Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 8
8
sviiiiifjsinssilir
Kjarvalsstaöir:
Næslsíöasta sýningarhelgi á sýningu á
verkum Bertel Thorvaldsens og sýning-
um sjö Akureyringa, Norðan sjö.
Skruggubúö:
Sýning á málverkum og teikningum enska súrr-
ealistans, John W. Welson.
Djúpiö:
Magnea Hallmundsdóttir opnar sýningu
á vatnslitamyndum, teikningum og
skúlptúrum á laugardaginn. Sýningin
verður opin daglega kl. 11-23.30 til 7.
nóv. og er aðgangur ókeypis.
Nýlistasafniö:
Síðasta sýningarhelgi á sýningu Dieter Roth.
Hún er opin kl. 14-22. Myndbönd pau sem
Dieter sendi verða sýnd á milii kl. 14-18 á
laugardag og sunnudag.
Rauöa húsiö,
Akureyri:
Þorlákur Kristinsson og Guðmundur Oddur eru
með málverkasýningu. Þeir hafa báðir stundað
nám i Myndlista- og handíðaskóla Islands.
Listmunahúsiö:
Sölusýning á verkum Kolbrúnar S. Kjarval, næst-
síðasta sýningarhelgi. Húsið er opið kl. 10—18
virka daga, kl. 14—22 um helgar en lokað á mánu-
dögum.
Norræna húsiö:
Kjallarinn verður lokaður um helgina en í
anddyrinu gefur að líta færeyska mynd-
list eftir Amariel Norðoy. Sýning hans
stendur yfir til 1. nóvember.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Myndir Einars eru til sýnis tvo daga í viku, míð-
vikudaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Á efstu
hæð hússins er íbúð Einars og konu hans og er
hún til sýnis gestum.
Mokka:
Enskar biblíumyndir frá 1775, gerðar af
fjórum listamönnum. Og alltaf heitt á
könnunni.
Árbæjarsafn:
Opíð sarríkvæmt umtali. Upplýsingar i síma
84412 kl. 9 - 10 alla virka daga.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 14-16.
Kirkjumunir
í versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stend-
ur nú yfir sýning á lisf- og kirkjumunum eftir
Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunar-
tíma og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnu-
daga.
Gallerí Lækjartorg:
Myrian Bat-Vosef, Maria Jósepsdóttir, sýnirinú
frá 9. október til 24 október.
Ásgrímssafn:
Haustsýning Ásgrímssafns hefur verið
opnuð I safninu að Bergstöastræti 74 og
verður opin á sunnudögum, þriðju-
dögum og fímmtudögum kl 13.30-16.00.
Aðgangur er ókeypis.
Ásmundarsalur:
Edda Jónsdóttir er með sýningu frá 16.
október til 24. október á teikningum. Op-
ið kl. 16-22.
Gallerí
Langbrók:
Edda Jónsdóttir sýnir polaroid skúlptúra
frá 16. októbertil 24. október. Galleríið er
opið um helgar frá kl. 15-18 og virka
daga frá kl. 12-18.
Icikliús
íslenska óperan:
Búum til óperu eftir Benjamín Britten og
Eric Crozier. Sýningar á laugardag kl. 14
og 17.
Þjóöleikhúsiö:
Föstudagur kl. 20 Garðveisla eftir Guð-
mund Steinsson
Laugardagur kl. 20 Amadeus eftir Peter
Shaffer
Sunnudagur kl. 14 Gosi
Sunnudagur kl.20 Garðveisla
Litla sviöiö:
Sunnudagur kl. 20.30 Tvíleikur
Leikfélag Reykjavíkur:
Föstudagur kl. 20.30 Irlandskortið eftir
Brian Friiel.
Laugardagur kl. 20.30 Skilnaður eftir
Kjartan Ragnarsson
Sunnudagur kl. 20.30 Jói eftir Kjartan
Ragnarsson
Félagsbíó Keflavík:
Litla leikfélagið Garði sýnir
fjölskylduleikritið Litli Kláus og Stóri
Kláus eftir Lizu Teztner laugardaginn
23. okt. kl. 14. Miöasala hefst kl. 12.
