Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 18
18 JÓGÚRTIN LENGIR LÍFIЗ ENDA GAT ABRAHAM ÍSAK... Jógúrt er einhver elsta fæðutegund í heimi, þótt tiltölulega stutt sé síðan Vesturlandabúar kynnt- ust henni. Sögur herma að hirðingjar í Asíu hafi uppgötvað hana fyrir tilviljun. A ferðalögum geymdu þeir mjólk sína í belgjum gerðum úr kindamögum og við sólarhitann mynduðust í þeim geriar sem oiiu því að mjóikin „hljóp“ og varð að þeirri afurð sem við nú köllum jógúrt. Hirðingjun- um hefur síöan skilist að jógúrtin geymdist mun betur en nýmjólk og að breyta mætti mjólk í jógúrt einfaldlega með því að hræra örlitlum skammti af „lifandi*' jógúrt saman við mikiu stærri mjólkur- skammt. Ýmsar sögur eru tengdar hollustu jógúrtarinnar sem margir viija beinlínis eigna torskýrðan törfa- mátt. Sköpunarsaganhermirt.d. að Abraham hafi boðið mönnunum þremur, sem færðu honum fregnina af fæðingu ísaks, að samfagna sér með jógúrt (eöa iaban), og gyðinglegar sagnir þakka einmitt jógúrtinni langlífi og frjósemi Abrahams. En hann var hundrað ára er hann gat ísak, eins og menn sjálfsagt muna... Jógúrt hefur frá ómunatíð verið aigeng fæða víða í Mið-Asíu, Austurlöndum nær, Miðaustur- löndum, og svo í Balkanlöndunum. Flya Mechin- ov, forstöðumaður Pasteur-rannsóknarstofnunar- innar á síðari hluta 19. aldar, vann lengi við rann- sóknir á öldrunarsjúkdómum. Það vakti furðu hans hve gamalt fólk í Búlgaríu var heilsuhraust og langlíft, karlmennirnir héldu margir hverjir áfram að stunda erfiöisvinnu og geta börn löngu eftir að flestir jafnaldrar þeirra í Vestur-Evrópu voru komnir undir græna torfu, æðakalkaðir og ristil- bólgnir. í Ijós kom að Búlgarir þessir boröuðu mun minna en hinir skammæru Vesturevrópubúar álitu nauðsynlegt, en skófluðu daglega í sig jógúrt. Niðurstaða Mechinovs var aiitént sú að í jógúrt- inni fæiist leyndardómurinn að ianglífi þeirra og hestaheiisu. Honum tókst að einangra úr henni tvo dúndurgerla, sem hann nefndi Streptococcus therifiophilus og Lactobacillus bulgaricus. Áleit hann að þeir héldu í skefjum skaðlegum bakterí- um sem ella dveldust langdvöium í meitingarvegi A!;itkr;ik;iu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur t manna, eitruðu smám saman út frá sér og hröðuðu hrörnun líkamans. Hvað sem fyrrgreindum töframætti líður, hefur jógúrtin mjög mikið næringargiidi. Hún inniheld- ur meira af B-vítamínunum þíamíni og riboflavíni en mjólk, einnig meira af eggjahvítucfnum. Auk þesser hún rík af kalsíum, járni, fosfóri ogpotassi- um, en er afar titusnauð. Jógúrt getur gegnt margvíslegu. hlutverki við matargerð. Hana er ekki aðeins hægt að borða í morgunverð, eina sér eða í bland við musl og ávexti, heldur má nota hanaí ljúífengadrykki með ýmisskonar l.rragði, heitar og kaidar sósur með kjöti, fiski eða grænmeti, í eftirrétti og jafnvel til baksturs. Hér á eftir koma nokkrar uppskriftir því tii sönnunar. En fyrst er um að gera að læra hvern- ig maður getur sjátfur búið til jógúrt. Það er sára- einfalt og þannig má svo sannarlega spara margar krónurnar. Heimatilbúin jógúrt 6 - 10 dl nýmjólk 1 ’/í dl hrein jógúrt (1 dós) Látið nýmjólkina bullsjóða þannig að hún freyði upp að pottbarminum og haldiö pottinum yfir hellunni svo aö froðan haldist þannig í eina til tvær mínútur. Kælið mjólkina niður að u.