Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 19
hlelgai----- Zpostunnn. Föstudagur 12. nóvember 1982 19 íslensk félags- ráðgjöf í Kaup- manna höfn Undanfarin þrjú sumur hefur íslensk félagsráðgjöf verið starfrækt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Um þess- ar mundir er starfshópur félagsráðgjafarinnar að leggja síðustu hönd á upplýsingabækling fyrir ís- lendinga sem búsettir eru eða hafa í hyggju að setjast að í Danmörku.Afþessu til- efni náði ég tali af Yngva Sveinssyni félagsráðgjafa og Guðrúnu Ögmundsdóttur félagsráðgjafamema og bað þau um að segja frá. Tilefnið var félagsráðgjöfin, og oft og ósjálfrátt barst talið að danska kerfínu og eftir á held ég að það sé skynsamlcgt að taka það allt með, nógar eru goðsagnirnar og hænurnar sem til hafa orðið úr einni fjöður á leið sinni yfír Atl- antshafíð. Grasrótarstarf Hver var svo aðdragand- inn að íslenskri félagsráð- gjöf í Kaupmannahöfn? Guðrún: „Það var vorið '80 sem við Gísli Þórðarson fórum að athuga mögu- leikana. Mikið hafði verið rætt um þörf á slíkri ráðgjöf, um veturinn hafði kvenna- hópur safnað saman upplýs- ingum og eftir að fundur nteð farandverkafólki var haldinn í Jónshúsi var hafist handa. Ég vann með faraitd- verkafólkshópnum að þessu mest allt sumarið og það sýndi sig að þörfin var fyrir hendi. Síðan var rætt um þetta við félagsmála- ráðherra þegar hann var hér á ferð og-hefur félagsmála- ráðuneytið heima veitt styrk til starfseminnar undanfarin tvö sumur. Við komumst ekki inná síðustu fjárlög, en það er markmiðiö að þetta verði fastur liður á fjár- lögurn." Yngvi: „Við erum líka löngu búin að reka okkur á að það..er engan veginn nóg að hafa opið um sumar- tímann. Við höfum reynt að láta peningana teygjast fram til 1. október til að náms- menn nýkomnir hingað nái að hafa not af ráðgjöfinni, en það er bagalegt að þurfa að loka í óvissu um framhald og byrja svo upp á nýtt hálfu ári seinna." Guðrún: „Það hefur verið þannig sl. tvö sumur að hóp- ur hefur starfað að rekstrin- unt. í honum hafa verið fé- lagsráðgjafar, nenrar og sálfræðinemar sem eru langt komnir í nánii. Við höfunt svo haldið starfsfundi hálfsmánaðarlega þar sem erfið mál hafa verið tekin fyrir og hinir reyndari hafa ntiðlað af þekkingu sinni og reynslu." Yngvi: „Auk okkar hafa verið Ólöf Thorarensen,sem hefur starfað hér sem féíags- ráðgjafi síðan 1976, Gísli Pórðarson hefur bæði kennara- og félagsráðgjafa- ntenntun og sálfræði- nemarnir eru Már Magnús- son, Holger Torp og Krist- ján Magnússon. Éghef sjálf- ur búið hér í 12 ár. Fró janú- ar 1974 hef ég unnið sem fé- lagsráðgjafi en er nú í árs orlofi og er í, getum við kall- að, framhaldsnámi." Guðrún: „Ég lýk nánti nú í janúar, ég hef verið að læra féíagsráðgjöf t háskólanum í Roskilde. í sambandi við námið hef ég unnið á heimili fyrir áfengissjúklinga." Ekki opinber stofnun Yngvi: „Pað hefur háð starfi okkar að íslenska fé- lagsráðgjöfin hefurekki ver- ið opinber í Kaupmanna- höfn. Ef svo væri gætum við komist í snertingu við vanda mál sem komá upp á t.d. sjúkrahúsum, fungelsum og félagsmálastofnunum. Ef við vissum af slíkum dæmum gætum við haft samband og samráð við viðkomandi. Það hefur eingöngu verið í gegnum persónuleg tengsl sem við höfum getað látið vita af okkur." GuSrún: „Félagsráðgjöf hinna Norðurlandaþjóð- anna hefur þennan opinbera status, þ.e.a.s. félagsráðgjöf Svía, Norðmanna og Finna. Munurinn á þeim og okkur er sá að þeirra starfsvið mið- ast nær eingöngu