Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 3
3
~J7Í%%tl irinn Föstudagur 22. október 1982
Fimm milljónir til frjálsra afnota
hlelgai----
posturinn
Blað um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson, Óm-
ar Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Þegar fjölmiðiar krefja valda-
menn þjóðfélagsins svara við ó-
þægilegum spurningum bregðast
þeir oft ókvæða við og gefa það eitt
svar, að málið eigi ekki erindi í blö-
ðin. En þá gleyma þcir einu mikil-
vægu atriði. I þeim löndum heims
þar sem hlutverk hinna frjálsu fjöl-
miðla hefur vcrið skilgreint er eitt
megin hlutverk þeirra að gæta
hagsmuna almennings gagnvart
valdhöfum með því að ganga eftir
þeim upplýsingum sem varða þjóð-
arhag - og birta þær.
Það leikur enginn vafi á því, að
þegar ríkið gengst fyrir stofnun fé-
lags til að undirbúa byggingu stórr-
ar verksmiðju og greiðir sjö manna
stjórn fimm milljónir króna af alm-
annafé í því skyni, á almenningur
heimtingu á því að fá að fylgjast
með því hvcrnig þeim peningum er
varið.
I júní í sumar var stofnað undir-
búningsfélag að byggingu kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði.
Ríkið er enn sem komið er eini hlut-
hafinn og hefur lofað 25 milljónum
króna í hlutafé. Af því hafa fimm
milljónir þegar verið greiddar sjö
manna stjórn félagsins, sem ásamt
framkvæmdastjóra hafa síðan unn-
ið að könnunum á hagkvæmni
verksmiðjunnar, meðal annars er-
lendis.
Lítil klausa í Helgarpóstinum
fyrir nokkrum vikum þar sem upp-
:lt því
fram-
H að
iga -
leyrst
fundi
t'erið
ópur
ís að
SSfuSSÍhÍ*! ^aun og risna stjórnar Kísilmálmverksmiðjunnar á
te.vc,ð“,sofa'l;ið'"» Reyðarfirði í brennidepli:
beöið umskrif-
\lega skýrslu”
-æSSSs,
„g ð“
PáU Flygering ráðuneytisstjóri
aðilarh-if-. . °ra Veroi en e
Telja sumir Sr?r a aÖ < ’^8 ba® framkv*rndas,jóri'
Gæslan ,rra> t d. Kísilmálmverksmiðjunnar, Egil
st þyrluna und í^m V,ughes Skúla ,n*ibtrRSSon um tkriíle*a
- r k0stnaðarverð' skýrslu strax í gær og ég vænli
hefur fa ri/Wr,anclt' ’ ■ b«s að hún berlst okkur I hendur
t '>t,r ^nneytinu strax eftir
^nvgertog ráðu-
^'óftfýiðuneytinu
maðurinn Halldór Árnason hafi
ákveðið að fara hvergi. Við
spurðum Pál Flygering ráðu-
neytisstjóra hvað hann vildi um
þcssa frétt scgja:
„Það cr ckki annað um þetta að
scgja en það að við hér (Iðnaðar-
ráðuneytinu höfum hvergi verið
hafðir með f ráðum varðandi
■'*ssa umtöluðu umbun til
narmanna og málið ekki
H,Jun„nr*rtr *e,u
Páll Hygering: nyög óveiýutegi
að stjórnir svona fyrirtækja á-
kveði laun sín sjálfar.
komið upp á borð hjá okkur. Mér
skilst að sitthvað sé ofsagt í frá-
sogn Helgarpóstsins en málið ztti
að skýrast strax cftir helgina".
Er það algengt að stjórnir
fyrirtækja af þcvsu tagi ákveði
laun sin og aðrar greiðslur?
„Nei, þetta cr mjög óvenju-
legt. Hefðin er sú, til dæmis með
Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga, að hluthafa-
fundur þ.e. eignaraðilar, ákveða
laun stjórnarmanna. Hins vegar
er nokkuð mismunandi með
risnugrciðslur. en meginreglan er
sú að stjórnarmenn fái ekki risnu
grcidda á ferðalögum".
