Helgarpósturinn - 17.09.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Síða 4
4 Föstudagur 17. september 1982 htelgai----- iposturinn. Keðjutékkamálið mikla hefur fengið hægt andlát Ávísana- eða keðjutékkamálið sem kom upp fyrir sex árum, hefur fengið hægt andlát. Jarðarförin hefur ekki farið fram en gerir það væntanlega tljótlega — og þá í kyrrþey. Endalok þessa máls verða því með nokkuð öðru sniði en upphafið, sem var mikill hamagangur manna á meðal í fjölmiðlum, í bankakerfínu og á þingi. Nú hefur málið legið hjá ríkissaksóknara óhreyft í tæp tvö ár án þess að opinber ákæra á einhvern þátttakanda í „tékkakeðj- unni“ hafí verið gefín út. Að óbreyttu verður það heldur ekki gert. Kannsóknin og niðurstöður hennar gáfu hreint ekki tilefni til þess — og í rauninni vantar ekki nema punktinn aftan við allt saman til að loka málinu: nefnilega bréf frá embætti ríkissaksókn- ara til Seðlabanka íslands um að embættið sjái „að svo stöddu ekki ástæðu til frekari aðgerða í máli þessu“, eins og það heitir gjarnan á embættismannamáli. Jarðarförin fram siðar kyrrþey eftir Omar Valdimarsson myndir: Jim Smart ofl. bað var Seðlabankinn, scm tal- inn var kærandi í þessu „mikla" máli og það var Seðlabankinn sem „slátraöi því endanlega", eins og einn embættismaöur komst að orði í samtali við blaðamann Helgar- póstsins. Niðurstaða málsins, ef einhver hefur verið, var þá einfald- lega sú. að enginn hefði verið svik- inn af liðsmönnum „tékkake- ðjunnar". enginn hefði tapað fé (nema kannski þeir sjálfir með drjúgum vaxtagreiðslum til bank- anna) 'og raunar væri ekki alsendis Ijóst hver hin ætluðu lögbrot voru. Hafi þau verið einhver, þá mun sökin nú fyrnd. í rauninni var það ákveðið þjóð- félagsástand. sem kallaði á rann- sókn „ávísanamálsins": rannsókn, sem umboðsdómari, kallar „ein- hverja umfangsmestu rannsókn á ætluðum fjármunabrotum, sem hér hefur verið gerð". Þetta þjóð> félagsástand skapaðist af ógnvæn- legum sakamálum, sem upp komu í árslok 1975, svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ekki þarf að rifja upp það urnrót og þann ótta, sem greip urn sig meðal þjóðarinnar í kjölfar þeirra mála. Væntanlega má af því öllu draga einhvern lærdóm, þótt ekki verði það á þessari stundu. Leitað að morðingja Fjórir menn voru aö ósekju hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsókna á Geirfinns- og Guð- mundarmálununt. Meðal þess, sem athugað var, voru bankareikn- ingar þeirra — tilgangurinn var að finna hugsanleg tengsl þessara manna og Geirfinns heitins Einars- sonar. Þessi fyrsta athugun leiddi í Ijós, að eitthvað óvenjulegt var á seyði — ekki var betur séð, en að þarna væri á ferðinni einhver- skonar ávísanakeðja: tiltölulega afmarkaður hópur manna lagöi ávísanir inn á reikninga liver ann- ars á víxl. Þótti sýnt í Sakadómi Reykjavíkur, þar sem morðmálin voru til rannsóknar, að um „keðju- tékkastarfsemi" væri að ræða þótt ekki væri það hugtak skýrt ná- kvæmlega þá né heldur síðar. Óskaði dómurinn eftir aðstoð Seðlabanka Islands við úrvinnslu gagna. 1 Seðlabankanum voru nokkrir menn um nokkra hríð í drjúgri kvöld- og helgarvinnu og í byrjun ágúst 1976 sendi bankinn yfirsakadómaranum í Reykjavík bréf, sem var úrskurðað vera kæra bankans á hendur tilteknum ein- staklingum. Seðlabankinn hafði komist að þeirri niðurstöðu, að þessir reikningshafar hefðu notað tékkareikninga sína „að verulegu leyti til þess að stofna til og við- halda umfangsmikilli og flókinni tékkakeðju". Jafnframt var af hálfu Seðlabankans óskað rann- sóknar á „hugsanlegri meðaðild bankastarfsmanna í vexti og við gangi tékkakeðju þessarar". Seð labankinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þeir „keðjubræður" hefðu náð umtalsverðum fjárhæð um út úr bankakerfinu. Sérstakur umboðsdómari var skipaður til að fara með málið þar sem annir í Sakadómi Reykjavíkur voru slíkar að þar treystu menn sér ekki til að annast rannsóknina með nægilegum hraöa, eins og það var orðað. Hrafn Bragason borgar- dómari var skipaður og var ekki sérlega ánægður. „Þetta er nú ka- leikur, sem ég hefði helst ekki vilj- að að mér