Helgarpósturinn - 24.09.1982, Page 17
17
~!pSsturinn. Föstuda'gur
'{fXÞótt ríkisstjórnin sjái gull í
f /hverju horni verslunarinnar
S og hafi þegar látið til skarar
skríða og krækt í hluta af
„verslunargróðanum" mun það
eigi að síður staðreynd að flestar
verslanir og þá sérstaklega úti á
landi eiga í miklum erfiðleikum.
Hafa margir kaupmenn reynt allt
sem þeir geta til þess að selja versl-
anir sínar að undarnförnu, en orðið
misjafnlega ágengt. HP hafa borist
fréttir um að í einum kaupstað,
24. september 1982
þ.e. á Húsavík, hafi hvorki fleiri né
færri en sex verslanir ýmist lagt upp
laupana eða skipt um eigendur frá
áramótum. Segja menn þar að orð
ráðherranna „skattlagning versl-
unargróðans" þýÓi það eitt að ekki
beri að hætta aðförinni að verslun-
inni fyrr en kaupfélögin séu ein
eftir....
p*7! Það var varla við öðru að bú-
f' \ ast en að slettist aðeins uppá
S vinskap Stúdentaráðs Há-
skóla íslands og SÍNE þegar hægri
menn náðu völdum í Stúdentaráð-
inu. Ein afleiðing þessarar „sundr-
ungar" er að þessir aðilar hafa nú
hætt samstarfi um blaðaútgáfu, og
er nú von á sérstöku SÍNE-blaði,
sem samtökin gefa sjálf út. Rit-
stjóri þess verður Þröstur Haralds-
son, sem verið hefur blaðamaður
hér á Helgarpóstinum í sumar....
'* 'XPrófkjör Alþýðuflokksins í
‘í.eykjavík, sem að öllum lík-
indum verður haidið í nó-
vember næstkomandi, gæti orðið
fjörugt. Ljóst er að Vilmundur
Gylfason, og Jóhanna Sigurðar-
dóttir munu berjast fyrir sætum
sínum og Jón Baldvin er líklegur
kandídat í sæti Benedikts Gröndal.
sem farinn er til Svíþjóðar. En nú
er talið líklegt að Finnur Torfi Stef-
ánsson, fyrrum þingmaður í Norð-
urlandskjördæini vestra, helli sér
einnig í slaginn og ekki er loku fyrir
það skotið að Bjarni Guðnason
verði í baráttunni. í Norðurlands-
kjördæmi vestra mun Þorsteinn
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Steinullarverksmiðjunnar vera lík-
legur eftirmaður Finns Torfa í
efsta sæti framboðslistans.....
/TNEkki er þó öll verslun á
f )hausnum. Um það ber vitni
y hið myndarlega Hús verslun-
arinnar við Kringlumýrarbraut, en
mörg samtök verslunarinnar
standa að byggingunni og eru sem
óðast að flytja starfsemi sína þang-
að. Var haldin mikii veisla þar s.l.
LJÓSASKOÐUN
SKAMMDEGIÐ
FER I HÖND.
Viö aukum öryggi í umferðinni með
því að nota ökuljósin allan
sólarhringinn, rétt stillt og í góðu lagi.
Ljós geta aflagast á skömmum tíma, og
Ijósaperur fara að dofna eftir u.þ.b. 100
klst. notkun, þannig aö Ijósmagn þeirra
getur rýrnað um allt að því helming.
31. OKTÓBER á Ijósaskoðun að vera
lokiö um allt land.
yUMFERÐAR
RÁÐ
föstudag og vel veitt, en tilefnið var
65 ára afmæli Verslunarráðs ís-
lands. Eins og gefur að skilja sótti
mikill fjöldi gesta Verslunarráðið
heim á svo merkum afmælisdegi.
Annars mun það mörgum töluvert
áhyggjuefni þegar flutningar stofn-
ana verslunarinnar verða í stórhýs-
ið. Þær skilja nefnilega eftir sig autt
húsnæði víða um bæ, og munu
eigendur þess ekki vera alltof vissir
um að fá leigjendur eða kaupendur
á næstunni þar sem þrengingar eru
« foptamn-jmarlítiAinum r»r» from.
boð á leiguhúsnæði til atvinnu-
rekstrar sagt meira en nóg....
/í[\Enn um framboðsmálin.
T 1Þ ingmaður Alþýðubanda-
■/ lagsins í Reykjaneskjördæmi,
Geir Gunnarsson, mun vera að
íhuga að hætta þingmennsku eftir
þetta kjörtímabil. Er jafnvel talið
líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson
hafi hug á að færa sig um set úr
Reykjavíkinni yfir í Reykjanes-
kjördæmi til að losa um erfiða
hnúta bar...
DANSSKÓLI
Siguröar
Hákonarsonar
BÖRN-UNGLINGAR-FULLORÐNIR
Kenndiralliralmennirdansarog margt fleira.
KENNSLUSTAÐIR ERU
Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2
Þróttheimar v/Sæviöarsund
Félagsheimili Víkings, Hæöargaröi
Sérstakir tímar veröa fyrir hópa, klúbba eða féíög,
ef óskað er.
Barnatímar m.a. á laugardögum eins og verið hefur.
Stígið gæfuspor, því dans er skemmtileg tilbreyt ing
fyriralla, skemmtilegri en þú heldur.
Lærið hjá þeim sem reynslu og þekkingu hefur,
Hressilegt og óþvingað andrúmsloft.
Innritun og upplýsingar daglega kl. 10.00 -19.00
I símar46776 og 41557.
Siguröur Hákonarsson
15 ára kennslureynsla
HONDA
Á
ÍSLANDI,
VATNAGÖRÐUM 24. S-38772.
NÝTT OG ENDURBÆTT
HONDA MTX-50