við eitur- lyfjavandamálin. Viðhöfum hins vegar ekki haft nein af- skipti af slíku, en í gegnum þeirra sambönd höfum við frétt að engir íslendingar séu í meðferð hér vegna eiturlyfjaneyslu." Yngvi: „Hér komast eiturlyfjasjúklingar yfirleitt í snertingu við kerfið hálfu til heilu ári eftir að þeir byrja, hvort sem það er vegna meðferðar eða ein- hverra vandamála." Guðrún: „Hér er nauð- synlegt að taka fram að dregin eru skörp skil á milli hass annars vegar og eitur- lyfja hins vegar. Þegar talað er um eiturlyfjasjúklinga er ekki átt við fólk sem reykir hass. Þessu er hins vegar miskunnarlaust blandað saman á íslandi." Húsnæðis- og atvinnuleit Yngvi: „Það fólk. sem við getum kannski kallað utan- garðsfólk og kont hingað mikið fyrir 4-5 áruni hefur ekki lengur efni á að kpma hingað. Við höfum því ekki haft inikið af þessu fólki að segja. Þau mál sem leitað er til okkar út af eru aðallega húsnæðismál og atvinnumál fyrir þá sem eru að koma hingað. Þeir sem búa hér fast koma m.a. út af skatta málum." Guð 'ún: „Við vísum fólki á atvinnumiðlanir og aðrar stofnanir. Eins bendum við fólki á að hringja eftir aug- ljsingum. Við látum fólk sjálft reyna, við gefum því heimilisföng og símanúmer og ráðleggjum mörgum að fara á dönskunámskeið. Það kemur fyrir að við hringjum fvrir fólk, því stundum er hreinlega skellt á ef við- komandi talarmeð hreim eða þá er spurt hvaðan við- komandi konti. Þaö er mjög málinu og þau nántskeið sent eru fyrir hendi eru vel til þess fallin að lyfta íslending- um upp úr skóladönskunni sinni og fá þá til að tala." Yngvi: „Yfirleitt eru Dan- ir mjög jákvæðir gagnvart íslendingum. í dager það þó orðið svo, að á mörgunt vinnustöðum vilja þeir t'rek- ar ráða Dani, enda atvinnu- leysið mikið. Svo eru hinir atvinnurekendurnir, eins og t.d. missionshótelin á Vest- urbrú,sem vilja ráða íslend- inga þar sem þeir eru ómeðvitaðir um rétt sinn: lágmarkslaun, vinnulöggjöf ofl. Yfirleitt eru þetta ís- lenskar stelpur sem eru hér aðeins yfir sumartímann og finnst því ekki taka því að skrá sig í verkalýðsfélag. Þegar vandræði konta upp gerir verkalýðsfélagið ekki neitt, ef fólk er ekki í þeirra félagi og ef fólk skráir sig svo er það rekiö af vinnustaö. Þetta vita þessir atvinnu- rekendur og notfæra sér og eru mörg dæmi þess að ís- lendingar vinni við eiturefni í skítugum yerksmiðjum og á miklum vinnuhraða. Með því að þekkja ekki réttindi sín og þær óskrifuðu reglur sem gilda á vinnustöðum geta íslendingar eyðilagt fyrir starfsfélögum sfnum og orðið óvinsælir nteðal þeirra." Kaupið stendur í stað Yngvi: „S.l. 5-6 ár hefur kaupið hér staðið í stað. Áður var hægt að vinna venjulega dagvinnu og þéna samt sem áður töluvert meira en heima. Að vísu er tímakaupið hér hærra en heima en þar á móti kemur að skattar hér eru töluvert hærri. Atvinnuleysiö hefur einnig aukist gífurlega. Fyrst við tölurn um skatta þá dettur mér í hug að kerfiö hér er orðið svo gífurlegt bákn, völundarhús. Þótt hringt sé í yfirvöld er erfitt að ná í nokkurn.sem getur gefið svar. Það er tilviljana- kennt hversu háa skatta- prósentu þér er ger! að borga af launurr. þínum og þá er mikilvægt fyrir hvern Og einn að kynna sér regl- urnar. íslenskir námsmenn geta átt rétt á vissum skatta- hlunnindum en hér veröur fólk að vera gift til að geta notfært sér skattafrádrátt makans, t.d. þegar aðeins annar aðilinn vinnur en hinn lærir." 