Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 18.mars 1983 JpiSsturínri. Apa- og Ijónahúsið, sem brann í janúar sl. Apa- og Ijónapörin eru nú í syðri enda húss- ins (lengst til hægri). ■ Sædýrasafnið hefur í hyggju að byggja . nýtt hús á þessum stað. Flest bendir nú til þess að Sædýrasafnið sunnan við Hafnarfjörð, eini „dýragarður” Is- lendinga, bafi sungið sitt síðasta. Menntamálaráðherra fær nú um helgina álitsgerð nýskipaðr- ar Dýraverndarnefndar ríkisins á högum dýranna í safninu og safninu sjálfu. Hann mun síð- an gefa umsögn sína, byggða á álitsgerðinni, til bæjarfógetans í Hafnarfirði, en það er hlutverk sýslumanns að gefa út leyfi. Ekki þarf að fara lengi um safnið til að gera sér Ijóst að það stenst alls ekki þær kröfur, sem gerðar eru til dýragarða og um sýningar á dýrum í reglugerð útgefinni af menntamálaráðuneyt- inu 1971. Um síðustu helgi gekk Dýraverndarnefnd ríkisins fram á veika kengúru með dauðan unga í pokanum. Dýrið hafði þá legið í sömu stellingum í að minnsta kosti sólarhring. Stjórn og framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins leggja hart að sýslumanni og menntamálaráð- herra að fá endurnýjað starfsleyfið, svo hægt verði að opna safnið almenningi eftir liðlega tveggja ára hlé. Jafnframt hefur stjórnin á prjónunum að reisa rúmlega 2000 fermetra hús (skemmu), þar sem komið væri fyrir sædýrasafni, veitingabúð og leiktækjasal. Yfirvofandi málaferli vegna deilna um Sædýrasafnið: að gefa umsögn um málið. Og fyrir utan opin- ber framlög eru tekjur af hvalveiðunum einu tekjur safnsins sem stendur. Én hver eru þá gjöldin? í april í fyrra, skömmu áður en Hagvangur skilaði niður- stöðum rannsóknar sinnar til stjórnar safns- ins, var gengið frá reikningum ársins 1981 og janúar 1982. Það ár (1981) voru fjórir menn á launum hjá Sædýrasafninu og þeir fengu samtals liðlega 1.1 milljón króna í laun. Tekj- ur safnsins á þessu þrettán mánaða tímabili voru tæpar fimm milljónir, þar af 4.7 af hval- Hvalalaug Sædýrasafnsins. Háhyrningarnir þrír, sem þar eru, áttu að vera farnir úr safninu fyrir 1. desember sl. en treglega hefur gengið að selja þá vegna húðskemmda á tveimur dýr- anna. Menntamálaráðuneytið hefur lagst gegn því að dýrin séu geymd í safninu og hvatti til þess á sínum tíma (1979) að háhyrningum væri sleppt ef ekki tækist að selja þá fyrir 1. desem- ber. Annað dýrið rispaðist í flutningum, hitt þornaði og kólnaði um tíma eftir að það var tek- Ið úr sjónum. TUGMILLJÓNA HAGNAÐUR AF HÁHYRNINGAVEIÐUNUM Sædýrasafninu var lokað almenningi i árs- byrjun 1981 vegna fjárskorts. Þá var rekstrar- leyfi þess og útrunnið og það hefur síðan ekki verið endurnýjað. En þótt fjárskortur hafi alla tíð háð rekstri safnsins hefur það haft umtalsverðar tekjur af hvalveiðum og sölu — hreinn ágóði af sölu háhyrninga síðan 1977 nemur 25-30 milljónum króna á núvirði. Á- ætlaður stofnkostnaður nýbyggingarinnar áðurnefndu var í apríl á síðasta ári talinn vera 25 milljónir króna. í áætlun, sem Hagvangur h.f. gerði fyrir stjórn Sædýrasafnsins, var gert ráð fyrir að um þriðjungur þess fjár kæmi frá safninu sem ágóði af væntanlegum há- hyrningaveiðum. Önnur fjármögnun yrði, samkvæmt skýrslu Hagvangs, styrkir sveitar- félaga og ríkissjóðs, og fjárfestingarlán til lengri tíma. Safnið hefur og fengið framlag af fjárlög- um og styrki frá nágrannasveitarfélögunum undanfarin ár. Nema þessir styrkir árlega (a.m.k. síðustu tvö-þrjú árin) 300-400 þúsund krónum. Ekki hafa legið á lausu svör um hvað orðið hefur af öllu því fé, sem inn hefur komið und- anfarin ár. Samband dýraverndunarfélags ís- lands hefur sakað forstöðumann