Helgarpósturinn - 17.09.1982, Page 21
'elgar
.pðsturinn.
Föstudagur 17. september 1982
21
ekki. En ef hingað kemur maður sem er of
drukkinn og æstur til að fá að vera er honunt
ekki hent út á gaddinn. Þá köllum við til
lögreglu sem leyfir þeim að gista í fanga-
geymslunum. En ég vil taka það fram að
þessir menn eru langflestir ágætir í umgengni
án víns.“
„Sakna þeirra ekki“
Ef litið er aftur í tímann er óhætt að slá því
föstu að götulögreglan í Reykjavík hefur bor-
ið hitann og þungann af útigangsfólkinu.
fram á síðustu ár. Sennilega hefur enginn
lögreglumaður haft meiri afskipti af þessum
vanda en Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn.
Við báðum hann að segja frá þeirri hlið sem
að lögreglunni snýr.
„Jú, það er rétt að Hafnarstrætisróninn er
að verða úr sögunni. Suntir segjast sakna
þeirra en því er ég ekki sammála og tala þar
áreiðanlega fyrir munn flestra lögreglu-
manna.
Þegar ég hóf störf í lögreglunni fyrir svona
30 árum var þetta stórt vandamál. Það var
stór hópur fólks sem hafði hvergi höfði sínu
að halla nema í Kjallaranum í gömlu lög-
reglustöðinni við Pósthússtræti og hann var
ekki mönnum bjóðandi. Þeir hírðust í
skúrum, skipum og hitaveituskurðum og við
höfðum þá á höndum okkar ýmist úldna,
frosna eða soðna. Þeir þrifu sig ekki og lyktin
og óþrifnaðurinn var þvílíkur að lögreglu-
menn flökraði við að snerta þá.
Við reyndum að koma þeim fyrir en bæði
var að þá voru fá vistpláss og svo var áhugi
ráðamanna á þessum vanda afar takmark-
aður, það var eins og þeir vildu ekki vita af
honunt. Þetta ástand var svotil óbreytt fram
til 1962 þegar Vernd stofnaði heimili í
Grjótagötunni. En það var alltof lítið og auk
þess var ekkert meðferðarheimili til, einu
stofnanirnar voru Gunnarsholt, Víðines og
Flókadeildin, en þar var engin meðferð sem
heitið gat.
„Hótel Síríus“
Við reyndum mikið að fá því framgengt að
komið yrði upp samastað fyrir útigangsfólkið
þar sem það gæti sofið og þrifið sig en það
hlaut litlar undirtektir. Sú sem harðast gekk
fram í þessu var Þóra Einarsdóttir hjá Vernd.
Hún lá í heilbrigðis- og félagsmálaráði borg-
arinnar en mætti andstöðu, því var ma. borið
við að ekki væri rétt að ala á aumingjaskap
þessa fólks.
Svo gerist það að mikil blaðaskrif verða um
togarann Síríus sem lá bundinn hér í höfn-
inni. Þar höfðu útigangsmennirnir hreiðrað
um sig og fljótlega varð ástandið um borð
þannig að það var varla hægt að fara um
borð. Við í lögreglunni vorum beinlínis
hræddir um að farsótt brytist út vegna
óþrifanna. Við þessar umræðurfóru menn að
rumska. Um þetta leyti losnaði Farsóttarhús-
ið og haustið 1969 fengum við það til reynslu.
Við vorum kosin í framkvæmdastjórn húss-
ins, ég, Þóra og Gunnar Þorláksson. Við
tókum engin laun fyrir þetta starf því við
vildum sanna að hægt væri að reka svona
stað.
Þetta gafst það vel að síðan hefur ekki ver-
ið talað um að leggja heimilið niður. Starf-
með að komast út í þjóðfélagið. En til þess
verða þeir að sætta sig við sjálfa sig eins og
þeir eru og bjóða sig fram. Og að sjálfsögðu
virða allar reglur.
