Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 2
Gárungar segja að hið nýja í J eða væntanlega stórfyrirtæki S Kísilmálmvinnslan sem finna á stað á Reyðarfirði hafi enn sem komið er ekki hafið aðra starfsemi en mikil viðskipti við Ferðaskrif- stofu ríkisins. Fyrirtækið var stofn- að kringum áramótin síðustu, sett á laggirnar stjórn skipuð fyrst og fremst pólitískum gæðingum og síðan ráðinn framkvæmdastjóri Egill Skúli Ingibergsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík. Er sagt að frá stofnun hafi starfsmenn og ráðamenn hinnar fyrirhuguðu verksmiðju farið 7-8 ferðir til út- landa og sé stjórnin núna í kynnis- ferð um öxulveldin Noreg, Þýska- land og Ítalíu að fræðast um kísil- vinnslu. Sjá ekki allir tilgang með slíkum ferðum að minnsta kosti ekki með tilliti til kostnaðar... Breski þungarokkssöngvar- f J inn Ian Gilan, sem Morgun- blaðið sagði frá í vikunni að kæmi næstu daga til íslands kemur ekki fyrr en 15. október. Hann kemur hingað á vegum Steina hf. og gerir stuttan stans, fyrst og fremst til að kynna nýja plötu hljómsveitar sinnar Gilan. Platan heitir Magic, og mun höfuðpaurinn væntanlega árita hana og ræða við blaðamenn, ekki ósvipað því sem B.A. Robertson gerði hér um árið... éy 0 , Mjög víða eru nú að koma fram bullandi kreppueinkenni í þjóðfélaginu. Við heyrum m.a. að senn stefni í algjört verð- hrun á fasteignamarkaðnum og ættu menn að bíða með slíkar fjár- festingar um sinn... J l Nokkur átök er> nú að finna innan Alþýðuflokksins vegna tímasetningar prófkjörs. Sumir Alþýðuflokksmenn vilja ekki prófkjör fyrr en í vor til að hafa góðan tíma til að styrkja stöðu sína í þeim slag, en aðrir vilja að það fari fram á næstu mánuðum. Útlit er þó fyrir að prófkjör Al- þýðuflokksins fari fram í nóvember næstkomandi og muni flokksstjórn beina þeim tilmælum um slíkt til kjördaémisráða úti um land... •flEins og Helgarpósturinn hef- ur greint frá eru umsjónar- menn Helgar-Tímans, þeír Egill Helgason og Iilugi Jökulsson, um það bil að láta af störfum við blaðið og hefur Atli Magnússon fært sig um set úr hvunndagsrit- stjórninni og tekið við umsjón helg- arblaðsins. Nú hefur honum verið fenginn aðstoðarmaður sem er Guðmundur Magnússon, nýbak- aður heimspekingur frá London en hann leysti af á Dagblaðinu sáluga Föstudagur 17. september 1982 _jjSstuririri., nokkur sumur. Pá hefur Eiríkur S. Eiríksson sem er nýkominn úr blaðamennskunámi í Noregi verið ráðinn til fréttaskrifa í stað Atla.... Pað sem menn bíða hvað fj spenntastir eftir varðandi leiklistarlífið á komandi vetri er frumsýning Þjóðleikhússins á nýjasta verki Guðmundar Steins- sonar, Garðveislu. Um það hafa blöð skrifað mikið og menningar- liðið enn meira talað. Senn geta menn farið að varpa öndinni létt- ara því nú styttist í frumsýningu, og jafnframt getum við glatt þá með því að unnt verður að fá leikritið svart á hvítu um svipað leyti. For- lag Lystræningjans mun nefnilega gefa leikritið úr á bók og verður það m.a. notað við kennsiu í Menntaskólanum við Hamra- hlíð.... »5rA Þá má geta þess að danski rit- /', höfundurinn Hans Hansen höfundur hinna vinsælu unglingabóka sem kenndar eru við „Naflann...