Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 13
cness var búinn að gera á sama aldri. . mikið. Það eru þessi ídol sem reka viðkomandi áfram.“ - Andri, ert það þú? „í og með. Það er ég, umhverfi mitt og þeir sem ég er ekki og summan af þessu öllu, plús náttúrlega tilbúningur og óskhyggja. Sýning - Hversvegna leggur þú jafn mikið uppúr fyndni í bókum þínum og raun ber vitni? „Ja, það er spurning um það hvaða lögmál- um textinn lýtur. Orðin verða náttúrlega að vinna fyrir sér. Það er ekkert einfalt mál að skrifa bók. Það er ekki nóg að segja: Ástand- ið var svart. Það dregur hvorki upp ástandið né svertuna. Það verður að búa til það ástand. Einhvernveginn þarf að draga les- andann í gegnum bókina og það er hægt að gera það á ýmsan hátt - með spennu til dæm- is. Mín aðferð hefur aftur á móti falist í því að bregða óvæntri sýn á hlutina. Kannski mundi orðið sýning passa þessari tegund bóka. Það er verið að reyna að sýna hlutina í dálítið öðru ljósi en fólk sér þá í dags daglega, og þessu ljósi fylgir kannski fyndni". - Af hvérju valdirðu þér það hlutverk að skrifa? „Ég man nú ekki eftir neinum ákveðnum punkti þar sem ég ákvað að verða rithöfund- ur. Þetta er hlutur sem mér finnst ég hafi haldið inni ansi lengi. Það er líka mjög sterk bókmenntahefð á Islandi, þannig að þessi spurning kom eiginlega ekki upp. Það er svo fullkomlega eðlilegt áð gerast rithöfundur hér. Ef ég fer síðan oní þetta í persónulegum skilningi verður það miklu flóknara mál. Það er eflaust þetta klassíska með skólastílinn, það að ganga vel í ritgerð og byrja þá kannski tilfinningalega að fjárfesta í því að skrifa.“ - Hvernig áhrif hafði það á þig að breytast úr ungurn óþekktum manni í frægan rithöf- und á nánast svipstundu? „Ég held að rithöfundar finni alls ekki fyrir þessari frægð. Rithöfundur er fyrst og fremst orð, setningar, texti. Hann er ekki andlits- mynd. Ég hugsa að það sé miklu fremur fólk sem vinnur við fjölmiðla eða stjórnmál sem kemst í tæri við jpessa svokölluðu frægð. En aftur á móti er það rétt að ég kom að utan, gaf út Punktinn og hún fékk mjög góðar undir- tektir. Þær voru mjög ánægjulegar.“ Poppbökmennilr? - Punkturinn hafði talsverð áhrif og í kjöl- farið komu aðrar svipaðar bækur. Hvað finnst þér um þær? „Ég veit það ekki. Það þarf meiri fjarlægð til að meta einhverja ákveðna bókmennta- stefnu. En ég held að það sé sameiginlegt með mörgum þessara höfunda að þeir hafa verið að reyna að skrifa læsilegar bækur, sótt viðfangsefni í nánasta umhverfi sitt og reynt að gera því skil í bókum. Sennilega vegna þess að því hafði ekki verið gerð skil áður. Ég reikna með að þessir menn hafi verið að reyna að fylla uppí eyðu." - Hvað áttu við með læsilegar? „Kannski hefur þetta fólk komist í tæri við upplifun, til dæmis í gegnum rokkmúsík, - í gegnum bítlana, kontist í tæri við eitthvað sem fjöldi fólks gekkst upp í um leið. Seinna þegar þetta fólk fer að skrifa bækur hefur það langað til að halda þessu sambandi áfram í gegnum bækur. Bækurnar eru því læsilegar á svipaðan hátt og músíkin er meðtækileg." - Einskonar poppbækur? „Kannski ekki, en bækur sem hafa verið að taka inn áhrif frá þessu fyrirbæri, sem við vitum að var með stóru effi. Við vitum að rithöfundar og þá bókmenntir breytast. Þú ert ekki að skrifa fyrir sömu lesendur í dag og höfundar fyrir 20 til 30 árum. Allt sem kemur inní heimsmynd okkar, hvort sem það eru kvikmyndir, eða sjónvarp og videó, eða tón- list, það hlýtur að breyta bæði lesendum og höfundum og þ.a.l. bókmenntunum." - Hvað taka svona breytingar langan tíma? Væri Punkturinn t.d. allt öðruvísi bók ef þú skrifaðir hann í dag? „Örugglega. Vegna þess að svo margt hef- ur gerst í millitíðinni sem hlyti að breyta stell- ingum mínum. En ég reyni hinsvegar að skrifa ekki aftur bók sem ég er búinn með. er hjá mér að hafa jafnan tíma til að vinna