1800 íslendingar Guðrún: „Árið 1981 voru rúmlega 1800 Islendingar skrásettir á Stór- Kaupmannahafnarsvæðinu. Það kom okkur á óvart hversu stór hluti þessa fólks býr hér að staöaldri, sem vinnur hér og hefur sína fjöl- skyldu hér. Mun minni hóp- ur eru námsmenn. Hérgeta því komið upp og hér korna upp mörg vandítmál sent gera íslenska féiagsráðgjöf nauðsynlega. T.d. þegar fólk ákveður að skilja. Þá er gott aö geta komiö og leitaö upplýsinga, t.d. um þau rétt- indi sem fólk hefur. en geta veriö breytileg á milli landa. Þaö kemur líka fyrir aö fólk veikist á geöi. Þótt þaö sé fastbúandi fólk þarf ekki að vera lausnin aö leggja þaö inn á danskt sjúkrahús. 1 slíku ástandi talar fólk oft bara íslensku,- það er nógu erfitt fyrir fólk að tjá til- finningar sínar á möðurmál- inu hvaö þá aö jsurfa aö tala útlensku. í mörgum til- vikum finnst okkur nauð- synlegt að fólk sé sent heim í meðferð. Þá er gott að leita til hlutlauss aðila í stað þess að fólk sé aö flækjast á ntilli vina og kunningja sem kannski eru ósantmála unt hvað beri að gera. Nú svo hefur gamalt fólk leitað til okkar í sambandi við íbúða- kaup og lífeyrissjóðslán. Það spyr hvernig sé að kom- ast inn á íslenskt elliheimili, um ellilífeyri oþh. Hingað flyst líka fólk sem fær örorkubætur að heiman. Það reynist mjög erfitt að framfleyta sér á þeirn hér. en örorkuþegar þurfa að hafa búið hér í 3 ár áður en þeir geta ferigið danskar örorku- bætur sent eru mun hærri en þær íslensku. Sama gildir unt ellilífeyri." Yngvi: „Markmið telags- ráðgjafar er að fyrirbyggja. í því sambandi er okkar hug- mynd að íslenskur félags- ráðgjafi verði með fasta viku lega tíma á stúdenta- görðum þar sem flestir ís- lendingar eru búsettir. í von um að ná til þeirra náms- manna sem einangrast og hafa vandantál sent því fylgja. Maður sem nýkom- inn er út til náms er ekki bara einn í útlandinu. gamli kunningjahópurinn er horf- inh og nú á aö byrja á nýju nánti á tiýju máli. Það ér eriginn sem getur flog'iö á milli landa og sest viö skrif- borðið viö lestur eins og ekkert sé." Dönsk félagshjálp Yngvi: „Danska félagsmálalöggjöfin er í raun og veru mjög góö lög- gjöf sem var unnið að fyrir 10-15 árum þegar nóg var til af peningum. Þá vargert ráö fyrir lágmarksfjölda félags- ráðgjafa. í dag eru til minni peningar, mun fleiri leita hjálpar en félagsráð- gjöfunt hefur fækkaö í hlut- falli við þörfina. Allt er byggt á mati á einstöku til- felli og fólk veit ekki hvtiðti réttindi það hefui; það veit hvar loftið er en ekki botn- inn. Þeas. að það er ekki neitt takmark á hversu lága upphæö þú getur fengiö, en vitað eru hversu ntikiö þú getur fengið í mesta lagi. Sjálf löggjöfin er u.þ.b. 15 blaðsjöur en túlkanir og önnur umburðarbréf fylla einn og hálfan metra í hillu. Tilgangur löggjafarinnar v;ir að veita hjálþ öllum þeim sem staddir væru í landinu og væru hjálpar þurfi. En það er goðsögn ein að hægt sé að labba inn í kerfið og láta sjá fyrir sér. Allt slíkt er búiö að vera. Ef þú getur ekki sýnt fram á aö þú hafir von um vinnu, þ.e. skriflegt frá atvinnurekanda,þá ertu sendur heint. Áöur fyrr hafa ungir íslendingar komiö hingað og sagt aö nú sé tími til kominn aö Danir fari aö sjá fyrir okkur. Þaö athyglis- verða er að þessir eldheitu þjóöernissinnar eru yfirleitt fæddir eftir 1955." Einangrun stórborgarinnar Yngvi: „Aö sjálfsögðu búa hér Islendingar sem hafa þaö bágboriö vegna áfengis- og hassncyslu. Þá er sama hvort þetta fólk væri á Islandi eða í Danmörku, helsti ntunurinn er kannski sá að hér er minna um pillu- át. En Kaupmannahöfn