Helgarpósturinn - 24.09.1982, Síða 10
10
Föstudagur 24. september 1982
.pSsturinn
: Veturinn hefst með Dieter Roth
03
Nýlistasafnið við Vatnsstíg er nú
að skipuleggja starfsemi vetrarins
eins og aðrar mcnningarstofnanir.
Þegar er búið að ákveða fjórar
myndlistarsýningar og einn gjörn-
ing fram til áramóta og mörg nöfn
komin á blað fyrir síðari hluta
vetrar.
Fyrsta sýning vetrarins og kann-
ski sú sem hvað mesta afhygli vek-
ur er sýning á verkum Dieter Roth,
en hún verður opnuð 1. október.
Hugmyndin að þeirri sýningu
kviknaði þegar Ragnar Kjartans-
son gaf safninu bækur listamanns-
ins sem hann hafði gert á sjötta ára-
tugnum þegar hann bjó hérá landi,
ungur og lítt þekktur. Er Dieter
frétti af þessu brá hann við og sendi
safninu þær bækur sem upp á vant-
aði þannig að nú verða allar bækur
hans sýndar og er það í fyrsta sinn
sem t'æri gefst aö sjá þær allar.
22. október verða tvær stúlkur úr
Hamrahlíðarskóla með installati-
on. Árni Ingólfsson í Nýlistasafn-
inu sagði að þess væri gætt að hafa
göt í áætluninni svo.hægt væri að
setja upp gjörninga óg annaö sem
upp kæmi með litlum fyrirvara.
„Gjörningarnir draga marga óhorf-
endur að," sagði hann.
í lok október opna tveir ungir
myndlistarmenn sýningu í safninu,
þau Guðjón Ketilsson og Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir. Seinni part-
inn í nóvember sýnir danski listam-
aðurinn Jörgen Brun Hansen
skúlptúr og í byrjun desember sýn-
ir hollenska listakonan Nini Tang
málverk.
Ekki er farið að tímasetja sýn-
ingar eftir áramót, en þegar eru
afráðnar sex einkasýningar. Þar
eru á ferðinni Eria Þórarinsdóttir,
ung textílkona, ívar Valgarðsson,
finnski listamaðurinn Mallanders,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristín
Hraunfjörð og Árni Ingólfsson. í
janúar munu tveir ungir myndlist-
armenn þeir Tumi Magnússon og
Magnús Guðlaugsson sýna myndir
sínar og myndir eftir vistmenn af
Arnarholti en þar hafa þeir báðir
starfaö. Þá hefur Einar Benedikts-
son sem getið hefur sér frægðar
sem forsöngvari í Purrki Pillnikk
pantað tíma fyrir gjörning og jafn-
vel sýningu með tónlist.
„Við höfum áhuga á að taka upp
aukið samstarf við tónlistarmenn,
einkum þó framsæknari og pönkar-
ana, enda eru margir þeirra farnir
að vinna með vídeó og ýmsa aðra'
miðla. í því skyni höfum við rætt
viö Guðna Rúnar Agnarsson, en
ekki hefur enn veriö ákveðið neitt í
því sambandi," sagði Árni.
Auk þess sem að framan hefur
veriö talið er von á þremur skipti-
sýningum í Nýlistasafnið, tveim frá
vesturströnd Bandaríkjanna og
einni frá Hollandi. Siguröur Guð-
mundsson myndlistarmaður sem
búsettur er í Hollandi hefur komið
því til leiðar að sýning frá félags-
mönnum í Nýlistasafninu hefur
verið sýnd í Fodor Museum í Hol-
landi og Buffalo Gallery í San
Fransisco og nú fáum við að sjá
sýningar frá báðum þessum
stöðum.
Þriðja skiptisýningin er sýning
24 listamanna frá San Fransisco, en
hún kemur í staðinn fyrir sýningu
áverkum íslenskra nýlistamanna
sem nú stendur yfir vestra. Þessi
sýning er afrakstur ákveðinnar
• stefnu hjá safninu sem þeir nefna
„Stop-Over Program". Það gengur
út á að leggja snörur fyrir lista-
ntenn sem eru á leiðinni yfir hafið,
fó þá til aðgera hér stuttan stans og
jafnvel að skilja eftir listaverk. I
arida þessarar stefnu hefur verið
reynt að ná í tónlistarmanninn Bri-
an Enó, en hann gat sérfyrst frægð-
ar sem samstarfsmaður David
Bowie og síðar sem meðlimur í
Roxy Music. Af tæknilegum ástæð-
um fór fyrsta tilraunin út um þúfur
en þeir nýlistamenn hafa ekki gefið
Eno upp á bátinn.