En hver er það sem á Kísil-
málmvcrksmiðjuna sem skal risa
á Reyðarflrði?
„Það var ákveðið að greiða út
25 miljónir króna í hlutafé og við
höfum þcgar grcitt hluta af því fé.
Það cr því rikið scm er cignar-
aðilinn í dag og xtlunin var að
verja því fé scm grcitt hefur verið
út til m.a. athugana á hagkvxmni
rckstursins. undirbúningsrann-
sókna á vcttvangi o.fl.„, sagði
Páll Flygering ráðuncytisstjóri (
Iðnaðarráðuncytinu að lokum.
lýst var, að stjórn þessi væri ágætur
viðskiptavinur Ferðaskrifstofu
ríkisins, vakti litla athygli. í síðustu
viku upplýsti síðan Helgarpóstur-
inn, að stjórnarmenn hefðu farið í
a.m.k. tvær ferðir til Evrópu á
launum sem þeir skömmtuðu sér
sjálfir auk dagpeninga, hótelpen-
inga og risnu. Þá brást ráðuneytis-
stjórinn í iðnaðarráðuneytinu hart
við og bað framkvæmdastjóra kís-
ilmálmverksmiðjunnar um skýr-
ingu. Sú skýring liggur nú á borði
iðnaðarráðhcrra og að sögn ráðu-
neytisstjórans er full ástæða til þess
að krefja stjórnina um nánari svör.
Að þessu sinni voru viðbrögð ráðu-
neytismanna til fyrirmyndar.
Við fjöllum um þetta mál í inn-
lendri yfirsýn í dag, og þar kemur
m.a. fram, að stjórnarmenn þeir
sem Helgarpósturinn ræddi við
vilja lítið sem ekkert um málið
segja. En þar kemur líka fram, að
framtíð verksmiðju af þessu tagi er
síður en svo björt. Heimsmarkaðs-
verð á kísilmálmi er nú 800 dollarar
tonnið, en við höfum það eftir
ár eiðanlegum heimildum, að
Reyðarfjarðarverksmiðjan þyrfti
a.m.k. 1200 dollara fyrir hvert
tonn til að hún gæti borið sig.
Ofan á það bætist, að ýmsir telja
mjög óhagkvæmt að velja slíkri
verksmiðju stað á Reyðarfirði. Ef
hún risi t.d. á Grundartanga mætti
spara milljónir dollara, m.a. í hafn-
armannvirkjum og aðveitustöðv-
um fyrir rafmagn.
En þess er ekki langt að bíða að
lögð verði fram á Alþingi skýrsla
um hagkvæmni þess að reisa þessa
verksmiðju. Að sögn stjórnarfor-
mannsins, Halldórs Arnasonar,
verður það snemma í næsta mán-
uði. Eftir það tekur Alþingi á-
kvörðun um það hvort yfirleitt á að
reisa þessa verksmiðju. Það er
skylda fjölmiðla að fylgjast náið
með framvindu málsins á þingi,
ekki síst af þeim sökum að jafnvel í
hópi þeirra manna sem hafa unnið
að málinu eru þeir til sem segja, að
ckkert vit sé í því að reisa verk-
smiðjuna, hún geti aldrei borið sig.
Það er skylda fjölmiðla að fylgj-
ast með þessu, ekki síst af þeim sök-
um, að inn í mál af þcssu tagi getur
hæglega blandast byggðapólitík af
versta tagi. Við gætum staðið
franimi fyrir enn einni fyrirfram
dauðadæmdri fjárfestingunni, sem
einungis væri reist á þeim rökum,
að þörf er á aukinni atvinnuupp-
byggingu á Austurlandi.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auöur Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríö-
ur Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást-
geirsson, Jón Viöar Jónsson,
Siguröur Svavarsson (bók-
menntir & leiklist), Árni Björnsson
(tónlist), Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræði), Guö-
bergur Bergsson (myndlist),
GunnlaugurSigfússon (popptón-
list), Vernharöur Linnet (jazz).
Árni Þórarinsson, Björn Vignir
Sigurpálsson, Guðjón Arngríms-
son, Guðlaugur Bergmundsson,
Jón Axel Egilsson (kvikmyndir).
