Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 22
22 Tímasprengjan er sprungin Hér í Helgarpóstinum hefur hvað eftir annað á undanförnum tveimur árum verið bent á, að blikur hafi verið á lofti í íslenskum fiskiðnaði. Við höfum bent á framrás Kana- damanna á fiskmörkuðum okkar í Banda- ríkjunum og birt sláandi upplýsingar um stór- felldagalla á freðfiski frá frystihúsum okkar. En alltaf hefur gengið erfiðlega að fá opin- bera aðila til að viðurkenna þær staðreyndir sem við höfum borið undir þá. Forráðamenn sölusamtaka sjávarútvegsins hafa reynt að láta í það skína, að allt væri í himna lagi. Nú hefur dr. Jónas Bjarnason efnaverk- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins skotið stoðum undir málflutn- ing okkar. Á nýafstöðnu fiskiþingi hélt hann ræðu sem vakti mikla athygli. Þar hélt hann því m.a. fram að allt ferskfiskmat og ferskfisk- eftirlit þurfi endurskoðunar við. Og á sama þingi hélt Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra þrumandi ræðu um þetta efni og boðaði harðar refsiaðgerðir gagnvart Jónas Bjarnason þeim sem standa sig ekki í að halda uppi gæðum íslenskra sjávarafurða. „Eg hef unnið að heimildarsöfnun um þessi mál í tvö ár og hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að þetta er tímasprengja. Og sú tímasprengja er að springa núna,“ sagði Jón- as þegar ég ræddi þessi mál við hann. „Um þessi mál hefur aldrei mátt tala og því borið við að umræður um þessa hluti skaði sölumöguleika okkar á mörkuðum erlendis. Ég held að það sé misskilningur. Ef keppi- nautar okkar sjá að við erum að taka í hnakka drambið á ókkur sjálfir verða þeir hræddir við okkur. En sé ekkert að gert snúast vopnin í höndum okkar og sumir markaðir okkar byrja að hrynja vegna lélegrar vöru,“ segir hann. Jóhann Guðmundsson forstöðumaður Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða telur Jónas hafa farið með stóryrði sem engan vanda leysi. „En ég er opinn fyrir öllum breytingum og reiðubúinn til að ræða alla möguleika. En það sem háir Framleiðslueftirlitinu er skortur á mannafla, og á sama tíma og verkefni hafa aukist um 60-70% hefur mannafli aukist um 5-10%. Þetta setur öllu mjög þröngar skorður, það er sama hvaða kerfi er notað, ef fjármunir og mannafli eru knöpp gengur kerfið ekki vel. Eigi að taka upp annað kerfi þarf þetta að vera fyrir hendi. I sjávarútvegi og meðferð fiskafla má margt laga. En til þess að það náist þarf að verða samstillt átak allra þeirra er hlut eiga að máli,“ segir Jóhann. Óskar Vigfússon forseti Sjómannasam- bands íslands segir að síminn hjá honum hafi verið rauðglóandi af hringingum frá um- bjóðendum sínum eftir ræðu Jónasar. „Þeir eru afskaplega sárir .yfir því að þeim finnst þeim sé kennt um allt sem aflaga fer. Að mínu mati tók Jónas alls ekki á hinum raun- verulegu vandamálum. Hann sleppir alveg því sem gerist eftir að fiskurinn er kominn í hendur þeirra sem vinna hann. En ég get tekið undir það með Jónasi, að pottur er víða brotinn," segir Óskar Vigfússon. En að mati Jónasar Bjarnasonar er kjarni málsins einmitt sá, að um þessi mál ríki gífur- leg viðkvæmni, og það hamli því að eitthvað sé gert í málinu. „Um leið og minnst er á að þetta sé ein- hverjum að kenna telja menn það árásir á sig eða sína stétt, eða jafnvel sína stofnun," segir Jónas. Hann telur, að ein af aðalástæðunum fyrir því að svo er komið sé sú, að gífurlegar breytingar hafi orðið á öllum aðstæðum á sama tíma og hluti af fiskiðnaðinum og fisk- matskerfið lifi í gömlum tíma. Þeir sem telji sig fulltrúa skólamanna og nýrrar aðferðar- fræði og fulltrúar hinnar gömlu, hefðbundnu Risaveldi í ógöngum skiptir um förustu Rúmur sólarhringur leið frá láti Leoníds Bresnéffs, þangað til félagar hans í