Loks ber að nefna sýningu sem
haldin verður á verkum þriggja
myndlistarmanna sem um þessar
mundir taka þátt í alþjóðlega graf-
íkbíenalnum í París, en þeir eru
Kristinn G. Harðarson, Steingrím-
ur E. Kristmundsson og Magnús
Guðlaugsson. „Þessi sýning er lið-
ur í þeirri viðleitni okkar að sýna
það sem íslenskir myndlistarmenn
eru að bardúsa í útlandinu," sagði
Árni. -ÞH
George Shearing
— er sjónvarpið að re/na að gera al/t evrópskt?
Það hefur verið óvenju mikið
urn djass í sjónvarpinu okkar
þetta haust. Þrír djassþættir
(Blakey-Shearing-Cole), þrjár
gestakomur hjá Boston Pops
Baley+Bellson, Peterson og
Vaughan) svo og I lollívúddróm-
ansinn um Glenn Miller.
Von er til að djassinn haldi
áfram í veturog veröur þá innlent
efni í bland við það erlenda og er
það að vonunt, þarsem innan-
búðar hjá LSD er ritstjóri fyrsta
íslenska djasstímaritsins, Tage
Ammendrup.
Eg held að það sé ekki ofmælt
að tveir trompetleikarar hafi bor-
iö af í öllu þessu djasseíni hausts-
ins. Meistarinn eini ógsanni Lou-
is Armstrong sent blés Basin
Street Blues í Miller-filmunni,
svoog nýstirnið Wynton Marsha-
lis sem blés með djassboðberum
Art Blakeys. Þau Peterson og
Vaughan náðu aldrei fluginu,
enda públikumið hjá Boston
Pops ekki at' þeirri tegundinni
sem gefur tilefni til slíks.
Það er dólítið gaman að sjá
rómantíkina í ævisögu Glenn
Millers, svona mynd var líka gerð
um Benny Goodman, og væri til-
valið að fá liana seinna á skjáinn.
góðu sem gerð var um Louis
Armstrong: Satchmo The Great.
Hún var sýnd hér í Reykjavík
fyrir eitthvað tuttuguogfimm
árum og er undirrituðum enn ó-
gleymanleg.
Margir áhugamenn hafa haft
samband við mig og bent á ýmsá
góða sjónvarpsþætti er þeir hafa
séð erlendis og sýnir það að áhugi
er vakandi á sjónvarpsdjassi og
þar að auki er að honum mikill
menningarauki.
^J i/rwW
eftir Vernharö Linnet
(Myndin um Dorsey bræðurna
var af dálítið öðrum toga enda
léku þeir sjálfa sig. Þar mátti líka
sjá Art Tatum trylla á píanóið).
En þó að hljómsveit Glenn Mill-
ers hafi aldrei verið merk djass-
hljómsveit, blés hún hundrað
sinnum heitar en hljómsveit Jos-
eph Gershenson sem lék í mynd-
inni.
Það er mikið til af góðu djass-
efni, sem sjónvarpið gæti krækt í
og nefni ég bara kvikmyndina
Ekki eru allir jafn heilir í hrifn-
ingu sinni á djassi sjónvarpsins. I
septemberbyrjun skrifar einhver
G.R.A. lesendabréf í DV og
kvartar hástöfum yfir að sjón-
varpið reyni að gera allt og alla
evrópska, meira að segja George
Shearing. I Shearingþættinum
hefði nú mátt þekkja hinn sanna
vestantón! Það var nú það. En
George Shearing er enskur,
fæddur í London 1919 og var
kominn undir þrítugt þegar hann
fluttist til Bandaríkjanna. Það
getur vel verið að bassaleikarinn
hans hafi verið bandarískur, en
hann stældi óspart hinn danska
jöfur, Niels-FIenriing Örsted
Pedersen. Það hefði örugglega
verið heitari vestantónarefspæn-
ski píanistinn Pete Montoliu og
Daninn Niels-Henning hefðu
djassað í stað tvímenninganna.
Það skai síst standa á mér að
viðurkenna að allt það besta sem
gert hefur verið í djassi hafa
bandarískir negrar gert. Djassinn
er þeirra tónlist, sprottinn uppúr
hinum ameríska veruleika er þeir
lifðu við, kúgun.eymd og ógnir
allskonar. Nær allir áhrifavaldar í
djassi hafa verið svartir: Louis
Armstrong, Duke Ellington,
Charlie Parker og svo allir hinir:
Morton, Oliver, Bechet, Basie,
Hawkins, Hodges, Eldridge, Yo-
ung, Gillespie, Davis, Monk,
Mingus, Coltrane, Coleman, Ta-
ylor osfrv. Einstaka hvítur: svo-
sem Beiderbeck, Goodman. Tri-
stano svo og Django Reinhard,
sem var belgísk-franskur sígauni.