Leikstjóri er Herdís Þorvaldsdóttir.
Leikfélag Akureyrar:
Atómstöóin eftir Halldór Laxness, í leik-
gerð Bríetar Héðinsdóttur, sýningar
föstudag og sunnudag kl. 20.30.
Thorvaldsensýningin á Kjarvalsstöðum - bingoggröndalandrúmsloftið
sviptir hana sínu rétta eðli, segir Guðbergur m.a. í umsögn sinni.
Var Thorvaldsen
gifsgaur eða genie?
Föstudagur 22. október 1982 Jposturinn
Árið 1974 var athyglisvert ár í
sögu málaralistarinnar, þá voru
200 ár liðin frá fæðingu þýska
málarans Caspar David Frie-
drich, einhvers besta málara
rómantískustefnunnar. Veglegar
sýningar á verkum hans sá ég í
Leníngrad og París. Þetta vakti
ekki aðeins áhuga á rómantísku-
stefnunni heldur líka á nýklassík-
inni. Bretar héldu stóra sýningu á
verkum Fuseli í Tate, og danir
hugsuðu sér til hreyfings og árið
1977 fór sýning á verkum
Thorvaldsen til Kölnar. Með
Thorvaldsen ætluðu Danir að
auka virðingu sína á ný, lyfta sér
örlítið upp úr sínu smekklega
andleysi, því að á tímum róman-
tískustefnunnar höfðu bestu mál-
arar Þýskalands lært í
Kaupmannahöfn.
Þjóðverjar tóku afturkomu
Thorvaldsens með tortryggni og
blöndnum huga. Sumir kölluðu
hann Gifssnilling Goethetímans
en aðrir BuIlukoII fortíðarinnar.
Sýningin vakti óhemjuathygli
meðal almennings. Fyrr hafði
Thorvaldsen og vérk hans verið
afar vinsæl í Þýskalandi, og til að
undirstrika borgaralegan smékk
og veldi man ég að Thomas Mann
lætur Jóhannes Buddenbrook's
eiga lágmynd eftir Thorvaldsen,
eins og segir í Buddenbrooksög-
unni. En í því leynist broddur og
háð af hálfu Mann og tengist falli
ákveðins ríkjandi smekks og
þjóðfélagsstéttar, eftir stjórnar-
byltingarnar á miðri nítjándu öld-
inni.
Því miður hefur nýklassíkin
fallið að mestu í gley msku og ekki
vaknað þrátt fyrir
endurvakningartilraunir. Hins
vegar vaknaði áhugi á róman-
tíkinni og listamönnum hennar
sem reyndu að sameina allar list-
greinar í verkum sínum. Og gekk
Rung lengst í því. En þetta hafði
einnig áhrif á Thorvaldsen og
samdi hann tónlist sem gefin hef-
ur verið út á plötu, og leitt að sú
hlið er ekki sýnd á listamanninum
á sýningunni að Kjarvalsstöðum.
Meginkjarni rómantískustefn-
unnar var draumur og ósk hennar
um sameiningu. Til að mynda
runnu litirnir saman í litahaf í
málverkunum. Á stjórnmálin
hafði þetta þau áhrif að þjóðir
sameinuðust, líkt og Þýskaland
og Ítalía. Upp úr hinni róman-
tísku hugsun reis svo marxisminn
og draumur hans um að öreigar
allra landa sameinist.
En nýklassískastefnan hafði
lítinn áhuga á stjórnmálum sam-
tímans eða lífinu. Hún var öll í að
endurvekja fortíð rómverja og
lýsa aðdáun sinni á henni. Áðdá-
un hefur oftast drepandi áhrif.
