Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 12. nóvember 1982 ^pSsturinn^ Ning De Jesus skólar viðskiptavinina: íslenskur matur a la oriental -llvað lieilir það al'tur kryddið í haunaspírusúpuna? Spurninnar sem þessar er ekki óalj>ení>l að heyra í versluninni Manila við Suðurlandsbraul. 0}> ei}>andinn, Nin}; De Jesus, frá Manila á Filipseyjum, er ekki í vandræðum með að s\ara. Enda er talað um þetta krydd á nám- skeiðum í austurlenskri matar- j>erðarlist,- sem liann stendur fyrir um þessar mundir «}> nýtur. þar aðstoðar Baldvins Björns- sonar au}>lýsingateiknara. -Við.byrjuðum á þessum nám- skciðum í síðustu viku. þau eru GLUGGA uu BI 1H11 PÓSTUR haldin á þriðjúdags- og miðviku- dagskvöldum, tvær vikur í röð. og hingað til haía þau verið full- bókuð; við sefjum mörkin vió IS manns, segir Ning, en hann talar ágæta íslensku- Enda giftur ís- lenskri konu, Önnu Geirs, og liefur verið búsettur hér á landi í átta ár. Verslunina liefur hann rckið í hálft þriðja ár. en fyrir hálfu öðru ári bætti hann matardeild viö. Rcttara 'væri kannski að tula unt krydddeild. en hann selur ýmis- lcgt það scm nota þarf í austur- lenska cldamennsku og flytur það ínn sjálfur. —Paö hafa orðið gífurlegar breytingar á matarvenjum ís- lcndingu bara síöustu árin. Áður var itllt soðið eða stcikt og lítið kryddað, enda fékkst varla nokk- urt krydd hér. Nú notar fólk orð- ið allskonar krydd til bragðbætis og vill meiri tilbreytni í matar- gerö. Ég held að ástæöan fyrir þessum breytingum sé bæöi sú, að íslcndingar ferðast mcira unr <t> : ö) t/> (i <.Q <Q cy IQ tQ Q. CQ heiminn en áður var og líka að hingað hafa komið margir Asíu- búar og flutt með sér meriningu heimalanda sinna, segir Ning De Jesus, fyrrum framkvæmdastjóri amerísks skipafélags í Manila. I lann lct sig hverfa cftir að hcrinn tók völdin og hefur aöeins kornið til heimalands síns einu sinni síð- an. -Ég hef fest rætur hér og mun varla yfirgefa ísland úr þessu. En fyrst eftir aö ég kom hélt ég að ég mundi svelta! Hér fékkst enginn matur sem ég var vanur heima. En hann hefur bætt úr því og flytur inn sjálfur það sem hann saknaði - og kemur öðrum á bragðið. Það er þó ekki allt hreinræktað austurlenskt sem er mallað hjá Ning og Baldvin. ís- lenskt kjöt og ísienskur fiskur er oftast uppistaðan. Útkoman er meðal annars: Sætsúr fiskur. síld soðin í sterkri kryddsósu, gufu- soðinn siiungur í svartbaunasósu og marinerað hvalkjöt í Hoi-Sin sósu. Maður getur fcngið vatn í munninn af minna tilefni! 1>G unuin saman. I>á settist hjá hunum maöur, vel við skál. -Djöfull er þetta leiðinlegt, sagði maðurinn. Gísli svaraði engu. -Finnst þér þetta ekki leiðinlegt? spuröi sá fulli, og skemmti sér ekki hætishót. Þórskabarett hollur fyrir meltinguna Á frumsýningu á Þórskabarettí Þórseafc um næst síðustu helgi sat lcikstjóriiin, (íísli Rúnar Jónsson, úti i sal og nagaði neglurnar á með- an skemmtuiiiii stóðyfir. flaim var vitaskuld spemitur að sjá hvernig til tækist el'lir þrotlausar ælingar vikum saman, stimdiim sólarhring- Ekkert svar — leikstjórinn var heldur pirraður á þessum gesti. -It’s a mistake. It’s a mistake, tuldraði sá fúli. -Heyrðu, sagði þá leikstjórinn. -Ef þér leiöist svona, hvcrs vegna ferðu þá ekki bara heim? Hann hiifði v;irla sleppt orðinu Skemmtikraftarnir í Þórskabarett ásamt Dansbandinu.Þor- leifi Gíslasyni og Árna Scheving. Fremst eru Saga, Júlíus, Jörundur og Laddi. þegar hann dauðsá eftir því sem hann sagði; nú vcrð ég laminn, hugsaði hann. -Ha? Hvers v.egna? spuröi gest- urinn. -Ja, ef þér finnst þetta leiðinlegt ja, hérna, af hverju fcrðu þá bara ekki? sagði leikstjórinn oggerði sig líklegan til að stökkva í burtu. Gesturinn stóð upp, horfði þoku kenndum augurn á leikstjórann - og fór. En þessi maður var sá eini í hópi gestanna, scm ekki skemmti sér. Hinir veltust um af hlátri á frum- sýningunni þetta föstudagskvöld, kvöldið eftir og eins á sunnudags- kvöldinu, á rneðan leikararnir fjór- ir (Jörundur Guðmundsson. bór- hallur (Laddi) Sigurðsson. Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir) sprelluðu á dansgólfinu. Þórskabarettinn er sem sé farinn í gang enn einu sinni og nú í breyttu formi. Þessir fjórir leikarar annast alla brandara og leikatriði en Dansbandið leikur undir með aðstoð Árna Scheving, sem hefur samið og útsett tónlistina. I>or- leifur Gíslason saxófónleikari er Dansbandinu einnig til aðstoðar og eftir að dansinn hefst syngur Anna Vilhjálms með hljómsveitinni. í rauninni er ekki rétt að tala um einn Þórskabarett, því mismun- andi dagskrár eru í gangi þessi þrjú kvöld. Fyrsta dagskráin er á föstu- dögum, önnur á laugardagskvöld- um og á sunnudagskvöldum er sambland úr þeim báðum. Þórska- barettinn er ætlaður matargestum í Þórscafé - og þeir verða ekki svikn- ir af gómsætum steikum Einars Guðnasonar undrakokks. -óv Svona kúnstir er óþarfi að hafa eftir: Benson saltar aftur fyrir sig. Kálfaréttur a la Benson Benson, sá snillingur sem eitt sinn stjórnaði hcimilishaldi hjá Tate fólkinu, er enn í eldhúsinu, þó hann hafi fært sig úr Löðri. Robert Guiílaume, sem leikur Benson.þótti svo góður á sínum tíma í Löðri að honum var gefinn kostur á að leika í „sínum eigin“ sjónvarpsþáttum, og heita þeir í höfuðið á aðalpersón- unni: Benson. Robert Guillaume er enginn sér- stakur kokkur,þótt hann sé alltaf að leika einn slíkan. Hann hataði lengi vel allt sem viðkom eldhúsi, en uppá síðkastið hefur áhuginn verið að vakna, ekki síst eftir að hann fór að rifja upp það sem amma hans hafði kennt honum. Við læðum uppáhaldsrétti Bensons inní Gluggapóstinn: Kálfasneiðar með sítrónum 750 gr þunnar kálfakjötssneiðar salt og pipar hveiti 4 matskeiðar smjör 3 matskeiðár olívuolía 3U bollar kjötkraftur 6 örþunnar sítrónusneiðar 1 matskeið sítrónusafi Fyrst á að salta og pipra kjötið og velta því létt uppúr hveiti. Síðan að bræða helminginn af smjörinu með olívuolíunni í pönnu við lítinn hita. Steikja svo kjötið í rólegheitum, tvær mínútur á hvorri hlið. Þá á að taka kjötið af pönnunni og hella fitunni af henni líka, svo aðeins verði eftir þunn slikja. Hella á pönnuna hálfum bolla af kjöt- krafti, sjóða í eina eða tvær mín. og hræra stöðugt. Þá ber að leggja kjötið á pönnuna á ný, raða sítrónu sneiðunum yfir og sjóða allt saman í tíu mínútur, eða þar til kjötið er mjúkt. Þegar þetta lostæti er borið fram eru kjötsneiðarnar teknar af pönn- unni og settar á heita diska, með sítrónusneiðum. Afgangnum af kjötkraftinum er hinsvegar bætt við það sem eftir er á pönnunni og allt soðið af krafti þar til það þykknar örlítið. Pá á að bæta við sítrónusafanum, sjóða í eina mín- útu í viðbót og hræra stöðugt. Að lokum á að taka pönnuna af hitan- um, hræra saman við tveimur mat- skeiðum smjörs og hella síðan sós- unni yfir kjötið. Þetta nægir fyrir fjóra lystuga. Það var eitthvað svona sem Jess- ica og fjölskylda át þegar heimilis- lífið var ekki gjörsamlega komið úr böndum. Fyrir ferðafólk og borgarbúa: UPPLÝSINGAR Á MYNDBANDI „Þegar gengið er út Austur- stræti er bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar á vinstri hönd. Þetta er stærsta bókaverslun lands- ins og þar fást m.a. póstkort erlend vikublöð og erlend dagblöð. Ská- hallt á móti er Landsbankinn...“ Eitthvað á þessa leið segir þulur- inn á myndbandaprógrammi sem fiutt er á Hótel Loftleiðum og Esju, ætlað fyrir útlendinga. Og að sjálf- sögðu- borga Eymundsson og Landsbankinn fyrir að fá nöfnin nefnd, enda eru þessi prógrömm fjármögnuð með slíkum auglýsing- um. Það er fyrirtækið Skyggna sem rekur þessar sýningar, en eigandi þess er Kristján Pétur Guðnason ljósmyndari. Áður rak Skyggna kyrrmyndasýningar á sömu stöð- um, myndir sem Kristján hafði sjálfur tekið, og leiðbeiningarnar voru þær sömu: Fræðsla um ýmis- legt markvert í Reykjavík, leiðbeiningar um verslunarmögu- leika, hvert hægt sé að fara til að borða, skemmta sér o.s.frv. Eftir vídeóvæðinguna eru það- fyrirtækin Ísmynd/Framsýn sem sjá um tæknilegu hliðina, og jafn- framt hefur Skyggna fært út kví- arnar. Á Hlemmi eru upplýsingar á ís- lensku um það sem helst er að ger- ast í borginni: Listsýningar, leikhúsin, opnunartímar apótek- anna svo eitthvað sé nefnt. Auk þess fær Umferðarráð tíma fyrir innskot og í ráði er að Æskulýðsráð fái einnig sýningartíma. Efnið er að mestu miðað við þá tvo hópa sem fróðir menn segja að séu stærstir á Hlemmi: Unglinga og húsmæður. Fjórða myndbandasýningin á vegum Skyggnu er á Reykjavíkur- flugvelli. Þar er lögð áhersla á að kynna það sem fram fer utan Reykjavíkur. í undirbúningi er meðal annars að gera mynd sem lýsir ferðalagi með Flugleiðum til Ákureyrar, um bæinn og síðan til ýmissa merkilegra staða annarra á Akureyri. ÞG Kristján Pétur Guðnason Ijósmyndari sér erlendum ferða- mönnum - og íslendingum — fyrir nytsömum upplýsingum á myndböndum á nokkrum stöðum í borginni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.