stöðugt. Síðan er vinnan breytileg eftir því á hvaða stigi ég er í handritinu. Á lokavinnslu- stigi þessarar bókar, síðasta hálfa árið eða svo, hef ég unnið mjög hektískt." - Reynist þér ekki stundum erfitt að vinna án utanaðkomandi aðhalds? Er ekki freistandi að slá þessu upp í kæruleysi og fara út í sólina ef hún skín...? „Ég hugsa að freistingin væri meiri ef að- haldið væri eitthvað annað en þú sjálfur. Ég held að menn fatti mjög fljótt eftir að þeir byrja að skrifa að þetta svokallaða stuð er ekki til sem neitt fyrirframtilbúið ástand, heldur verður hver og einn að skapa það sjálfur. Að vinna sig í stuð. Það rennur af- skaplega fljótt upp fyrir mönnum, held ég, að ef þeir svindla í vinnu hjá sjálfum sér þá eru þeir auðvitað að svindla á sjálfum sér.“ Polillk - Hefurðu mjög ákveðnar pólitískar skoð- anir? Þú ert harður Marxisti, eða hvað? „Ég hef ekki fyrirfram ákveðnar pólitískar skoðanir. Þær mótast frá degi til dags, eins og h'klega hjá flestum öðrum. Og Marx er einn af mínum uppáhaldsrithöfundum. Mérfinnast reyndar stjórnmál, eins og þau eru praktíseruð frá degi til dags, í blöðum og á alþingi,vera þess eðlis að það er mjög erfitt að festa áhuga við þau. Stjórnmál eiga eins og ég minntist á áðan, að fjalla um lífið í miklu breiðari skilningi en við erum vön af þessari pólitík með litlum staf. Hún snýst unt efna- hagslífið, um atvinnulífið.en hún þyrfti fullt eins mikið að snúast um frítímann. Mérfinnst dálítið erfitt að hafa áhuga á efnahagslífi einu sér. án þess að athuga hvað er hægt að gera með það. Og í svona þjóðfélagi, eins og okk- ar, þar sem fjöldi fólks vinnur störf sem það hefur engan áhuga á og sem gefur þeim lík- lega mjög lítið, finnst mér að meginmálið eigi að vera frítíminn. Hvernigeigi að koma efna- hagslífinu þannig fyrir að leiðinlegi tíminn minnki og frítíminn, sem er sá tími sem ein- staklingurinn hefur til þess að þroska sig, geti aukist. Það er ekki vanþörf á að fólk athugi hvers vegna það stendur í þessu. Er maður að vinna til að vinna, eða er vinnan ill nauðsyn, sent verður að Ijúka áður en farið er að gera eitthvað annað skemmtilegra?" - Vinnur ekki fólk til að hafa að éta? „Ég hugsa að sumir mættu nú éta ansi ntik- ið ef það væri svarið. Hér er vinnan ein ogsér talin göfgandi og það er alltaf verið að stilla upp einhverjum biblíumyndum af fólki sem vinnur svo og svo mikið og aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Það er mér framandi að stilla upp vinnu sem einhverju fyrirntyndar- ástandi. Að vera rithöfundur er ef til vill tilraun til að svindla svolítið í þeirri hlutverkaskiptingu sem er neytt uppá okkur. Flestir eru neyddir til að velja sér eitthvert eitt starf, sem þeir síðan sitja fastir í. Þú tekur eftir því að þegar þú spyrð krakka hvað hann vilji verða þá tilgreinir hann aldrei eitt starf, alltaf fjögur eða fimm. Að skrifa er líklega tilraun til að halda þessum fjórum fimm inní dæminu. 7 il- raun til að átta sigáþessu lífi sem maður lifir.“ ,rjnn Föstudagur 12. nóvember 1982 Það er auðvitað vonlaust verk. Ég reikna samt með að höfundurinn sé krítískastur af öllum á það sem hann skrifar. Hann veit best sjálfur um veikleika sína og hvar þeir birtast í textanum og hvernig eitthvað hefði mátt verða betra." Elnkahrliicrlng - Hefurðu á tilfinningunni að fólk hér líti meira upp til rithöfunda en annarsstaðar? „Já ég held óneitanlega að á íslandi séu ritstörf og allt í kringum þau ntiklu meira mál en ánnarsstaðar. Það er ákveðin goðsaga í kringum bókmenntir hér, og í kringum rithöf- unda. Sjálfsagt er það tímabundið og tengt Halldóri Laxness - því að á okkar dögum fékk íslenskur rithöfundur bókmenntaverð- laun Nobels. Ég hugsa að íslenskir rithöfund- ar verði oft varir við þetta og finnist þetta goðsagnakennda andrúmsloft í kringum starfið óþægilegt." - En það er kannski ástæðan fyrir því að svo