þ.b. 43 gr. C. Hrærið jógúrtinni þá saman við mjöikina, setjið lok á pottinn og látið hann standa á heitum stað í 5 - 10 klst. (eftir hitastigi). Mér og öörum hefur reynst vel að vefja lopapeysu utan um pott- inn og láta hann standa á miðstöðvarofni yfir nótt. Þegar jógúrtin er orðin þykkt hlaup. hrærið þið í henni og kælið hana í lokuðu íláti í ísskápnum. Kælingin stöðvar gerlastarfsemina; haldið því eftir u.þ.b. 3 msk af jógúrtinni til að nota í næstu „lögn". Nokkur heilræði: 1.’ Jögúrtin sem þið notið í „iögnina" vcrður að vera fersk. 2. Gangið úr skugga um að ílátin og áhöldin sem þið notið til jógúrtgerðarinnar séu tandurhrein, til að forðast áhrif óviðkomandi baktería. 3. Jógúrtin verður að fá að hvíla algjörlega í friði við jafnt hitastig á meðan á gerjun stendur. 4. Hrein jógúrt geymist betur en sú, sem ávöxtum hefur verið blandað saman við. Ávaxtagerlarnir geta gert jógúrtina hálfsiepjulega og þess vegna er best að blanda þeim saman við hana rétt áður en hún skal etin (eða a.m.k. samdægurs). 5. Ef jógúrtin súrnar er það líkast til vegna þess að hún var iátin gerjast of lengi, eða vegná þess að mjólkin sem þið notuðuð var of heit. Jógúrt með musli og eplum Möguieikarnir við að setja saman morgunverð úr hreinni jógúrt, musli og ferskum eða þurrkuð- um ávöxtum eru óþrjótandi. Hér kemur eín upp- ástunga sem minnir nokkuð á tilbúnu trefjajógúrt- ina. Uppskriftin er handa fjórum. Hægt er að út- búa jógúrtina kvöldið áður og láta hana standa í iokuðu íláti í ísskápnum yfir nóttina, en nýlöguð er hún samt óneitanlega meira uppvekjandi. 2 msk fljótandi hunang 2 msk eplasafl 2 epli, gjarnan rauð safi úr hálfri sítrónu 6 di jógúrt (4 dósir) 175 gr musl, gjarnan hcimatilbúið Afhýðið epiin og rífið með rifjárni. Hrærið saman eplasafanum, hunangi og sítrónusafa og hellið blöndunni yfir eplin. Hrærið svo öilu saman í skái, rifnum eplum, jógúrt og musli, og deilið ofan í fjóra geispandi munna sem munu samstund- is smjatta... Léttur hádegisverður eða millimála- drykkur Hér kemur uppskrift að einstaklega ljúffengum drykk sem í rauninni má gæða sér á við öil tæki- færi. Einn og sér er hann fyrirtaks hádegisverður fyrir þá sem þurfa að gæta hófs í mataræði, unaðs- legur millimáiadrykkur fyrir börn jafnt sem full- orðna. En einnig mætti vei hugsa sér hann sem eftirrétt. Uppskriftin fleytifyllir tvö stór glös. safi úr einni sítrónu safi úr tveimur appcisínum 1 egg 2 msk hvcitikim 1 msk fljótandi hunang 3 dl jógúrt (2 dósir) Hrærið öllu saman með tiltækum áhöldum: í hrær- ivél, „mixara" eða einfaldlega með gaffli. Krassandi kjötbollur Nautahakk er algengt hráefni hérlendis. Hér kemur því líkast til kærkomin uppskrift að kjöt- bollum í frumlegri velkryddaðri jógúrtsósu. Upp- skriftin er fyrir fjóra. 450 gr nautahakk llaukur 1 hvítlauksrif 'h tsk kúmenduft N 'h tsk. timjan salt og pipar u.þ.b. 50 gr hveiti 3 msk mutarolía 3 dl kjötkraftur (cða 3 dl af vatni og einn súpu- teningur) 3 dl jógúrt (2 dósir) 'h tsk cayennapipar 1 msk þurrkuð stcinselja 1. Stiilið ofninn á 180 gr. C. 2. Afhýðiö laukinn og saxið smátt, merjið hvít- lauksrifið og blandið hvoru tveggja sarnan við hakkið ásamt kúmeni, timjan, salti og pipar. 