safnsins Jón Kr. Gunnarsson og samstarfsmenn hans um að stunda „hvalveiðar og selja hvali til annarra þjóða, sjálfum sér til framdráttar en ekki þeim dýrum, sem nú eru í safninu í skjóli þess að þeir reki dýragarð á íslandi og að það- an komi hvalirnirý eins og segir í bréfi, undir- rituðu af formanni Sambandsins Jórunni Sörensen, til menntamálaráðherra 7. mars s.l. Sambandið hefur krafist þess að dýrin verði færð úr safninu og þeim lógað. Jafnframt er krafist opinberrar rannsóknar á fjárreiðum þess síðan háhyrningaveiðar hófust. Þessu hyggjast Sædýramenn svara með málshöfðun á hendur formanni Sambandsins. Skeyti til ráöherra Fleiri hafa verið að skora á menntamála- ráðherra undanfarna daga að láta loka safn- inu í eitt skipti fyrir öll. Eftir síðustu helgi bárust skeyti frá Greenpeace í London, þar sem minnt var á að Sædýrasafnið hefði afar illt orð á sér víðsvegar um heiminn. í skeytinu er og fullyrt að það liggi í augum uppi að safn- ið sé ekki annað en fölsk framhlið viðskipta- fyrirtækis undir stjórn fólks er hafi neyðst til — auk opinberra styrkja viö dýragarð, sem ekki er hægt að halda opnum vegna fjárhagsörðugleika að hætta svipaðri starfsemi út af ströndum Bandaríkjanna og Kanada vegna banns stjórnvalda í þeim löndum — bannið hafi komið til vegna illrar meðferðar þessa sama fólks á dýrunum. Og þetta „sama fólk“ er Kanadamaður nokkur að nafni Brian Hunt, sem Sædýra- safnið hefur selt flesta sína háhyrninga í gegn- um til dýrasafna víðsvegar um heiminn — alls nær 35 dýr. Grænfriðungar í Kanada og Bandaríkjun- um hafa sent svipað skeyti til menntamálaráð- herra og sömuleiðis, um miðja vikuna, banda- rískur þingmaður, Don Bonker, sem er for- maður undirnefndar utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þingmaður- inn bendir á í sinu skeyti að Bandaríkjastjórn hafi bannað innflutning á háhyrningum frá íslandi 1981 og að það bann sé enn í gildi. Hann skori því á menntamálaráðherra að leggjast gegn frekari starfsleyfisveitingum cil Sædýrasafnsins. Jón Kr. Gunnarsson er þessa dagana stadd- ur í Hollandi á fundi starfsmanna og eigenda sædýrasafna. Helgarpóstinum hefur því mið- ur ekki tekist að ná tali af honum til að bera undir hann ásakanir um að hagnaðurinn af háhyrningaveiðunum sé notaður í einkaneyslu en ekki til uppbyggingar safnsins. En stjórn- arformaður safnsins, Hörður Zóphaníasson, skólastjói og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, og Hrafnkell Ásgeirsson hrl., lögmaður safnsins, þvertaka fyrir að þetta sé rétt. Milljónir á milljónir ofan „Safnið var stofnað af vanefnum, hug- sjónaástæðumý sagði Hrafnkell þegar blaða- maður HP gekk meö honum um safnið fyrir helgina. „Þarna er mikið starfslið og það kostar mikið að halda því opnu. Safnið hefur alla tíð ýtt á undan sér miklum skuldum. Hvalalaugin hefur og verið mjög dýr“ — En hvers vegna hefur dýrunum verið haldið i safninu þessi tvö ár, sem það hefur verið lokað, Hörður Zóphaníasson? „Við höfum alltaf gert okkur vonir um að geta opnað safnið aftur. Um það höfum við fengið hvatningar frá mjög mörgum aðilum.