Helgarpósturinn - 22.10.1982, Page 7
'
O'.r,
Litlu sótararnir:
GÆTU HUGSAÐ SER AÐ
VERÐA ÓPERUSÖNGVARAR
„Búum til óperu“ er annað verk-
efni Isiensku óperunnar, en annað
starfsár hennar hófst með frumsýn-
ingu þessarar barnaóperu Benja-
mins Britten í byrjun október.
Frumsýningardagar voru
reyndar tveir, 2. og 3. október,.og
hvert barnahlutverkanna í óper-
unni er í höndum tveggja söng-
vara, sem skiptast á um að koma
fram.
Valið var í barnahlutverkin í
grunnskólum borgarinnar í fyrra-
vetur, og æfingar hófust um
mánaðamótin apríl/maí. Þeir sem
urðu fyrir valinu í hlutverk Bjarts
litla, sótarans, í seinni hluta óper-
unnar, Litla sótaranum, heita
Gunnar Freyr Árnason, átta ára,
og Gísli Guðmundsson, tíu ára.
„Það vantaði strák til að leika
Hörð tvíbura og söngkennarinn
minn var spurður hvort hann gæti
útvegað einhvern í hlutverkið.
Þegar var byrjað að æfa var svo
skipt um hlutverk, ég var látinn
leika sótarann. Þessi hlutverk eru
mjög svipuð, en samt hefði ég held-
ur viljað leika Hörð áfram. I byrj-
un er nefnilega farið svo illa með
sótarann, en í lokin er þetta æðis-
lega þægilegt og það bætir það
upp,“ segir Gísli í samtali við
Helgarpóstinn.
Hvorki hann né Gunnar Freyr
hafa nokkurntímann sungið áður
opinberlega, en báðir segjast þeir
hafa ákaflega gaman af söng.
Gunnar segist hafa lært smávegis á
orgel og geta spilað eftir eyranu -
en kunni ekki nótur.
„Þegar ég var beðinn um þetta
spurði ég hvort þetta væri klassísk
tónlist og leist ekkert á það. En
þegar til kom leist mér betur á
tónlistina," segir Gísli.
„Ég var iíka hálf smeykur við
þetta í fyrstu, en fór svo að venjast
þessu," segir Gunnar Freyr, en
hann hafði ætlað sér að læra á pí-
anó í vetur ef þetta hefði ekki kom-
ið til „En ég geri það bara næsta
vetur“, segir hann og bætir því við,
að hann hefði ekkert á móti því að
vinna svona í leikhúsi aftur.
Gísli tekur undir það og segir, að
þótt hann hafi verið dálítið kvíðinn
áður en fyrsta sýningin byrj aði, „en
eftir hlé var skjálftinn alveg horf-
inn og ég spurði hvenær ég ætti að
byrja aftur“! segir Gísli og upplýs-
ir, að eiginlega hafi hann hugsað
sér að verða læknir, en eftir þessa
reynslu gæti hann alveg hugsað sér
að verða óperusöngvari.
Og þeir eru sammála um það báð-
ir ungu óperusöngvararnir, að
það sé mjög heppilegt að skipta
hlutverkunum svona. Þeir hafa
Irlandskortið í Iðnó:
,,Svo írskt að fyrr má nú vera
/ /
„Það er óþægileg ábyrgð að fytja
orð sem maður hefur sjálfur valið,
og getur verið truflandi. Undir slík-
um kringumstæðum finnur maður
hjá sér þörf til að breyta hinu og
þessu, þegar farið er að æfa, sem
kæmi síður til greina ef annar væri
þýðandi“, segir Karl Guðmunds-
son leikari í samtali við Helgarpóst-
inn
Karl er í þeirri óvenjulegu aðstöðu,
að hann hefur bæði þýtt írska
leikritið írlandskortið eftir Brien
Friel, sem var frumsýnt hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur f gærkvöldi, og
leíkur í því veigamikið hlutverk,
skólastjóra í sveitaskóla, sem er
meira og minna drukkinn alla sýn-
inguna.