forustu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna töldu rétt að skýra þegnum hans og umheiminum frá dauðsfallinu. Þennan tíma þurftu þeir til að ganga svo frá málum í Kreml, að áræðandi væri að láta vitnast að komið væri að manna- skiptum á æðsta valdatindi sovétveldisins. Fyrsta ályktunin sem af þessu verður dreg- in er sú, að Bresnéff hefur ekki búið svo um hnúta að val eftirmanns hans lægi ljóst fyrir, enda hefði það verið í mótsögn við starfshætti hans á valdaferlinum. Hann gætti þess vand- lega að enginn í stjórnmálanefnd miðstjórn- arinnar öðlaðist augljóst tilkall til forustu eftir sig, og er skemmst að minnast þess að Kirilenko, sem um tíma gekk næstur Bresn- éff að völdum, virðist hafa verið stjakað út úr stjórnmálanefndinni án þess það væri gert uppskátt. Atján ár eru frá því Bresnéff hlaut flokks- forustuna í valdaskiptum hans og annarra Leoníd Bresnéff þátttakenda í samblæstrinum gegn Krústjoff. Smátt og smátt, af gætni og þolinmæði, safn- aði hann auknum völdum í hendur sér. Stöðuheiti hans í flokkskerfinu var breytt 1966 úr „fyrsti ritari" í „aðalritari" eins og starfið nefndist á dögum Stalíns. Árið 1976 lét Bresnéff sæma sig marskálkstign og árið eftir tók hann bæði við þjóðhöfðingjaemb- ætti Sovétríkjanna og gerðist æðsti yfirboðari sovéska heraflans. Ekki er furða að öldungarnir, sem skipa stjórnmálanefndina, þyrftu sólarhring til að skipta þessum tignar- og valdastöðum á milli sín á þann hátt, að enginn sæi augljósa hættu steðja að eigin aðstöðu af upphefð keppi- nautar. Fresturinn á dánartilkynningu foringjans ber með sér, að til þessa verks var gengið í stjórnmálanefndinni. Alls óvíst er hvenær niðurstaðan verður gerð opinber, lík- legast ekki fyrr en eftir útför Bresnéffs, sem búist er við að fari fram um helgina. Eina vísbendingin sem fyrir liggur þegar þetta er ritað, er að Júrí Andropoff hefur hlotið formennsku fyrir nefndinni sem sér úm útfararathöfnina. Það gæti bent til að hann hafi orðið hlutskarpari í skiptunum á dánar- búi flokksforingjans framliðna en helsti keppinautur hans, Konstanín Sérnenkó. Báðir hafa þeir Andropoff og Sérnenkó lengi verið handgengnir Bresnéff, en á síðari árum hefur þó hinn síðarnefndi verið nánari sam- starfsmaður hans í framkvæmdastjórn flokksins. Það var ekki fyrr en á þessu ári, að Andropoff lét af stjórn leynilögreglunnar og gerðist einn af riturum miðstjórnar undir beinni yfirstjórn Bresnéffs. Þar með var hann kominn í aðstöðu til að keppa um æðstu völd, því skelkurinn eftir Bería situr svo djúpt í forustu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna að útilokað er að foringi leynilögreglunnar velj- ist umsvifalaust til flokksforingja. Bresnéff andaðist mánuði fyrir 76. afmælis- dag sinn. Þótt aldurinn geti ekki talist hár Föstudagur 12. nóvember 1982 _Helgai--- _Oústurinn fiskvinnslu tali nánast ekki sama tungumál oft á tíðum. „Þriðja ástæðan er almenn og mikil tregða í embættismannakerfinu til að horfast í augu við nauðsynlegar breytingar á starfsemi fisk- eftirlitsins og mannahaldi þess. Þetta er eins og sjálfverjandi ferlíki sem lýtur sínum eigin lögmálum, og það er einmitt þar sem vatna- skilin eru. Vatnaskilin milli nútímalegra vinnubragða og hinna gömlu, hefðbundnu," segir Jónas. En Jónas hafnar leitinni að sökudólginum. „Það er ekki hægt að fullyrða, að til sé ein- hver einn sökudólgur, enda er rangt að leita að honum. Aðalatriðið er að leita úrbóta. En það skortir vilja og hugrekki fólks til að horf- ast í augu við vandamálin og sumsstaðar eru viðhorf fólks til meðferðar á fiski og fiskaf- urðum gagnrýnisverð. Þetta er þó misjafnt, sumsstaðar er ástandið ágætt, en annarsstað- ar er það slæmt. En núna, þegar menn standa frammi fyrir því að afli er takmarkaður og