Á okkar dögum eru hundruð
evrópskir djassleikarar sent síst
standa hvítum ameríkönum að
baki í djasslistinni. En vel að
merkja; enn sem fyrr eru það þeir
■svörtn sem pe.fa tóninn í þeirri
tónlist sem kölluð er djass.
sjoranp
Föstudagur
24. september
20.40 Skonrokk. Já nú dugir ekkert annað en að
tylla sér fyrir framan imbann. Þetta er nefni-
lega eini sjénsinn fyrir okkur letingjana að
fylgjast með dægurflugunum þessum er-
lendu. Og svo má líka hlakka fil að sjá
Geira aftur. Hann er svo sætur.
21.05 A döfinni. Og það er nú ýmislegt. Fyrst má
nefna Ung nordisk musik festival en það er
algjört æði. Pæliði í því!
21.20 Teiknað með tölvum. Æ hvað þaö verður
gott að losna við myndlistarfólkið! (Fyrir-
gefið gott fólk, ég meinti það ekki þannig).
Nú er bara að læra að mata tölvurnar. Og
allir geta það eða þannig. Annars er þetta
bresk heimildarmynd.
22.10 Þúsund litlir kossar. Það er stór spurning
hvort maður eigi að horfa á þessa ísraelsku
mynd, þið skiljið, svona pólitiskt séð. Ann-
ars er þetta fremur nýleg mynd frá 1981 og
leikstjóri er Mira Recanati, gæti meirað
segja verið kona. Svo eru leikarar á borð
við Dinu Doronne, og Gad Roll. Það er
aldrei að vita.
23.45 Dagskrárlok og í rúmið. Allir eiga að vera
velupplagðir á morgun...
Laugardagur
25. september
17.00 Enska knattspyrnan og fleira. Það vita nu
allir hvernig sú enska er, en það gæti verið
fróðlegt að sjá hvað fleira er. En það er alls
ekki vist.
20.40 Löður. Og ég sem hélt að ég gæti enda-
laust hortt á lödder en svei mér þá... Þetta
er sko orðinn dauðþreyttur þáttur. Upp
með Dallas, niður með Löður. Þetta er 72.
þáttur. Hugsiði um það.
21.051 sjálfheldu. Bandarisk grátbrosleg mynd
frá árinu '75. Og það er sjálfur Jack Lem-
mon sem er i aðalhlutverki. Leikur hann
miðaldra mann sem missir atvinnuna og
sjálfstraustið um leið. Verst að missa af
þessu. (UNM).
22.45 Tiðindalaust á vesturvigstöðvunum. Þetta
er verðlaunamynd frá árinu 1930 og
bandarísk. Þýski rithöfundurinn Erich Mar-
ia Remarques samdi söguna sem gerist I
fyrri heimsstyrjöldinni og lýsir reynslu
ungra þýskra hermanna af miskunnar- og
tilgar.gsleysi styrjalda. Hún var sýnd áður
'69. Skyldi maður hafa séð hana?
00.02 Dagskrárlok og...
Sunnudagur
26. september
18.00 Sunnudagshugvekja flutt af Erni Bárði
Jónssyni. Athyglisvert.
18.10 Leiðinlegur laugardagur. Þetta er raun-
sæismynd fyrir alla, konur og kalla, unga
sem aldna. Upp með raunsæið. Er það
ekki Tómas? Góð grein hjá þér.
18.40 Broddgölturinn. Og getiðið um hvað þessi
fjallar.
20.55 Júlíus Vífill Ingvarsson leitar af systur sinni
og spyr: Sáuði hana systur mína? Júlíus
er nýkominn frá Italíu og gott ef hann er
ekki lögfræðingur. Hann hefði ekki átt að
missa af Jane Manning og kannski gerði
hann það ekki heldur. ■
21.15 Jóhann Kristófer. I siðasta þætti sáum við
að tónskáldið Jdhann tók þátt i kjarabaráttu
verkalýðsins og mættu fleiri tónskáld taka
sér hann til fyrirmyndar. En hvað gerist
næst????
