Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 12. nóvember 1982 BlSsturinn Þrjú á palli í Ný/istarsafninu Sýning Þórínu Merlu - blönduð tækni til að verkin verði ekki of einhæf. Helsta vandamál safna er stofnanadauðinn sem grefur þar um sig eins og trjámaðkur í tré. Um Nýlistarsafniö er óhætt að segja að æskan þar hefur ekki fæðst með ellisvip. I safninu er alltaf eitthvað nýtt og djarft á döf inni. Nú eru þar þrjú á palli að sýna, þau Guðjón Ketilsson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Þórína Merla, sem er gestur sýn- ingarinnar, nýkomin heim frá út- löndum þar sem hún hefur undanfarið tekið þátt í þremur bí- ennölum og hlotið mikla viður- kenningu. Einnig hefur hún feng- ið fimm alþjóðleg verðlaun. Þar á meðal hin eftirsóttu silkiþrykks- verðlaun sem veitt eru fimmta hvert ár í frönsku borginni Peri- ou. Sagt er að það sé mesta silki- ormaborg Frakklands. í ár fékk í fyrsta sinn verðlaunin kona af Hinum norðurlöndunum. í dag- blaðinu Le Criede Periou, sem er útbreiddasta blað borgarinnar, segir hinn þekkti gagnrýnandi Alfred Bosí að Þórína Merla sé vel að verðlaununum komin og minnist sérstaklega á ísland. Nú er Þórína Merla á leið á frammúrstefnubíennalinn í Aberdeen og átti að loka sýning- unni 6. nóvember, vegna þess að hún ætlaði að sýna verkin þar, en sýningin hefur verið klöppuð upp og stendur hún yfir til jóla. í hinni veglegu sýningarskrá segir að Þórína Merla eigi verk á einkasöfnum Gro Harlem Brundtland, Margrétar Thatc- her, lndíruGandíogJaneFonda. I viðtali segir Þórína að hún hafi einkum mótast af sínu kyni og lýsi hún þeirri mótun sinni í málara- listinni; öll málverkin séu opin í miðju líkt og rósrautt gat eða munnur sem kemur út úr gati. Viðhorf þetta telur hún ekki vera sprottið af verki Man Rays Munnur í skýjum, heldur hafi all- ar konur sinn innri munn og hún sé að lýsa honum; þessum sál- ræna mjúka munni sem sprettur upp úr hinum tilfinningaríku eðlishvötum og er bæði að ofan og neðan á konunni í líkamlegu og tilfinningalegu samræmi og tengslum. Heimsskoðun Þórínu Merlu er afar víðfeðm. En við skulum hverfa frá hinni innihaldsríku sýningarskrá (í hana skrifa þrír helstu listgagnrýnendur dag- blaðanna og málverkasinnað skáld) og vinda okkur að sýning- unni sjálfri. Áður langar mig þó að benda á fróðlegt æviágrip Þór- ínu Merlu á blaðsíðu 125. Það ber með sér að ætt hennar teygíst inn á Kjarvalsstaði,Listasafn Isíands, inn í fimm ráðuneyti, úthlutunar- nefnd listamannalauna og hinnar þríeinu K-fjölskyldu, en í henni eru allir að skrifa og mála og eru fjölskyldumeðlimirnir með fimm fasta þætti í útvarpi og sjónvarpi, bæði hægri og vinstri hluti fjöl- skyldunnar, en þó er þar einkum hin misvíxlaða miðja. f flestum verka sinna notar Þórína Merla svo nefnda blandaða tækni á afar persónu- legan hátt. Hún kveðst velja blönduðu tæknina til þess að verkin verði ekki einhæf, og sannar með rökum að Picasso hefði gripið til blönduðu tækn- innar hefði hún þá verið uppgötv- uð. Máli sínu til stuðnings segir hún að Halldór Laxness noti blandaða tækni í bókum sínum: hlátur og grátur til skiptis og í bland. Mig langar að nefna nokkrar myndir Þórínu Merlu. í mynd númer 3 notar hún blandaða tækni. Akríllitirnir fara einkar vel við sjálflýsandi litina og olíu- litina. Til áherslu lætur hún vatns- liti fylla upp tómið sem myndast milli andstæðu litanna sem hún stefnir saman á myndfletinum, þannig að dulúð vex fram og áhorfandanum dettur í hug það sem Francois Cheng segir í bók sinni Vide et plein: Tómt og fullt: En Islande, de tous les arts, la peinture occupe la place supr- eme. Elle est l’objet d’une véri- table mystique. Á