Helgarpósturinn - 24.09.1982, Qupperneq 3
’ípústurinn.
Föstudagur 24. september 1982
3
Menning á krepputímum
Helgar--;--
posturinn
Blað um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Biaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson, Óm-
ar Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson og Þröstur Har-
aldsson.
Útlit:
Björn Br. Björnsson
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson. Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð-
ur Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
HeimirPálsson, GunnlaugurÁst-
geirsson, Jón Viðar Jónsson,
Sigurður Svavarsson (bók-
menntir& leiklist), Árni Björnsson
(tónlist), Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræði), Guð-
bergur Bergsson (myndlist),
GunnlaugurSigfússon (popptón-
list), Vernharður Linnet (jazz).
Árni Þórarinsson, Björn Vignir
Sigurpálsson, Guðjón Arngríms-
son, Guðlaugur Bergmundsson,
Jón Axel Egilsson (kvikmyndir).
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Síðumúla 11, Reykjavík.
Simi: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Hverfisgötu 8-10. Símar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Lausasöluverð kr. 15.
Þegar túristarnir og farfuglarnir
kveðja og halda á vit suðrænnar
hlýju hefst menningarvertíðin hér á
íslandi. Leikhúsin eru að frumsýna
fyrstu verkefni vetrarins þessa dag-
ana, galleríin eru pöntuð langt
fram eftir vetri og tónlistin blómstr-
ar.
Og bókaþjóðin þarf ekki að kvíða
rýrum vetri. Allar líkur benda til
þess að jólabókaflóðið verði vold-
ugra en nokkru sinni fyrr. Fjöldi
nýrra rithöfunda er að stíga fyrstu
skrefin á ritvellinum og þeir sem
sviðsvanari eru láta ekki sitt eftir
•iggja.
Ymis teikn eru þó á lofti sem
túlka mætti menningunni í óhag.
Myndbandavæðingin heldur áfram
og vídeóleigurnar blómstra. Bar-
lómur heyrist frá eigendum kvik-
myndahúsa og nokkur þeirra hafa
boðað endurskipulagningu í
rekstrinum. Þó eru áhrifin af vídeó-
inu á aðsókn að kvikmyndahúsun-
um ekki svipuð því sem gerðist árið
1966 þegar íslenska sjónvarpið hóf
starfsemi sína.
Bókin virðist ætla að halda sínu í
samkeppni við myndböndin. I það
minnsta hafa bókasöfnin ekki orðið
vör við neinar umtalsverðar
breytingar á útlánum í kjölfar
vídeóæðisins. Bóksalar kvarta að
vísu undan samdrætti en ekki er
hægt að slá því föstu að það sé af-
leiðing myndbandvæðingarinnar.
Hins vegar gæti efnahagsástand-
ið sctt strik í rcikning bókaútgef-
cnda. „Þegar sjávarafli bregst kem-
ur það af stað keðjuverkun sem
bitnar á versluninni og þar með
bókinni”, segir formaður Bóksalaf-
élagsins í innlendri yfirsýn Helgar-
póstsins í dag.
Aðrir viðmælendur blaðsins úr
inenningarlífinu vitna hins vegar í
þá gömlu kenningu að þegar illa ári
í efnahagslífinu blómstri menning-
in. Ann Sandelin forstöðumaður
Norræna hússins kannast við slíka
þróun frá sínu heimalandi, Finn-
landi, og Stefán Baldursson
leikhússtjóri í Iðnó segir það vera
reynslu Leikfélagsins að bágborið
efnahagsástand endurspeglist ekki í
aðsókn að leiksýningum.
Sveinn Einarsson þjóðleikhús-
stjóri bætir því við að þegar erfið-
ieikar steðji að þjóðfélaginu verði
leikhúsfólki ekki skotaskuld úr því
að eiga crindi við almenning. „Ef
hitinn eykst í þjóðféiaginu er cnn
meiri ástæða til að fjalla um það,”
segir hann.
Við ætlum ekki að óska eftir
kreppu til þess að menningarstarf-
semi megi efiast. En við getum ósk-
að cftir því að stjórnvöld bregðist
ekki við versnandi efnahagsástandi
með því að þjarma að menningunni
með niðurskurði fjárvcitinga til
hennar. í mcnningarlífinu er Ijall-
að um þau vandamál sem að mann-
inum steðja og sé það skorið við
trog gæti okkur reynst erfiðara að
fást við mannleg vandamál sem
efnahagskreppa hefur í för með
sér.
,n
Það setti því að mér slíkan
óhug og klígju þegar ég
heyrði um fjöldamorðin í
Beirút í vikunni, sem nú
virðast sannanlega hafa ver-
einhver hrottalegasti og við-
bjóðslegasti glæpur sem
framinn hefur verið frá því.
að hámenntuö þjóð.Þjóð-
verjar, leiddi þúsundir
saklausra Gyðinga inn í gas-
klefana í síðari heimsstyrj-
öldinni. En nú eru það af-
komendurþessara fórnar-
lamba sem fremja ekki
minna viðbjóðslegan glæp.
