Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 5
5 'elgar jihsturinn Föstudagur 22. október 1982 samlcga við þessi nýróttæku fyrirheit. Og ég er ákaflega fciminn við að standa að því að það gerist aftur þannig. Kosningar eru sáttmáli þeirra sem kjósa og hinna, sem eru kosnir og sáttmálinn er þannig að annar aðilinn — kýs, en hinir þurfa að standa við það sem þeir ætla að gera. Aðeins þannig gengur þetta.“ — Gætirðu hugsað þér að taka annað eða þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík, ef Jón Baldvin sigraði þig í prófkjörinu? „Mér þætti vænt um að fá að hugsa um eitt í einu — eitt í einu. En lýðræði snýst nú kannski um annað og meira en Vilmund eða Jón Baldvin. Það eiga fleiri rétt, það eiga margir rétt. Því megum við ekki gleyma. Það kemur væntanlega allt í ljós“. — Nú hefur verið látið að því liggja í pólitískum kreðs- um að þetta framboð þitt sé einhvcrskonar leið út. Þú bjóðir þig semsagt fram og ef þú færð ekki styrk þá segir þú hreinlega: Allt i lagi, bless. „Eftir kosningar 1978 kom blaðamaður frá Vik- unni og tók viðtal og fyrir- sögnin var held ég: Eg ætla að vera í þessu stutt, en vera með reisn. Ég hef fullt af öðrum áhugamálum. Nú spyrð þú: Eru þetta hótanir? Svarið er auðvitað nei. En aðalatriðið er að ég er ekki sú manngerð sem hef áhuga á því að vera einhver dingl- andi sérvitringur útí kanti á flokki. Ég held satt að segja að málatilbúningur minn og okkar eigi það ekki skilið. En sé það vilji einhverra annarra, þá auðvitað hugsa ég málið kalt og rólega. Ég legg á það óskaplega áherslu að ég er ekki að hóta eins og ég heyri sagt. Hótanir eru heldur ekki mannasiðir.” — Finnst þér stjórnmálin jafn heillandi fyrir þig og fyrir fjórum árum, 1978? ,Já“. — Reynsla þín af þing- mennsku hefur semsagt ver- ið góð? „Það er gaman að öllum störfum sem fela í sér mikla umgengni við fólk, held ég. Þingmennskan gerir það. Það gera náttúrlega fleiri störf. Þitt starf gerir það, eins og þú veist. Kennslan gerir það. Ég hef af því nautn að umgangast fólk. Hér hefur maður kynnst samfélagi innan frá og það hefur komið mér þægilega á óvart hve nákvæmlega skil- greint það var utan frá áður en ég hafði kynnst því að eigin raun. Samtryggingin og allt það. Jón Sólnes hetjan i Kröflumálinu Þetta er hinsvegar svolítið skrítið þjóðfélag sem við bú- um við. Ég minni á deilurnar um Kröflu á sínum tíma. Ég er ekki viss í dag hvor er hetjan í málinu, Vilmundur eða Jón Sólnes. Ég er að komast á þá skoðun að það sé sennilega Jón Sólnes. Menn muna hvernig þetta cndaði. Þetta segir minnst um mig og ennþá minna um Jón Sólnes, en kannski tölu- vert um samfélagið“. — Samkvæmt skoðana- könnunum er fylgi Alþýðu- flokksins nú aðeins lítill hluti af fylginu 1978. Hver er að þínu mati skýringin á þessu fylgistapi? »Ég vek athygli á því feyki- lega háa hlutfalli sem ckki gefur sig upp. Ég er þeirrar skoðunar að þau róttæku sjónarmið seni ég tel mig talsmann fyrir — sumpart til vinstri og sumpart frjáls- lynd í klassískum skilningi þess orðs séu sjónarmið sem njóti stuðnings, en eigi erfitt með að brjótast fram í hinu demókratíska kerfl. Ég stend ekki einn, þó það óneitanlega virki stundum þannig. Og ég hef góða ráð- gjafa. Þeir eru meira og minna kunningjar; sem segir að vísu sína sögu. Ég stend til dæmis ekki einn að því að svissa fyrirspurninni um Höfn £ Hornaflrði yfir í þingsályktunartillögu, og leika þannig á valdbeiting- arkerfið. Ég hef ekki einn það hugarflug“. — Finnst þér þú sjálfur hafa staðið við þær vonir sem