Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 15

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 15
Föstudagur 17. september 1982 .15 /J-N ^ \ Pað munu hafa orðið vinstri mönnum í borgarstjórn Réykjavíkur töluverð von- brigði að Sjálfstæðismenn komu sér saman um að mæla einhuga með Sigurjóni Fjeldsted í stöðu fræðslustjóra Reykjavíkurborgar, en auk Sigurjóns sóttu þær Bessý Jóhannsdóttir fyrrverandi vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Aslaug Bryjólfsdóttir um stöð- una. Gerðu vinstri menn sér vonir um að Bessý fengi a.m.k.eitt at- kvæði í Fræðsluráði, sem hefði þýtt að Sigurjón og Áslaug hefðu orðið jöfn að atkvæðum. Mennta- máiaráðherra fær nú málið til með- ferðar og á örugglega óhægt um vik að ganga framhjá Sigurjóni. Halda þó margir að það vegi mun þyngra á metunum þegar til ákvörðunar ráðherra kemur að Áslaug er af góðum og gegnum framsóknar- ættum á Akureyri.... Ungir Sjálfstæðismenn hugsa Jsér nú til hreyfings vegna ■S Alþingiskosninganna, hvenær sem þær annars verða. Er sagt að þeir leggi mikla áherslu á að formaður SUS Geir Haarde gefi kost á sér ef til prófkjörs kemur og telja líklegt að þeir geti tryggt hon- um öruggt sæti á lista flokksins rétt eins og Friðriki Sophussyni á sín- um tíma. Sumir ungir Sjálfstæðis- menn munu þó ekki vera alltof hressir með Geir, sem starfar sem hagfræðingur hjá Seðlabankanum, og telja ekki á kerfiskallana í flokk- num bætandi... íy ')\ Annar ungur Sjálfstæðis- I maður sem hugsar sér til hreyfings er Einar Kr. Guð- fínnsson framkvæmdastjóri í Bolungarvík. Ekki er vitað hvort Þorvaldur Garðar Kristjánsson hyggst halda áfram í Vestfjarða- kjördæmi eða hætta, en mjög sennilegt verður að teljast að braut Einars væri nokkuð greið ef Þorv- aldur hætti. Það mun hins vegar minnka möguleika Sigurlaugar Bjarnadóttur sem hafa mun fullan hug á að endurheimta þingsæti sitt. Um tíma heyrðist að Matthías Bjarnason hyggðist hætta þing- mennsku eftir þetta kjörtímabil, en Matthías mun nú endanlega ákveð- inn að halda áfram, enda líklegt að honum standi sjávarútvegs- ráðherraembættið til boða ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst í valda- aðstöðu... 0 Elektraflugvél Arnarflugs f M hefurstaðiðónotuðáReykja- víkurflugvelli í sumar, enda erfitt að fá verkefni fyrir vélar af þessari tegund. En það er dýrt spaug. Fróðir menn hafa nefnilega reiknað út að það kosti hvorki meira né minna en eitt þúsund doll- ara á dag að láta vélina standa á vellinum. Annars er enginn upp- gjafatónn í Arnarflugsmönnum þótt reynslan af fyrsta sumri í áætlunarfluginu sé misjöfn. Sæta- nýting mun um 60% að meðaltali á flugleiðunum þrernur til Amster- dam, Zúrich og Dússeldorf. Best var nýtingin til Zúrich en verst til Dússeldorf. í ágúst var nýtingin til dæmis 68,7% til Amsterdam, 78,2% til Zurich en 19.4% til Dúss- eldorf eftir því sem við heyrum... ■^\En það er víðar erfitt en hjá f JArnarflugi. Stjórn Fluglciða y hefur nú lagt blátt bann við fjölgun starfsfólks í öllum deildpm og verður jafnframt reynt að kom- ast hjá því að ráða fólk í staðinn fyrir það sem hættir að sjálfsdáðum ‘nú í vetur... ri'l Þó við íslendingar látum fá f \ „æði“ framhjá okkur fara, virðist eitt magnaðasta æðið í Bretlandi og Mið-Evrópu alveg ætla að láta okkur ósnert: Það