22.10 Æðisleg ár. Mér list ekki nógu vel á þetta
en það eru bara fordómar svo í guðanna
bænum, ekki taka mark á mér. Þetta eru
bandarískir tónlistarmenn sem leika og
syngja tónlist frá árunum 1920-30.
23.05 Dagskrárlok og vinnudagur á morgun.
IITVAIM'
Föstudagur
24. september
9.05 Morgunstund barnanna: Ævintýri
„Dvergarnir i skóginum". Ekki dvergarnir
sjö held ég. Vilborg Dagbjartsdóttir les.
11.00 „Mér eru fornu minnln kær" Nú verður
lesið úr „Húsi skáldsins" og í þetta sinn er
það ekki á hjólum. Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli sér um þáttinn. Besti þátt-
urinn.
11.30 Létt morgunlög. John og Julian leika
saman á gítara og enga Hagströma. Man-
uela og Reynir sig leika á flautu já og vibra-
fón.
15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna.“
16.20 Litli barnatiminn. Linda Mjóll les kafla úr
bókinni „Veru“ (gott nafn) eftir Ásrúnu
Matthíasdóttur og stjómandinn hún Dóm-
hildur Sígurðardóttir les Ijóð eftir Nínu Björk
Árnadóttur.
16.40 Hefurðu heyrt þetta? En spennandi.
20.00 Lög unga fólksins. dadada dadada.
23.00 Svefnpokinn. Palli! Hvar eru Vivaldi og
Mozart núna?
Laugardagur
25. september
11.20 Sumarsnældan. Helgarþáttur barnanna.
Voða gaman. Kjartan og Jóhanna sjá um
hann.
13.35 iþróttaþáttur i mjög sérstæðum stíl svo
ekki sé meira sagt.
13.35 Á kantinum. BRrrrr. Babú.. Krastj pang.
14.00 Laugardagssyrpan byrjuð. Geirar heita
geirar tveir. Algjörir Geirfuglar. Ég meina
það.
16.201 sjónmáli. Undarlegt natn á útvarpsþætti.
En hann er fyrir alla fjölskylduna. Skrítið.
17.00 Göran Söllsbher, Elly Ameling (Elli Ömur-
lega) og Brynjar Hoff eiga síðdegið. (Fyrir-
gefðu Elly, þetta var bara öfund...)
19.35 Rabb á laugardagskvöldi. Haraldur rabb-
meistari á kvöldið.
21.45Heimur háskólanema - umræða um
skólamál. Já nemarnir blessaðir lifa í ein-
angruðum heimi sem sést best á þvi hvern-
ig margir tryllast er þeir stíga fyrstu skrefin
úl í lifið eftir námið, blessað fólkið, það er
ekki gaman af þessu, og ekki að þessu
heldur.
23.00 Danslög. Og allir á gólfið. Stiga, stíga tja tja
tja...
Sunnudagur
26. september
10.25 Út og suður. „Belfast og Derry" Jón Bald-
vin Halldórsson, okkar maður I Dublih segir
frá. Bara að hann segi nú ekki þegar
Ragga og Gúa... trallalala... Bæbæ
13.15 Karlar í kvennahreyfingum. Umræðuþ-
áttur i umsjón Stefáns Jóns Hafstein. Talað
verður við Helga H. Jónsson fréttamann og
Helgu Sigurjónsdóttur kennara. Þetta er
þáttur sem enginn má missa af.
14.00 Hverjir eru þessir Palestfnumenn? Já
það er von fólk sþyrji. En tveir Islendingar
sem dvöldu I Israel svara spurningunni.
(Hefði þetta ekkí verið efni í Út og suður?)
15.00 Kaffitiminn. Mér þykir hann byrja
snemma. Ég hef ekkert almennilegt kaffi
fengið í dag. Hvernig var þessi orðaröð?
En nú er það djassgitaristinn Paul Weedan
sem leikur með Pálma Gunn, Papa Jazz
og nafna hans Ingólfs og Árna Schewen-
ing. Vei.
19.25 Á ferð með Þórbergi. Jónas Árnason les
úr bók sinni „Fólki".
20.30 Menningardeilur milli striða. Borgara-
legar bókmenntir. Hvað er nú það? Örn
Ólafsson segirokkurfáfróðumalmúganum
allt um það.
21.10 Tónlist eftlr Jón Nordal. Einleikarar Gisli
Magnússon og Erling Blöndal.
22.35 Mjólk og hunang. Gott fyrir svefninn.
23.00 Á veröndinni. Halldór er alltaf I blágrasa-
tónlistinni, ekkert við því að gera.
23.45 Dagskrárlok og bæ bæ.