Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 3
-pflH%tiirinn Föstudagur 3 18 mars 1983 Einfalt val fyrir ráðherra JHe/gai---- postunnn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Marðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórs- dóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tón- list,) Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guðbergur Bergsson (mynd- list), Gunnlaugur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet Qazz), Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigur- pálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun- um, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi, Ólafur Engilbertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: .Ha!ldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. Það er eitt að halda dýr og annað að halda dýr til að sýna þau. Þannig hafa sérfróðir menn komist að orði um Sædýrasafnið við Hafnarfjörð, sem nú hefur verið lokað almenn- ingi í rúm tvö ár en er samt talið vera í rekstri. Þar er talsvert af skepnum, sumum algengum ís- lenskum, öðrum fágætum útlend- um. Og það sem þessir sérfróðu menn, sem vitnað var til að framan, eiga við er að skepnurnar í Sædýra- safninu eru ekki vanhaldnar. Al- mennt eru þær ekki svangar eða barðar. En Sædýrasafnið er ekki dýragarður, eins og fólk hugsar sér slíka staði, né heldur stenst það á nokkurn hátt samanburð við dýra- garða í nágrannalöndum okkar. Menntamálaráðherra fær á næstu dögum skýrslu Dýraverndar- nefndar ríkisins um ástand safns- ins. Nefndin fór um síðustu helgi í könnunarferð í safnið og hefur þeg- ar gert fjölmargar athugasemdir við ástand þess eins og það er i dag - lokaó almenningi. Nefndarmenn gengu m.a. fram á lamaða kengúru með dauðan unga í poka sínum. Líklegast er að nefndin leggist gegn því, að Sædýrasafnið fái leyfi til að hefja fullan rekstur á ný og að menntamálaráðuneytið muni taka svipaða afstöðu í umsögn sinni til sýslumannsins í Hafnarfirði, sem hefur á valdi sínu hvort safnið fær rekstrarleyfi eða ekki. Saga Sædýrasafnsins hefur í rauninni verið samfelld raunasaga. Því var hleypt af stokkunum af á- hugasömum skátum i Hafnarfirði fyrir hálfum öðrum áratug og var byggt upp og rekið lengst af af mikl- um vanefnum. En um miðjan síðasta áratug hófust umfangsmikl- ar háhyrningaveiðar á vegum safns- ins - veiðar, sem eru afar misjafn- lega þokkaðar víða um heim og hafa haft hörmulegar afleiðingar. Þess er skemmst að minnast að fyrir fimm árum drápust tveir háhym- ingar í safninu vegna frostkulda og nú eru þar tvö dýr af þremur sködd- uð svo að kaupendur í Banda- ríkjunum hafa neitað að taka við þeim. Þau dýr áttu að vera farin úr safninu fyrir 1. desember sl. enda ætlaði menntamálaráðuneytið aldrei að leyfa geymslu þessara fal- legu og skemmtilegu dýra þar yfir veturinn. í rauninni er ekki um nema tvennt að velja fyrir menntamála- ráðherra og bæjarfógetann í Hafnarfirði. Annað hvort á að stöðva alla starfsemi í safninu tafarlaust og lóga þeim dýrum sem þar eru eða flytja aftur úr landi eða þá að hefja tafarlausa og myndar- lega uppbyggingu raunverulegs dýragarðs á Islandi. Og sá dýra- garður ætti alls ekki að vera þar sem Sædýrasafnið er nú, enda þar hvorki hægt með góðu móti að koma fyrir vatns- eða skólplögnum. Fyrri kosturinn er hreinlegastur og ódýrastur. Uppbygging safnsins mundi kosta tugi milljóna króna og krefjast þjálfaðs