Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 11
^pasturinn Föstudagur 12. nóvember 1982 11 Á flótta Álfrún Gunnlaugsdóttir: Af manna völdum -Tilbrigði um stef. Smásögur 124 bls. Mál og menning 1982 Álfrún Gunnlaugsdóttir, sem nú er dósent í almennum bók- menntum við Háskóla íslands, er fædd og upp alin í Reykjavík, en hlaut háskólamenntun sína á Spáni og í Sviss. Ekki það að ég ætli að fara að rekja ævisögu hennar, enda veit ég lítið meira um hana en þetta og finna má á baksíðu bókarinnar, heldur er þessa getið vegna þess að þessir staðir eru sögusvið sagna hennar. í bókinni eru níu sögur og af þeim gerast fjórar í Reykjavík, tvær gerast á Spáni og síðan er sögu- svið hinna þriggja í Túnis, París og Sviss. Þrjár sögur sem gerast í Reykjavík eiga það sameiginlegt að böm eru þar í aðalhlutverki, ýmist sem þátttakendur eða áhorf endur og gætu þær þessvegna verið smíðaðar úr bernskuminn- ingum. Fjórða sagan sem gerist í Reykjavík (er númer 8) gerist í nútímanum og lýsir viðbrögðum umhverfisins, einkum vin- kvenna, við óléttu og barns- fæðingu konu sem ekki vill gefa upp faðerni barns síns og kennir það við sjálfa sig. Nokkuð sposk saga sem afhjúpar afstöðu og væntingar vinkvennanna til kon- unnar. Sögurnar sem eru með sögu- svið í útlöndum eru mjög ólíkar að efni. í sögunum sem gerast á Spáni eru óttinn og kúgunin viðfangs- efni, en einnig er þar að finna flóttann sem minnst var á hér að framan. Önnur sagan greinir frá stúlku, stúdent, sem hefur það eitt að markmiði að læra, en sogast meira og minna óafvitandi í fyrstu inn í mótmælaaðgerðir og verður á endanum virk í þeim. Sjálfri sér til mikillar undrunar og spyr í lokin um það hver hún eiginlega sé. Hin sagan segir frá föður sem komist hefur á snoðir um að son- ur hans sé í tengslum við hryðju- verkamenn. Það verður honum tilefni til að rifja upp þegar hann um skeið tengdist neðanjarðar- Fyrsta sagan í bókinni greinir frá mæðgum sem búa í sumar- bústað utan við Reykjavík á stríðsárunum og verða fyrir áreitni erlends hermanns sem þær flýja undan. Aðalþema þessarar sögu er flótti og ótti og má segja að þar sé komið það stef sem sögurnar eru tilbrigði við, því flótti eða ótti er með einhverjum hætti við- fangsefni þeirra flestra. Þannig er saga númer sex (en sögurnar bera aðeins númer, ekki nöfn) frásögn af ömmu sem gætir litlu stelpunnar og verður að taka hana með sér í vinnuna, en hún fæst við hreingerningar hjá nokkrum konum í bænum. Myndin af þeim langmæðgum er mjög skýr, en þó eru það ekki þær sem eru aðalviðfangsefni sögunnar, heldur konurnar sem þær koma til. En þær eru allar, hver með sínum hætti og hver af sínum ástæðum, flóttamenn úr heimi þess kalda raunveruleika sem umlykur þær. Kjarni þessar- ar sögu um konurnar í bænum felst í því sem amman tautar fyrir munni sér undir sögulok: ,,-Pær reyna að flýja. Hver á sinn hátt, tautaði hún.