Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Blaðsíða 5
Jpgsturínn Föstudagur 20. ágúst 1982 5 að selja vörur sinar en Hrafn. „Hann er ninn fullkomni áróðursmeistari, jafnvel menn eins og Göbbels og Olafur Stephensen fölna við hliö hans”, segir Ingólfur. ög- mundur Jónasson fréttamaður tekur i samastreng: „Hrafn á sennilega heimsmet i áróðursmennsku”, segir Ogmundur. „Hann getur talið menn á að gera hreint ótrúlega hluti, sannfæringarkrafturinn er með ólikindum, enda virkjar maðurinn ekki eingöngu talfærin, heldur hverja ein- ustu frumu i likamanum. Ég held að þetta hljóti að koma að vissum notum við leik- stjórn. t hans starfi er þó ekki nóg að kunna skil á leikstjórn og kvikmyndagerð, heldur þarf einnig aö koma framleiðslunni á fram- færi. Og hér kemur þú ekki að tómum kof- anum hjá Hrafni Gunnlaugssyni, enda hittir þú hér fyrir áróðursmeistarann með imyndunaraflið. bað er engin tilviljun að nú sé svo komið, að enginn er maður með mönnum hafi hann ekki séð nýjustu mynd Hrafns. Ég hef haft svolitið gaman af þvi að fylgjast með hvernig kynningarherferðin hefur verið leikin i fjölmiðlum, eins og sin- fónia með vaxandi þunga síðustu mánuði. Hér er að finna margvisleg málaferlastef vegna náttúruspjalla og annara spjalla, að ógleymdum plötukynningum og alls kyns uppákomum”. Það er enda ekki litið lagt undir við gerð þessarar kvikmyndar — og allt útlit er fyrir, aö islenskir kvikmyndahúsagestir séu hættir að sækja hvaða islenska kvik- myndasýningu sem er, nú velja þeir og hafna eins og um ameriska glæsimynd væri að ræða. Hrafn hefur sagt frá þvi i blaðaviðtali, að meðan á gerð myndarinnar stóð hafi hann stundum vaknað upp um miðjar nætur og spurt sjálfan sig i angist hvað hann væri eiginlega að gera, hvort hann væri nú búinn Ötuud fellir einatt dóm... Þegar leitað var upplýsinga og athuga- semda um Hrafn Gunnlaugsson í þessa Nærmynd var meðal annars komið viö hjá séra Emil Björnssyni, fréttastjóra sjón- varpsins. Hann var ekki lengi að svara — og gerði það i bundnu máli: „Um hann hafa ýmsir sagt að’ann þræði brauti hálar og liver með sinum hætti lagt hann á sinar metaskálar. öfund feliir einatt dóm yfir þcim sem mörkin skora, oft er hneykslun hræsni tóm hugleysingja sem ei þora. Þetta skáld er þannveg gert það er prútt en bitur frá sér, löngum hýrt og lyft og sperrt, lætur fáa eiga hjá sér. Þvi er best að biða við hera frekar lof á drenginn. Gamlir karlar kjósa frið. Krummi cr auk þess betri en enginn.” telja sjálfan mig þar á meðal er hann traustur og dyggur sem óhagganlegt fjall”, segir Ingólfur Margeirsson. Vinabönd hafa haldist Og það er einitt það, hversu upptekinn Hrafn er „af sjálfum sér og listsköpun sinni”, sem helst hefur orðið til að koma á hann orði hins tillitslausa egóista, sem sé gersamlega skeytingarlaus um allt og alla I kringum sig. Þeir, sem best þekkja hann, segja þó af honum aðra sögu — hann sé við- kvæmur og bliöur á bak við skrápinn. „Ég hef orðið var við að mörgum er illa við hann”, segir Þráinn Bertelsson. „En það eru lika helst þeir, sem þekkja hann alls ekkert. Það er rótgróið hér að fólki er illa við þá, sem trana sér fram — og vissulega hefur Hrafn verið ófeiminn við það”. Flosi Ólafsson er ekki með neinar vanga- veltur um egóið: „Hrafn er einhver mesti egóflippari sem ég þekki og það er merki- leg, skemmtileg en flókin íþrótt þegar maður er aö vinna með honum, að láta hann ekki komast að því, að maður er sjálfur á ennþá meira egóflippi en hann”. Sjálfur segist Hrafn vona að hann hafi ógnarstórt egó. „Ef maður getur elskað sjálfan sig, þá hlýtur maður að geta elskað aðra jafnframt og gefiö þeim jafn mikið”, segir hann. — En elskaröu þá bara sjálfan þig? „Þetta er kannski sagt um mig, vegna þess að mér hættir til að gera gifurlegar kröfur til annarra, eins og ég geri til sjálfs min. Það gæti komið svona út i augum ann- ara. Sá, sem skapar, eins og ég geri til dæm.is i Okkar á milli, hann elskar náttúr- lega sjálft sköpunarverkið meira en allt annað, rétt eins og móðir elskar barniö, sem hún var að fæða. Egóið snýst þvi i þessu tilfelli um það, sem ég er að skapa — það má segja að ég hafi ofurást á hverju þvi verkefni, sem ég fæst við hverju sinni”. Hann lætur heldur ekki illt umtal á