framundan er svart ástand bendir hver á annan og menn fara jafnvel að leita að söku- dólgi,“ segir hann. Þeir sem vel þekkja til þessara mála, og ekki síst þeir sem eru inni í matsmálunum, taka undir það að orsaka þess, að hvað eftir annað hafi komið upp alvarlegir gallar í salt- fiski, skreið og saltsíld, sé víða að leita. IVIaður sem áratugum saman hefur fylgst vel með þessum málum segir mér, að mats- kerfið sé allt mjög götótt og menn standi afskaplega misjafnlega að því. Eitt af því al- varlegasta er, að matsniðurstöður á ferskum fiski liggja oft á tíðum ekki fyrir fyrr en búið er að vinna fiskinn. Þá er hið opinbera mat að sjálfsögðu vita gagnslaust, hið raunverulega mat er framkvæmt af þeim sem sjá um vinnsl- una og alveg undir hælinn lagt hvert öryggi þess er. Sama er að segja um aldursgreiningu á fiski. Þótt matsmenn meti aldur aflans í einstökum kössum við uppskipun koma niðurstöðurnar ekki tímanlega til þeirra sem sjá um vinnsluna og enn verra er með aldurs- greiningu á lausum fiski. „Þótt fiskurinn hafi verið aldursgreindur í stíum virðir sá sem sér um losun ekki niður- stöður hennar og blandar öllum fiskinum saman,“ segir heimildamaður okkar. Og hvað varðar mat á saltfiski og skreið segir hann að margir þeirra sem sjá um mat á þeim afurðum valdi einfaldlega ekki starfi sínu, þess vegna hafi þessi leiðindamál komið upp. INNLEND VFIRSVINI Epí pj\in m II mmm mmm m ’9m mmsam miðað við öldungaveldið sem ríkir í Komm- únistaflokki Sovétríkjanna, er liðinn hartnær áratugur frá því augljóst var að maðurinn gekk ekki heill til skógar. Síðustu ár varð hann að taka sér æ lengri hlé frá störfum, stundum án þess að frá því væri skýrt opin- berlega. Aldrei hefur verið látið uppi, hverjir kvillar Bresnéffs voru. Síðustu vikur lét hann með meira móti á sér bera vegna byltingar- afmælisins, og náði sú áreynsla hámarki, þeg- ar hann stóð í tvo klukicutíma samfleytt á þaki grafhýsis Leníns í frosti og næðingi til að fylgjast með hersýningu og skrúðgöngu á Rauða torginu. Virðist ljóst að þessi þrek- raun hafi riðið honum að fullu. Stjórnlist Bresnéffs var falin í gætni og íhaldssemi, að hafast aldrei að nema hafa tryggt sig í bak og fyrir til að hafa tök á eftirköstum athafna, og forðast allar nýjung- ar sem orðið gætu til að raska hefðbundnu valdakerfi í sovésku þjóðfélagi. Kyrrstöðu- stefna Bresnéffs í öllu sem að kerfisbreyting- um lýtur hefur orðið til þess, að hann skilur eftir sig risaveldi í ógöngum. Niðurníðsla sveitanna er slík að Sovétríkin hafa í fjögur ár í röð færst æ fjær því marki að geta brauðfætt þjóðina. Framleiðslumagn og framleiðni í iðnaði eru hætt að vaxa og hrakar frekar. Ástæður eru margar. Vöruskortur og allt sem honum fylgir dregur úr afköstum. Mannafli á starfsaldri dregst saman vegna fámennra ár- ganga sem við bætast. Orkukostnaður er á uppleið vegna stórhækkaðs vinnslukostnaðar á nýjum olíu- og gassvæðum í Síberíu. Her- inn, eftirlæti sovétstjórnarinnar, gerir sívax- andi kröfur, jafnframt því sem ríkið á í efna- hagsþrengingum. “En eitt mesta vandamálið eru launamál sjómanna. Þeir eru fáir á skipunum og geta einfaldlega ekki gengið frá fiskinum eins og þarf að gera,“ segir hann. „Fað er erfitt að segja hvað er hægt að gera til úrbóta," segir Jónas Bjarnason. „Þetta er allt svo samfléttað íslensku atvinn- ulífi, hagsmunum og þessari leynd sem ég nefndi. En í stuttu máli má segja, að þetta verði aðeins bætt með aukinni menntun og leiðbeiningum, sem og að allar afurðir verði í samræmi við verðmæti hráefnis fyrir fisk- vinnsluna annars vegar og í samræmi við markaðsverð á afurðunum hins vegar. Allar matsreglur, sem eru forsendur verðlagning- ar, þarf að gera því fólki ljósar sem vinnur við fiskveiðar og vinnslu. Núna