúsund dala tekjur af 1.6 milljón dala bankainnistæðu og tekjur af 50 þúsund dala virði í hlutabréfum. Verjendur séra Moons halda því fram, að banka- reikningurinn og hlutabréfin hafi verið á nafni hans en raunveru- lega eign kirkjunnar og fjármun- irnir notaðir til reksturs hennar. „Þegar þessir reikningar og fjármunir komu til 1965 hafði TÝNDISAUÐURINN SNÝR AFTUR VVilliam nokkur Farley frá Wenatchee i Washington-fylki i Bandarikjunum varði siðustu aurum sinum i farmiða heim til að játa að liafa dregið sér 7000 dali frá banka þar i bæ — fyrir fjiirutiu og einu ári. Ferðin borgaði sig fyrir hann, að sögn yfirvalda i plássinu, þvi Farley verður ekki sendur i tugthúsið. Hann er nú 59 ára. Það var árið 1941, þegar Farley var 18 ára og bjó i nágrenni bæj- arins, sem hann hvarf skyndi- lega. Hann skildi eftir konuna, ungt barn þeirra og aðra ætt- ingja. Siðan heyrði enginn frá honum fyrr en nýlega þegar hann gaf sig fram við pólitiiö og sagðist vilja sitja af sér refsingu sina fyrir fjárdráttinn forðum. Þá var hann starfsmaður bankans og dró að sér upphæðina yfir langan tima. Nú er konan látin og sonur- inn kominn á fimmtugsaldur. Farley er sjálfur orðinn mjög las- burða og getur ekki lengur unnið fyrir sér — eins og hann gerði þó I fjóra áratugi i öðru fylki og undir öðru nafni. A meðan ákveðið var hvort hann skyldi sóttur til saka fyrir fjárdráttinn heimsótti Farley gamli bróður sinn og son. Ekki fer sögum af þeim endurfundum. kirkjan ekki verið formlega stofnuð í Bandaríkjunum. Þess vegna var þetta á nafni séra Mo- ons sem forystumanns samtak- anna,“ segir Bergljót Óladóttir. Hún segir að sér detti ekki í hug að séra Moon hagnist sjálfur fjár- hagslega á starfi kirkjunnar, „ekki frekar en það hvarflar að mér að kaþólski biskupinn hér græði á starfi sínu eða þá páfinn.“ Bergljót Óladóttir var kennari á íslandi fyrir ellefu árum. Þá hélt hún ásamt manni sínum til Nor- egs í framhaldsnám og fimm árum síðar kynntust þau söfnuði „moonista" í Noregi. Nú starfar Bergljót við kennslu einhverfra barna og Gústaf rekur rakara- stofu í Oslo. „Það er auðvitað mesta firra, að við séum svipt öllu fjárforræði og látin afsala öllum eignum okk- ar í hendur hreyfingarinnar,“ segir Bergljót. „Við áttum íbúð hér heima áður en við fórum utan og erum nákvæmlega jafn eigna- mikil hérlendis í dag. En mér þykir það algjört aukaatriði hvort við verjum til starfsins kröftum og fjármagni — þetta er það sem við höfum kosið." —En borgið þið þá tíund? „Ekki erum við í hreyfingunni svo ströng á því. Það eru engar fastar reglur til um það - við látum af hendi rakna það sem við getum hverju sinni. Aðalatriðið er starfið, sem er að rniklu leyti mannúðarstarf. Við vinnum til dæmis nreð gömlu fólki á elli- heimilum, með ungu fólki, sem lent hefur í erfiðleikum, bjóðum Bergljót Óladóttir: Hvarflar ekki að mér að séra Moon hagnist persónulega á starfinu. (Mynd: ÓV) fólki praktíska hjálp af ýmsu tagi og svo framvegis. Það má segja að starfið sé að miklu leyti á svo- kölluðu grasrótarplani - allt starf samtakanna miðar að því að bæta heiminn. Við viljum taka þátt í því.