„Á hinn bóginn fylgir þessu líka
sá kostur að geta prófað eigin þýð-
ingu á örðum og í eigin munni,
finna hvaða viðbrögð hún vekur“,
segir Karl.
Leikrit þessa norður-írska höf-
undar gerist í litlum sveitaskóla á
fyrrihluta 19. aldar og fjallar um
samskipti írsks sveitafólks við
breska hermenn, sem eru komnir
til að kortleggja héraðið. Það kem-
ur í ljós, að kortlagningin hefur
hernaðarlega þýðingu, sem er fólg-
in í því að gera örnefni skiljanleg
fyrir breska hermenn.
- En við hvað er höfundurinn
raunverulega að fást? Við spyrjum
leikstjórann, Eyvind Erlendsson.
„Nei, þessu neita ég að svara“,
eru fyrstu viðbrögð leikstjórans, en
hann hugsar sig um og bætir síðan
við: „Jú, það er hægt á latínu. Desi-
derum nostrorum. En ég veit ekki
hvort þýðir að skýra það nánar á
prenti".
Eftir nokkra umhugsun bætir
Eyvindur þó um betur.
„Ég held að höfundurinn sé að
reyna að sýna okkur, mér og þér,
hvað okkur er í raun og veru hjarta
næst, ekki hvað við höldum að sé
okkur hjarta næst. Hann leiðir
fram á sviðið mállausa stúlku, sem
virðist vera sú skynsamasta af öll-
um. Samt getur hún ekkert sagt
annað en hvað hún heitir og hvar
hún á heima. En þegar upp er stað-
ið virðist það vera hið eina sem
skiptir máli“.
Karl: „Að finna sjálfan sig á rétt-
um stað, vera ekki rangstæður í til-
verunni".
Sjálfur er Karl nokkuð kunnug-
ur á írlandi, var þar um tíma á sín-
um yngri árum, „Ég veit að írar eru
gestrisið fólk og hjartagott, og að
það rignir mikið á írlandi", segir
hann en vill að öðru leyti lítið gera
úr íriandsdvöl sinni.
Eyvindur hefur hinsvegar aldrei
til Irlands komið, en segist hafa
verið ákveðinn í að fara þangað píl-
agrímsför síðastliðið sumar, sem
þó varð ekki af.
„Mín leið til írlands liggur því
gegnum Melkorku og Ólaf Pá“,
segir Eyvindur. „En á hinn bóginn
finnst mér það ákaflega merkilegt
hvað íslendingar taka írsk málefni
mikið til sín. Ef talað er um írland
taka þeir það meira nærri sér en sé
talað um Island. í upphafi ætlaði ég
að reyna að forðast það að
búa til írska sýningu. En hún varð
svo írsk, að fyrr má nú vera“, segir
leikstjórinn í uppgjafartón.
„Og varðandi rigninguna sem
Kalli nefndi, þá virðist hún gera
einna mesta lukku á sýningunni,
öllu heldur „rigningareffektinn"
sem við bjuggum til fyrir lokaatrið-
ið. Hann vekur svo mikla hrifn-
ingu, að ég er hálf hræddur um að
menn sjái ekki hvað fólkið leikur
vel“, segir Eyvindur Erlendsson
leikstjóri.
ÞG
Morð í miklum hita
Austurbæjarbíó: Blóðhiti (Body
Heat) Bandarísk. Árgerð 1981.
Handrit og leikstjórn: Lawrence
Kasdan. Aðalhlutverk: William
Hurt, Kathleen Turner, Richard
Crenne, Ted Danson.
Þetta er alveg prýðilegur,
stemmningsþrunginn þriller,
iðandi af erótík, stigmagnaðri
spennu og neikvæðum mann-
legum tilfinningum, einsog pen-
arlega í hugum amerískra kvik-
myndagerðarmanna. Fyrir
skemmstu sáum við útgáfu Bob
Rafelsons af The Postman Al-
ways Rings Twice í Tónabíói og
þessa dagana er.Regnboginn að
sýna heldur aumlega tilraun við
Butterfly (sjá stutta umsögn á
bls. 9). I Body Heat tekur Kasd-
an fyrst og fremst \*ið af Double
Idemnity, sem þeir Billy Wilder
ingagræðgi, undirferli, samvisku-
leysi, og alhliða skepnuskap.
