Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 6
6 _Helgai--- pðsturinn Kirkjuþing er haldið í Reykjavík þessa dagana. Þar ræða kjörnir fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar, lærðir og leikir, málefni hennar og skipuleggja starf hennar í framtíð og nútíð. Þetta er fyrsta kirkjuþingið, sem hinn nýi biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, stjórnar. Áhrif biskups á störf og stefnu kirkjunnar hafa alla tíð verið mikil og væntanlega verður einnig svo í ár. Fjölmörg mikilsverð mál eru rædd á Kirkjuþingi, tekin afstaða til lagafrumvarpa er varða kirkjuna og gerðar samþykktir. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sem nú hefur setið í hálft annað ár, er í Yfirheyrslu Helgarpósts- ins í dag. Hann veitti okkur viðtal á miili þingfunda í Hall- grímskirkju. 'Nafns Pétux Siyurgeirsson Starf: biskup yfir Islandi Fæddur:2. jíiní 1919' Heimili: Bergstað astræti 75 Heimilishagir: Kuæntur Sulveigu Asgeirsdöttur , 4 börn BifreiðVolvo 1980 Áhugamál: friður á jörðu Einhliða afvopnun finnst mér óhugsandi - Hvers væntir þú af þínum biskups- dómi? „Að veita þeim málum stuðning, sem kirkjunnar menn eru að vinna að, hvar sem er í landinu og svo er það friðarbaráttan - það verður að stemma stigu við þeirri ógn og skelfingu, sem felst í vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Ég er sérstaklega ánægður með þær góðu viðtökur, sem ályktun síðustu Prestastefnu um friðarmál hefur fengið. Þessu starfi verður haldið áfram og nú erum við þátttakendur í alþjóðlegu friðarstarfi, sem á að ná hámarki um jólin. Rætt er um að þriðji og fjórði sunnudagur í aðventu, 12. og 19. desember, verði helgaðir friðar- baráttunni. í þessum samtökum verða von- andi öll hús kristinna manna á aðfangadags- kvöld og setja friðarljós jólanna út í glugga hjá sér eða dyr svo að menn geti á táknræn- an hátt fært nágranna sínum friðarboð- skapinn, um alla heimsbyggðina.” - Muntu beita þér fyrir einhverjum stjórnkcrfisbreytingum í kirkjunni? „Pað "hefur lengi verið til umræðu að auka starfssvið vígslubiskupanna tveggja, í Hólastiftiog Skálholtsstifti. Hérfyrir Kirkju þingi liggur frumvarp, sem gengur í þessa átt. Það styð ég að sjálfsögðu, því ég hef lengi verið fylgjandi hugmyndum um aukið starf vígslubiskupanna. Verði af þessu mun það þýða, að vígslubiskuparnir taka við biskupsstörfum í sínum stiftum og að í Reykjavík sæti þriðji biskupinn. Um- fang starfsemi biskupsembættisins hefur vaxið mjög á undanförnum árum og því er ekki síður þörf á þessu af hagkvæmnisá- stæðum.” - Það hefur verið sagt frá því, að fulltrúar á Kirkjuþingi skiptist nokkurn veginn á sama veg og atkvæði í biskupskjörinu á síð- asta ári. Þýðir það, að enn sé umtalsverður klofningur í kirkjunni - og í hverju felst hann þá að þínu mati? „Ég held að meira sé úr því gert en það er í raun og veru. Auðvitað eru mismunandi skoðanir í kirkjunni eins og annars staðar, mismunandi afstaða manna til ýmissa mála og málefna. Mér þætti ekki ólíklegt að menn hefðu eitthvað talað sig saman fyrir kosningar til Kirkjuþings eins og menn reyndar gera fyrir allar kosningar, hverju nafni sem þær nefnast. En að kirkjan skipt- ist'í „frjálslyndan” arm og „strangtrúaðan” eða „íhMdssaman” - ég held að það sé ekki fyrir hendi í sama skilningi og áður.” - Af og til koma upp raddir um aðskilnað ríkis og kirkju. Væri sá aðskilnaður ekki heppilegur fyrir kirkjuna? „Ég tel að það sé engin sérstök ástæða til að breyta frá núverandi ástandi, því um 97% þjóðarinnar játa sömu trú og tilheyra sömu kirkju. Samstarf Þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins er æskilegt, svo sem í stjórn- arskránni stendur og ég tel því síður en svo æskilegt að því samstarfi verði slitið. Það er æskilegt að kirkjan fái meira sjálfstæði og -eftir Ómar Valdimarsson ýmsar aðrar breytingar mætti e.t.v. gera. Alþingi hefur nýverið sýnt kirkjunni vel- viljasinn með lögum um samstarfsnefnd ríkis og þjóðkirkjunnar.” - En hvað með eilífa baráttu kirkjunnar við að halda í