stöndum við eins og berrassaðir með öflug tæki en úreltar vinn- uaðferðir frammi fyrir nýjum tíma og þeirri staðreynd að fiskafli verður ekki aukinn um- talsvert,“ segir Jónas Bjarnason. En hann bendir líka á að auk þekkingar- leysis sé við kæruleysi að etja. Ein niðurstaða á úttekt á vegum Handbókar um fiskvinnslu og fiskmat sýnir, að milli 70 og 80% af göllum í saltfiski á Reykjavíkursvæðinu á vorvertíð í ár, stafi með nokkuð óyggjandi hætti af hrá- efninu. Og sé fólk spurt hvers vegna það stendur með fulla skemmu af stórgallaðri skreið eru svörin oft og tíðum þannig, að vitnað er í gengi dollarans eða verð á Nígen'u- markaði. „En grundvallarástæðan kemur sjaldnast fram; sem sé þekkingarleysi og kæruleysi. Og oft er slæmri rekstrarstöðu fyrirtækjanna líka um að kenna. Það er oft freistandi að hleypa sem mestu upp í hæsta flokk, en það kemur mönnum bara í koll síðar. íslenskar sjávaraf- urðir eru samt almennt í góðu áliti þannig að ástandið í heild er ekki alveg eins slæmt og ætla mætti eftir langa upptalningu á áföll- um,“ segir Jónas Bjarnason. Umræður þær um ástandið í íslenskum fiskiðnaði sem Helgarpósturinn hefur áður reynt að brydda upp á er væntanlega kominn í gang fyrir alvöru - tímasprengjan er sprung- in og vonandi er úrbóta ekki langt að bíða. Það var líka kominn tími til, þarna er um sjálft fjöregg íslensku þjóðarinnar að tefla. eftir Þorgrím Gestsson eftir Magnús Torfa Ólafsson astir eru til að hreppa forustuna. Aldur þeirra gerir að verkum, að þeir geta vart horft fram á lengra valdatímabil en hálfan áratug. Eftir undanhaldið í Kúbudeilunni, þar sem alhliða hernaðarmáttur Bandaríkjanna gerði Kennedy fært að kveða Krústjoff í kútinn, hefur sovétstjórnin lagt megináherslu á að efla svo vígbúnað Sovétríkjanna að þau standi Bandaríkjunum á sporði í hverri grein. Skýrasti vottur þess er dreifing sovétflotans um öll heimsins höf. En efling sovésks hervalds hefur ekki fært sovétstjórninni pólitískt áhrifavald á heimsvettvangi að sama skapi. Atburðir Iiðins sumars í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni hafa leitt í ljós að á því svæði eru Sovétríkin áhrifalausari en nokkru sinni fyrr frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Að veru- legu leyti stafar þetta af innrásinni í Afghan- istan, sem sett hefur Sovétríkin út úr húsi með islömskum þjóðum og hjá þorra ríkja þriðja heimsins. Sovéskur yfirgangur átti sinn þátt í að koma til valda í Bandaríkjunum stjórn sem snúið hefur baki við slökunarstefnu fyrirrennara sinna og leggur á það ofurkapp að koma upp nýjum vopnakerfum í því skyni að ná fyrri hernaðaryfirburðum yfir Sovétríkin. Eins og mál horfa við eru líkur mun meiri á nýju vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna en ár- angri af viðræðum þeirra um takmörkun kjarnorkuvopnabúnaðar eða fækkun kjarn- orkuvopna. Arftakar Bresnéffs hafa því við næg verk- efni að fást. Miðað við fyrri reynslu er óvar- legt að gera ráð fyrir að sú valdaskipting sem ákveðin er við fráfall foringja, sem safnað hafði æðstu völdum í hverri grein í eigin hendur, reynist vara til frambúðar. Og jafn- vel þótt svo verði, að sviptingar í valdhafa- hópnum reynist með minna móti, er ekki að búast við stórfelldu frumkvæði né merki- legum breytingum af hálfu þeirra sem líkleg- I þessari stöðu var það fangaráð Bresnéffs á síðustu mánuðum valdaferils síns að friðmæl- ast við Kína. Fyrsta áfanga viðræðnanna er lokið og Ijóst er að báðir aðilar gera ráð fyrir að þeim verði fram haldið. Fyrstu ábyggilegu merkin um stefnu nýju forustunnar í Moskvu ættu að koma í ljós, þegar að því kemur að hún ákveður hversu haga skuli næsta áfanga í viðræðum við Kína um bætta sambúð ríkjanna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.