Helgarpósturinn - 24.09.1982, Page 24

Helgarpósturinn - 24.09.1982, Page 24
Undarlegt mál er nú komið f k upp í Háskólanum. Þann átt- S unda september sl. fékk há- .-.Kolarektor bréf frá menntamála- ráðuneytinu þess efnis að Andras Jablonkay, lektor í bókasafnsfræð- um, hefði þann fyrsta september verið tekinn útaf launaskrá - sem- sagt rekinn. Andras Jablonkay er ungverskur og kom hér fyrir nokkrum árum sem gistilektor, en hefur ílengst hér og kennt við bókasafnsfræðideildina. í bréfinu frá menntamálaráðuneytinu var m.a. gefin sú ástæða fyrir brott- vikningunni að hann gæti ekki haft eðlileg samskipti við nemendur vegna tungumálaerfiðleika. Það sem háskólamönnum finnst skrítið við þetta, fyrir utan aðferðina, þ.e. að taka manninn fyrst útaf launa- skrá en segja svo frá því, er að eng- ar formlegar kvartanir hafa borist frá nemendum, kennurunt eða yfirleitt neinum úr háskólanum. Brottvikningin byggist á munn- legum athugasemdum, sem ekki er vitað hvaðan eru komnar, því ráðuneytisstjórinn og ráðherrann hafa sem kunnugt er verið í Banda- ríkjunum undanfarnar vikur og enginn til að svara fyrirspurnum skólamanna um rhálið. Hefur nú verið skipuö sérstðk sendinefnd úr félagsvísindadeildinni til að ganga :í fnnd valdamanna ráöuneytisins í 24. september 1982 þeim tilgangi að finna lausn á mál- inu. Því nemendurnir sitja uppi kennaralausir á meðan..... Öllum íslendingum er orðið / i vel kunnugt um að á næstunni S' er ekki að vænta aukins fiskaflaúr hafinu kringum landið, heldur þvert á móti þá virðist stefnt íhinaáttina.l’aöer þó.ekki ö.l.l von úti um að hægt sé að auka verðmæti þess afla sem á land berst, og besta leiðin er vafalaust að auka gæði lians. Eins og kunnugt er af fréttum hafa gæðaeftirlitsmál sjávarútvegs- ins verið íólestri, en nú hefurStein- grímur Hermannsson ákveðið að snúa dæminu við og verja miklum tíma og fé í að gjörbreyta gæðaeft- irlitsmálum fiskvinnslunnar, og í þeim tilgangi hefur hann ráðið Jó- hann Briem, sem áður stjórnaði út- gáfufyrirtækinu Frjálst framtak, til að annast mikla kynningarher- ferð um bætt gæðaeftirlit, betri vinnslu og meðferð á fiski hér inn- anlands, bæði um borð í fiskiskip- unum og eins í vinnslustöðvum í landi... /#"jNVestan frá Bandaríkjunum lberast okkur þær fregnir, að J veitingahúsið Valhöll í Santa Barbara í Kaliforníu sé farið á hausinn og eigandinn, Magnús Björnsson (fyrrum eigandi Asks), kominn heim til íslands. Nokkur hópur íslendinga vann á þessu veitingahúsi, sem var hið glæsileg- asta en náði aðeins að vera opið í tvo mánuði. Starfsfólkið hafði ekki fengið greidd laun nema fyrir 2-4 vikna vinnu þegar eigandinn var skyndilega horfinn - án þess að hafa kvatt kóng eða prest... ✓^ÁAlbert Guðmundsson, al- { Jþingismaður og forseti borg- J arstjórnar m.m. býður hér einn af sínum frægu vindilsgöndl- um með sönnum bravúr við opnun „Bandarískra daga“ á Naustinu s.l. mánudagskvöld. Það var Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna sem opnaði þessa kynningu á bandarískri matargerðarlist og stendur hún yfir þessa dagana. Er þar boðið uppá hvorki meira né minna en