Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 12. nóvember 1982 _j~lelnat-- , pösturinr^ ingways frá Parísarárum hans á þriðja ára- tugnum. Halldór Laxness þýddi bókina og hún kom út 1966. En svo Andri geti leikið þær rullur sem í bókinni eru þá verður eiginlega að láta umhverfið leika með. Það er t.d. reynt að láta Reykjavík leika París. Bókin gengur á þessum nótum - annarsvegar er verið að fjalla um hversdagsleika Andra og hinsvegar óra hans. Síðan endar það náttúrlega með ósköpum." holuovandainál Oöharinnar - Þessi bók hefur tekið þig býsna langan tíma. Hefur þetta verið erfitt verk? „Já, þessi bók hefur vafist talsvert fyrir mér. Punkturinn, Ég um Mig og Persónur og leikendur eru partur af verki sem ég byrjaði á í janúar 1972. Pá hafði ég ákveðna hugmynd um það hverju ég ætlaði að gera skil í þessum bókum, og mörgu af því sem er í Persónum og leikendum var ég jafnvel byrjaður á 1972. Annars hef ég þreifað mig áfram með verkið. Ég tek mikið af nótum og hef ákveðna hug- mynd um hverju ég ætla að ná með verkinu og síðan er vinnan leit að heppilegu formi til að ná niðurstöðunni. Ég var kominn með nokkuð heillegt hand- rit haustið 1979, sem ég var samt ekki alveg ánægður með. Mig vantaði inní það þessar fyrirmyndir Andra. Og hvernig ég ætti að gera skil stælingu Andra á þessum fyrirmynd- um. Síðan 1979 hefur það verið höfuðvanda- mál þessarar bókar.“ - Ékki það að þú værir orðinn leiður á að skrifa í þessum stíl? „Það er ekki alltaf jafn gaman, eins og við vitum. Maður getur orðið leiður á öllu. Líf- inu, meira að segja. En þó ég hafi alltaf öðru hvoru unnið að öðru á þessu tíu ára tímabili hef ég fyrr eða síðar komið aftur að þessu verki“. - Hvernig leysirðu vandamál eins og það sem þú minntist á áðan. Laust niður í þig einhverri brilljant hugmynd? „Nei, það var nú bara ávöxtur af nokkuð stöðugri umhugsun um það. Að tílgreina á- kveðnar fyrirmyndir og ákveðin verk og nota síðan þessi verk og fyrirmyndir í textanum. Laxness - Má líta á hana sem einskonar óð til þeirra höfunda? „Ég hugsa að þessi bók mín sé að hluta til nokkurskonar ástarjátning til Laxness. Það er jú staðreynd að Laxness hefur dómínerað alla sem fengist hafa við ritstörf á hans tímum á Islandi. Laxness hefur verið heilmikil goð- sögn. En ég held að því hafi aldrei verið gerð skil að neinu marki í bók áður. Ég er svolítið að fjalla um goðsöguna Laxness og hvernig Andri glímir við hana. Hann reynir að átta sig á henni, jafnvel með því að lítillækka hana. Goðsagan spilar í honum. Ég kem meðal annars inná þetta Laxness- æði - það hvernig Laxness hefur tröllriðið þessari þjóð. Á þeim tíma sem bókin fjallar um var allsstaðar verið að herma eftir hon- um, og er líklega enn, og það fylgir því ein- hver undarleg velsæla að heyra það. Eða heyra í honum sjálfum. Þvíþegar íslendingar heyra í Laxness eru þeir minntir á hlutdeild þeirra í heimsfrægðinni. Sjáðu til, þjóðfélagslegt umhverfi er ekki fast ástand. Við vöxum útúr heimilisástæðuin okkar, við fáum aðra menntun en foreldrar okkar og höfum aðra möguleika. Við leitum alltaf uppávið í þjóðfélaginu. En um leið og það gerist erum við farin að búa til. Farin að búa til nýjar stærðir. Það er á því augnabliki sem fyrirmyndirnar koma inní dæmið. Þú hrífst að ákveðnum aðila, og þá langar þig til að verða eins og hann. Þúsundir hafa hrifist af Laxness, en Andri gengur skrefi lengra. Hann hermir eftir honum. Andri hugsar sem svo: Laxnesservelheppnuðformúla. Best að komast að því hvernig hún er samsett, því ef ég get búið hana til á ný, þá er ég seif. Þetta sama má auðvitað yfirfæra á aðra. I dag er Bubbi Morthens maðurinn sem þús- undum krakka finnst eflaust flott formúla. Svo bera menn sig saman við fyrirmyndirn- ar,- Andri er t.d. nítján ára að velta fyrir sér „Ætli það að gefa út bók sjálfur sé ekki sálfræðilega mjög svipað og jarðarför. Ég er nú búinn að vera að hræra í þessum möpp- um á hverjum degi í langan tíma, og svo einn góðan veðurdag set ég punkt og þessar möppur eru dauðar fyrir manni. Það er svona eins og að missa ættingja eða vin. Jarðarför- in og stússið í kringum hana er svona sál- fræðilega nauðsynlegt til að skilja við hana. Það hefur verið mjög gaman að standa í þessu stappi sjálfur og hafa á tilfinningunni að maður hafi yfirsýn yf ir það - að geta gripið inní þetta hvenær sem mér sýnist, sest upp hjá prófarkalesara og káputeiknara og svo framvegis." - Hvað drífur á daga Andra í þessari bók? „Það er reynt að bregða upp svipmyndum af menntaskólaárum hans og umhverfinu, þ.e Reykjavík í endann á viðreisnarárunum og síldarævintýrinu. Síðan er reynt að fjalla um það að velja sér hlutverk, og nafnið á bókinni er svolítið í tengslum við það - Per- sónur og leikendur. í bókinni eru flestir að leika, eða velja sér rullur, og það hlutverk sem Andri er að reyna að leika er rithöfundar- rullan. Hann er að máta sig í rithöfundargerv- ið. Því fjallar bókin mjög mikið um aðrar bæk- ur og rithöfunda sem eru nokkurskonar fyrir- myndir Andra. Þeir helstu eru Laxness og Hemingway. Andri er t.d. mjög gripinn af bókinni Veisla í farangrinum, sem eru endurminningar Hem- pu^ur, 0* a' "ve<'a ***!$£*$!% V\ann

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.