eignir sínar - væri það ekki auðveldari slagur væri kirkjan aðskilin frá ríkinu? „Það er alveg rétt, kirkjan hefur talið nokkuð á eignir sínar gengið í gegnum tíðina. Og þeim málum þarf að koma á hreint sem allra fyrst, það þarf að draga sem ljósust mörk á milli eigna ríkisins og kirkj- unnar. Þjóðkirkjan hefur eignast margar jarðir og aðrar eignir á liðnum árum og öldum og þarf vitaskuld á þeim að halda til að geta haldið uppi þeirri viðamiklu starf- semi, sem henni er ætlað að sinna og hún vill sinna. Kirkjan þarf að hafa góðan fjár- hag og sem sjálfstæðastan. Til þess þarf hún að geta notað eignir sínar. Þetta hefur víða valdið nokkrum erfið- leikum, m.a. þar sem prestssetur hafa ekki fengið viðhlítandi viðhald eða umönnun og jafnvel þar sem embættisbústaðir presta iiafa verið seldir þegar þeir losna án þess að kirkjan fái ráðstafað sínum eignum. En nú tel ég að þetta mál sé að komast á réttan rekspöl, því kirkjumálaráðherra hefur ein- mitt ákveðið að skipa í nefnd, sem ætlað er að kanna þessi mál og finna á þeim viðun- andi lausn. Ráðherra skipar í nefndina eftir tilnefningum að hluta - þannig að Prestafé- lag íslands tilnefnir einn, Kirkjuþing einn, biskup tilnefnir einn og ráðherra svo tvo. - Okkur skilst að þetta hafi verið talsvert hitamál innan kirkjunnar. Annað hitamál er launamál presta. Má ekki kenna um linku yfirstjórnar kirkjunnar hve prestar eru illa launaðir? „Það má kannski segja það, að við prest- ar höfum ekki verið eins harðir í kjarabar- áttunni og ýmsir aðrir hópar. Og víst er það óheppilegt hvernig launamálum þjóna kirkjunnar er komið. Það má ekki gleyma því, að prestar eru að segja má alltaf „á vakt”, jafnt helga daga sem rúmhelga. Enn er það svo, að andlegt starf og vinna er í lægra gildi hvað launaupphæðir snertir. Það er starfandi sérstök kjaranefnd innan kirkj- unnar og mín skoðun er sú, að starf hennar muni á næstunni skila miklum árangri." - Prestskosningar eru líka eilíft deilumál. Hvernig telur þú að réttast væri að veita prestaköll? „Prestskosningar í þeirri mynd, sem við þekkjum í dag, eiga ekki rétt á sér. Eg er hiklaust þeirrar skoðunar, að það fyrir- komulag sé mjög óheppilegt fyrir presta og söfnuði - rétt eins og væri um stjórnmála- menn að ræða. Þar er ekki verið að kjósa þannig. Þjónar kirkjunnar hafa sama boð- skap að flytja, trúna á Jesúm Krist og endurlausn hans. Þetta mál verður vafa- laust rætt hér á Kirkjuþinginu og vonandi verður hægt áður en allt of langur tími líður að gera á þessu breytingar. Mín skoðun er sú, að það eigi að vera sóknarnefndirnar, sem velji prest fyrir söfnuðinn úr hópi um- sækjenda. Tillögur hér á þinginu og fyrri Kirkjuþingum og Prestastefnum"hafa geng- ið í þá átt. Þó væri eðlilegt, eins og ráð er fyrir gert, að hægt verði að efna til prests kosninga ef meirihluti fólks í hverjum söfnuði óskar eftir því. En fyrst og fremst ætti það að vera þannig, að kjörnir fulltrúar hvers safnaðar fyrir sig veldu prestinn.” - Nú hefur maður séð á undanförnum mánuðum fregnir af því að hinn vondi, Djöfullinn, sé orðinn gildur þáttur í trú- málaumræðu erlendis. Er hann til fyrir þér? „Þessi umræða hefur nú ekki verið há- værari en áður. En vissulega eru til hin illu öfl. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með ástandi heimsmála til að sjá, að ill öfl hafa þar veruleg áhrif. Það geta ekki verið annað en ill öfl, sem standa að þeim hörm- ungum og þeim ógnum, sem blasa við okk- ur um víða veröld.” - Já, það er ekki langt frá hinum vonda í kjarnorkuvopnin. Ýmsir þjónar kirkjunn- ar hafa tekið þátt í umræðunni um friðar- mál og kjarnorkuafvopnun. Hvar ætlar kirkjan að leggja sín lóð í því stórpólitíska máli - styður íslenska Þjóðkirkjan til dæmis friðarhreyfingarnar í Evrópu og Ameríku? „Vissulega. Hún hlýtur að gera það, eins og hvar annars staðar. Eins og ég vék að áðan tel ég kjarnorkuógnunina hina skelfi- legustu, sem við mannkyninu blasir í dag. En til að taka af öll tvímæli um mína eigin afstöðu, þá tel ég ógerlegt að ætlast til þess, að ein þjóð afvopnist eða þá fáar þjóðir. Einhliða afvopnun kemur ekki til greina að mínu mati. Hún verður að vera gagnkvæm. Það er ekki hægt að ein þjóð afvopnist á meðan önnur heldur áfram að vígbúast af kappi. í þeim efnum verður að ríkja jafn- vægi. En vissulega hlýtur kirkjan að styðja friðarviðleitni fólks hvar sem er í veröld- inni. Það er bara ekki alls staðar, sem fólkið fær að láta í ljós skoðanir sínar.” - Er kirkjan hrædd við þá gagnrýni, sem hún hefur fengið - og kannski einkum feng- ið frá hægri? „Kirkjan þarf ekki að vera hrædd við gagnrýni. Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal presta og lcennimanna um þessi m ál - en allir eru þó sammála um, að gegn þess- ari vá, sem vígbúnaðarkapphlaupið er, þarf að berjast. Það er ekki tískufyrirbæri að vilja frið, enda eltir kirkjan ekki tískufyrir- bærin. Hún er traust og óhagganleg í sinni. boðun, kirkjan byggir á þeim kletti, sem er trúin á Jesú Krist og frið hans. Jesús Kristur var mesti „byltingarmaður”, sem sagan greinir frá, en hann var um leið fyrirmynd og fordæmi allra sannra friðarsinna. Við munum, að hann sagði: Slíðra þú sverðið.” - En hvar stendur biskupinn sjálfur í stjórnmálum - er sagt frá því? „Ég get sagt það eitt, að ég er lýðræðis- sinni. Lýðræðið er að mínu mati bestá formið, sem við þekkjum. Ég er andsnúinn einræði. Þegar einum manni hefur verið fengið svo mikið vald, að hann ræður heilum þjóðum, hlýtur það að verða hættu- legt. Valdið í hendi eins manns getúr orðið „hjáguð”, menn geta farið að dýrka sjálft valdið. Það tel ég hættulegt. Hverjum og einum á að vera frjálst að gera það, sem hann telur rétt og eðlilegt, - Mig langar til að víkja að fóstureyðing- um. Hver er afstaða þín til hugmynda á þingi um að þrengja mjög möguleika kvenna á að fá gerðar fóstureyðingar? „Fóstureyðingar af félagslegum ástæðum ættu ekki að vera til. Hér á Kirkjuþingi verður þetta mál tekið fyrir. Þegar maður athugar hversu margar fóstureyðingar hafa verið gerðar hér á undanförnum árum af svokölluum félagslegum ástæðum hlýtur maður að sjá hvert stefnir. Barn, sem er kannski ekki orðið til með þeint hætti er móðirin hefði helst kosið, verður ekkert síður möguleiki til mikillar blessunar en önnur. Þegar kemur að því, að barnið er skírt, sem yfirleitt gerist þegar það er ekki nema nokkurra vikna eða mánaða gamalt, getur viðhorfið gerbreyst að þessu leyti.” - En ef í hlut ætti einhver nákominn þér? „Mér finnst ég þegar hafa svarað spurn- ingunni.” - Forveri þinn á biskupsstóli, herra Sig- urbjörn Einarsson, sagði í viðtali við Helg- arpóstinn fyrir rúmum þremur árum, að óvígð sambúð gæti verið réttlætanleg í viss- um tilvikum. Hvað segir þú um það? „Það hlýtur að vera hverjum og einum í sjálfsvald sett, eftir sannfæringu og sam- visku, hvernig lífsmáta hann kýs sér. Hér má vissulega ekki beita neinum ytri þving- unum. En það liggur skýrt fyrir, eigi að síður, að kirkjan boðar að heilög hjóna- vígsla sé það besta í sjálfsforræði og hjóna- bandinu til heilla og blessunar.” - Ertu sammála því, að siðferði þjóðar- innar fari hnignandi? „Það er ég alls ekki viss um. Þegar maður les um ástandið í landinu á öldum og árum áður, þá hugsar maður stundum með sér: Jæja, þetta hefur nú lagast og er betra núna en áður var. Þannig að þegar á heildina er litið held ég að okkur hafi frekar þokað fram á veg. Vissulega blasir margt illt við okkur - ég nefni sérstaklega áfengisvanda- málið, sem ég tel vera þessari þjóð og öðr- um skelfilega hættulegt vandamál. Og það er oft lögð áhersla á hið ljóta og fáránlega, hið myrka, í því, sem fyrir okkur er borið. Það tel ég ástæðulaust, hvort sem það er á leiksviði, í kvikmyndum, bókum eða blöðum. Ég tel það eitt með því brýnasta, að menn taki listina frekar í þjónustu lífsins en dauðans og myrkursins og að við kom- umst á „hærra plan” hvað þetta snertir. Mestu máli skiptir jafnan, að við höfum „ljós lífsins” til að lifa við og fara eftir.” myndir: Jim Smart-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.