Annars átti ég mjög erfitt með að átta
mig á minni eigin þróun. Ég reyndi um tíma
að finna ástæðu fyrir drykkjuskapnum. Var
þaðr egna þess að ég var einu sinni rassskellt-
ur sem barn? Eða vegna þess að ég er
rauðhærður? Eg reyndi að kenna öllu um,
uppeldinu, þjóðfélaginu, og um tíma var ég
alltaf á leiðinni til útlanda. Ég fór þó aldrei
því innst inni vissi ég að hér hafði ég þó visst
aðhald. Ég lenti líka í sjálfsmorðshug -
leiðingumen aldrei nógu mikill bógur til að
fylgja þeim eftir. Nú er ég hættur þessu .
Nýjar stofnanir og aukinn skilningur
hafa svotil útrýmt
útigangsmönnum borgarinnar
semin hefur verið aukin og nýtt gistiskýli fyrir
konur opnað. Nú er rekstur skýlanna í hönd-
unt Félagsmálastofnunar og þau hafa gefið
góða raun. Þarna fékk útigangsfólkið húsa-
skjól og það þurfti að hlíta vissum reglunt. td.
að fara í bað svo óþrifin og lyktin hurfu. Þessi
gistiskýli hafa létt verulega álaginu af lögregl-
unni þótt við þurfum alltaf að hafa einhver
afskipti af þessu fólki.
En aðstaðan hjá okkur batnaði líka veru-
lega með tilkomu fangageymslunnar við
Hverfisgötu. Þar er mun betri aðstaða til að
veita fólkinu aðhlynningu en áður var. Enda
finnst okkur það vera allt annað líf að hafa
afskipti af því, það er hægt að snerta það.
Það hefur nú verið ráðinn lögregluniaður
sem hefur það að aðalstarfi að sinna þessu
fólki. Hann ræðir við það og reynir að fá það
til að fara í nteðferð. Þetta hefur gefist vel því
oft á þetta fólk við heimilisvandamál að
stríða, þetta eru viðkvæm og persónuleg mál
sent krefjast algers trúnaðar. Og það getur
líka reynst flókið mál aö koma fólki í með-
ferð, krefst góðrar samvinnu við lækna og
viðkomandi stofnanir."
Gistinóttum fækkar verulega
-Þú sagðir að álagið á lögreglunni hefði
minnkað, geturðu nefnt einhverjar tölur í því
sambandi?
„Já, ég get nefnt tölur unt fjölda nætur-
gistinga í fangageymslununt. Á árunum 1972
- 74 voru þær uþb. 10.500 og þar áttu í hlut
2.300-2.400einstaklingar. Núna eru þær um
6.000 á ári og fjöldi einstaklinga er á bilinu
1.700 - 1.900. Og þetta hefur gerst samtímis
því að íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur
fjölgað. Þetta er jákvæð þróun og í þeini anda
sem við viljum vinna, þe. að koma í veg fyrir
afbrot. Og langflest aftrot eru tengd áfengi,
það er stóri bölvaldurinn."
-En hvað með yngra fólkið? Bætist ekkert
við?
„Jú, það koma alltaf öðru hvoru ungir
menn til okkar. Ef þeir koma ítrekað er rætt
við þá og reynt að koma þeim í meðferð. Við
reynurn að korna í veg fyrir að þeir fari inn á
sörnu braut."
Eftirlegukindurnar
En þótt svo gæti virst sem þetta vandamál sé
hamingjusamlega leyst er alltaf dálítill hópur
sem er svo illa farinn andlega og líkamlega að
engin ráð virðast duga. Viðmælendur blaðs-
ins samsinntu þessu og sögðu að þetta fólk
væri flest orðið trutlað á geðsmunum af lang-
varandi drykkjuskap og pilluáti. Það tolldi
hvergi en flakkaði gjarnan á milli stofnana.
Sumt væri þannig að það kæmi sér allsstaðar
út úr húsi, það er einfaldlega ekki hæft til að
vera á stofnunum, eða stofnanirnar hæfa
því ekki.
„Það er viss hópur sem á við samtvinnuð
vandamál að stríða," sagði Bjarki. „Áfengi.
lyf og geðræn vandantál. Það vill enginn hafa
þetta fólk en það þyrfti að vera á einhverri
stofnun. Sú stofnun er ekki til og þær sem
fyrir eru vilja ekki viðurkenna það sent sína
sjúklinga. Þetta fólk lendir ntikið hjá okkur
og við vildum gjarnan fá einhverja sérstofnun
fyrir það, hún þyrfti ekki að taka nema svona
20 manns."