Lawrence Kasdan, handrits-
höfundur hugvitssamra formúlu-
mynda einsog Raiders of the Lost
Arc, þreytir hér frumraun sína
við leikstjórn og tekst býsna vel
upp. Hann sækir efni og and-
rúmsloft í skáldsögur James M.
Cain þar sem einatt er verið að
fjalla um fólk sem bítur í forbo-
ðna ávexti og leiðist í glötun.
Skáldsögur Cain eru nú ntjög of-
og Raymond Chandler gerðu ó-
dauðlega í kvikmynd fyrir
mörgum áratugum.Kasdan flytur
þessa sögu af ungum lögfræðingi
(William Hurt) sem ánetjast tæl-
andi glæsikvendi (Kathleen
Turner) og vefst inní flókið
morðsamsæri gegn eiginmanni
hennar (Richard Crenna), inní
Flórída nútímans. Hann sviðset-
ur þetta efni í heitu og sveittu
andrúmslofti sem einhvern veg-
inn er mettað ástríðum og leti-
William Hurt og Kathleen Turner
lcru eftirminnilegt par í Body I
Heat.
legu siðleysi, ákaflega „líkamleg“
mynd, ef svo má segja, þar sem
litir og þokur og jazztónlist og
sígarettureykur leggjast á eitt til
að búa til stemmningu fyrir
morð, svík og gagnsvik af svæsn-
asta tagi. Afbragðsvel farið með
margnotað efni, og leikarar eru
sem sniðnir í hlutverkin, ekki síst
Ted nokkur Danson í hlutverk
sérkennilegs saksóknara. Sem
sagt: Gaman, gaman.
- ÁÞ
Gísli Guðmundsson tíu ára og Gunnar Freyr Árnason, átta ára, skiptast á
um að leika Bjart litla sótara. „Við höfum verið á sýningum hvor hjá
öðrum og lært af mistökum hvor annars“, segja þeir (myndir: GEI)
verið á sýningum og æfingum hvor
hjá öðrum, horft hvor á annan og
reynt að læra af mistökum hvor
annars.
„Búum til óperu“ er eiginlega
tvösjálfstæð verk. I fyrri helmingn-
um tekur hópur vinafólks, börn
og fullorðnir, sér fyrir hendur að
búa til óperu og fá hjálp frá áhorf-
endunum sem syngja síðan þrjá
söngva í seinni hlutanum. Síðan
hefst óperan Litli sótarinn þar sem
er sagt frá litlum strák sem tveir
sótarar hafa keypt af fátækum for-
eldrum hans og senda upp í
reykháfa til að ræstaþá. Eitt sinn
festist hann í reykháfnum en börn-
in í húsinu ná honum niður. Þá
byrjar ballið, þegar krakkarnir
reyna að bjarga honum frá sótur-
unum. Þ.G.
Hvað er á bak við bros íþrótta-
stjarnanna á verðlaunapöllunum?
Þetta er viðfangsefni Andrésar Ind-
riðasonar í fyrstu skáldsögu hans
fyrir fullorðna. Semsé: Það scm
ekki stendur á íþróttasíðum dag-
blaðanna (mynd: Jim Smart).
Andrés Indriðason
með tvær bækur
og eitt
kvikmyndahandrit:
um hann á íþróttasíðumdagblað-
anna og í leiðurum þeirra. Hann
er allt í einu orðinn „sónti lands
síns, sverð þess og skjöldur".
En pilturinn er ekki mjög verald-
arvanur og skilur ekki allt sem fram
fer í kringum hann og lifir í sínum
eigin heimi.
„Ég reyni að lýsa tilfinningum
hans og hvernig honum reiðir af í
öllu þessu brambolti á stjörnu-
himninum", segir Andrés Indriða-
son við Helgarpóstinn.
„Mig langaði til að fara út fyrir
þennan ramma barna- og unglinga-
bóka, sem ég hef verið í, og íþrótt-
irnar hafa lengi verið mér umhugs-
unarefni. Fyrst og fremst hvað eytt
er mikiili prentsvertu í að fjalla um
þær og hvernig afreksmennirnir
eru hafnir upp til skýjanna. Ég hef
lengi liaft það í kollinum að skrifa
út frá þessu, skrifa um það sem
ekki er skrifað á íþróttasíðunum.