“ (bls. 79). í þessari sögu nýtur sín vel sérkennileg byggingaraðferð sem setur svip á flestar sögurnar. Þessi aðferð felst í því að sögu- maður, sem ýmist er í fyrstu pers- ónu eða þriðju persónu, rennir sér mjúklega á milli sögusviða og fer fram og aftur í tíma. Þetta er gert án þess að það trufli lesanda að ráði, heldur miklu fremur vek- ur það athygli hans og heldur henni vel vakandi meðan á lestri stendur. Álfrúnu tekst óvenju- lega vel að fara með þessa bygg- ingaraðferð og setur hún mjög sérstakan og persónulegan svip á sögurnar. Þriðja sagan í bókinni tengist sögunni sem nefnd var hér að framan með þeim hætti að þar er lýst tilfinningum barns, drengs sem er að kveðja ömmu sína í hinsta sinn og gerir sér þá Ioks grein fyrir því hvers virði hún hef- ur verið honum. hreyfingu meðan hann var ungur. En hann hefur að sjálfsögðu fyrir löngu slitið öll tengsl við þann hóp - flúið inn í sjálfan sig. I sögu númer tvö greinir frá stúlku frá Þýskalandi sem býr með sögumanni í París, en hefur flúið ógnvænlega fortíð fjöl- skyldu sinnar heima. í sögu númer sex segir frá bræðrum frá Túnis. Sá eldri hefur farið til Evrópu að læra lækningar og átt sér þann draum að koma heim og vinna þar stórvirki, en þegar hann hefur lokið námi og kemur heim, tekur kerfið tóm- lega á móti honum, svo að hann flýr ættjörð sína og stundar nú lækningar á fínu sjúkrahúsi í Sviss, Sagan er séð út frá sjónar- hóli yngri bróðurins, sem alltaf hefur verið heima og er nú að fara að heimsækja bróður sinn, en rifjar um leið upp vonir fjölskyld- unnar sem bundnar voru við eldri bróðurinn og hvernig þær brustu. Móðir þeirra er nýdáin og andlátsorð hennar voru: „Væri hann Ahmet minn hjá okkur, mundi hann áreiðanlega lækna mig.“ í þessum orðum verður móðirin tákn ættjarðarinnar, sem ferst meðan landsins bestu synir þjóna ríka fólkinu í Evrópu. í þessari sögu er, reyndar eins og í flestum hinna, falin djúptæk merking og reyndar lærdómur, sem engum er óviðkomandi. Ekki það að sögurnar séu upp- fullar með prédikanir, síður en svo, en af þeim myndum sem dregnar eru upp í þeim af fólki, raunverulegu fólki, má draga lær- dóma um mannleg samskipti og þó ennþá frekar um mannleg örlög. Sögur Álfrúnar eru mjög vel unnar. Stíll hennar er mjög lif- andi, hún notar samtöl ogeintöl mikið, stíllinn er ekki íburðar- mikill, miklu fremur látlaus, en hann er vel slípaður og leynir á sér. Það fer ekkert á milli mála að Álfrún hefur hér sent frá sér glæsilegt byrjandaverk á skáld- skaparsviðinu. G.Ást. Krossgátan fellur niður að þessu sinni af óviðráðan- legum ástæðum. þingiskosningum. Eins og HP hef- ur áður skýrt frá hugðist Þorsteinn til skamms tíma fara fram í Reykja- vík, en undanfarið mun honum hafa borist breiður stuðningur og áskoranir manna úr öllum „örm- um“ í kjördæminu um að fara þar fram og eru líkur á að hann verði við þeim áskorunum formlega eftir að ákvörðun hefur verið tekin um prófkjör og tilhögun þess á kjör- dæmisráðsfundi í Vestmanna- eyjum nú um helgina. Ekkert er vitað um möguleika Þorsteins í prófkjöri, en búist við að hann njóti nokkurs fylgis, einkum í sjáv- arþorpunum. Ánnars er útlit fyrir miklum átökum í prófkjörinu þar sem menn skiptast óvenju mikið í fylkingar eftir búsetu... ^r\skrif Helgarpóátsins undan- yfarið um flottræfilsháttinn í J vinnubrögðum stjórnar „væntanlegrar" kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði hafa vakið mikla athygli. Nú heyrum við að niðurstöður fyrrnefndrar stjórnar verði þær, að ekki sé rétt að hefja framkvæmdir v-ið slíka verksmiðju á næstunni. Upphaf