fslandi skipar málaralistin æðsta bekk listanna. Fólk dýrkar hana á dulrænan hátt. Útlendingar hafa oft næmt auga fyrir þeim góða smekk sem okkur íslendingum er víst í blóð borinn. Mér líst einkar vel á myndir númer 4 og 28 og 34 og 35 og 36 sem mynda eins konar myndröð sem nú er að verða nauðsynleg ef málari á að fá einhverja styrki. Myndraðastyrkirnir eru lyfti- stöng. Og mér er sagt að hinir miklu menningarbollar séu farnir að hugsa í rriyndröðum. Með myndröðinni Konan hlaut Þórína Merla fimm styrki og Kátínu- verðlaunin sem veitt eru árlega úr Messíjónusjóði. Svo vil ég bara að lokum segja „Takk fyrir mig“ og óska þessu unga fólki til hamingju með sýn- inguna en bæta því við um leið að brátt er kominn tími til að ungt myndlistarfólk fari að hugsa sér til hreyfings og fari að mála eins og Die Wilde, nýexpressionist- arnir á meginlandi Evrópu, því nú er komin nógu margra ára reynsla á stefnuna til þess að við getum treyst henni hérna á fs- landi, vegna þess að við erum nú alltaf dálítið tortryggnir á það nýja, en höldum fast í það eftir að það er orðið gamalt og úrelt. Ég hvet alla til að líta inn í Ný- listarsafnið viðVatnsstíg 3b. Þar er ekki innibyrgt safnaloft heldur loft hinnar lifandi tjáningar. Með því að safnið hefur greiðan að- gang að ráðuneytunum, einkum Menntamálaráðuneytinu, því að Nýlistarsafninu standa fimm ráð- herrasynir og dætur, þá er ekki úr vegi að benda valdamönnum á að ef þeir hyggjast snúa við kökunni á Listasafni íslands og hleypa ungu æskublóði og dug inn í það safn, að sækja formann til ein- hvers í Nýlistarsafninu. Börnum skal bent á að í „lauginni“ í safninu er áhrifarík mynd, eflaust sprottin úr kvik- myndinni Kjaftar,því þar er há- karl að synda á eftir sundmanni og vill rífa hann í sig. Þórína Merla kvaðst hafa sótt mótífið til Florida, þar sem hún dvaldi í náms-og kynnisferð í boði Menn- ingarsjóðs Flugleiða. Þetta er hreint vandamálamálverk. Þetta er skemmtileg mynd og' gaman að sjá hvernig listakonan leikur sér að myndfletinum og gólfinu. Þetta er ekki veggverk heldur gólfverk í orðsins fyllstu merkingu. Eins og ég gat um verður sýn- ingin opin til jóla og kannski lengur, ef hún verður klöppuð upp á ný. Til hamingju, Þórína Merla, og gangi þér vel á hinni efiðu lista- braut. Fimmtíu verk hafa selst á sýningunni. Tvö til Listasafns ís- lands og eitt til Kjarvalsstaða. En þetta er í fyrsta sinn sem það safn kaupir aðrar myndir en myndir eftir meistara Kjarval. Þetta bendir til að Þórína Merla verði valin sem borgarlistakona að ári. Hún á líka það skilið að menning- arbollarnir veiti henni lista- mannalaun. Orva! íslenskra smásagha íslenskar smásögur 1847—1974 1—II Kristján Karlsson valdi og rit- stýrði. Bókaklúbbur AB 1982. Eitt af fyrstu verkum Bóka- ^Mé/cmenn/Í^ klúbbs AB var að ráðast í það stórvirki að gefa út íslenskt Ijóða safn sem kom út á árunum 1974 til 1978. Er það ítarlegasta úrval íslenskra ljóða sem nær yfir alla íslenska bókmenntasögu sem út hefur koniiö til þessa. Nú hefur AB ráðist í annað stórvirki sem er útgáfa úrvals íslenskra smá- sagna og hafa tvö fyrstu bindin komið út á þessu ári. Er upphaf sagnanna miðað við upphaf nú- tíma sagnaritunar á íslandi og er fyrsti höfundurinn sem saga er eftir í verkinu Jónas Hallgríms- son. Eru í fyrsta bindinu sögur eftir 19 höfunda og er þeim raðað nokkurnveginn í aldursröð og er sá yngsti Gunnar Gunnarsson. í öðru bindinu er síðan byrjað á Þóri Bergssyni og síðasti höfund- urinn er Halldór Laxness. Er fyrirhugað að alls komi út fjögur bindi. Eru fyrstu bindin 353 og 344 síður. Kristján Karlsson skrifar for- mála fyrir verkinu og er hafður á sá sérkennilegi háttur að