starfsfólks, sem ekki er til á íslandi. Fjölmargir ís- lendingar þekkja af eigin raun vel rekna og snyrtilega dýragarða - og þeir vita jafnframt, að stórþjóðir eiga í umtalsveröum erfiðleikum með að reka þá. En það sem á að gera tafarlaust er að stöðva háhyrningaveiðar Sæ- dýrasafnsins og sleppa þeim dýr- um, sem þar eru nú í geymslu. Milli- göngumenn safnsins í þessum við- skiptum úti í heimi eru óprúttnir ævintýramenn, sem hafa verið flæmdir burt með þessa starfsemi frá heimalöndum sínum, meðal annars fyrir sprengjuárásir á há- hyrningavöður við vesturströnd Bandaríkjanna. Sá grunur læðist óneitanlcga að fólki, að ásakanir um að svokölluðum rekstri safnsins sé haldið áfram til að geta stundað afar ábatasamar háhymingaveiðar, eigi við rök að styðjast. Og eins og fram kemur í ítarlegri grein í Helgarpóstinum í dag eru á því máli fleiri hliðar en kann að virðast við fyrstu sýn. Vítahringur hinna tíma bilsbundnu erfiðleika „Heyrðu;’ sagði hún, „viltu ekki koma með mér í búðir og banna mér að kaupa þegar þú sérð að ég hef ekki efni á því?” „JújúJ’ svaraði ég og hélt að það væri hægt. í krafti skapfestu minnar og per- sónustyrks myndi ég leggja hönd á ermi hennar og þeg- ar hún liti upp, myndu augu mín vera ofurlítið að- varandi, ekki svo mikið að afgreiðslufólkið tæki eftir því, en hún myndi skilja það og segja „þakka yður fyrir, ég ætla að athuga það seinna.” En þá þekkti ég hana auðvitað ekki eins vel og nú. Svo við fórum í bæinn til að kaupa einn augnahára- hrinoborbiö lit og tvenna ullarsokka. Hún rann eins og stór- fljót niður Laugaveginn og inn í búð og bað um augna- háralitinn. Stúlkan rétti henni hann og nefndi verð- ið. Ég missti næstum þvag. „Sssssst. Sssssst,” sagði ég. Hún tók ekkert eftir því. „Þetta er fasteigna- verðj’ hvíslaði ég. Hún leit beint i augu mér, and- varpaði og sagði: „Ég veit það. Finnst þér það ekki hræðilegt?” og röddin var ísköld og yfir- veguð og samt liðu tvö ár áður en það rann upp fyrir mér að þetta snart hana ekki. „Þú ætlar þó ekki að kaupa þennan? Það er hægt að fá ódýrari og alveg eins góða annars staðar í öðru merki.” >»Ég er miklu fallegri með þennanl’ sagði hún og röddin var svo þrungin sársauka ljóta andar- ungans að ég beygði mig. „Mig langar Iíka í svona varalit,” sagði hún og skim- aði í kringum sig eftir kirsuberjavörum í hylki. „Notarðu nokkurn tíma varalit?” spurði ég. „Nei,” svaraði hún ein- læg, „en ég get byrjað á því?” Og hún keypti augna- háralitinn og varalitinn og greiddi sem svaraði her- bergi í lítið niðurgrafinni kjallaraíbúð fyrir. /Vugnaháraliturinn var í alvörunni svo fallegur að ég keypti líka svoleiðis. Asamt bleikum augn- skugga sem ég hafði ekki trúað að óreyndu að væri svona aðlaðandi. Konan sagði að ég hefði einmitt þessi fallegu augu sem ættu skilið að fá grænan blýant í kringum sig. En hún átti hann ekki til. Svo við urðum að fara út á götu aftur og leita í hverri einustu snyrtivörubúð að einmitt rétta græna blýant- inum og hann fannst ekki fyrr en niðri í Austurstræti. Þá var hún búin að kaupa þrjú krem, eitt ilmvatn, glitofna hnésokka og brúnan augnskugga sem var sláandi likur baugun- um undir augunum. Af þessu notaði hún ilm- vatnið og augnaháralitinn. Þegar ég hafði borið gæfu til að finna græna blýantinn, leit hún djúpt og ásakandi í augu mér og sagði: „Nú á ég ekki fyrir ullar- sokkunum lengur. Þú áttir að banna mér að kaupa þetta