framkvæmda verði miðað við það að gangsetning hefjist ekki fyrr en 1989 - 1990. Og þetta er niðurstaðan eftir mikil ferðalög og sporslugreiðslur og fín- an Chevrolet Celebrity fyrir fram- kvæmdastj órann... Við höfum það eftir áreiðan- / J legum heimildum, að, auk S* fyrirætlana um rás 2 á næsta ári,liggjiáborðiútvarpsráðs ósk- ir frá Austfirðingum og Vest- firðingum um, að komið verði upp hljóðritunar- og útsendingar- aðstöðu í þessum tveimur fjórðungum, eins og þegar hefur verið gert á Akureyri; Erindi þessi eru annars vegar frá ísafirði, hins- vegar frá Egilsstöðum. Heimildir okkár segja, að enda þótt erindi þessi hafi enn ekki verið afgreidd sé sú skoðun ríkjandi innan RUV, að rétt sé að útvíkka dagskrárstarf- semi stofnunarinnar enn meira á þennan hátt.Þess gæti því verið skammt að bíða að upp rísi tvær nýjar deildir RÚV - RÚVÍS og RUVEG... I Fjárhagur síðustu Listahátíð- I ar er nú til meðferðar hjá '' borgarendurskoðun. Tap hef- ur aldrei verið meira og samkvæmt góðum heimildum nemur það um 900 þúsund krónum. Bókhald og reikningar eru nú til athugunar sem fyrr segir og verða niðurstöður lagðar fyrir fund fulltrúaráðs hátíð- arinnar sem haldinn verður innan skamms... Leiftursóknarliðinu í Sjálf- f i stæðisflokknum barst óvænt- ur liðsauki á dögunum er einn af fyrrverandi alþingismönnum Framsóknarflokksins, Björn Páls- son á Löngumýri lýsti þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið að hann teldi að eina ráðið til að kveða niður verðbólguna væri að gera það með einu höggi. Björn er þekktur fyrir að vera maður fyrir sinn hatt og venjulega ómyrkur í máli og sjálfstæður í skoðunum. Björn er meðal viðmælenda Árna Johnsens blaðamanns í bók sem koma mun út á næstunni hjá Erni og Örlygi og er sagt að þar fjalli hann hispurslaust um ýmsa þá er hann hefur átt samskipti við bæði í pólitík og utan hennar, ekki síst sýslumanninn á Blönduósi og menn í bankakerfinu... LEiKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍM116620 Jói sunnudag kl. 20.30 írlandskortið 9. sýn. föstudag uppselt. Brún kort gilda. 10. sýn.þriðjudag kl. 20.30 Bleik kort gilda. Skilnaður laugardag uppselt miðvikudag kl. 20.30 Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30. HASSIÐ HENNAR MÖM MIÐNÆTURSYNING í AUSTURBÆJARBÍÓI FÖSTUDAG KL. 23.30 OG LAUGARDAG KL. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16-21. Sími 11384. #ÞJÓflLEIKHÚSIft Amadeus í kvöld kl. 20 Síðasta sinn. Garðveisla laugardag kl. 20 Gosi sunnudag kl. 14 Siðasta sinn. Hjálparkokkarnir 7. sýning sunnudag kl. 20 Litla sviðið: Tvíleikur sunnudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200 illljf ÍSLENSKA ÓPERAN illllL iiiii Töfraflautan • r ~ eftir W.A. Mozart Litli sótarinn 7. sýn. föstud. 12. nóv. kl. 20. Uppselt. eftir Benjamin Britten 8. sýn. laugard. 13. nóv. kl. 20. 17. sýn. laugard. 13. nóv. kl. 16. Uppselt. Miðasalan er opin frá kl. 15-20 18. sýn. sunnud. 