Helgarpósturinn - 22.10.1982, Síða 20
Magnús V. Guðlaugsson fyrir framan skuggann.
L - V WTo'Vá
$
*»C*4.*,
-c'. :*%
— N» *
Eitt af málverkum Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar.
Kristinn G. Harðarson gægist út úr verki sínu.
Guðlaugur
Það er sitt hvað að vera maður
eða hæna. Hænan, segja margir, er
óguðlega heimsk. Maðurinn telur
gáfum sínum engin takmörk sett.
Hann kann að meta fegurðina,
hann kann að meta listina. Og það
er einmitt það, sem skilur hafrana
frá sauðunum. Listin.
Föstudagurinn 1. október og
klukkan er að verða 20.30. Rjómi
Parísarborgar streymir inn í Nú-
tímalistasafn borgarinnar eins og
kindur inn í almenning. Sumir
prúðbúnir eftir nýjustu hátísku,
aðrir sem klipptir út úr þaul-
hugsuðu pönktískublaði, lista-
menn og listunnendur. Allir með
boðskort upp á vasann. Og eftir-
væntingin skín úr andlitunum. Eða
er það kannski missýn hjá mér?
Við innganginn standa nokkur
ungmenni af tegund númer tvö og
dreifa litlum miða til gestanna:
Áfram eins og áður. Við fætur ung-
mennanna eru nokkrar hænur í
bandi, pönkhænur með grænar og
bleikar skellur á fiðrinu. Þær láta
sér fátt um finnast um allt þetta
umstang. Enda eru þær bara hæn-
ur, og heimskar í ofanálag. Jafnvel
þótt þær séu pönk.
Hvað er svo allt þetta fallega fólk.
að koma að sjá, ef það er ekki bara,
að sýna sig og sjá aðra, eins og sagt
er? Jú, tæpum hálftíma áður var
12. Parísarbíennallinn formlega
opnaður gestum.
Fyrr um daginn hafði menning-
armáiaráðherra Frakklands, Jack
Lang, verið leiddur um völundar-
hús þess mikla safns, og á eftir hon-
um fór mikil hirð fyrirmanna af
ýmsu tagi, svo mikil, að allt stíflað-
ist, þar sem hersingin fór um. Og
ljósmyndarar og kvikmyndatöku-
menn mynduðu ótt og títt.
Það var annars merkilegt hve állt
var orðið hreint og fágað. Daginn
áður hafði verið sérstök opnun
fyrir blaðamenn og þá var allt á rúi
og stúi, sígarettustubbar og verk-
færi um öll gólf og margir lista-
mannanna enn að hengja upp verk
sín. Það ku enda hafa gengið á
ýmsu síðustu dagana fyrir opnun,
og stór orð látin fjúka í allar áttir.
Ég heyrði meira að segja forstöðu-
mann sýningarinnar segja við að-
stoðarmann sinn, að hann væri
hvergi sjáanlegur, ef einhver
spyrði eftir honum. En allt hafðist
þetta þó að lokum og menn voru
bara hressir og kátir.
Allur heimurinn
En hvað er svo Parísarbíennall-
inn? Jú, það er sýning á verkum
listamanna yngri en 35 ára, alls
staðar að úr heiminum, haldin á
tveggja ára fresti. Tilgangurinn er
auðvitað sá, „að bæði listamenn-
irnir og þeir, sem standa að sýning-
unni fái einhvers konar yfirlit yfir
það, sem er að gerast annars staðar
í heiminum, og til þess, að verkin
komist áleiðis til gallería eða
safna“, eins og Magnús Pálsson
myndlistarmaður orðaði það í við-
tali við Helgarpóstinn, en hann er
annar umsjónarmaður íslensku
deildarinnar, ásamt Gunnari
Snorra Gunnarssyni, fyrsta sendi-
ráðsritara í París.
Parísarbíennallinn var fyrst
haldinn árið 1959, og síðan á
tveggja ára fresti, að undanskildu
árinu 1979. Umfang sýningarinnar
hefur aukist ár frá ári, og nú varð
t.d. að reisa tjöld fyrir utan safn-
húsið til þess að koma öllum lista-
verkunum fyrir.
Listaverkin, sem þarna eru sýnd,
eru af margvíslegum toga: mál-
verk, sum risastór og önnur minni,
skúlptúrar alls konar, ljósmyndir,
kvikmyndir, videó og skyggnur,
svo eitthvað sé nefnt. En hér verð-
ur ekki farið út á þann hála ís að
leggja dóm á þessi verk, svo fjöl-
breytileg, sem þau eru. Við látum
öðrum það eftir. Svo mikið er þó
víst, að allir þeir, sem á annað borð
hafa áhuga á því, sem er að gerast í
nútímamyndlist, ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi.
íslendingaþáttur
íslendingar tóku fyrst þátt í Par-
ísarbíennalinum árið 1969, síðan
árin 1973,1975,1980 og loks núna,
árið 1982. Aðalfulltrúar íslands að
þessu sinni eru þrír, þeir Kristinn
Guðbrandur Harðarson, sem les-
endur Helgarpóstsins þekkja
kannski betur sem útlitsteiknara
blaðsins, Magnús V. Guðlaugsson
og Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson. Auk þess verða sýndar
litskyggnur af verkum sex annarra
íslenskra listamanna, þeirra Daða
Guðbjörnssonar, Eggerts Péturs-
sonar, Guðjóns Ketilssonar, Guð-
rúnar Hrannar Ragnarsdóttur,
Helga Þorgils Friðjónssonar og
Ingólfs Arnarsonar. Ennfremur
verður sýnd kvikmynd eftir Rúrí,
videóverk eftir Magnús Guð-
laugsson og Þór Elís Pálsson, og
hljóðverk eftir Finnboga Péturs-
son, Magnús Guðlaugsson og fleiri
verða flutt í útvarpsstöð Bíennals-
ins. Það er því allstór hópur ís-
lenskra listamanna, sem á einn eða
annan hátt kemur nálægt þessari
sýningu, sem mun vera sú eina í
heiminum, sem gegnir því hlut-
verki að koma á framfæri list ungra
manna og kvenna. Það þarf því
varla að spyrja hvort þátttaka ís-
lendinga í sýningunni hafi mikla
þýðingu fyrir okkur. Þeirri spurn-
ingu var þó beint til Magnúsar Páls-
sonar. (Það skal tekið fram í þessu
sambandi, að undirritaður var beð-
inn um að nefna það ekki, að
spjallið við þremenningana fór
fram á Café de Flore, þar sem
Jean-Paul heitinn Sartre upphugs-
aði speki sína og þambaði sjálfsagt
kaffi með. Þessu er hér með komið
á framfæri) (Það skal einnig tekið
fram til að forðast allan misskiln-
ing, að Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson var farinn frá París, þeg-
ar spjallið fór fram, og verður því
ekki hægt að tala sérstaklega um
\erk hans)
Magnús Pálsson ætlar þó að
svara spurningunni:
„Það hefur mjög mikla þýðingu,
texti og myndir:^Uuðlaugur £Uergmundsson