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friörik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Utanlandspóstar:
Erla Siguröardóttir, Danmörku,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Siguröur Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru aö
Síöumúla 11, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Hverfisgötu 8-10. Símar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Lausasöluverð kr. 15.
Að stela
hugverki
Almennt viðurkennd siða-
regla er það að menn eigi
ekki að stela. Menn kenna
börnum sínum að það sé
ljótt. Venjulega njóta þjófar
heldur ekki samúðar. Sama
gildir um þann sem er sam-
sekur þjófinum, til að
mynda með þvf að koma
framinn með ýmsu móti,
meðal annars með eftir-
tökum á sjónvarpsmyndum
og kvikmyndum sem dreift
er um allar jarðir án þess að
aðstandendur hugverkanna
fái nokkuð fyrir sinn snúð.
Menn kaupa og leigja video-
kassettur af þessu tagi með
hringborbib
I dag skrifar Birgir Sigurösson
þýfinu í verð. Ekki hefur
heldur þótt gott til afspurnar
að vera þjófsnautur. Og
venjulega er hugtakið „að
stela“ svo skýrt afmarkað í
vitund manna að þeir geta
vafningalítið gert sér ljóst
hvað telst stuldur. Þeir
leggja þá dóm á framferði
þjófanna í samræmi við það.
En þegar um er að ræða
stuld á hugverki vandast
málið. Menn eiga margir
erfitt með að skilja í hverju
það er fólgið. Að vísu yrði
öllu ljóst að það væri þjófn-
aður ef einhver tæki sig til og
gæfi út ritverk annars manns
undir eigin nafni. Flestir átta
sig líka á því að það er þjófn-
aður að gefa út ritverk í
heimildarleysi og hirða síð-
an gróðann af útgáfunni.
Þetta eru svo einföld dæmi
um stuld á hugverki að hver
vitiborinn maður áttar sig á
þeim. Og engin ástæða er til
að ætla að menn hafi samúð
með þjófnaði af þessu tagi.
En til er annars konar stuld-
ur á hugverkum og hann
nýtur samúðar og „skiln-
ings“ almennings enda orð-
inn stórfelldur iðnaður í
mörgum löndum sem alm-
enningur nýtur góðs af og
kærir sig kollóttan hvort
hvar og frá hverjum er stol-
ið. Þessi hugverkastuldur er
gleði- og sigurbros á vör og
fara heim með fenginn og
njóta hans í skauti fjölskyld-
unnar og leiða ekki einu
sinni hugann að því hvaða
afleiðingar þjófnaðurinn
hefur fyrir þann eða þá sem
stolið var frá. Auðvitað
myndi heldur aldrei hvarfia
að þessu ágæta fólki að það
sé þjófsnautar. Samt er í eðli
sínu - hvort sem mönnum
líkar betur eða verr - enginn
eðlismunur á ofannefndum
þjófnaði og öðrum þjófnaði.
Það kemur sér til að mynda
jafnilla fyrir listamann þegar
hugverki hans er stolið og
fyrir sjómann ef stolið yrði
af afla hans.
Og hvernig yrði bónda við
ef menn kæmu aðvífandi
með mjólkurfötur, settust
undir kýrnar hans, mjólk-
uðu í föturnar og færu burt
með mjólkina til þess að
selja eða drekka heima hjá
sér? Varla myndi hann lengi
standa á hlaðinu, horfa á
eftir þjófunum og æpa þetta
er mín mjólk. Sjómaðurinn
myndi heldur ekki lengi
standa á þilfarinu og æpa á
eftir fiskþjófunum þetta eru
mínir fisícar. Þeir myndu
báðir fiýta sér að koma
lögum yfir þjófana. Það yrði
auðvelt verk að fá aðstoð
ríkisvaldsins. Löggurnar
myndu leita að þjófunum í
krókum og kimum og ekki
una sér hvíldar fyrr en þeir
væru fundnir og dæmdir.
Þar á ofan hefðu bóndinn og
sjómaðurinn samúð allra
góðra manna því þeir vita að
sé mjólkinni og fiskinum
stolið af bóndanum og sjó-
manninum er afkoma þeirra
í veði.