formál inn er einskonar framhaldssaga og er hver hluti í upphafi hvers bindis. Formálinn er því þegar hér er kontið sögu varla nema hálfnaður, þannig að lítið er hægt um hann að segja, en mér virðist samt að verulegur fengur sé að fá þennan formála því að ótrúlega lítið hefur verið ritað hér á landi um smásögur og smásagnagerð, þrátt fyrir að íslendingar hafiverið óvenju iðnir við að setja þær saman. I verk eins og þetta má að sjálf- sögðu velja sögur eftir ýmsum forsendum. Mér sýnist að Krist- ján Karlsson miði fyrst og fremst við einhverskonar listrænt gildi en hafi jafnframt hliðsjón af því hvað sé dæmigert fyrir viðkom- andi höfund og tímann sem hann lifir á. Um þetta val má að sjálf- sögðu deila og það er alveg ljóst að það er mikið vandaverk að velja eina sögu eftir höfund í svona verk, sérstaklega eftir þá sem hafa skrifað margar smá- sögur. Mér finnst til dæmis að tekið sé með óþarflega rnikið af sögum sem fyrir eru þekktar og hafa jafnvel verið notaðar áður í sýnisbækur. En þá kemur maður að spurningunni um það til hvers verk eins og þetta séu. Fyrsta svarið við þeirri spurn- ingu er að það sé gagnlegt og þægilegt að hafa sýnishom ís- lenskrar smásagnagerðar á ein- um stað, sérstaklega vegna þess að margar sögurnar er að finna í bókum sem ekki eru fáanlegar. Einnig eru smásögur oft dreifðar um margar bækur höfunda og getur kostað tölverða leit að finna þær. Annað svar er að með safni af þessu tagi er svolítill möguleiki að fá yfirlit yfir þróun og megin- einkenni íslenskrar smásagna- gerðar, en það er nánast óvinn- andi verk nema menn hafi nær ótakmarkaðan tíma og veltur þessvegna mikið á að vel sé valið í svona safn. Þannig mætti áfram finna svör við þessari spurningu. En ástæð- an fyrir því að ég fagna sérstak- lega þessari útgáfu er sú að smá- sagnatextar henta sérlega vel við bókmenntakennslu. Er það einkum vegna forms smásögunn- ar, samþjappaðs með fáum pers- ónum og vel afmörkuðum hug- myndum og viðfangsefnum. Það er því mjög gott að vísa nemend- um á smásögur ef þeir vilja eða eiga að skoða einkenni einhvers höfundar eða tíma — án þess að maður ætlist til þess að þeir leggi á sig allt of mikla vinnu. Þetta safn hefur á þennan hátt reynst mér vel og mig langar að benda kennurum á að hér er á ferðinni tilvalin bók til þess að vísa nem- endum á í tengslum við ýmiss- konar verkefnavinnu í bók- menntum. G.Ast irrvAitp Föstudagur 12. nóvember 7.00 Veiurtréttir, tréttir og bæn. Ekki veitir af heilögu orði eftir sblðs-og óveðursfréttir. 9.45 Pingfréttir. Æsispennandi sakamálaþátt- ur með diskótónlist eftir þingverði. 11.30'Frá Norðurlöndum. Borgþór Kjærnested kennir finnsk þlótsyrði. Satani rakasta... 13.00 Á frívaktinni. Sjóveikikveðjur til pabba með óskum um að hann komi góssinu í land. 14.30 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson les úr nýjum bókum. Þó það nú væri að Andrés fengi líka að gera aukaþátt. 16.40 Litli barnatiminn. Kínverskir brandarar. Hvað sagði Kínverjinn þegar hann sá am- eríkanann? hojigu skigade fungu! Ha ha ha ha ha. 17.00 Að gefnu tilefni. Hana nú. Áreiðanlega rifrildi. 20.40 Art Ensemble of Chicago. Venni kynnir og heldur varla vatni. 21.45 Gjörðu borg i brjósti þinu. Halldór frá Drykkjubóli talar. Eins gott að fá ekki slæmt hóstakast með borg í brjóstinu. 23.00 Kvöldgestir Jónasar Jónassonar. Mikið var að þessi þáttur var settur á dagskrá aftur. Bara að Jónas verði heppinn með tólk. Hvernig væri að tala við Porvald og Dísu? Laugardagur 13. nóvember 7.00 Tónleikar. Þulur velur og kynnir plötur með Mezzoforte eftir tréttir og hömungar- tíðindi dagsins. Eða verður kannski Come- dian Harmonists? 