Sökum þýskrar þekkingar mis-
tókst listamönnum að misskilja
hina rómversku fortíð, en þeirri
gæfu urðu endurreisnarmenn-
irnir fyrir, þeir misskildu gríska
fortíð og sköpuðu úr þeim mis-
skilningi þá frjóustu samtíð sem
heimurinn hefur þekkt. Orsökin
fyrir því að listamönnunum tókst
ekki að misskilja rómverska list
var fremur lítið kver sem
þjóðverjinn Johann J. Winckel-
mann hafði skrifað og hét Feg-
urðin í listinni.f ritinu voru ótal
formúlur fyrir því hvernig feg-
urðin ætti að vera. Og úr því að til
var forskrift á prenti þorðu lista-
mennirnir ekki annað en leita þar
sannleikans og endurtaka hann
samviskusamlega. Að hafa rétt
eftir var krafan sem kæfði hug-
myndirnar og ímyndunaraflið.
Engu að síður var ritið Fegurðin í
listinni einstætt rit og fróðlegt, og
ekki því að kenna að listamenn
kæfðu sjálfa sig í því. Ritið kom
út árið 1763.
Sýningunni á Kjarvalsstöðum
á verkum Thorvaldsens er þannig
raðað, loftið fært niður og klætt
gagnsæju hvítu gasi til að gera
andrúmsloftið innilegt, að
sýningargestir gætu haldið að allt
þetta hafi einhvern veginn verið
framleitt hjá Bing og Gröndal
postulínsverksmiðjunni. Sýning-
ar á verkum nýklassíkurinnar eru
aldrei í slíku meyjarskemmu-
andrúmslofti, heldur í háreistum
sölum, nöktum og kuldalegum
eins og verkin eru. Hinn vits-
munalegj kuldi umhverfisins
gefur verkunum gildi. Thorvalds-
sensafnið í Kaupmannahöfn á
ekkert skylt við kvennadyngju-
blæinn á Kjarvalsstöðum, og er
sýningin og einkum uppsetningin
móðgun við listamanninn og
virðingarleysi við íslendinga.
Samt tekst danskri „smekkvísi“
ekki að drepa verkin.
Líf og tímar Thorvaldsen ið-
uðu af von um að heimurinn gæti
endurreist hina sígildu fegurð
rómverja. En til marks um sjálf-
stæði Thorvaldsens er högg-
myndin af dansandi stúlku á sýn-
ingunni. Hún er í rómönskum
stíl, sporöskjulöguð eins og
sporöskjuformið sem Kristur er
dreginn í fyrir ofan altarið í róm-
önskum kirkjum. Og handleggir
stúlkunnar eru eins og handleggir
Krists, þegar hann stígur út úr
sporöskjuforminu og kemur
aftur, dansandi. Þetta dæmi um
jarðneska ást Thorvaldsens er —
ljúft og glettið.
Þegar Thorvaldsen bjó í
Rómaborg iðaði þar allt af lífi.
Róm var þá dvalarstaður fjölda
listamanna af ýmsu þjóðerni.
Meðal þeirra var franski
rithöfundurinn Stendhal, ein-
hver, merkasti rithöfunder Evr-
ópu. Hann þekkti Thorvaldsen.
Því miður hef ég ekki dagbækur
Stendhals við höndina og verð að
endurtaka eftir minni það sem
þar stendur: „í kvöld ætla ég að
heimsækja Thorvaldsen sem
sumir telja vera betri en Cano-
,,Allt mein
hægt",
saga um banka-
starfsmann
„Allt meinhægt“ heitir fyrsta
skáldsaga ungs höfundar. En það
sama er varla hægt að segja um
hann sjáifan, að minnsta kosti sé átt
við undanfarin firr.m ár í iífi hans.
Hann heitir Guðmundur Björg-
vinsson og hefur lagt stund á
myndlist þessi fimm ár, jafnframt
ritstörfum, og gert hvorttveggja,
að halda nokkrar sýningar á verk-
um sínum og koma á framfæri smá-
sögum eftir sig, bæði í útvarpi og
tímaritum.
