Helgarpósturinn - 24.09.1982, Síða 7

Helgarpósturinn - 24.09.1982, Síða 7
Músík og pólsk gagnrýni mest áberandi á haustmisseri Fjalakattarins Nú um mánaðamótin hefur Fjalakötturinn starfsemi sína eftir sumarfríið. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á starfsháttum klúbbsins og er sú helst að nú verð- ur hægt að kaupa kort sem gildir inn á fimm myndir að eigin vali. Kortið kostar 45 krónur svo að fé- lagsgjaldinu frátöldu gefst fólki kostur á að fara í bíó fyrir 9 krónur. Einnig verða gerðar breytingar á sýningum þannig að nú verða myndirnar sýndar allt að tíu sinn- um á hálfs mánaðar tímabili og verða sýningar samfelldar allt tímabilið. Búið er að ganga frá dag- skrá fyrra misseris sem stendur frá 1. október til 1. febrúar. Verða alls sýndar 15 myndir og hafa 13 þeirra þegar verið ákveðnar. Fyrsta myndin sem sýnd verður er þýsk, Celeste heitir hún og er gerð af Percy Adlon. Myndin er gerð í fyrra og segir frá síðustu mánuðunum í ævi Marcel Prousts. The Lusty Men er bandarísk mynd frá 1952 sem Nicholas Ray leikstýr- ir og fjallar um ródeókappa í ves- trinu. Under Milkwood er ensk frá 1972, leikstjóri Andrew Sinclair, byggð á leikriti Dylan Thomas sem sýnt var hér ekki alls fyrif löngu. Síðasta myndin í október er gerð í Frakklandi 1962. Hún heitir The Trial og er leikstjóri enginn annar en Orson Welles. Myndin er byggð á frægri skáldsögu Kafka. Nóvembermánuður býður upp á Stella, gríska mynd frá 1956 með Melinu Mercouri í aðalhlutverk- inu, leikstjóri er Michael Cacoy- annis. Roots, Rock Reggae er gerð á Jamaica árið 1978 undir stjórn Jeremy Marre og lýsir því umhverfi sem reggaetónlistin er sprottin úr. Samningurinn heitir pólsk mynd eftir Krzysztof Zanussi, svört kóm- edía um lágstéttarstúlku og hástétt- arpilt. Síðasta myndin í nóvember fjallar líka um reggaetónlist, en að þessu sinni í London. Hún heitir Babylon, er frá í fyrra og leikstjóri er Franco Rosso. Desember hefst með svissneskri mynd, Messidor heitir hún og er eftir Alain Tanner. Hún fjallar um ævintýri tveggja stúlkna sem ferð- ast á puttanum. Síðan koma þrjár pólskar myndir, allar gerðar árið 1979. Sú fyrsta heitir Perlur á talna- bandi og er eftir Kazimerz Kutz. Fjallar hún um baráttu manns við kerfið. Sú næsta heitir Áhugamað- urinn og er eftir Kryztof Kiesl- owski. Þessi mynd hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Moskvu árið 1979 en hún segir frá ungum verkamanni sem gerist kvikmyndatökumaður. Síðasta mynd ársins heitir Dreifbýlisleikar- arnir og er eftir Agnieszka Hol- land. Fjallar hún um ýmsar hliðar „karríerisma“ í sósíalísku þjóðfélagi. Síðasta myndin sem ákveðin hef ur verið á fyrra misseri nefnist Jjm Rokksvindlið mikla. Það er ensk mynd frá 1980 og fjallar um pönk- svindlið mikla. Það er ensk mynd frá 1980 og fjallar um pönkhljóm- sveitina frægu Sex Pistols. Sýningar verða áfram í Tjarnar- bíó en þar stendur til að gera endurbætur á anddyrinu þannig að fólk geti fengið sér kaffisopa. Búið er að kaupa nýja sýningarvél og hljóðkerfið hefur verið bætt mikið. Forsala korta og félagsskírteina hefst 30. þm. og verður í fjórum bókabúðum, þe. Máli og menn- ingu, Sigfúsi Eymundssyni, Bóka- búð Braga við Hlemm og Bóksölu stúdenta. Félagsskírteinið kostar 65 krónur, en kortið 45 eins og áður segir. — ÞH Þá erum við mættir aftur.. ■ Tónabíó: Bræðragengið (The Long Riders), Bandarísk. Árgerð 1980. Leikstjóri Walter Hill. Handrit Bill Bryden, Steven Phillip Smith, Stacy og James Ke- ach. Aðalleikarar Bræðurnir Carradine, Keach og Quaid. Þetta er enn ein útgáfan um bandaríska útlagann Jesse James Woodson (1847-82) ervarsonur Baptistaprests. Hann missti föður sinn 1851 og móður hans giftist Dr. Reuben Samuels. Þeg- ar Borgarastytjöldin (Þrælastríð- ið) skall á' gengu þeir bræður Jesse og Frank í Suðurríkjaher- inn 1862, í sveit sem kölluð var Confederate Bushwahckers (skæruliðar), og stjórnað af Wi- liam Clarke Quantrill. Eftirstríð- ið komu þeir upp útlagaflokki. f þann flokk gengu bræðumir Yo- unger, sem höfðu verið í liði Qu- antrill. Á tímabilinu 1866-1882 blómstraði flokkurinn og talið er að þeir hafi