Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 16
SKRIFAÐ Krakkar í 8. bekk í Grunnskól- anum í Þorlákshöfn tóku áskorun Stuöarans og hafa skrifað þetta um skólann. Skólinn Hér í Grunnskólanum í Þorláks- höfn eru 250 nemendur og 14 kenn- arar. Skólinn er of lítill þvístofurn- ar eru bara 10. í yngstu.deildunum er opiö kerfi og einu sinni á ári er haldin opin vika. Það er mjög já- kvætt. Það er ekkert mjög mikið um hópvinnu í skólanum, en samt nokkuð. Þannig að þið sjáið að þetta er mjög frjálslegur skóli. Magga, Siggi Freyr og Krummi. Okkur finnst skólinn allt of ein- hæfur. Námið er allt of mikið bók- legt. Það mætti vera meira verk- legt. Svo mætti skólinn vera bara fram að hádegi og til dæmis mætti sleppa sumum af þessum óþarfa fögum eins og sögu, sem mörgum finnst hundleiöinleg. Svo finnst okkur að það þyrfti ekki að vera lestur í 8. og 9. bekk - það eru flestallir vel læsir. Leikfimiaðstaðan í skólanum er algjörlega í lágmárki og það mætti lengja leikfimitímana, til dæmis hafa tvo í röð. Það ætti að sleppa handavinnu. Indlaug, Guðmundur Björns, Kiddi Kalli og Hilmar. lensku. Auk þess sund, eðlisfræði, líffræði, handavinnu og vélritun. Mörgum finnst ónauðsynlegt að læra leikfimi, sögu og teikningu. Sumum finnst félagsmálatíminn ónauðsynlegur, en þá dönsum við gömlu dansana. Það er nauðsynlegt að læra fram- antalin fög því þau kunna að koma að gagni síðar í lífinu. Önnur fög koma manni ekki að gagni síðar í lífinu. Sigurlaug Gréta, Sigríður, Erlingur og Hallgrímur. Hverju eiga krakkar að ráða? Við viljum ráða ýmislegu, til dæmis hvenær diskótek eru haldin, og hvaða tónlist er á foreldrakvöld- inu. Svo viljum við ráða hvernig við högum okkur utan skólans. Við myndum líka alveg þiggja að sitja í nefndum með kennurunum. Við viljum líka fá að ráða því hve- nær farið er í ferðalög, hvernig námsefnið er og hvenær skólinn er búinn á daginn - það ætti til dæmis ekkert að kenna eftir mat. Óskar, Sveinn, Þorsteinn og Guðrún. Og þessu þarf að breyta: Það þarf að bæta húsnæðismálin, til dæmis laga lekann og loftið í skólastofunum. Leikfimisalinn þarf að stækka og það þarf líka að stækka skólann. Koma upp slætsmyndasafni og bæta félags- málin. Breyta sögutímunum í di- skótek og hafa sætaferðir í Villta tryllta Villa. Anna, Sveinbjörn, Binni og Viddi. Húsnæði skólans er of lítið fyrir þann fjölda nemenda sem í skólan- um er. Það þyrfti að stækka hann og hafa færri nemendur í hverjum bekk. Einnig mætti gjarnan koma hér upp slætsmyndasafni þar sem áhugi fyrir því virðist mjög mikill meðal nemenda skólans. Valgreinarnar í 9. bekk mættu gjarnan vera fleiri og það þarf gð fjölga handavinnuverkfærunum. Hér í skólanum er leki vítt og breitt sem endilega þarf að laga áður en við drukknum hér einhvern rigningardaginn. Einnig er loftið í skólanum aðeins fokhelt og mætti gjarnan laga það. Leikfimisalurinn er að minnsta kosti 3 sinnum of lítill, bæði stuttur og lágt til lofts. Með því að stækka hann væri hægt að hafa miklu fjöl- breyttara og skemmtilegra náms- efni í leikfimi. Bætt félagslíf væri vel þegið hér. Jöi, Hannes, Bjarki og Guðbjörg. Hvað þarf maður að læra? Það er nauðsynlegt að læra stærðfræði, ensku dönsku og ís- UM SKOLANN PÓSTUR OG SlMI: Tappi tíkarrass Við biðjumst afsökunnar á myndarugli sem varð í síðasta Stuðara. En þessi mynd er af þeim Marteini, Þóreyju og Höllu. Þau tóku að sér að hlusta á plötuna Bitið fast í vitið með Tappa tíkarrassi og dæma hana eftir á. Þau voru öll mjög sam- mála um að hún væri frábær, sama hvernig á hana væri litið. Og þau voru alveg æst í að fá Tapann í Fellahelli eitthvert kvöldið. Við þökkum þeim kær- lega fyrir. leiðinlegur” - segja Tóta, íns og Ágústa um skólann Stutt athugasemd: blöskrar lingsstúlkur (22. okt) er sögðu álit sitt á skólanum. Okkur finnst að í viðtalinu komi fram mikið þekkingarleysi og fordómar án þess þó að við- hlítandi rökstuðningur