“ Bergljót segist lengi hafa haft áhuga á trúarbrögðum og sögu. Hún hafi á sínum tíma verið í leit að hugsjónum, eins og fleira ungt fólk, og kynnt sér ýmsar hreyf- ingar. Smám saman hafi hún komist á spor Samtaka heimsfrið- ar og sameiningar, sem spanni yfir vítt svið, ekki aðeins hið guð- fræðilega heldur einnig mannlega þætti í daglega lífinu. Samtökin búi yfir svari við ýmsum ásækn- um spurningum. Þau séu fyrst og fremst kristilegur félagsskapur, Guð og Kristur séu þungamiðjan í starfinu. „Við höfum möguleika á að sjá svör við spurningum á mörgum sviðum,“ segir Bergljót. „Ekki aðeins trúarlegum, heldur og þjóðfélagslegum. Heimsmálin eru fyrst og fremst barátta milli austurs og vesturs, þar er hin pólitíska skipting. Samtökin eru samt á engan hátt pólitískur fé- ■lagsskapur - við óskum þess eins að skilja, hvað er Guðs vilji. Það er einkum tvennt, sem liggur fyrir, tvær hugmyndafræðilegar stefnur, senr eru ráðandi. Önnur er aðhylling lýðræðis, hin er andsnúin trúarbrögðum. Við get- um augljóslega ekki fylgt þeirri, sem er á móti Guði.“ Hún tekur léttilega allri gagn- rýni á séra Moon og vísar á bug öllum getgátum um „heilaþvott". Og um fjöldabrúðkaup (yfir 2000 hjón) í Madison Square Garden í New York nýlega segir Bergljót: Mjög hagkvæmt. Enn sem komið er giftir enginn safnaðarmeðlim- ur nema séra Moon - hann myndi þá aldrei gera nokkuð annað. Eftir sex ára starf í Samtökum heimsfriðar og sameiningar er engan bilbug á Bergljótu að finna. Hún segist vona að hún eigi eftir að upplifa eilífðina og vildi þá gjarna vera í þessum fé- lagsskap. —ÓV. Enginn friður fyrir Stuðmönnum Það var ekki laust við að Tómas M. Tómasson bassaleikari Þursa- flokksins og Stuðmanna væri ör- litið þreytulegur þegar hann leit við á ritstjórn HP i vikunni. Þá var að ljúka tökum á kvikmynd- inni um Stuðmenn og Grýlurnar, „Með allt á hreinu”, og að baki voru átakamiklar útihátiðir I Atlavik og Vestmannaeyjum. „Þetta hefur bara gengið furðanlega vel”, sagði Tómas. „Þetta hefur verið gifurleg vinna, nánast án hvilda siðan um miðjan júni. Það hefur náttúrlega hjálpað mikið og létt undir með hljómsveitinni, að i kringum kvikmyndatökuna hefur verið nokkuð stór hópur úrvals fólks, liklega 20—30 manns i allt, og hjá þvi fólki leiðist engum. Spilaferðirnar i Atlavik og til Eyja hafa orðið enn betri fyrir samheldni og kátleika þessa fólks. Það var meira að segja svo, að þegar við vorum bara sex saman i Félagsgarði i Kjós á dög- unum, þá þótti okkur það heldur tómlegt og dauflegt. Við sátum þarna einir og yfirgefnir i heldur óvistlegu búningsherbergi og gátum varla hugsað okkur að fara að spila svona óstuddir. Heldur ámátleg liðan það kvöldið. Þangað til allt i einu, að það var bankað og inn þusti stór hluti hópsins. Við gátum tekið gleði okkar aftur og hafið leik”. Upphaflega var ætlun Stuð- manna að láta þar við sitja eftir dansleikinn i Félagsgarði, leika ekki á fleiri dansleikjum og hvergi viðar á landinu. En nú segjast þeir hafa verið beittir svo stórfelldum þrýstingi viða um land, að þeir verði að fresta sumarleyfum liðsmanna og leika á nokkrum stöðum. I kvöld verða þeir i félagsheimilinu Arnesi i Ar- nessýslu, annað kvöld á Siglufiröi og i Sjallanum á Akureyri á sunnudagskvöldið. A fimmtu- dagskvöldið 26. ágúst leika Stuð- menn undir beru lofti i porti Austurbæjarskólans i Reykjavik, kvöldið eftir á Vesturlandi og loks i Stapa i Njarðvik laugar- dagskvöldið 28. ágúst. Auk Tómasar eru Stuðmenn stofnendurnir Valgeir Guðjóns- son og Jakob Magnússon, Egill Ólafsson, Þórður Arnason og As- geir óskarsson. — ÓV Stuðmenn i stuöi i Atlavik um verslunarmannahelgina. (Mynd: Edda Sverrisdóttir) B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ÞAKJARN i hvo&a lengd^^^H setner „Standard” lengdir eða sérlengdir, alit eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.