sig fá, segir enda að sá, sem á annað borð leggi verk sin i dóm annarra hann eigi von á þvi — umtal séhluti af þeirri tilveru. „Auð- vitað veit ég að það er talað illa um mig”, segir hann. „bað gæti stafað af þvi, aö ég tek ástfóstri við það fólk, sem mér sýnist vilja skilja það sem ég er að reyna að koma á framfæri og sem skilar vel sinum stykkj- um. Fyrir slikt fólk gæti ég vaðið eld og brennistein, ef þvi er að skipta. En ef fólk bregst þá reyni ég einfaldlega að gleyma þvi sem allra fyrst. Sumu af þvi fólki þykir ég ef til vill hafa komið grimmilega fram við sig og það leiöir vitaskuld af sér illt um- tal. En mér þykir þó vænt um, að flest min fornu vinabönd hafa haldist, aö minnsta kosti þau, sem ég hef talið ástæðu til að reyna að halda i”. Deilt við leikara Gagnrýni á Hrafn hefur verið margvis- leg. Liklega hefur sú málefnalegasta komið frá leikurum, sem deila hart á stefnu hans i hlutverki leiklistarráðunauts sjónvarpsins. „Hann talar um að hann hafi lagt sig fram um að veita ungum leikstjórum tækifæri þegar staðreyndin er sú, að hann situr nán- ast einn að allri leikstjórn i sjónvarpi”, að steypa sjálfum sér og tjölskyldunni i botniaust fen. Þeirri spurningu verður ekki svarað alveg á næstunni en enginn getur láö Hrafni þótt hann spyrji sig áfram. bað gerir altént ekki Ingólfur Margeirsson, sem segir að „við sem þekkjum hann, vitum að á bak við hamhleypuna, áróðursmanninn og töffarann Hrafn leynist óöruggur við- kvæmur strákur, sem alltaf er á báðum átt- um um hvort hann sé að gera rétt eða ekki”. Gott hjartalag Og Flosi ólafsson er lika þeirrar skoðunar, aö undir yfirboröinu sé annar maður en sá, sem flestir imynda sér. „Ég held að Hrafn fari of dult með gott hjarta- lag sem ég hef rika ástæðu til að ætla að búi með honum”, segir Flosi. „Liklega er hann það sem kallað er á vondu máli „lóner” (einn i heiminum) og slikir menn eiga það stundum til aö hafa á sér yfirbragð, sem ekki er fyllilega i samræmi við þaö, sem undir býr”. Hvernig skyldi Hrafn Gunnlaugsson sjálfur lýsa sér? Hann hugsar sig um örlitla stund og segir svo: „Ég horfi stundum i spegil á morgnana og segi við manninn i speglinum: Þú likist mér”. En ef hann fengi að skrifa eigin eftir- mæli? Hver yrðu þau? „Það er náttúrlega út i hött að ætla sjálfum sér að skrifa eigin eftirmæli”, segir hann eftir litlu lengri um- hugsun. „En ef ég gæti ávarpaö þennan mann, sem ég sé i speglinum og likist mér, þá myndi ég segja: Hvers vegna i fjand- anum er þér alltaf svona mikiö niðri fyrir?” segir Gisli Alfreðsson, formaður Félags is- lenskra leikara. Þráinn Bertelsson segir að þessi ummæli Hrafns hafi verið þau, sem hafi komist næst þvi að hneyksla sig. „Fyrst þegar ég heyrði þetta, að hann kostaði kapps við að koma okkur hinum ungu leikstjórunum á fram- færi, fauk illilega i mig. Svo hló ég bara”, segir hann. En það er fleira, sem leikurum hefur mislikað við leiklistarráðunaut sjónvarps- ins. „Leikurum fellur náttúrlega ekki að hann sneiði hjá atvinnuleikurum ef hann á þess kost”, segir Gisli Alfreðsson enn- fremur. „bað virðist vera stefna sjón- varpsins — og Hrafn er talinn forsvars- maður þeirrar stefnu — að láta ólært fólk fara með aðalhlutverk en fylla svo upp i með atvinnuleikurum. Auðvitað erum við óhress með þetta, enda þekkist þetta fyrir- komulag hvergi i heiminum. bessi stefna er þeim mun verri þegar tekið er tillit til þess, að atvinnuleikarar i landinu eru um 180 og þar af eru það aðeins um 70 manna hópur, sem getur haft viðurværi sitt af list sinni. Þaö er eðlilegt, að fólk með fjögurra ára stift nám að baki taki þvi ekki með bros á vör þegar þau fáu atvinnutækifæri, sem m gefast, ganga til fólks af götunni”. Frumsýnt í f jölmiölum Allir viðmæiendur Helgarpóstsins hafa veriö sammála um einn hlut: ótviræöa áróöurshæfileika Hrafns Gunnlaugssonar. Sá hæfileiki hefur ekki farið fram hjá neinum siðustu daga og.vikur þegar fjöl- miðlár landsins hafa keppst um að verja tima og rúmi til kynninga>' á kvikmyndinni Okkar á milli „Það er óneitanlega mjög sérstakt.að nú er frumsýnt i fjölmiðlum”, segir Egill Eð- varðsson. Ingólfur Margeirsson segist engan mann vita duglegri, frumlegri og útsjónarsamari • mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.