14. nóv. kl. 16. daglega. Sími11475. Ansi snúið stöðuveitinga- f J dæmi er nú komið inná borð í S Hafrannsóknastofnuninni með lagafrumvarpinu um rann- sóknastofnanir ríkisins, sem lagt var fram á alþingi fyrir rúmri viku. í frumvarpinu er nefnilega kveðið á um að annar tveggja aðstoðarfor- stjóra stofnunarinnar skuli vera rekstrarlegur og hinn vísindalegur. Nú eru í þessum stöðum fiski- fræðingarnir Jakob Jakobsson og ■ Jakob Magnússon og því ljóst að annar verður að víkja. Báðir eru hins vegar vel þokkaðir, og þykir ekki ólíklegt að vandinn verði leystur með því að Jón Jónsson, forstjóri, láti af störfum og að ann- ar Jakobanna taki við stöðu hans. Það hefur einnig vakið athygli þeirra sem til þekkja að háskóla- menntun er ekki sett sem skilyrði í stöðu rekstrarlega aðstoðarforstjór ans, enda mundi það geta gert Sjávarútvegsráðherra erfiðara að koma sínum manni að. Þannig er nú talið að góður og gegn fram- Sóknarmaður, Bogi Þórðarson, nú- verandi starfsmaður ráðuneytisins og fyrrverandi kaupfélagsstjóri m.m. eigi stöðuna nokkuð vísa.... l Útvarpshlustend'ur hafa tekið f J eftir viðvörunarorðum frá Umferðarráði sem skotið er inní dagskrá hljóðvarpsins við og við. Nú hefur önnur stxrfnun óskað eftir því að fá að korna ábendingum og ráðleggingum til hlustenda. Það er Verðlagsstofnun. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar um- sóknar enn. Útvarpsráð hefur ósk- að eftir frekari upplýsingum frá stofnuninni um hugsanlega tilhög- un og efni slíkra innskota... VI Ekkert lát virðist vera á ólg- f I unni innan tæknideildar sjón- y varpsins. Fram hefur komið í fréttum að Verkfræðingafélag ís- lands sé nú komið með puttana í þá ákvörðun yfirstjórnar sjónvarps að setja Hörð Frímannsson, fyrrum yfirverkfræðing sjónvarpsins til hliðar og fá hingað norskan sér- ■ofræðing til að annast endurskipu- lagningu tæknideildar sjónvarps og tækjakaup. Segir verkfræðingafé- lagið að þessi ákvörðun hafi verið ákveðin af vanhæfum mönnum og kunnugir tjáð okkur að þetta megi til sanns vegar færa, því að þótt Hörður Frímannsson hafi lent í ýmsum samskiptaerfiðleikum við starfsmenn sjónvarpsins, þá verði ekki af honum skafið að hann sé sá maður hér á landi er hafi víðasta yfirsýn yfir tækniþróun innan sjón- varps. Er á það minnt í þessu sam- bandi, að einmitt það atriðið sem fyllt hafi mælinn í samskiptum Harðar og tækniliðs sjónvarps fyrir nokkrum árum, þ.e. sú tillaga Harðar að skera kvikmynda- deildina verulega niður og nota nýja tegund léttra sjónvarpstöku- véla í þess stað við alla fréttaöflun, sésúþróunsem allsstaðarhafiorð- ið í sjónvarpsstöðvum í nálægum löndum og fyrst nú eigi að fara að framkvæma við sjónvarpið hér... Knattspyrnumenn liafa nú rrii f Iþungar áhyggjur af fjárhags- ✓ stöðu KSÍ sem ekki hefur verið verri í annan tíma, eins- og fram kom í Helgarpósti og er þaf af sem áður var, þar sem KSÍ var lengi fjársterkasta sér- sambandið innan ÍSf. Ellert B. Schram fornraður KSÍ og Friðjón Friðjónsson gjaldkeri þess nrunu báðir hafa hugsað sér að láta af störfum á komandi KSÍ-þingi sem haldið verður í desenrber, en sagt er að þeir séu nú hættir við að hætta og vilji ekki skilja við sam- bandið í svo mikilli fjárþröng sem raun ber vitni. Það vakti annars at- hygli að Knattspyrnusanrband ís- lands sótti ekki um hinn myndar- lega fjárstyrk sem SÍS veitir íþróttahreyfingunni, og er sagt að þrátt fyrir öll blankheitin hafi KSf- menn hreinlega gleymt að sækja urn styrkinn...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.