„Það má segja, að þetta sé dá-
lítið óvenjulegt, að leggja stund á
eina listgrein til að geta stundað
aðra“, segir Guðmundur í samtali
við Helgarpóstinn.
„En þetta hefur gengið. Mér hef-
ur tekist að lifa af myndlistinni,
reyndar ekki hátt, en þó nóg til að
skrimta‘% segir hann.
Það má líka segja, að Guðmund-
ur hafi farið óvenjulega leið inn í
Stórdjass í Reykjavík
Aðalsmerki þeirra er fjalla um
hinar ýmsu listgreinar í fjölmiðl-
um er að kynna það sem efst er á
baugi og vekja áhuga og forvitni
fólks á því sem listamenn bjóða
uppá — því ef enginn upplifir
listina deyr hún hægum dauða. í
síðustu viku héldu ágætir djass-
listamenn hljómleika í Reykja-
Vík. Var þar komin hljómsveitin
Apocalypse og stóð Nordjazz
fyrir heimsókninni. Héldu þeir
tvenna tónleika í Reykjavík, að
Hótel Sögu og í Menntaskólan-
um í Hamrahlíð. Tónleikar þessir
voru heldur illa sóttir og er það
miður þar sem hér voru á ferðinni
hinir ágætustu listamenn. Um-
fjöllun fjölmiðla um hljómsveit-
ina var klén og það fórst fyrir hjá
undirrituðum að kynna sveitina;
var þetta þó fyrsta djassheimsókn
erlendra til íslands á þessum
vetri.
Apocalypse skipa Danirnir All-
an Botchinsky, trompet og flygil-
hornleikari, og Bo Stief bassa-
leikari, Hollendingurinn Jasper
Van't Hof hljómborðsleikari og
Svíinn Lennart Gruvstedt
trommuleikari. Hljómsveitin
hefur starfað í hálft þriðja ár og
leikið víða í Evrópu. Að sjálf-
sögðu starfa þeir ekki saman all-
an ársins hring. Jasper býr í
Amsterdam en þeir þremenning-
ar í Kaupmannahöfn, svo að það
verður að vera nóg að gera til að
þeir komi saman á þessum tímum
hinna dýru fargjalda.
Verkin á efnisskránni voru öll
eftir þá félaga, utan hvað Allan
og Bo fluttu tveir hina ljúfu ball-
öðu Van Heusen: Darn That
Dream. Þótti sumum í upphafi að
Bo hefði átt að nota kontrann í
stað rafbassans bláa. Þær hugsan-
ir voru flognar útí veður og vind
um það bil sem ballaðan var
hálfnuð, svo snilldarlega töfraði
Bo hljómana úr rokkapparatinu.
Það er skemmst frá að segja að
tónleikar Apocalypse tókust með
afbrigðum vel, utan hvað raf-
magnstruflanir angruðu þá á
fyrrihluta Sögutónleikanna (All-
an og Bo máttu ntuna þær
hremmingar er þeir urðu fyrir á
Sögu vegna desebílmælanna er
þeir léku þar með Mirror 1980)
Hinsvegar var það til leiðinda í
Hamrahlíð að píanóið var ekki
stillt, en það er sem betur fer orð-
ið sjaldgæft á meiriháttar djass-
tónleikum hérlendis, enda setja
flestir píanistar það inní samn-
inga sína að hljóðfæri skulu stillt
á undan tónleikum.