3. Mótið litlar bollur úr kjöthakkinu og veltið þeim upp úr hveitinu. Léttsteikið bollurnar í olíunni á pönnu, færið þær síðan yfir á eldhús - pappír og þerrið varlega. 4. Hrærið því sem eftir er af hveitinu saman við fituna á pönnunni og hellið kjötkraftinum saman við. Látið suðuna koma upp, hrærið stöðugt í á meðan þar til úr verður samfellt þykkni. Hrærið nú jógúrtinni út í og kryddið með cayennapipar og þurrkaðri steinselju. 5. Komiðkjötbollunumfyriráeldföstufati, hell- ið sósunni yfir, þekið fatið með álpappír og bakið í 180 gr. heitum ofninum í 30 mín. Berið réttinn fram með soðnum kartöflum og sultu (gjarnan rifsberjasultu). Pælið í því: „Og er Nahor var tuttugu og níu ára, gat hann Tara. Og Nahor lifði eftir að hann gat Tara hundrað og nítján ár og gat sonu og dœtur. Og er Tara var sjötíu ára, gat hann Abram, Nahor og Haran. (...) Og dagar Tara voru tvö hundruð og fitnm ár. Pá andaðist Tara í Haran. “ (I. Mósebók, 11.) Föstudagur 12. nóvember 1982 irinn HÁTÍD SKÁKMANNA Stundum finnst manni heimur- inn hafa stækkað og minnkað í senn. Stækkað með vaxandi fjölda fólks og þjóða, minnkað með vaxandi hraða farartækia. sem nú þjóta á fáum klukkustund- um þá leið, sem áður þurfti daga eða vikur til að komast. Þessi öra þróun stendur manni lifandi fyrir sjónum þegar komið er á Olympíumót. Fyrir miðja öldina voru þátttökuþjóðir að jafnaði ekki fleiri en 20 og það tók okkur íslendinga um viku að komast á mótsstað, þótt hann væri í miðri Evrópu eins og oftast var. En á þessu móti hér í Luzern eru þátttökuþjóðir nærri 100 og það tekur íslensku sveitirnar ekki nema daginn að komast á móts- staðinn. Það var gaman að koma inn í Festhalle á setningardaginn, sjá mislitan mannsöfnuðinn og heyra klið ólíkra og ókenndra tungna, þreifa á því hve skammt sú land- afræði sem maður nam í bernsku Skák eftir Guðmund Arnlaugsson hrekkur og hve stutt tungumála- kunnáttan nær. Það orkaði á mig eins og leifar frá liðinni tíð þegar sumir voru að burðast við að flytja setningarræður sínar á frönsku,-ensku og þýsku, þremur náskyldum tungum, miðað við ýmsar þær tungur aðrar, sem þarna mátti heyra. Átakanlega vantar heiminn eitt allsherjar esperanto á stundum eins og þessari setningarhátíð. En þegar ræður voru þagnaðar og menn sestir að tafli mátti sjá, að allir viðstaddir áttu þó að minnsta kosti eitt sameiginlegt mál sem allir skildu: skákina. Ef aukin kynni milli þjóða geta bætt friðarhorfur í heiminum eru Ólympíumót skákmanna drjúgt spor í þá átt. Þarna hittast menn af ólíkustuþjóðernumvið sam- eiginlegt áhugamál, kynnast hver öðrum og keppa hver við annan - af fullum þunga, en jafnframt í fullri vinsemd og með virðingu fyrir settum reglum. Það er gaman að ganga um þennan mikla sal og virða fyrir sér fólkið niðursokkið í tafíið, eða skoða spjöldin sem segja til um þjóðerni og nöfn. Skamm- stafanir tröliríða heiminum í dag og hér eru þær með versta móti. Sovésku taflmeistararnir eru að vísu svo kunnir að maður sér strax að URS hlýtur að merkja Sovétríkin og sama máli gegnir um USA og ARG. Það er líka tiltölulega fljótlegt að ráða fram úr því, að ISL merkir ekki ísland heldur ísrael. Island er skamm- stafað ISD. En þegar kemur að TTO og RIN og öðrum álíka fer málið að vandast. Hið fyrra tákn- ar Trinidad-Tobago