marga dreymir hér uni að skrifa bækur? „Ég veit ekki. Þegar ég var í menntaskóla var mikið snobbað fyrir bókmenntum, og það var algengt, sérstaklega hjá strákum, að hafa uppi plön um heimsfrægð útá ritstörf. En ég þekki ekki unga fólkið nógu vel núna til að vita um hvað draumórar þess snúast. Þetta kann að hafa breyst. Kannski er þetta hka í menningu okkar. Það að skrifa bók er svolítiI einkabrillering og öll slík brillering er mjög inngróin í okkar menningu. Allt frá Jesú Kristi líklega." - Hvað er það í starfi þínu sem gefur þér mest? „Að skrifa bók er sérkennilegt að því leyti að þú rennir blint í sjóinn. Það er svo mikil óvissa um útkomuna. Þú hefur enga bókaða niðurstöðu, eins og ég reikna með að sé í flestum störfum öðrum. Það er að sumu ieyti mjög angistarfull staðreynd, en um leið það sem gerir þetta spennandi. Síðan er það bara skemmtilegt og leiðinlegt eftir því hvernig verkið vinnst. Það er gaman þegar þér finnst þú hafa grafið þig niður á einhverja æð sem þú áttir ekki von á, og gaman að fylgja henni eftir. Svo má líka endalaust útmála pirringinn og leiðindin við hjakkið". SlllO - Ertu vinnuþjarkur? „Ég reym að vinna mjög stöðugt. Yfirlega og þolinmæðivinna henta mér mjög vel. Mörgum rithöfundum finnst þessi einangrun - að vinna einn - erfiðust. Aftur á móti lætur mér vel að geta legið yfir verki. Ég er mjög seinvirkur, reikna ég með. En höfuðatriðið Að aka bfl - Hvernig lífi lifirðu? Borgaralega? „Ég reyni að móta líf mitt af kringumstæð- um hverju sinni. Að lifa er eins og að aka bíl við misjafnar kringumstæður. Þú ekur ekki eins á malbikuðum vegi og á ntalarvegi og þú ert ekki alltaf í sama gír. Það hlýtur að fara eftir kringumstæðum hverju sinni hvernig þú hagar lífi þínu. Undanfarið hef ég aðallega gefið mig að fjölskyldu ntinni - börnunum og uppeldi þeirra.“ - Hvað gerirðu við þann frilíma sem þú gefur þér? Ferðu í lax - eða til útlanda? „Ég fer út, já, helst ef ég á eitthverterindi. Til að ná íeitthvað sem ekki er hægt að fá hér. Hreinlega að fara í bókabúð til dæmis. Eða í bíó, eða á söfn. En það er bara þannig með það að skrifa að það vill verða mjög óverk- skipt. Rithöfundureralltafaðskrifa. Efhann fer í lax reynir hann að ná laxinum inn í sögu. Það er mjög óhægt að flokka hlutina niður í áhugamál og alvörumál og eitthvað slíkt. Þetta vill renna saman í eitt mál, - málið“. Harmieikurinn i iffl iðiks - Enílífinu almennt, hvað gefur þér mest? „Ég er mjög gráðugur á lífið. Ég er ekki að velta fyrir mér lífi eftir þetta líf, heldur skoða ég lífið sem okkar eina séns. Og tel það hlut- verk okkar að gera allt innan þeirra tíma- marka sem það skammtar okkur. Það sem mér er ógeðfelldast er að fást við eitthvað sem ég hef ekki áhuga á að gera. Það tel ég einmitt algengasta harmleikinn í lífi fólks. Það jafngildir örkumlun. Þess vegna tel ég að listin að lifa eigi að vera höfuðvið- fangsefni stjórnmálanna. Skapa forsendur fyrir því að hver einstaklingur geti náð því útúr lífinu serú hann langar. Það er alveg á hreinu hvað hefur gefið mér mest. Það er reynslan að eignast börn og fylgjast með þeim vaxa og dafna og sjá heiminn með þeirra augum. Þessunt nýju, fersku og skáldlegu augum. Það tekur mig líka sárt að sjá hvernig við glötum niður þessum upplifunarmöguleikum í gegnum börn. Ég er svo heppinn að hafa getað verið heima og því fylgst meira með börnunum mínum en gengur og gerist, að minnsta kosti hvað varðar karlmenn. Það er annar aðai harmleikurinn í lífi okkar að vinnu ryþminn skuli snúa barnauppeldinu úr þeim fögnuði sem það ætti að vera yfir í martröð - einn allsherjar höfuðverk. Þarna er komið annað viðfangsefni fvrir stjórnmálamenn. Hver einasta fjölskylda á heimtingu á svig- rúmi til að klára sig fra múr hlustaverk eða öðrurn veikindum t.d. án utanaðkomandi þrýstings."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.