sexréttaðan matseðil og svíkur hann engan, ef marka má undirtektir gesta við opnunina. Einnig er kynning á bandarískum vínum frá Paul Mason. (Mynd: Jim Smart) Alltaf eykst harkan í höf- f J undarréttarmálum kvik- J mynda og myndbanda. Fyrir nokkrum dögum voru for- ráðamenn nokkurra stærstu kvik- myndahúsa borgarinnar í London í verslunar- og skoðunarleiðangri. sem oftar. Pað vakti hinsvegar at- hygli að í þetta sinn voru þeir ekki einir á ferð. Með í Lundúnaförinni var Jónatan Þórmundsson, pró- fessor í lögum við Háskóla íslands. Það er vissara að hafa allt á hreinu þegar myndbönd og kvikmyndir eru annarsvegar.... /^\Talsverðar sviptingar eru í { /veitingahúsabransanum hér. J Nú er okkur sagt, að fjögur veitingahús séu til sölu. Þaö eru Matstofa Austurbæjar, Nessy og Trillan, auk hálfkaraðs húsnæðis kóreansks veitingahúss, sem ekki náði að opna við Skólavörðustíg.... Undirbúningur er nú í full- J um gangi íyrir gerð kvik- y myndar eftir sögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni. Búið er að ráða í helstu hlutverk.Guð- björg Thoroddsen leikur Uglu, Arni Tryggvason organistann og þau Gunnar Eyjólfsson og Sigríð- ur Þorvaldsdóttir leika Búa Ár- land og frú. Tæknimenn hafa einnig verið ráðnir og verður Karl Oskarsson tökumaður og leikmynd gerir Jón Þórisson. Allt bendir til þess að Atómstöðin verði dýrasta mynd sem gerð hef- ur verið hér á landi, allt að því tvöfalt dýrari en þær myndir sem gerðar hafa verið á þessu ári. Ljóst er að innlendur markaður og styrkur úr Kvikmyndasjóði nægir engan veginn til að standa undir kostnaði við gerð myndar- innar og fóru þeir Þorsteinn Jóns- son leikstjóri og Örnólfur Árna- son framkvæmdastjóri því út til Englands á dögunum í því skyni að leita eftir samstarfi við erlend kvikmynda- og sjónvarpsfyrir- tæki um fjármögnun og dreifingu myndarinnar erlendis. Þeir eru nú komnir aftur eftir að hafa rætt við tíu fyrirtæki og var þeim vel tekið. Eru allar líkur á að amk. eitt erlent fyrirtæki taki þátt í gerð Atómstöðvárinnar. Það mun hins vegar ekki hafa nein teljandi áhrif á vinnslu myndar- innar hér heima... /pvStöðugt er unnið að undirbún- Y yingi tímaritsinssemáaðverða yglæsilegra en önnur tímarit landsins, tímaritsins sem Iceland Rewiew og Almenna bókafélagið standa saman að'. Er hvergi til spar- að, eins og sést á því að nú í næsta mánuði koma hingað til lands tveir af fremstu skákmönnum heimsins. Boris Spassky og Friðrik Ólafsson, til að tefla hér einvígi, líklega á Hó- tel Loftleiðum, á vegum blaðsins. Einvígið er skipulagt í tilefni af því að tíu áreru liðinfrá því einvígi ald- arinnar var haldið hér, og að sjálf- sögðu til að vekja athygli á blaðinu sem víðast. Friðrik og Spassky munu þó ekki tefla eins lengi og sá síðarnefndi og Fischer á sínum tíma, því ætlunin er að ljúka einvíg- inu á einni viku... sem fararskjótar BMW fákarnir sameinast um þá kosti, sem gæðingar einir hafa. Enginn kaupir gæðing óséðan og því bjóðum við þér að reyna BMW. Það er aðeins stigsmunur á þeim, eftir því úr hvaða flokki þeir eru. _

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.