Tónleikarnir hófust á verki
eftir Van’t Hof og Botschinsky:
Twilight Music, þar sem Ijóðið
sveif í tvíleik Hof og Stief, síðan
færði flygilhorn Botschinskýs ný-
davsismann inní myndina og svo
kom rokkið til sögunnar í Tivoli
Stiefs sem tengt var rökkurtón-
listinni. Næst var verk eftir Van’t
Hof: Checkmate og var það skrif-
að í þessum nýdaviska ESP stíl,
sem við kynntumst svo vel hjá
John McNeil er hann lék í Laug-
arásbíói 1979. Þarna lék Van’t
Hof stórkostlegan flýgil sóló á
Sögu (í Hamrahlíð tók hann ekki
flugið fyrr en seinna þegar hann
hafði vanist flýglinum falska), fór
þá ekki á milli mála aðl þarna sat
einn af djass snillingunum þeir
fara aldrei leynt! Svo kom ball-
aða Allans og Bo sem fyrr er
nefnd og að lokum bráðskemmti-
legt verk eftir Jasper: Ready Go.
Það hófst sem skemmtinn fíla-
mars og rokkaðist uppí eina
undurfagra melódíu og svuntu-
þeysari.rafpíanó og flýgill á fullu
hjá Jasper, raftrompet með vavai
og ekkói hjá Allan, rafbassi hjá
Bo og svo trommur Lennarts.
Ógleymanlegt öllum er á hlýddu,
geislandi af lífsgleði og húmor
Hollendingsins.
Þá var hlé og síðan Tívolí Sti-
efs, nú fallegt, ljóðrænt og lauk í
hröðuðu endurteknu stefi, þá
kom tölvudjass og var eftir gamla
bopparann Allan Botschinsky:
Scottish Delight, og Bo Stief nær
Jaco en fyrr. Svo lauk tónleikun-
urn á nútíma svíngara: Schwester
Johanna eftir Jasperog hann með
tyneríska hljóma og Bo urrandi á
gamla kontrann eins og í Mont-
martre forðum. Auðvitað urðu
þeir að leika aukalag; ljúft og im-
pressjónískt og eftir Jasper:
Pineau.
Magnaðri heimsókn mikilla
djasssnillinga var Iokið og mikil
synd var það fyrir alla þá er
misstu af þessum tónleikum að
hafa misst af þeim. Þeim eru þó
ekki allar bjargir bannaðar því að
á sunnudaginn kemur verður efnt
til stórdjasshljómleika í Háskóla-
bíói þar sem tólfmanna hljóm-
sveit bassaleikarans Charlie Ha-
dens, Liberation Music Orch-
estra, leikur, en tónlistarstjóri
hans er engin önnur en hin eina
sanna Carla Bley — sú sem skrif-
ar djass um þessar mundir.
Liberation Music Orchestra
Það var árið 1969 að Charlie
Haden safnaði saman 12 tónlist-
armönnum til að Ieika inná
hljómplötu fyrir Impulse. Sú
skífa hlaut frábærar undirtektir
en er nú ófáanleg með öllu. Carla
Bley útsetti allt efnið og hljóm-
sveitina skipuðu auk Hadens og
Bley; trompetleikararnir Don
Cherry og Mike Mantler, tenor-
istarnir Dewey Redman og Gato
Barbieri, klarinettistinn Perry
Robinson, básúnuleikarinn
Roswell Rudd, Bob Northen á
valdhorn, Howard Johnson á
túbu, Paul Motian á trommur
(Andrew Cyrill á slagverk í einu
verki) og Sam Brown á gítar.
Hljóðfæraskipan er hin sama nú.
Skífan frá ’69 hefst á spænskætt-
uðum inngangi eftir Cörlu, svo er
samfylkingarsöngur Brechts og
Eislers marsaður og þá taka við
söngvar úr spænsku borgarastyrj-
öldinni þar sem skiptast á laglínur
og miklir einleikskaflar, rýþminn
er’sterkur og heitur og lýkur í
stefi Cörlu: The Ending To The
First Side. Önnur hlið hefst á
hinu þekkta verki Hadens: Song
For Che, sem er að sjálfsögðu ort
til hins frækna suðurameríska
byltingarmanns. Haden lék þetta
verk í Portúgal, þar sem hann var
á ferð með kvartett Ornette
Colemans 1971, og tileinkaði það
baráttu frelsishreyfinga Mósam-