er málmleitartækjafaraldurinn. Skýr- ingin er kannski sú að hér er lítil von fjársjóða í jörðog rómverskir peningar fáséðir. En tækin geta þó komið að góðum notum hér sem annarsstaðar. Fyrir urn sjö árum var Einvarður Jósefsson útibústjóri Grensásútibús Verslunarbankans að hjálpa nokkrum kollegum sín- um við byggingu sumarbústaðar starfsmannafélags bankans. Að verki loknu þvoðu þeir sér um hendurnar útivið, en þegar Ein- varður var að hrista vatnið af hönd- unum þaut giftingarhringurinn skyndilega eitthvað út í loftið. Var strax gerð mikil leit að hringnum, en allt kom fyrir ekki: Hann hrein- lega fannst ekki í gróðrinum. Fyrir nokkrum vikum komst Einvarður hinsvegar yfir málmleitartæki og varð þá hugsað til hringsins í gras- inu. Og viti menn, sjö sentimetrum undir grassverðinum fannst hring- urinn og gljáði skært... 0: Ferðalangar sem hafa lagt leið | sína austur á Hólsfjöll í sumar og ætlað að fara í Hólmatung- ur og Hljóðakletta hafa heldur en ekki rekið upp stór augu. Veginum í gegnum Hólmatungur og niður í Hljóðakletta hefur nefnilega verið lokað, en hafin er lagning nýs vegar uppi á melum og hólum þaðan sem þessirfallegu staðir sjástekki. Við könnun málsins kemur í Ijós, að það er Náttúruverndarrað sem stendur fyrir þessu, og ástæðan er sú að sögn þeirra ráðsmanna, að koma í veg fyrir að þessar náttúru- perlur verði eyðilagar. Menn sem hafa komið þangað öðru hverju undanfarna áratugi hafa þó ekki séð þess merki, að landspjöll hafi verið unnin og þeir hörðustu ruddu meira að segja vegatálmum á gamla veginum í burtu og héldu sínu striki eins og ekkert hefði í skorist. En þeir ferðamenn sem ekki eru því kunnugri á þessum slóðum fara semsé hjá án þess að finna þessa fögru staði... ,l5^l Þeir eru valdamiklir ráðherr- / Jt arnir okkar og vita það sjálfir y sbr. „valdið er mitt“. Þessa sögu heyrðum við af einum ráð- herranum: Ráðherrann hafði ný- tekið á móti sendinefnd sem átti ákveðið erindi við hann og rétti honum aðalatriði málsins niður- skrifuð á blaði. Ráðherra rýndi á textann smástund, hringdi síðan á einkaritarann og bað að koma inn- fyrir sem snöggvast. Ritarinn kom að vörmu spori, ráðherra tók af sér gleraugun og rétti ritaranum: „Heldurðu að þú pússir gleraugun, vinan" - Miklir menn erum vér Hrólfur minn... Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru tvímœlalaust ein arðbœrasta og öruggasta fjárfestingin sem völ er á í dag. Athygli er vakin á eftirfarandi atriðum: ---------------•----------------- VEXTIR: Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstímann. BINDITIMI. Skírteini Í2. flokki l 982 verða innleysanleg aðþremur árum liðnum, þ.e. frá 1. október 1985. Á binditíma hefur jafnan verið hœgt að selja spariskírteini með skömmum fyrirvara á hinum almenna markaði. LÍTIL FYRIRHÖFN: Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni en fjárfesting ífasteign og skilar auk þess öruggum arði. SKA TTFRELSI: S/cv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. FuU verðtrygging, háir vextir og umfram allt örugg fjárfesting. Kynnið ykkur bœtt kjör á verðtryggðum sparis/drteinum ríkissjóðs og geríð samanburð við aðra ávöxtunarmöguleika. Útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrír verðbréfasalar. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.