“, kemur til íslands í október og gefur Lystræninginn út nýjustu bók hans, sem á frummál- inu nefnist „Hjertesaar". Tilefni íslandsferðar Hans Hansen er þó aðallega frumsýning dönsku- kennsluþáttanna sem Danir og ís- lendingar hafa unnið að undanfar- ið en Hansen er einn aðalhöfunda þeirra... Pá mun Lystræninginn gefa út f'J sögu Þorsteins Marelssonar S Viðburðaríkt sumar, sem les- in hefur verið undanfarið í útvarps- þættinum Sumarsnældan við vin- sældir ungra hlustenda.... Áslaug Ragnars blaðamaður / J á Morgunblaðinu mun senda S frá sér sína aðra skáldsögu í haust, en fyrsta skáldsaga hennar „Haustvika" kom út árið 1980. Sagt er að hin nýja saga Áslaugar fjalli um einstæða móður sem tekur sig til og flytur til Vestmannaeyja meðan gosið stendur þar yfir og gerist matráðskona björgunar- manna. Ýmislegt drífur á daga hennar þar, en samt sem áður flyst hún á fastalandið og tekur þar til hendinni við atvinnurekstur sem gengur upp og ofan.... Leiðrétting Nokkurra bagalegra missagna gætti í viðtalinu við Ómar Halls- son, veitingamann í síðasta Helg- arpósti. Um leigutöku á rekstri hótelsins Valhöll á Pingvöllum segir m.a.: „Pá var ástandið ekki glæsilegt, það stóð til að loka“. Þessi orð má skilja sem svo að verið sé að kasta rýrð á rekstur fyrri rekstraraðila, sem síður en svo var ætlun viðmælanda blaðsins. Eins og reyndar kemur fram síðar í við- talinu er hótelrekstur á stað eins og Pingvöllum ævinlega erfiður og áhættusamur, enda mikið undir ve- ðri kominn. Þá er ekki rétt að þau hjón Ómar og Ruth Ragnarsdóttir séu að kaupa Geirsbúð og veislu- sali. Verið er að semja um leigu en ekki kaup á slíku húsnæði. Beðist er velvirðingar á þessum villum. BYLTINGARKENNDUR! KYNN URI DAG í KÓPAVOGI OG Á AKUREYRI: ———CoW coodúíon -»»-»•* Hot condttion • Auðvelt að hlaða farangursrými. Va Galvaniserað „boddý“. 0 Mjög rúmgóður OPIÐ FRÁ KL. 10-00-18.00 Bílará staðnum til reynsluaksturs. TOYOTA UMBOÐIÐ P. SAMÚELSSON & CO. HF. NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 • Sérlega eyðslugrannur. Tryggir sjálfkrafa minni eyðslu og jafnari gang með innbyggðum hitajafnara. 1983 Toyota Tercel ”83 er af nýrri kynslóð bíla sem japanskir vísindamenn og hönnuðir hafa unn- ið lengi að. Tercel ”83 er með nýtt útlit og hönnun til að minnka loftmótstöðuna, nýta Jtraft vélarinnar og minnka bensíneyðslu. Tercel ”83 er með endurbætt framhjóladrif, nýja og lengri fjöðrun og mjög endurbætt hemlakerfi. Bíllinn tryggir sjálfkrafa minni bensíneyðslu og jafnari gang meö inn- byggðum hitajafnara. Tercel ”83 er mjög rúmgóður að innan með stóra afturhurð og sæti sem leggst alveg f ram. BÍLL MEÐ LANGA LÍFDAGA: Tercel ”83 er með hitagalvaniserað „boddý" til varnar ryðskemmdum og sérstaklega stál- styrkta grind til öryggis ökumanni og far- þegum. BLÁFELLS,F DRAUPNiSGÖTU 7A AKUREYRI — SÍMI 96-21090

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.