Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 4
4 Vilmundur Gylfason á tímamótum Vilmundur Gylfason hefur undanfarna daga verið í sviðsljósi fjölmiðla vegna fyrirspurnar hans á alþingi um Skaftafellsmálið svokallaða og havaríið sem fylgdi í, kjölfarið. Margt bendir til þess að næstu daga og vikur eigi Vilmundur eftir að vera í þessu sviðsljósi, vegna þess að framundan erflokksþing Alþýðuflokksins og tveim vikum seinna síðast í nóvember er prófkjör flokksins í Reykjavík. Vilmundur bíður sig fram í; varaformannsembætti flokksins á móti Magnúsi Magnússyni, og slíkt framboð nú rétt fyrir tvísýnt prófkjör vekur nokkrar spurningar, því slæm útkoma í þeim kosningum getur varla talist gott veganesti í prófkjörið. Viðtalið er tekið á skrifstofu Vilmundar við Vonarstrætið. Hann er að vanda önnum kafinn uppfyrir haus. „Hef ekki áhugaá að vera dingl- andi sérvitr- ingur úti í flokkskanti” — Hvað ætlastu fyrir með framboði þínu gegn Magn- úsi Magnússyni í varaform- annsembætti flokksins svona rétt fyrir prófkjör hér í Reykjavík? „Spurning þín er raunar ekki alveg nákvæmlega fram sett. Ég hef lesið hliðstæða klausu á bakinu á þínu blaði, Helgarpóstinum. Eg hef ver- ið áhugamaður um pólitík í nokkur ár — ekki ýkja mörg að vísu. Ég hef nokkr- um sinnum farið í framboð. Og fram að þessum tíma hef- ur það ekki gerst þannig að einhver fjöldi manns hafi skorað á mig. Ég ætla ekki að vera með ncina væmni um það. Það hefur gerst þannig að ég hef ákveðið það sjálfur — og einn - í mesta lagi spurt konuna mína — og pabba. Og svo sveiflað mér í framboð. En að þessu sinni er það nú ekki þannig. Hér í þessa skrifstofu kom nokkur hópur manna fyrir hálfum mánuði, þremur vik- um, sem eru áhugamenn um framgang jafnaðarstefnu, og þeir fóru þess á leit að ég tæki að mér að stilla mér upp sem varaformaður flokksins á flokksþinginu sem er núna eftir hálfan mánuð. Ég þakkaði þeim traustið og spurði á móti um möguleikana og þeir sögðu þá kannski góða. Þá bað ég um svör við nokkrum spurn- ingum. Þau fengust, og samdægurs labbaði ég í næsta hús og sagði Magnúsi H. hvað mennirnir hefðu sagt, og að ég væri alvarlega að hugsa um þetta. í stjórnmálum reyna menn að átta sig á umhverfi sínu. Ein af þeim forsendum sem ég gaf mér, og byggði að vísu á tilfinningu, var að nið- urstöður í skoðanakönnun- um yrðu eins og kom í Ijós nú í vikunni. Ef þær hefðu sýnt 20% þá er ekkert vit í plan- inu, ekki rétt? En þær sýndu það sem við töldum að þær myndu sýna, og það breytir auðvitað miklu“. — En er samt ekki augljóslega á brattann að sækja. Hefur nokkuð gerst síðan á síðasta flokksþingi sem bendir til þess að Magn- ús hafi veikt stöðu sína? „Að minni hyggju snýst þetta ekki um Magnús, pers- ónulega og hcldur ekki um mig persónulega. Þetta snýst um pólitískar hugmyndir, aðferðir og stíl. Ég vil lítið um það segja að öðru leyti. Mér er sagt að þarna hafi orðið verulegar breytingar. Einn munurinn er sá að flokksþingið nú er allveru- lega stærra en síðast. Og þess utan gerist það að menn skipta um skoðun á minni tíma en tveimur árum. Ég er einn af þeim. Ég skipti oft um skoðun, og þykist vera meiri maður af.” — En er þetta samt ekki veruleg áhætta sem þú tekur svona rétt fyrir prófkjör? Hvað gerist ef þú kolfellur í þessum kosningum? „í fyrsta lagi: Menn verða að skilja að lýðræði er áhætta fyrir þátttakendur. Ef lýðræði er virkt þá er það ákveðin trygging fyrir þá sem greiða atkvæði,að lýð- ræðið skuli vera áhætta fyrir hina. Við þekkjum það í öllum félagshreyfingum að menn eru að reyna að draga úr þessari áhættu fyrir fram- bjóðendur. En við í Alþýðu- flokknum áttum þátt f ger- breytingu á því meðhinu risa stóra skrefi að taka upp op- in prófkjör. Það var og er áhætta fyrir sitjandi þingflokk — sitjandi valda- kerfi. Það er heldur ekki nák- væmt að spyrja um prófkjör í þessu sambandi. Ég er ekki spekúlant af því tagi. En hinsvegar er ég áhugamaður um skák og ég veit að hafi ég hvítt og leik einn leik, þá bíð ég eftir því að svartur leiki áður en ég leik annan leik. Ef ég leik kóngspeðinu fram um tvo reiti og er búin að ákveða að leika drottningu h5 í öðr- um leik, þá leikur þú auðvit- að gó og hirðir drottning- una“. Eitt spor í einu — En í miðtafli þá veltir þú nú fyrir þér áður en þú leikur hverjar afleiðingarn- ar verða? ,Já. En við stígum eitt spor í einu“. — Þannig að þú neitar að hér sé einhverskonar plott í gangi? „Sjáðu til. íslenska orðið fyrir piott er samsæri. Og ef þú spyrð hvort þetta sé ein- hverskonar samsæri, eða hótun, eða tilraun til að stilla fólki upp við vegg þá er mitt svar þetta: Ég hef aldrei unnið þannig. Mínir pólit- ísku vinir vilja heldur ekki, að þannig sé unnið. Það er tilbúningur einhverra ann- arra. En einn kostur við lýð- ræði er að mcnn geta fengið tilteknum spurningum svar- að. Og menn kunna að vilja hafa þau svör. Það er ekkert leyndarmál að mín skoðun á því hvernig stór og myndar- legur jafnaðarmannaflokk- ur á að líta út er að hann sé einskonar bandalag klass- ískra hugmynda jafnaðar- manna um velf'erðarríkið og svo framvegis og þeirra ný- róttæku sjónarmiða sem örl- ar á, ekki síst hjá kynslóð- inni sem er fædd eftir stríð. Ég held að það sé vcgurinn «1 vonleysisins að byggja aðeins á því fyrra. Á þessu flokksþingi freista menn að mynda það bandalag sem skírskotar í báðar áttirnar. Mér er það ljóst og mér er það sárt að eftir kosningarn- ar 1978 stóðum við ekki nóg-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.