8.30 Forystugreinar dagblaðanna. Æsispenn- andi, lekandi brilljans. Oj barasta - og þó, það er aldrei að vita hvernig tekst til með HP-leiðarann. Hann er ekki leiðari en hinir. 11.20 Hrímgrund. Blandaðir ávextir tyrir óþekka krakka og kakkalakka. 13.35 íþróttaþáttur. Bless og veriði hress og ekkert stress og þu ert fress... 15.10 í dægurlandi. Svavar klikkar ekki. 16.40 íslenskt mál. Mörður flippar út og slangrar inn. 19.35 Á tali. Edda Björgvins og Helga Thorberg laufléttar. Skemmtilegir þættir. Stórmerki- legur skilnaðarþáttur hjá þeim um daginn. 20.00 Harmonikuþáttur. Loksins eitthvaö fyrir Atla Rúnar. Næst Gufuradíóið i Osló? 20.30 Kvöldvaka. Einmitt það, sem ég hef beðið eftir öll laugardagskvöld á árinu. 23.00 Laugardagssyrpa. Siðari hlutinn verður sunnudagssyrpa. Hvernig væri aö spna eins og einn Dylan? Sunnudagur 14. nóvember 11.00 Messan á kristniboðsdegi er í Neskirkju. 13.20 Það er gott að hlusta á Berlínarfílharmon- íuna svona ettir matinn. En þetta er þriðji þáttur um hana hundrað ára og heitir: Frægir hljómsveitarstjórar. 14.00 Útvarpsleikritið er gamalt og heitir 50 minútna bið. Því var áður útvarpað 1962 og er eftir Charles Charras. 15.20 Bókamarkaðurinn og Andrés Björnsson. Nammi namm. Bráðum komablessuð jól- in. 16.20 Heimspeki Forn-Kínverja. 1. erindi Ragnars Baldurssonar. Vonandi verður þetta litandi og skemmtiiegt. 18.00 Þaðvarog. 19.25 Veistu svarið? Þetta er sumsé spurninga þátturinn frá RÚVAK. Mér þótti nú slappt seínast að muna ekki Veru. 20.00 Sunnudagsstúdió. Já skemmtilegt, enda fyrir okkur unglingana. Næstum því eins og Stuðarinn.... 21.30 Gróin spor.Nei ekki aldaminning útvarps- ins heldur Jóhannesar Friðiaugssonar á Fjalli. 23.00 Kvöldstrengir frá RÚVAK. Meira vil ég heyra frá Grænlandi. SJONVARI* Föstudagur 12. nóvember 20.30 Auglýsingar og dagskrá. Nú fara að koma jól og þá verður þetta aðalefnið i varpinu. 20.55 Prúðuleikararnir. 21.20 Kastljós. Þarf þetta alltaf að vera svona djöfull kurteislegt? Er Ömmi sprunginn á limminu? 22.25 Dauðinn í Feneyjum. Spaghettimynd. Ætti að geta verið mjög góð. Feneyjar eru annars undarlegur staður. Laugardagur 13. nóvember 16.30 íþróttir. Hvenær ris alþýða þessa lands upp gegn yfirgangi sportidjótanna? 18.55 Enska knattspyrnan. Eg meina það. Er ekkert lát á þessu? Úúúú. 20.00 Fréttir. Fréttastofa sjónvarpsins á langt í land með að ná útvarpinu. En hvernig á annað að vera? Fjölgum sjónvarpsfrétta- mönnum um fimm eða sex og gerum svo kröfur. 20.40 Löður. Tíu þúsundasti þáttur. 21.10 Fyrstá tunglferðin. Það var þá, sem komí Ijós, að tunglið vár ekki úr osti. 22.50 Ævi og afrek Beans dómara. Meiri kall- inn, þessi Bauni dómari. Vestri - og sjálf Viktoria Principal, sú ósjarmerandi i Dali- as, leikur á móti Paul Newman og Anthony Perkins. Hvernio datt mönnunum í huga að leggjast svo iágt að leika á móti stúlk- unni? Sunnudagur 14. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja séra Kristins Ág- ústs. Fjörutíu dagar til jóla. 16.10 Hús’ið á sléttunni. Jarðýtu á draslið. 17.05 Gullöldin. Grikkir hinir fornu. Eða er það þáttur frá Alþingi? 18.00 Pabbatíminn. Bryndís dregur fram gamlar myndir úr Austurbæjarskólanum svo krakkarnir geti gert grín að foreldrum sin- um. Skömm að þessu. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Hvaða góðmeti verður nú á borð borið? Er Magnús að þreytast? Er J.R. að breytast? 21.45 Schulz i herþjónustu. Æ, þetta fór ágæt- lega af stað... 22.40 Er enginn sem skilur mig? Nei, auðvitað ekki, nitwit. Hvernig á það að vera. 23.35 Dagskrárlok.Læðumst i ísskápinn og klár- um sunnudagssteikina. Förum svo út að hjóla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.