Til þessa hóps heyra ma. hjónakorn sem
reyndar eru engin hjón, en margir kannast
áreiðanlega við þau af götunum. Þau eru
haldin stelsýki og konan hefur lag á að koma
illu af stað í kringum sig. Það eru til ýmsar
sögur af þeirri áráttu þeirra að hnupla öllu
sem þau koma höndum yfir, alveg burtséð frá
því hvort þau hafa eitthvert gagn af því sem
þau stela. Eitt sinn var td. verið að hleypa
þeim út að morgni dags úr fangageymslunum
og þegar verið var að afhenda þeim eigur
þeirra fundust hvergi axlabönd karlsins. Lög-
regluntenn höfðu uppi á snæri til að reyra
buxurnar upp um karlinn en þá tekur einn
þeirra eftir því að axlaböndin gægjast upp úr
hálsmáli konunnar. Hún hafði þá ekki gert
sér grein fyrir hver ætti þau en stolið þeim til
vonar og vara.
Sárafáir „ftkniefnarónar“
Að undanförnu hafa miklar umræður verið
um fíkniefnavandann og okkur fannst því
liggja beint við að spyrja viðmælendur okkar
um það hvort eitthvað væri urn að fólk len'ti í
ræsinu af völdum fíkniefna. Hvort etv. væri
að verða til ný tegund af útigangsfólki.
Allir könnuðust við vandann, td. eru
margir af þeirn sem gista í Farsótt bæði í
áfengi og pillum. Margir hafa líka farið í með-
ferö vegna hassreykinga eða lyfjaáts. En
eiginlegir „fíkniefnarónar" eru sárafáir.
„Þeir lenda ekki inni hjá okkur," sagði
Bjarki. „Ekki vegna neyslu, heldur vegna
sölu og dreifingar. Þessi lyf hafa öðruvísi
áhrif en áfengið og neytendur þeirra lenda
frekar inni á geðsjúkrahúsum."
Bjarki sagði að margir sem sykkju djúpt í
fíknilyfin færu til útlanda, einkum
Kaupntannahafnar og Amsterdam. „Það er
svipað og með drykkjumennina, þeir koma
margir til Reykjavíkur utan af landi af því að
þeim er af einhverjum orsökum ekki vært
þar. Við flytjum liins vegar út fíkniefna-
neytendur sem ekki þrífast hér. Þeir konia
stundum aítur og þá oft beint inn á geð-
sjúkrahús," sagði Bjarki.
Aukinn skiiningur
Ef draga á einhverja ályktun af þessari
samantekt hlýtur hún að vera sú að stétt
Hafnarstrætisróna sem áður var áberandi
þáttur í borgarlífinu heyrir nú sögunni til að
mestu leyti. Það ntá þakka auknum skilningi
almennings og yfirvalda, skilningi sem fætt
hefur af sér ntargar stofnanir sem í sam-
einingu mynda einskonar öryggisnet. Fólki
heíur skilist að alkóhólismi er sjúkdómur
sem ber að ineðhöndla ekkert síður en
krabbamein og berkla. Fyrir bragðið hefur
þeim sem lent hata í ræsinu verið gert
auðveldara aö fá lækningu og komast aftur í
tölu nýtra borgara.
Þetta öryggisnet er dýrt í rekstri en það
borgar sig.
Boddíhlutir, brettí og fí.
Fiat Ritmo
Fiat 127- 8- 31-32126P
Mazda 323
VW 1300-1303
Simca 1307
Simca 1100
Mercedes Benz 200 — 280
Audi 80
Hunter
Autobianchi A112
Ford Escort MK1 —11
Ford Fiesta
Mini
Opel Reckord DE
Honda Civic
Honda Accord
Toyota Corolla
Volvo 142-144
VW Jetta
BMW316
VW Golf
VW Derby
Renault 4—5
Lada 1200
Datsun 1200—120Y 100 A pickup
75-79
Passat
Bretti á fleiri tegundir
væntanleg í haust.
BMW 316
Fiat 127
Mazda 323
m
Mini
Lada 1200-1600
Ford Escort MK 1
Ford Fiesta
M. Benz 300 D
Opel
Toyota Corolla
Volvo
Givarahlutir
Ármúla 24. Reykjavík. Sími 36510