fólk batt við þig 1978? „Þetta verða aðrir að meta. Svona geturðu ekki spurt mig“. — Hefur spillingin minnkað, sukkið dregist saman — hefur eitthvað áunnist? „Vaxtastefnan. Ég minni á hana. Hún hefur útrýmt mikilli spillingu þó fram- kvæmdin hafí orðið of hik- andi. En öll róttækni er erf- ið. Annars er hún ekki rót- tæk. En auðvitað hefur margt áunnist. Ég er t.d. stoltur af breytingu á reglum um veitingahús“. — Hvernig breyttist staða þín í flokknum, eftir sigur- inn 1978, sem flestir eru sammála um að hafl e.t.v. verið fyrst og fremst þér að þakka? „Ég er ekki sammála því. Það var verk margra manna. En þetta segir kann- ski sögu um pólitískan róg. Ég þurfti að eyða hér tveimur dögum í sumar til að leita uppi viðtal á blaðsíðu 18 í Morgunblaðinu ein- hvern tímann í fyrndinni til þess að leiðrétta þau um- mæli að ég hefði kallað sjálf- an mig arkitekt að þcssum sigri. Það sem ég sagði var að ég væri einn af arkitekt- unum. Þessu voru menn búnir að tuða á í þingræðum — aftur og aftur. En ég nota ekki svo- leiðis orð um sjálfan mig, það væri ósmekklegt. Forsíða í Dagblaðinu 26. júní 1978 fór kannski illa með mig, þó kostulegt sé. Það var heljar fyrirsögn og heljar mynd: Sigurvegari kosninganna. Það fór illa með mig“. — Hvers vegna? „Er það ekki augljóst? Margir voru ekki sammála þessu. Misskildu mig ekki. Ég er ekki að gera lítið úr því. Mannlegt eðli lýtur einu sinni sínum lögmálum. Vandinn eftir kosningarn- ar 1978 var sá að þá var farið inní ríkisstjórn sem var auðvitað beint framhald af ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar. Málefnalega talað. Og vitaskuld var það ríkis- stjórn sem, að minnsta kosti ég fyrir mína parta, og stór hluti kjósenda flokksins, held ég,hafði ekki stefnt að. En gott og vel. Stundum ertu undir og stundum yfir“. Hefði átt að verða dóms málaráðherra — Sóttistu eftir ráðherra stól í þeirri stjórn? „Nei, það gerði ég ekki“. — Ætlarðu að segja að þú hafir verið sáttur við að verða ekki ráðherra þá? „Nei. Það var ég ekki. Ég hefði talið rökrétta niður- stöðu kosninganna að taka við stöðu dómsmálaráð- herra. En ég sóttist ckki eftir því. Orðaði það ekki við nokkurn mann“. — Finnst þér að þér hafi ' óverðskuldað verið ýtt til hliðar í flokknum? „Nei, ég á við, einhvern veginn vil ég ekki tala á þess- um nótum“. — Hve oft hefur þú til dæmis komið fram fyrir hönd flokksins í útvarps og sjónvarpsumræðum? „Formlega fyrir flokksins hönd? (hlær) Kostuleg spurning. Svarið er að það er ekki oft. Ég vil ekkert segja um það meira“. — Attu beina samleið með Alþýðuflokknum eins og hann er í dag? ,Já“. — Ertu ekki orðinn gjör- samlega einangraður, t.d. í þingflokknum? „Nei. Ég vil ekki líta svo til. Það hefur l.d. komið mér þægilega á óvartað á flokks- þinginu hef ég stuðning manna sem eiga eftir a'ð koma á óvart með afstöðu sinni. En það er mikill mis- skilningur að um einhverja persónulega óvild af minni hálfu, eða annarra hálfu hafi verið að ræða. Eg kannast ekki við slíkt. En menn hafa tekist á um pólitfsk áhrif, pólitískar skoðanir, pólit- íska heimspeki. Það er eðli- legt. Og þá hef ég stundum sagt glannalega hluti, til dæmis þegar ég hef verið að messa yfír flokkssystkinum og sagt: Kæru vinir. Ef þið eruð að leita að róttækni, sem engan styggir, þá er hún ekki til, því eðli róttækni er að styggja einhvern. Þetta verða menn að vega og meta. Og þegar þetta er sagt af full- um krafti þá eru þetta þung orð“. — Sumir mundu nú halda fram að þyngri orð en þetta hefðu fallið af þínum vörum