Þess vegna er okkur brugð-
ið. Brugðið meir en þegar
áðrar ógnar fréttir berast
okkur á öldum Ijósvakans.
Sagan virðist ekkert hafa
kennt okkur - ekki einu
sinni þeim sem stóðu í blóð-
kviku atburðarásarinnar.
Eigi ísraelska þjóðin ekki
að glata allri samúð
heimsbyggðarinnar verður
hún að hrinda af valdastóli
þeim blóðþyrstu morðingj-
Mér varð hugsað til þessara
orða vinar míns í vikunni,
vegna þess að allt fram til
þessa dags, hef ég haft sér-
stakar mætur á þeirri þjóð
sem kallast Gyðingar og
byggir nú ríkið Israel. Ekki
bara vegna þess að úr þeirra
röðum hafa jafnvel kornið
margir af okkar mætustu
landnámsmönnum hér á ís-
landi, heldur ekki síður
vegna þess að í gegnum ár-
hundruðin hafa skapanornir
sögunnar reynst þessari
þjóð grimmari en flestum
öðrum og þær þj áningar sem
hún hefur gengið í gegnum
verið slíkar að seint verður
með orðum lýst.
„Vinir mínirTT
Vinur minn sem hefur gam-
an af því að slá fólk út af
laginu með harðsnúnum
hugdettum sagði einu sinni:
„Það eru fjórir Gyðingar
sem hafa fokkað upp
heimsmyndinni, hver með
sínum hætti og svo rækilega
að engir aðrir einstaklingar
eða jafnvel heilar þjóðir
komast í hálfkvist."
Og hverjir, spurði ég.
Hann fitlaði við nefið á sér
og sagði: „Fyrstur er Krist-
ur, hann umbylti trúar-
brögðunum og sneri við
heimsmyndinni af guði.
Annar var Freud, hann fann
upp komplexana og sálfræð-
ina og síðan hefur enginn
verið maður með mönnum
nema ganga með einhvern
slatta afsálarflækjum. Þriðji
var Karl Marx sem opnaði
mönnum nýja þjóðfélagssýn
og setti fram efnahagsteoríu
sem tröllríður stórum hluta
heimsbyggðarinnar. Fjórði
var Albert Einstein sem lét
alheiminn sjálfan steypa
stömpum og setti fram teor-
íu um fjórðu víddina og
tímann."
ið framin með fullri vitund
og jafnvel vernd Israels-
manna, að ég man ekki í’
aðra tíð að mér hafi verið
svo brugðið. Ekki síst vegna
þess að allt til þessa dags
hefur litið svo út að Gyðing-
ar væru að berjast fyrir til-
veru sinni sem þjóð, gegn
fjölda óvina, og að aðals-
merki þeirrar baráttu væri
virðing fyrir mannslífum og
heiðarleiki. Siðmenntaður
og upplýstur maður sem
fremur glæp er miklu ægi-
legri og viðbjóðslegri í at-
höfn sinni en sá óupplýsti
sem lætur stjórnast af öfgum
og þekkingarleysi. Glæpur
fsraelsmanna í Beirút er því
um sem ráða nú fyrir landi
hennar. Mönnum sem haga
sér eins og óupplýstir villi-
menn, þótt þeir hafi alla þá
menntun og reynslu til að
bera sem krafist er af sið-
menntuðum mönnum. Þess
vegna er glæpur þeirra alger
og svo ægilegur að ósjálfrátt
verður manni hugsað til
Hitlers og Stalín; þeirra
tveggja blóðhunda sem hvor
um sig sviðsetti eina mestu
harmleiki sögunnar, vegna
þess að hatrið var orðið
þeirra leiðarljós. Við ford-
æmurn þá menn sem hafa nú
látið blindast af sama Ijósi
og hrósa sigri yfir blæðandi
konum og limlestum börn-
unr, og þykjast vera að verja
eigið sjálfstæði.
Það er skylda okkar íslend-
inga að koma þessu saklausa
fólki til hjálpar og rétta hlut
þess hvar sent rödd okkar
heyrist á alþjóðavettvangi,
og til þess treystum við best
jafn ágætum og farsælum
stjórnmálamanni og Ólafi
Jóhannessyni, utanríkisráð-
herra, sem hefursýnt öðrum
íslenskum stjórnmálamönn-
um fremur að hann þorir -
þótt rakkarnir reyni að hæl-
bíta hann undir hringborði
sem annars staðar.
hrinqbor6i6
í dag skrifar Hrafn Gunnlaugsson