rænt 11 banka, 7 lestir og 3 póstvagna, en þeim voru kenndir ýmsir glæpir sem þeir frörndu aldrei (sjá bókina The Story of Cole Younger, by Him- self (1903). Nú kemur til sögunnar Allan Pinkerton (1819-1884), fæddur í Glasgow, Skotlandi en hann varð að flýja land vegna þátttöku í Chartist hreyfingunni. Hann óformleg FBI lögga eða jafnvel fyrirmyndin að FBI. 7. september 1876 réðst flokk- ur Jesse inn í banka í Northfjeld í Minnesota (meira viský). íbúar höfðu verið varaðir við og svör- uðufyrirsig. Younger bræðurnir meðlimir í flokki Jesse skutu hann í bakið fyrir lausnarféð sem var 10.000 dollarar og lagt fram að tilstuðlan Pinkerton sem var búinn að eltast lengi við bræðra- gengið. (Samantekt mín, ekki prógram). Sagan er rakin hér vegna þess að í myndinni virðist þetta allt gerast á einu sumri. Það er alltaf gott veður og sumar þegar þeir fremja afbrot sín. Sérstakar fréttamyndaskiptingar eru þó settar inn í myndina öðru hvoru "(flettiáhrif), sem eiga etv. að tákna lengri tíma, en það skilst ekki. Bræðurnir hafa eflaust byrjað á því að ræna kaupfélagið, því þeir eru allir í eins frökkum. Tæknilega er myndin góð. Það er ekkert nýtt í töícu eða brellum sem maður hefur ekki séð áður (mikið fengið að láni úr Soldier Blue). Þeir sem hafa gaman af Westr- um fá hér mynd við hæfi og þeir sem þurfa að fara með þeim geta líka skemmt sér, sbr. konu undir- ritaðs. kom til USA 1842. Tilviljun réði því að hann var við handtöku peningafalsara, en eftir það varð hann áhugamaður um lögreglu- störf. 1846 varð hann „deputy sheriff’ (eins og Danny í Löðri) í Kane County og 1850 varð hann fyrsti leynilögreglumaðurinn í Chicago. Sama ár setti hann á stofn leynilögguskrifstofu. Sagt er að hann hafi komist að því að myrða ætti Abraham Lincoln á ferð hans til Washington 1861 og kom í veg fyrir það. Ennfremur að skrifstofa hans hafi verið n.k. náðust og voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Robert dó í fangelsinu 1889, Cole og James voru látnir lausir 1901. James framdi sjálfs- morð ári seinna. Cole flutti fyrir- lestra um siðfræði og tók þátt í Willta Westur Sjói með Frank James. Jesse og Frank komust nefni- lega undan og voru í felum í þrjú ár en birtust þá aftur með nýjan flokk. Þeir stóðu þó stutt við því þeir voru kyrfilega eftirlýstir og hurfu því aftur, Bræðurnir Char- les og Robert Ford, sem voru I sálarkreppu Þjóðleikhúsið - Litla sviðið: Tvíleikur eftir Tom Kempinski. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Leikmynd og búningar: Birgir Engilberts. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikendur: Þórunn Magnea Magn- úsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. MS (multiple sclerosis) er sjúk- dómur sem við vitum flest fremur fátt um og reyndar er það sama að segja um læknavísindin. En eitt er víst að hann er fremur óhugnan- legur, einkanlega vegna þess að afleiðingar hans geta komið upp hvar og hvenær sem er án fyrirvara. Sjúkdómurinn felst í dreifðum skemmdum á miðtaugakerfi sem veldur truflun á flutningi tauga- boða. Þessi sjúkdómur er ógnvaldur- inn íTvíleik. Það er þó ekki hann sem er aðalviðfangsefnið í þessu leikriti heldur eru það sálrænar afleiðingar hans. Reyndar er það ekki allskostar rétt heldur, því í sjálfu sér skiptir ekki máli hvaða sjúkdómur það er eða snöggar breytingar á lífsaðstæðum sem skapa það sálarástand sem ríkir hjá aðalpersónu leiksins. Það er fyrst og fremst þetta sálarástand sem er aðalviðfangsefni Tvfleiks. í stuttu máli er sagan á þann veg að 33 ára gömul kona sem er fið- lusnillingur, fær MS og getur ekki spilað framar. Þar með er fótunum kippt undan lífi hennar og allt sem hún hafði unnið að með elju og einbeitni horfið, gufað upp það sem veitti henni stað í tilverunni. Það þarf nú sennilega minna til en þetta til þess að valda erfiðum sálarkreppum hjá fólki, hvort sem það er ósköp venjulegt eða snill- ingar á einhverju sviði. Samt sem áður er það ótrúlega algengt að fólk standi uppi einn góðan veðurdag í svipuðum spo- rum og konan í leikritinu. Það þarf enga stórsnillinga til að lenda í þessum aðstæðum hvort sem um sjúkdóma, fötlun