og vörum flokkssystkina í þinn garð. Skítapakk og svo framvegis... • , Já. Það orð var mér ekki til sóma“. — Þú ert þekktur fyrir að nota óhemju stór orð. Ertu svona orðljótur að eðlisfari, eða notarðu þau til að ná betur eyrum fólks? „Sumpart held ég nú að þetta séu ýkjur annarra. Stfllinn er stundum þungur, en orðin eru ekki eins þung. Ég bið mann eins og þig að skoða mína skrifuðu texta. En svar kerfisins er bara svo oft: Jú, þetta er nokkuð gott mál hjá Vilmundi, en hann spillti fyrir því með kjaft- hætti. Valdakerfi allra tíma fínna alltaf þannig hliðar- ráð,segja EN til að þurfa ekki að ræða málcfnið fram- ar. Þeir hafa komið til mín nokkrir núna og sagt: Þetta er sjálfsagt allt rétt metið hjá þér J sambandi viðflokks- þingið og flokkinn, EN... eru ekki veikleikarnir ann- arsstaðar en hjá varafor- manninum?EN er útgöngu- leið? Þetta orð sem þú nefndir var mér ekki til sóma. Ég hef beðist afsökunar á því og skal gera enn hér. Og þau eru fleiri. En að þetta sé inn- takið í því sem ég hef sagt og skrifað — það er rangt. Eitt og eitt orð var yfirskot, eins og þetta sem þú nefndir. Og þar fyrir utan er ekki skynsamlegt að nota svona orð. En þetta eru undan- tekningartilfelli, sem menn svo tuða á aftur og aftur“. — Annað einkenni á þér sem stjórnmálamanni eru þessi svokölluðu „upphlaup“ — það er, þú blæst allt í einu út með ein- stök mál og ert fyrirferðar- mikill, en hverfur svo þess á milli. Er þetta einhver með- vitaður stíll? „Hvað eru upphlaup? Ég bý ekki til málin. Þau koma. Stundum mörg. Stundum fá. Stundum ekkert. Það er þá þjóðfélagið sem er með upphlaup. Það er þá þjóðfé- lagið sem sveiflast upp og niður. Það er líka takmark- að sem fáir menn geta gert. / Vidskiptaferðimar med Amarflugi rétti tónninn strax i flugtakinu Vel heppnaðir samningar í við- skiptaferð krefjast útsjónarsemi og rökréttra ákvarðana. Með því að notfæra þér Amsterdamflugið og sértilboð Arnarflugs fyrir fólk í viðskiptaerindum leikurðu skynsamlega strax í byrjun og gefur um leið hárrétta tóninn fyrir ferðina alla. Áætlunarflugið til Amsterdam opnar viðskiptamönnum ótal nýjar leiðir til annarra landa, jafnt í Evrópu sem öðrum heimsálfum. Flugvöllurinn sjálfur, Schiphol, hefur verið kjörinn besti flug- völlur heims af lesendum hins virta tímarits „Business Traveller", og var þá bæði tekið tillit til aðbúnaðar og fram- haldsflugs. Og engan skyldi undra þessa niðurstöðu því á Schiphol er m.a. stærsta flugvallarfríhöfn veraldar og frá flugvellinum er flogið reglulega til 175 borga í 83 löndum. Amsterdam er ekki síður heppi- legur áfangastaður. Þetta ósvikna „Evrópuhjarta" tekur í æ ríkara mæli á sig hlutverk miðpunkts alþjóðlegrar verslunar og við- skipta og staðsetning borgarinnar gerir ferðir til nálægra staða í bílaleigubíl eða lest tilvaldar. Og Arnarflug býður meira en frá- bæran flugvöll og heppilega borg. Innifalið í farmiðaverði fólks í viðskiptaerindum er m.a.: • Tvær gistinætur með morgun- verði á Hilton Airport hótelinu. • Símtöl eða telexsendingar úr flugvélinni á báðum flugleiðum. • ÖIl aðstoð við skipulagningu og pantanir framhaldsflugs, hótela, bílaleigubíla, lestar- ferða o.s.frv. Brottför til Amsterdam er alla þriðjudaga og föstudaga. Við minnum sérstaklega á að brott- farartími er kl. 14.00 og tíminn fyrir hádegi er oft kærkominn til síðustu útréttinga og undir- búnings. Schiphol og Amsterdam - vel þegin nýjung í viðskiptaheiminum ..JSq* 4 v Flugfélag með ferskan blæ 4RNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.