og hið síðara Indónesíu. En skemmtilegast er að horfa á fólkið sjálft. Víða mátti sjá miklar andstæður, meðal annars þar sem búlgarska kvennasveitin tefldi við þá íslensku. Búlgörsku stúlkurnar voru dökkar á brún og brá, bakaðar í eldi suðrænnar sól- ar, okkar stúlkur allar ljóshærðar og ljósar yfirlitum, minntu frekar á mjöll en sól. Þeirri viðureign lauk þannig, að sólin bræddi mjöllina einsog hnyttin áhorf- andi komst að orði: búlgörsku stúlkurnar unnu 3:0. En okkar stúlkur tóku sig vei á og unnu þær egypsku með sama mun í næstu umferð. Yfirleitt má segja að okkar fólki hafi gengið eftir von- um í þeim fjórum umferðum, sem nú er lokið. Athygli áhorfenda - en þeir eru margir - beinist mest að öfl- ugustu þjóðunum og frægustu taflmeisturunum. < Umhverfis borð Sovétmanna og Bandaríkja- manna er margfaldur mannhring- ur - í hæfilegri fjarlægð að sjálf- sögðu. En hverjar eru þá öflug- ustu þjóðirnar? Sé farið eftir stig- areikningi þeim, sem kenndur er við prófessor Arpad Elo, en þau eru mesti vísdómur manna á þessu sviði, en þykja þó hvergi nærri mælikvarði, enda mun hann seint fást, þá er rás efstu þjóða þessi, ef miðað er við meðalstigafjölda hverrar sveitar: 1. Sovétríkin...........2651 2. Bandaríkin........... 2580 3. Ungverjaland......... 2578 4. England.............. 2561 5. Júgóslavía........... 2553 6. Holland...............2546 7. Tékkóslóvakía........ 2545 8. V-Þýskaland...........2517 9. Svíþjóð...............2517 Dvergþjóðin íslendingar eru í 18. sæti með 2446 sig, næst á eftir Argentínu og Kanada en næst á undan Danmörku og Filips- eyjum. Hjá kvennasveitunum er röðin nokkuð frábrugðin: 1. Sovétríkin.......... 2360 2. Ungverjaland ........2205 3. Rúmenía..............2196 4. V-Þýskaland..........2185 5. Júgóslavía...........2165 6. Pólland..............2153 7. Búlgaría............ 2143 8. Svíþjóð..............2)21 9. Spánn................2111 10. Bandaríkin...........2110 Þarna er ísland í 30. sæti með 1813 stig, en það er lægra en eðli- legt er, því að Guðlaug Þor- steinsdóttir, sem er okkar fremsta skákkona að öðrum ó- löstuðum, hefur fórnað skákinni fyrir nám sitt í bili og er því ekki á stigaskrá en teflir á fyrsta borði. Sú keppni, sem vakið hefur mesta athygli fram til þessa, er ' viðureign Bandaríkjasveitarinn- ar við þá sovésku í 3. umferð. Það er að vissu leyti galli að öflugustu sveitirnar skuli leiða saman hesta sína svona snemmamóts og hefði ekki gerst með því afbrigði svissneska kerfisins, sem notað var á Reykjavíkurmótinu í fyrra- vetur. En viðureignin var afar spennandi engu að síður. Lang- mesta athygli vakti taflmennskan á 2. borði, en þar hafði Alburt, sigurvegarinn á síðasta Reykja- Framhald á 17. síðu. I Spilaþraut helgarinnar s -- pöss. Vestur segir fjóra spaða. H Á-K-G-9-5-3 Allir pass. T K-10-6-3 Norður lætur hjarta kóng. Þá L 10-5-2 laufa tíu. S Á-K-D-G-8-2 S 10-9-4-2 H 7 H D-8-6 T Á-D-2 T 7-5-4 ÍJSIAJ L K-6-4 L Á-G-8 in§u §o Qejids n§uiu}}Ojp B}jefq S 7-6-5 §o SE-Bjnc| b uu; jn}}3s jnpuqg H-10-4-2 pnduioj} ue}}B b}jb(h juui bjsa t G-9-8 uui}B| jn}sny uiqs} uiduiojx L D-9-7-3 •Supq Q3ui Qiqa} qbc) 3o jngE Norður opnar á einu hjarta. Tvö QE|ids qnBg uipi ubi} EjnBg tusnBq

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.