væri réttur", sagði Hrafn. Hann hófst engu að síður handa og var útvegað vinnupláss í Lögreglustöðinni við Hverfisgötu og lofað allri aðstoð, sem hann þyrfti á að halda. Mikið stóð til - almenningur stóð í þeirri trú, sent ekki var gert neitt sérstakt í að leiðrétta, að um væri að ræða stór- kostleg fjársvik og að áreiðanlega væru bankastjórar og fleiri banka- starfsmenn í vitorði með þessum ógurlegu bankaræningjum. Önnur fjársvikamál voru sem hjóm eitt. Hrafn Bragason umboðsdómari vissi sem var, að málið hafði verið sett í gang ekki síst vegna þess þjóðfélagsástands, sem áður var vikið að. Hann hélt því reglulega blaðamannafundi framan af rann- sókninni. Sá fyrsti var haldinn 3. september og þar sagðist Hrafn vera þeirrar skoðunar, að ótvírætt hefði verið hægt að koma í veg fyrir „þessi viðskipti við bankana ef far- ið hefði verið eftir því samkomu- lagi, sent bankarnir gerðu nteð sér um notkun tékka árið 1974. Það. að reikningunum skuli ekki hafa verið lokað eftir að menn höfðu einu sinni gerst brotlegir, er ein meginástæðan fyrir því, að málið gekk svona langt". Þarna hitti umboðsdómarinn lík- lega naglann á höfuðið: bankarnir höfðu ekki gert neinar athuga- semdir við þá 15 reikningseigendur (26 reikninga), sem rannsóknin náði til í upphafi. Það var síðar upplýst, að bankarnir höfðu haft drjúgar tekjur af þessunt við- skiptum við „keðjubræðurna", því stöðugt borguðu þeir dráttarvexti. Eða eins og einn þessara manna sagði í samtali við blaðamann Helgarpóstsins nú í vikunni: „Þetta var náttúrlega allt tilkomið vegna þess, að útibússtjórar og banka- stjórar voru að lána í trássi við bók- haldið, umfram kvótann. Pening- arnir kontu aldrei inn sent skuld, það voru bara dráttarvextirnir. sem komu inn sem tekjur. Bankinn var auðvitað að taka vexti af fé, sem í rauninni var ekki til. Ég hef spurt sjálfan mig hvernig banki get- ur ávaxtað það pund, sem ekki er til". Sprengjan fellur — nöfnin birt En þann sama dag og Hrafn hélt sinn fyrsta blaðamannafund um ávísanamálið var skrifað annað bréf í Seðlabankanunt. Það var að beiðni umboðsdómarans, sem vildi fá staðfestingu á því. að bréfið frá í byrjun ágúst væri i raun og veru kæra. Þá staðfestingu fékk hann og jafnframt þá staðhæfingu að Seðla- bankinn teldi „víxlaviðskipti með tékka með notkun tveggja eða fleiri reikninga hafa verið skipu- lögð til að ná út fé úr bönkunum með blekkingum". Þegar yfirheyrslur hófust skömmu síðar kvað við nokkuð annan tón: reikningshafarnir sögð- ust einfaldlega hafa haft fulla heim- ild til að gefa út ávísanir þótt ekki væri á hverjum tíma innstæða fyrir þeim: það hefði verið gert nteð fullri vitund og samþykki viðkom- andi viðskiptabanka. Einn þeirra sagði við HP: „Ég sagði þá og segi enn, að ég gaf aldrei út innstæðu- lausa ávísun. Engin þessara ávís- ana, sent skoðuð var, hafði verið send til innheimtu í Seðlabankann, eins og tíðkaðist þá með innstæðu- lausar ávísanir. Unt leið og bank- inn stimplaði ávísunina var hún viðurkennd sem gild. Þá var til fyrir henni. Annaðhvort átti maður fyrir henni eða þá að maður fékk yfir- drátt. Stundum munnlegan, stund- um skriflegan. Það fór auðvitað nokkuð eftir því hver átti í hlut". Þetta staðfestu lægra settir bankastarfsmenn í yfirheyrslunt. Hærra settir kváðust yfirleitt ekk- ert unt þetta mál vita og skriflega neituðu bankarnir þessu alfarið. Nær daglega þessar vikur birtust fréttir af rannsókn ávísanamálsins, sem stöðugt var unnið að. Þúsund gamalla tékka höfðu verið dregin upp úr skúffum og skápum í bönk- unum og á annarri hæð í Lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu sátu rann- sóknarlögregluntenn og laganentar Á fyrsta blaðamannafuiidinum um rannsókn keðjutékkamálsins: Hrafn Bragason umboðsdómari greinir frá gangi rannsóknarinnar. Vísismyndir Hluti gagnanna í ávísanakeðjumálinu. Kassarnir áttu eftir að verða tals- vert fleiri er yfír lauk og voru „óhreyfðir” hjá kæranda málsins, Seðla- banka íslands, í hálfum áttunda mánuð áður en bankinn færðist undan að veita frekari aðstoð við rannsóknina.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.