er náttúrlega stórborg,svo ég ntyndi ekki ráðleggja for- eldrum að senda 16-17 ára börn út í stóra útland á eigin spýtur. Áfengisdrykkja og reykingar hér þola hins veg- arsamanburð viðdrykkjuna heima þar sem jafnvel heilli brennivínsflösku er hvolft í sig áður en fariö er inn á sveitaball." - Er íslensk félagsráðgjöf nauðsynleg? Yngvi: „Þaö teljum við tvímælalaust; t.d. má benda á þá einangrun senr getur þjakað íslendinga í út- löndum. Nú, þá segir fólk eflaust sem svo að fyrst fólk hefur kosið að búa í út- löndum þá geti það bara tekið afleiðingunum. Hér býr fólk þó af mismunandi orsökum. Ef við sleppum námsmönnunum sem skýra sig sjálfir, þá býr hér fjöldi fólks sem ekki hefur þolað íslenska lífsgæða- kapphlaupið. Hér ríkir ann- að lífsgæðamat, hér hefurðu t.d. frítíma þar sem þú getur kornist í snertingu við strauma sent ekki finnast heima. Áður varauðveldara að koma sér upp lífsgæðum hér, en það hefur dregið úr því, Danmörk er ekki það Gósenland sem það var." Litla ísland Guðrún: „Hópur fólks sem flyst hingað getur ekki þrifist heima vegna skoöana sinna eða sérstöðu og flýr því í algleymi stórborgar- innar. Skýrustu dæmin eru t.d. hommar og lesbíur (og ógiftar og barnlausar konur yfir 25 ára aldri.ES). Stór liluti þessa fólks vill gjarnan búá heima en vegna fá- mennisins fær það ekki not- ið sín. Þarna getur félags- ráðgjöfin komið að góðu gagni. fslenska þjóðfélagið hefur þá ekki alveg brugðist skyldum sínum gagnvart þessu fólki. Slík ráðgjöf get- ur dregiö úr biturleika fólks gagnvarf Fróni. Ef þú hugs-. ar líka um þessa háu tölu, 1800 íslendingar.þá er þetta á stærð viö myndarsveitar- félag heima. Það er ekki hægt aö láta sem þessi fjöldi sé ekki til. Danit hafa enga sérstaka innflytjcndastefnu eins og t.d. Svíar. Hér er félagsráðgjöf hinna Norðurlandanna rekin á vegum sinna ianda, annað hvort í gegnurn félagsmála- ráöuneytiö eöa utan- ríkisráðuneytiö eins og hjá Finnum. Eins og viö sögðum áöan hafa peningar borist á síðustu stundu sl. tvö sumur og eingöngu fyrir velvilja • félagsmálaráðherra og jákvætt hugarfar Einars Agústssonar sendiherra. Við höfum haft mjög ánægju leg samskipti viö íslenska sendiráöið og það hefur haft samhand viö okkur þegar þörf het'ur veriö á." Bæklingurinn Guðrún: „En svo við snú- unt okkur nú aö bæklingn- um sem er að koma út, þá komumst við aö raun um að nauösyn var á upplýsinga- bæklingi um Kaupmanna- höfn. I íann er svo smíðaöur út frá þeim málum sem viö höfum haft afskipti af. I lann er prentaður í þúsundum eintaka. Heima hugsum við okkur aö hann verði látinn liggja frammi hjá vcrkalýðs- félögum, á Hagstofu. TrvHgingastofnun, Félags- stofnun stúdenta, Flug- leiðum og Norræna húsinu. Hér í Kaupmannahöfn verö- ur honunt dreift í íslenska sendiráðiö, Jónshús, (Öst- crvoldgade 12, 1350 K) og Flugleiðir. Við vonúmst til að þessi bæklingur reynist fyrirbyggjandi og ef fólk hefur hug á búsetu hér er því ráðlagt aö kynna sér hann. Nú svo verður fólk að gera sér grein fyrir því að það er að flytja til Danmerkur og að maður verður að aðlaga sig siðunt viðkomandi þjóðar sem í landinu býr. Ef fólk reynir ekki að setja sig inn í ntálið og kynnast Dön- um er hætta á að það einangr, ist hér. Þótt fólk ætli ekki aö setjast hér aö til æviloka er æskilegt að það snúi heim fróðara um kosti og galla hvers lands um sig." mikilvægt aö tólk nái valdi á Guðrún og Yngvi - sinna vandamálum íslendinga í Höfn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.