“ — Ef farið verður út i byggingu skemm- unnar, sem áætlað er að kosti 25 milljónir, dugar það þá til að gera safnið að raunveru- legum dýragarði, sem stæðist kröfur reglu- gerðarinnar frá 1971? „Nei. Þessar 25 milljónir væru að vísu stærsti hluti kostnaðarins en hversu mikið kostaði að fullbúa safnið þori ég ekki að giska á. Ef við fáum starfsleyfið endurnýjað núna, sem ég vona að sjálfsögðu, þá myndi kosta einhverjar milljónir að gera safnið sýningar- hæft“ — Hversu miklir peningar eru til í sjóði? „Því treysti ég mér ekki til að svara. Það er væntanlega talsvert — og svo eiga náttúrlega eftir að koma inn peningar fyrir þau þrjú dýr, sem nú bíða sölu í hvalalauginni, og önnur sem væntanlega veiðast síðar“ Hrafnkell Asgeirsson, lögmaður safnsins, treysti sér heldur ekki til að svara nákvæmlega til um hve miklir peningar væru til í safninu. Hann kvaðst af „viðskiptasjónarmiðum" ekki geta skýrt frá söluverði hvers háhyrnings að öðru leyti en því að verðið færi ekki undir 89.000 Bandaríkjadali fyrir hvert dýr (eða tæpar tvær milljónir króna). „Háhyrninga- salan er afskaplega harður bissnissý sagði Hrafnkell. „Og ég fullyrði, að við hefðum ekki fengið svona hátt verð fyrir dýrin nema með aðstoð Brians Hunt. Og hvalveiðarnar eru sú leið, sem við getum farið til að halda áfram uppbyggingu safnsins — þótt óvíst sé hversu lengi við getum haldið þeim áfram“ Ríflegar launagreiðslur Það er sjávarútvegsráðuneytið, sem veitir leyfi til hvalveiðanna að fenginni umsögn menntamálaráðuneytisins, sem kemur inn í myndina eftir að dýrin hafa verið veidd enda heyra dýraverndunarmál undir menntamála- ráðherra. í sjávarútvegsráðherratíð Kjartans Jóhannssonar voru veiðileyfin veitt án sam- ráðs við menntamálaráðuneytið. Þegar Stein- grímur tók við sjávarútvegsráðuneytinu ætl- aði hann að hafa sama hátt á — þar til menntamálaráðuneytið benti á, að það ætti veiðunum. Kostnaður við veiðarnar nam lið- lega 1.2 milljónum króna og „annar kostnað- ur“ var ámóta upphæð. Hagnaður af starf- seminni þetta tímabil var hátt í 1,3 milljónir króna án vaxta og afskrifta en nær hálf millj- ón króna í hreinan hagnað. Burtséð frá því, að laun voru all rífleg á þessu tímabili, eða að meðaltali 275 þúsund krónur á þessa fjóra starfsmenn, sem voru rúmlega tvöföld verkamannalaun ’81,er for- vitnilegt að líta á liðinn „annar kostnaður,“ sem var tæplega 1.2 milljónir króna. Þá kem- ur í ljós, að kvartmilljón fór í viðhald mann- virkja og tækja, 165 þúsund krónur fóru í dýralækningar (sem Brynjólfur Sandholt héraðsdýralæknir annast) og rúmlega 150 þúsund krónur í lögfræðiaðstoð. Ekki verður annað séð en að dýralæknirinn og Hrafnkell Ásgeirsson lögmaður hafi haft á að giska önnur árslaun fyrir störf sín við Iokað safn á þessum tima, því skv. upplýsingum Kjara- rannsóknanefndar voru meðallaun verka- manns 1981 um 110 þúsund og meðallaun iðn- aðarmanns um 135 þúsund. Ferðakostnaður var um eitt hundrað þúsund krónur, síma- og póstkostnaður 75 þúsund og funda- og risnu- kostnaður 25 þúsund krónur. Fóður var á þessum tíma innan við 100 þúsund krónur. Eða eins og segir í skýrslu Hagvangs: „Stærstu liðir annars rekstrarkostnaðar safnsins eru fóður, orka (120 þúsund 1/1 ’81—31/I’82, innsk. HP),viðhald, akstur og rekstur eigin bifreiða. Ennfremur er síma- kostnaður, lögfræðikostnaður, dýralækning- ar og ferða- og fundakostnaður tiltölulega háir liðir, en verulegur hluti þessa kostnaðar er í beinu sambandi við veiðar og sölu hvala og heyrir því ekki undir venjulegan, hefð- bundinn rekstrarkostnað safnsins. Safnið er sjálfseignarstofnun og greiðir enga skatta né heldur aðstöðugjald eða fast- eignagjöld af mannvirkjum“ í þessum reikningum er hvalalaugin metin á eina milljón króna en eignir safnsins alls 2.2 milljónir króna, skuldir eru ekki nema um 650 þúsund. Það fer því ekkert á milli mála, að talsverður hagnaður er af rekstri safnsins. En það hefur ekki alltaf verið þannig —í upphafi þurftu stjórnarmenn, t.d. Hörður Zóphanías- son og Jón Kr. Gunnarsson forstöðumaður að veðsetja eigin húseignir fyrir skuldum safnsins. Því var bjargað með hvalveiðunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.