fengist. tekur skólinn tíma....? Sú fullyrðing þeirra stallsystra að skólinn taki svo mikinn tíma frá manni er idjótísk. Hvaða vinnu- staður býður upp á 2(1 - 30 stunda vinnuviku? Ef þær geta bent okk- ur á einn slíkan þá væri það vel þegið. neikvætt hugarfar Við teljum að það sé stórhætt- ulegt að ganga út í lífið með jafn- neikvætt hugarfar og þær stöllur. Við getum ekki séð betur en sál- fræðingar í þessu streitusamfélagi okkar séu oft mjög gagnlegir og þá ekki síst í skólakerfinu. Og hvernig væri að íris reyndi að vera soldið jákvæðari í skólakerf- inu t.d. í þessu þroskanámskeiði. aðrar bókmenntir Gæti ekki verið fróðlegt og skemmtilegt að lesa eitthvað ann- að en Brandarablaðið og Vikuna og fjalla um að eigin vild. Við erum að vísu sammála stelpunum um að kynfræðsla mætti vera meiri. En með svona málflutn- ingi, sem við leyfum okkur að ef- ast um að túlki með öllu þeirra skoðanir, sverta þær ungling sem þjóðfélagshóp og koma því óorði á, að unglingar séu latir, eirðar- lausir og neikvæðir. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna Tveir unglingar Við erum hérna ungt par sem blöskraði viðtalið við þrjár ung- Við þökkum kærlega fyrir bréfið og hvetjum ykkur öll til að láta skoðanir ykkar í ljós, alveg sama hverjar þær eru... Skífan ókomna Kaeru Stuðarar! Mig langar náðarsamlegast að fá skjótar fregnir af því hvenær Grýluplatan kemur út og þá lík- legast í hendur mínar. Gætuð þið haft fregnir af því „elskurnar“, Ég græt ávallt söltum og miklum tárum er ég hugsa um skífuna ó- komnu svo ég vona að þið getið bjargað sálarheill minni. Góða nótt Konan með eplin og holla braskið. Já það er þetta með Grýiuplöt- una. Þær eru því miður ekki enn- þá byrjaðar að taka plötuna upp, sökum þess að gróskan í hug- myndunum var slík að það þurfti langan tíma til að vinsa úr lög. Platan kemur sumsé í fyrsta lagi út í febrúar-mars og verður þá sem betur fer stór. En þú getur huggað þig við það að Grýlurnar verða á plötu ásamt Stuðmönn- um sem kemur út einhvern tíma f kringum jólin sennilega í kjölfar myndarinnar „Með allt á hreinu“. Sofðu svo rótt elskan og passaðu þig á tröstespisinu þótt reyndar sé það skárra í formi epla og holls brasks en td. prins pólós og kóks. Frábær plata. Nýlega kom út ný plata frá írska raggíbandinu UM40 sem kallast UB 44. Þessi plata hefur handbragð snillinga. Strákarnir í UB 40 hafa verið þekktir fyrir mjög svo melódíska raggí slagara. Á þessari plötu má heyra greinilega breytingu frá fyrri plötum (Singing of Present Arms). Heyrast breytingarnar best á þungum bassa og trommu- takti og léttum ryþma á gítar og effektum. Hafa þeir færst meira út í útfærslur sem mætti líkja við Black Uhuru. Mætti svo og líka halda að söngvari flokksins hall- ist að söng Stefáns Undurs því söngur þeirra er mjög keimlíkur. Þessi plata er mjög þægileg til hlustunar og hallast ég á þá skoðun að öll lögin séu góð því eins og ég sagði áðan hefur UB 44 handbragð snillinga. UB 44 er tvímælalaust besta plata flokks- ins til þessa og eru hinar tvær þó ekki síðri. Stjörnugjöf + + + + Sig. Við þökkum frábæra dóma. Og við hvetjum alla sem löngun hafa til að láta heyra frá sér. Bubbi og Villi Mig langar til að skrifa Stuðaran- um. Fyrst vil ég biðja þig um að taka viðtal við Bubba Mortens (helst opnuviðtal, og textann Ráð til vinkonu, og margar myndir). Villti tryllti Villi er besti skemmtistaðurinn sem ég hef far- ið á fyrir utan eitt ball sem ég fór á um daginn í Austurbæjarskóla. Þessi kerling sem er að væla eitthvað um að Villti tryilti Villi sé fyrir henni ætti að fara með okkur unglingunum á ball eða skoða staðinn betur og líta í eigin barm. Bless, einn unglingur,- ps. birtið þetta bréf. Takk fyrir bréfið. Já, við tökum þessa ósk til athug- unar, þótt ekki lofum við opnu- viðtali. Svo vonum við að konan sjái sér fært um að líta í eigin barm.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.