Engin ærleg fjölskylda
myndi kaupa og drekka
stolnu mjólkina og éta
stolna fiskinn, dæsa af vel-
líðan og segja brosandi:
Mikið er nú gott að fá mjólk
og fisk. Það myndi heldur
ekki ganga til lengdar því
nágranninn væri vís til að
kjafta frá vegna samúðar
með bóndanum og sjó-
manninum. Aftur á móti
þegja allir yfir stolnu efni á
video-kassettum og segja
bara brosandi af vellíðan:
Mikið er nú gaman að geta
horft á vídeó. - í hugum al-
mennings er réttarstaða
þeirra sem hafa álpast til að
semja, flytja eða framleiða
hugverk ekki merkilegra en
þetta. Þeim hefði verið nær
að hafa kýr eða veiða fisk.
Refsiákvæði vegna stuldar
á hugverkum hafa líka verið
mjög væg í löggjöf flestra
þjóða. Á íslandi hefur ekki
einu sinni verið unnt að reka
opinber mál vegna brota á
höfundarrétti. Þau hefur
orðið að höfða sem einka-
mál. Er greinilegt að lög-
gjafarvaldið hefur aldrei
litið stuld á hugverkum jafn-
alvarlegum augum og annan
þjófnað. Sýnir það eitt með
öðru hversu lítillar virðingar
hugverk hafa notið réttar-
farslega samanborið við efn-
isleg verðmæti. Viðbrögð
eða öllu heldur viðbragðs-
leysi stjórnvalda hérlendis
við videó-æðinu hefur
undirstrikað þetta og meira
en það: Starfsemi videó-
stöðva hér á landi er utan viö
lög og rétt í mörgum grein-
um. Þeim hafa ekki verið
settar neinar reglur en leyft
að þverbrjóta lög og reglur
að vild eins og margoft hefur
verið sýnt fram á. Frammi-
staða stjórnvalda í þessu
efni er svo lítilsigld að það
verður að teljast heimsmet,
a.m.k. á mælikvarða sæmi-
legra siðaðra þjóðfélaga. Og
ber menntamálaráðherra
þar þyngsta ábyrgð. Hann
varð klumsa. Hræddur við
videó-ástríðu almennings.
Það er ekki ætlunin í þess-
um greinarstúf að rekja af-
leiðingar af þessari hræðslu
menntamálaráðherra við að
sporna við lögbrotum og
taka frumkvæði videó-
væðingarinnar í sínar hend-
ur að því leyti sem honum
bar. Ég vil hinsvegar ítreka
að starfsemi videó-stöðva
hefur fram að þessu án
minnsta vafa byggst að veru-
legu leyti á framgreindum
hugverkastuldi ásamt þeim
þjófnaði að senda út efni til
almennra nota sem ein-
göngu er ætlað til einkanota.
Má vera að einhverjum þyki
afsakanlegra að stela
brauðinu frá útlendingum
en innlendum mönnum.
En í ljósi þess að íslend-
ingar eru aðilar að alþjóða-
samningum um höfundar-
rétt verður skeytingarleysi
stjórnvalda og tvískinnung-
ur varðandi rekstur videó-
stöðva ennþá lágkúrulegra
fyrirbrigði.
að er hljótt á videó-
vígstöðvunum eins og er.
Lögleysan hefur fest sig í
sessi. Hún þykir ekki frétt-
næm lengur. Videó-gæjarnir
hafa sigrað í fyrstu iotu. Hve
lengi höfundarréttarbrot og
hugverkastuldur verður
látinn viðgangast hér á landi
er ekki ljóst. En svo mikið er
víst að tækniþróunin í fjöl-
miðlum æðir áfram. Videó-
væðingin er ekki nema for-
spil að því sem koma mun.
Æ erfiðara verður fyrir
aðstandendur hugverka að
verja rétt sinn og fá þann af-
rakstur af verkum sínum
sem þeim ber. Og það er
ennþá langt í land að þjófn-
aður á hugverkum verði
litinn jafnalvarlegum augum
og til að mynda mjólkur- og
fiskstuldur.