Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 5
 urinn. Föstudagur 12. nóvember 1982 5 - Hvað með þig sjálfan? Hvaða augum lítur þú sjálfan þig? Sem mannsbana - eða jafnvel morð- ingja, svo maður noti grimm orð? Þögn. Svo: „Ég á nú erfitt með að koma orðum að þessu - en ég held að ég líti ekki á mig sem verri •mann. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta mál allt - nema kannski fyrstu mánuðina og árin hérna. Mér finnst ég vera meira og minna sami maðurinn og áður.“ Engin skýring - Hvers vegna gerðir þú þá það, senr þú gerðir? „Ég hafði aldrei neina skýringu á því, sem ég meinti af öllu hjarta. Ég held að ég hafi ennþá enga skýr- ingu. Ef það er til einhver skýring, þá er hún hérna inni (bendir á höf- uð sér) og kemur ekkert út. Þetta var eins og fljótræði - maður hugs- ar bara eftir á. Eða þá að maður hugsar ekkert. Ég var 'mikið í víni og róandi lyfjum á þessum tíma, blandaði því saman. Svoleiðis kokk- teilar valda oft sprengingum." - Hvernig heldurðu svo að þér gangi að lifa við þetta það sem eftir er ævinnar? „Mig langar bara að lifa eins og hver annar. Klára námið og taka upp nýjan þráð. Ég er búinn að kvitta fyrir mitt, held ég - að minnsta kosti gagnvart þjóðfé- laginu. Ég held að þeir, sem dæmdu mig, telji svo vera - þeir eru lögfróðir menn og ættu að hafa betra vit en ég. Nú vilja þeir bráðum sleppa mér út og þá er ég laus.“ - Atburðurinn sækir ekki á þig? „Auðvitað fær maður af og til þunglyndisköst. Þá finnst manni að allt sé á móti sér - kerfið og allt lífið. Þá kemur þetta stundum upp: af hverju þurfti þetta endilega að koma fyrir mig? Ég óska þess vita- skuld að þetta hefði aldrei gerst - bæði mín vegna og hans vegna, mannsins sem varð fyrir mér. En þetta hefur gerst. Það verður ekki aftur tekið.“ Á refsinguna skiida - Er einhver tími öðrum fremur, sem þessar hugsanir sækja á þig? Á deginum, sem þetta gerðist, til dæmis? FRA RENAULT, ,MEÐ HTIL Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rétt. þeir gáfu RENAULT 9 titilinn BÍLL ÁRSINS 1982 Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið.... Renault 9 er bíllinn fyrir þig. RENAULT „BÍLL MEÐ TITIL“ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 „Nei - ja, það er helst á gamlárs- kvöld og í kringum jólin að maður vill komast í burtu. Þá kemur þráin í mann. En ég hugsa ekki mikið um það, sem er að gerast fyrir utan rimlana. Maður er engu bættari með því að vera sífellt að hugsa um af hverju maður er að missa og hvar maður gæti verið í þetta skiptið eða hitt. Ég er hér - og stundum finnst mér satt að segja að ég hafi aldrei verið annars staðar. Ég á heima hérna - enn um sinn.“ - Hvað gerirðu þegar þunglyndið sækir að? „Það er ekki mikið hægt að gera. Maður verður að vona að það líði hjá.“ - Græturðu? Hik. „Já, það hefur komið fyrir. Manni léttir verulega á eftir.“ - Hvaðvarlangt síðan þú hafðir grátið þegar þú komst hingað fyrst? - Ó, það man ég ekki. Það hljóta að hafa verið mörg ár - ætli ég hafi ekki verið tíu eða tólf ára. En það þýðir ekkert að vera að vorkenna sér. Einn og einn fangi hér gerir það. Ég hef aldrei vorkennt sjálf- um mér. Ég á þessa refsingu skilda. Því er nú andskotans verr.“ Emil Guðmundsson hótelstjóri: Fúleggjum skilað til föðurhúsanna í síðasta tölublaði Helgarpósts- ins lætur Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri framleiðslu- ráðs, enn að því liggja, að innflutt egg hafí verið á boðstólum á Hótel Loftleiðum. Er haft eftir Gunnari að í bréfí stjórnarmanns í Sam- bandi eggjaframleiðenda til landbúnaðarráðherra hafí bréfrit- ari það eftir starfsfólki hótelsins, að þar hafí innflutt egg verið á boð- stólum. Vegna þessara fáránlegu ásak- ana hafði ég samband við Gunnar Guðbjartsson og fékk afrit af um- ræddu bréfi. Kom í Ijós að þar er hvergi vikið einu orði að Hótel Loftleiðum né starfsfólki þess. Jafnframt tjáði Gunnar Guðbjarts- son mér, að þegar Helgarpósturinn ræddi við hann, hefði hann aldrei nefnt nafn Hótels Loftleiða. Hins vegar sagðist hann hafa minnst á Flugleiðir. í því sambandi er rétt að fram komi, að ofsagt var hjá mér í Helgarpóstinum á dögunum, að egg hefðu verið flutt inn í flugeld- húsið á Keflavíkurflugvelli með leyfi landbúnaðarráðherra. Það fer ekki milli mála, að ekki stendur steinn yfir steini hvað varðar ásakanir um innflutt egg á Hótel Loftleiðum. Innflutt egg hafa ekki komið þar inn fyrir dyr. Er leitt til þsss að vita , að hótelið og starfsfólk þess skuli hafa orðið fyrir tilhæfulausum óhróðri af þessu tagi. Það skal tekið fram, að Gunnar Guðbjartsson las þessa yfirlýsingu áður en hún var send blaðinu og hreyfði hann engum efasemdum. Með þökk fyrir birtinguna, Emil Guðmundsson Athugasemd: Helgarpósturinn fagnar því að fullyrðingar Gunnars Guðbjarts- sonar hafa reynst rangar. Hins veg- ar ber að harma að framkvæmda- stjóri framleiðsluráðs skuli ekki vera ábyrgari en það, að fullyrða slíkt við blað en segja síðan, þegar á hann er gengið, að blaðið ljúgi því uppá sig. Fyrir hálfum mánuði, þegar vinnsla greinar um smyglaða landbúnaðarvöru á íslenskum markaði stóð yfir, sagðist Gunnar í samtali við Helgarpóstinn hafa „nokkra vissu“ um smygiuð egg á Hótcl Loftleiðum, vel að merkja Hótel Loftleiðum, en ekki Flug- vettvanqur Tugir tonna af smygluðu --sv- leiðum. Þessi ummæli voru»«íéan lesin fyrir hann og staðfest af hon- um í framhaldi af athugasemd Emils Guðmundssonar hótel- stjóra f síðasta blaði. Ósvífni og ábyrgðarleysi framkvæmdastjórans í þessu máli hafa nú leitt til þess að hann situr eftir með fangið fullt af fúleggjum. Slík vara er ekki inn- lendri landbúnaðarframleiðslu til framdráttar. - Ris(j.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.