eða aðrar ástæð- ur er að ræða sem valda því að fólki finnst að grundvellinum sé kippt undan tilveru þess. Og í hraðfara breytingaþjóðfélagi nútímans þarf ekki mikið að gerast til þess að menn standi þannig uppi svo ekki sé minnst á atvinnuleysis- vofuna sem fer ljósum logum um löndin í kringum okkur. í Tvíleik er tekið ákveðið dæmi sem á sér raunverulegan stað í tíma og rúmi, en þetta dæmi hefur mjög sterka skírskotun útfyrir heim verksins og af þeirri skírskotun eru hugleiðingarnar hér að framan sprottnar. í túlkun sinni á leiknum hafa leikstjóri og leikarar einmitt lagt áherslu á að gera hinu sálfræðilega inntaki skil, manneskjunni sem sér ekki lengur neinn tilgang í lífinu og tilverunni. Hinar ytri aðstæður, sem vissulega tekst að gera raun- verulegar á sviðinu, eru fyrst og fremst umgjörð um sálarlífslýsingu sem hefur almennt gildi og á erindi við nútímamanninn. Fiðlusnillingurinn leitar til sálfræðings, reyndar ekki að eigin frumkvæði heldur fyrir beiðni mannsins síns og telur sig í raun eiga lítið erindi þangað. Hún telur sig hafa brugðist við þessum vanda eins og vera ber og viðurkennir alls ekki að hún eigi við sálræn vanda- mál að stríða. Leikritið gerist allt á stofu sálfræðingsins og er sex samtöl milli hans og hennar. Þessi samtöl eru hlaðin spennu sem í fyrstunni er vegna sambandsleysis milli þeirra en verður seinna vegna beinna átaka þeirra á milli. Eru staðsetningar og hreyfingar leik- aranna látnar undirstrika þetta vandlega. Markmið sálfræðingsins er að láta hana viðurkenna sálar- kreppu sína og tekst það að lokum og virðist það vera helsti boð- skapur leikritsins. í sviðsetningunni er gert f því að hefja upp muninn á sjúklingi og lækni. Er það t.d. gert með ,sviðsetningunni, viðtalsherbergi sálfræðingsins, sem er eins og göm- ul svolítið sjúskuð stofa í Ijósum litum sem gæti alveg eins verið vinnustofa rithöfundar. Einnig eru búningarnir látnir vinna að þessu, sálfræðingurinn er til dæmis í hæfi- lega frjálslegum ljósum fötum, sem virka hlýlega, a.m.k. miðað við ef hann væri á hvítum slopp. í búning- unum má einnig finna annarskonar simbolikk, þar sem föt hennar eru látin endurspegla lfðanina. Tilgangur upphafningar þessara andstæðna er væntanlega að gera skírskotun leiksins almennari og ef maður vill túlka þetta ennþá lengra, mætti segja að með þessu sé verið að leggja áherslu á að hér sé þegar allt kemur til alls að ræða um átök milli tveggja manneskja með jákvætt og neikvætt lífsviðhorf. Leikstjórnin virðist mér einnig þjóna sama markmiði því í leiknum er fremur lögð áhersla á hið al- menna í fari persónanna en að draga fram sérkenni þeirra sem til- tekinna einstaklinga. En einmitt þessvegna sjáum við í túlkun leik- aranna raunverulegt fólk á sviðinu, •fólk sem við könnumst við án þess að þekkja nokkuð til fiðlusnillinga eða sálfræðinga. í framhaldi af þessu er í raun ó- þarfi að taka það fram að leikar- arnir skila sínum hlutverkum mjög vel. Þórunni Magneu tekst ótrúlega vel að sýna okkur manneskju í þeim aðstæðum sem hér að framan er lýst, um leið og hún hefur fullt vald á að lýsa ytri einkennum sjúk- dómsins eftir því sem ég best þekki til. Athygli áhorfandans beinist mest að henni meðan á sýningunni stendur og má með sanni segja að hún taki oft fullkomnum ham- skiptum á sviðinu þegar hún sýnir okkur ólík geðbrigði persónu sinnar. Gunnar Eyjólfsson er ekki eins áberandi, einkum þó framanaf. En leikur hans er mjög öruggur og það er markviss stígandi og um leið þróun í persónusköpuninni, allt frá því í upphafi þegar maður þykist strax hafa týpuna á hreinu, kaldranalega færibandalækninn sem leysir öll vandamál með pil- lugjöf, yfir í hugsandi mannvin sem vill allt á sig leggja til þess að gera lífið í kringum oíckur bærilegra. Þýðing Ulfs Hjörvar er nokkur lipur og hljómar ekki illa, en verð- ur oft full hátíðleg einkum þegar um lengri ræður er að ræða og hefði mín vegna mátt stytta þær sumar- hverjar töluvert. Breska leikritasambandið valdi Tvíleik besta leikrit ársins 1980 og er það um þessar mundir sýnt víða um heim. \

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.