allt.” Síðan fórum við út úr búðinni og það var vetur og hún hryllti sig og sagði: ukkan er að verða sex. Þegar við verðum komnar uppeftir, þá verða þeir búnir að opna barinn og við getum fengið okkur einn æris koffí. Við eigum það skilið eftir allt þetta erfiða búðaráp.” II. þáttur, tveimur árum síðar „Ég verð að kaupa mér töskul’ sagði hún. „Viltu koma með mér og veita mér siðferðilegan stuðn- ing? Þú getur fengið mig til að kaupa tösku, ég tími því nefnilega ekki” Hún var lengi búin að ganga með gulan plast- poka i stað tösku, en horn- in á möppunni voru búin að gata hann svo, að hann minnti á nýja tegund af hænsnaneti. Og við fórum þangað sem við höfðum séð góða tösku ári áður. Þau voru búin að selja góðu tösk- una. En, þetta var ekki töskubúð sem átti aðeins eina tösku í einu, það voru til aðrar. Hún mátaði. Ein var stíf. önnur hörð. Of Ijós. Hún var orðin leið á þess- um axlaböndum. Svo fann hún eina. Speglaði sig. „Þessi er eiginlega falleg,” sagði hún. „Ummm. Mér finnst hún ekki alveg eins falleg og þessil’ sagði ég og veif- aði annarri, „en ég get séð að þessi sem þú ert með er þinn stíll og það er þessi hér ekki!’ „Rétt.” Hún þagði augnablik. „En ég á ekkert sem fer við hana,” sagði hún svo og reyndi að dusta kápuna þar sem hún hafði lokast milli stafs og bíl- hurðar fjórum sinnum. Búðarkonan blandaði sér í málið. „Þessi litur fer vel við allt, hann er svona hlut- laus” Hún leit þjáningarfull- um augum á konuna og svaraði: „Það er ekki liturinn. Hún er svo ný. Allt sem ég á er gamált og slitið. Og ég hef ekki efni á að kaupa allt nýtt við töskuna!’ Konan skildi þetta fyrir- varalaust. „Ég á hérna svipaða tösku í undarleg- um brúnum lit. Hún lítur ekki út fyrir að vera ný;’ og sótti hana. Það var rétt hjá henni. „Þessi er góð;’ sagði hún og var glöð eitt andartak, „finnst þér það ekki?” „Júl’ svaraði ég, „þessi er svona for-sjúskuð. Eng- um dytti til hugar að þú hefðir átt hana i minna en tíu ár. Þetta er nákvæm- lega útburðarstíllinn þinn!’ „JáJ’ sagði hún mædd, „það er svona þegar börnin og kötturinn og gíróseðl- arnir og skattstjóri hafa alltaf forgang heima hjá manni, þá er maður eins og útburður. Á aldrei fyrir að kaupa sér allt nýtt í einu. Þá þarf maður að kaupa nýtt sem er eins og gam- alt” Svo leit hún hryggum augum á verðmiðann og hjarta hennar brast. Svona for-verkaða tösku keypti enginn á þessu verði nema Viktoría drottning hefði átt hana og Albert gefið henni hana, sagði hún og hætti við. „Bíddu aðeins;’ sagði ég, því taskan sem ég hafði verið að ota að henni var einmitt taskan sem mig hafði vantað í svo mörg ár. „Ég er að hugsa um að kaupa þessa!’ Búðarkonan ærðist af umhyggju. Þetta var næst- dýrasta taskan í búðinni. Aðeins krókódílaskinns- veskið sem gat vaggað sporðinum vai dýrara. Þegar við komum út rann upp fyrir mér að ég átti ekkert sem fór við töskuna. Hún brunaði í næstu töskubúð. Þar festi hún sér kínverskt koffort sem sómdi sér bráðprýðilega með öllu nema nýju. Samt leit það út fyrir að vera nýtt. Og svo var það ódýrt. „Ég hef sparað offjár,” sagði hún. „Nú get ég borgað inn á skattinn minn.” Síðan tróð hún gula plastpokanum niður í koffortið og kastaði sér yfir götuna af því að klukkan var að verða sex. Tróðst inn í hljóðfæra- húsið og keypti tvær plötur og fór síðan heim að semja annað kærubréf til skatt- stjóra.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.