Hvað er á bakvið brosið á verð-
launapallinum", segir Andrés um
þessa nýju bók sína.
í hinni bókinni heldur Andrés
,,Það sem ekki stendur á
íþróttasíðum blaðanna"
Það sem ekki er skrifað um líf
iþróttafólksins á íþróttasíðum dag-
blaðanna er viðfangsefni Andrésar
Indriðasonar í fyrstu skáldsögu
hans fyrir fullorðna, „Maður dags-
ins“, sem kemur út hjá Almenna
bókafélaginu á næstu dögum.
Adrés hefur áður sent frá sér
tvær barna- og unglingabækur,
sem hafa hlotið góðar viðtökur og
enda þótt hann hafi nú skrifað
skáldsögu fyrir fullorðna hefur
hann ekki snúið baki við barnabók-
menntunum. Á næstunni kemur út
enn cin unglingabók hans hjá Máli
og menningu, sem hann nefnir
„Viltu byrja með mér?“
„Ég skrifaði Mann dagsins á síð-
asta ári, þegar ég var í launalausu
leyfi frá Sjónvarpinu, en auk þess
fékk ég starfslaun úr Launasjóði
rithöfunda", segir Andrés í samtali
við Helgarpóstinn, „en hina bók-
ina skrifaði ég á þessu ári“, segir
hann.
„Maður dagsins“ fjallar um ung-
an mann sem flyst með móður sinni
til Reykjavíkur. Það uppgötvast,
að hann hefur meiri stökkkraft í
fótunum en flestir aðrir, og hann
fer að stunda langstökk. Það líður
ekki á löngu áður en hann tekur að
setja hvert metið á eftir öðru, þar
tii hann setur loks heimsmet.
Þá fara hjólin heldur betur að
snúast og ýmsir taka að skara eld
að sinni köku. Vinnuveitandi hans,
sem er kaupsýslumaður, tryggir sér
einkarétt á auglýsingum, þjálfar-
inn hrósar sjálfum sér fyrir allt
saman og konur taka að ílykkjast
um hann og gefa honum undir fót-
inn. Og vitanlega er mikið skrifað
sig á heimavelli, ef svo má segja.
„Viltu byrja með mér“ fjallar um
13 ára krakka og sviðið er
Breiðholtið. Bókin er um pilt sem
verður ástfanginn af skólasystur
sinni og þær óskaplegu tilfinningar
sem brjótast út undir slíkum kring-
umstæðum.
Og Andrés Indriðason hefurenn
meira í takinu. Um þessar rnundir
er hann í miðjum klíðum við að
skrifa kvikmyndahandrit um tvær
ungar stulkur á framabraut.
„Myndin gerist á einu sumri, frá
vori til hausts, og stúlkurnar eru að
bíða eftir því að taka stökkið stóra
út í heiminn til að halda áfram
námi. Önnur er í ballett, hin að
læra á fiðlu“, segir Andrés um
þetta ófullgerða kvikmyndahand-
rit sitt.
En síðan gerist það, að þær
verða ófrískar báðar tvær og standa
frammifyrir þeirri spurningu
hvernig þær eiga að bregðast við.
Eiga þær að fórna lífinu sem þær
bera undir belti eða frægðinni og
Jöllu því sem þær höfðu verið að
byggja upp?“
„I rauninni er ég að fjalla um
hvort fóstureyðingar eru réttmætar
eða ekki“, segir hann.
Að sögn Andrésar er hann ekki
farinn að hugsa fyrir því að koma
sögunni yfir á filmu, enda sé hand-
ritinu alls ekki lokið, þótt hann sjái
nú fyrir endann á vinnunni.
„Eg hef ekki hugleitt enn hvort
ég mun standa að þessu sjálfur
ásamt einhverjum öðrum, eða láta
aðra alveg um verkið“, segir An-
drés Indriðason við Helgarpóstinn.
ÞG