Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 19
^p&sturinn,
r f r _. j r. *
Föstudagur 18.mars 1983
Tvær spilaæfingar
í dag ætla ég, lesendur góðir að
sýna ykkur tvær ágætar spilaæf-
ingar. Kennarinn er ekki af verri
endanum, því það er sjálfur
meistarinn Terence Reese.
S Á-D-10-9-7-5
H --
T K-10-3
L 10-9-7-4
Austur og vestur á hættu. Norður
gefur.
s --
H Á-K-9-8-6-4-2
T Á-D-6
L Á-6-2
S K-6-2
H D-10-7-3
T 7-5-4
L K-G-3
H Á-K-9-8-6-4-2 H D-10-7-3
T Á-D-6 T 7-5-4
L Á-6-2 L K-G-3
S G-8-4-3
H G-5
T G-9-8-2
L D-8-5
Sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði pass 2 spaðar
4 hjðrtu 4 spaðar 5 hjörtu pass
Að sjálfsögðu hefði austur get-
að doblað fjóra spaða, en úr því
að makker segir strax fjögur
hjörtu og það á áhættusvæði, þá
ættu ellefu slagir að vera öruggir.
Spil vesturs eru freistandi, en
ekki má gleyma því, að hann hefir
þegar tekið hressilega uppí sig og
austur er jafnvel að styðja hann af
meiri vilja en getu.
Norður á slaginn og getur ekk-
ert skárra gert en að halda áfram
með laufið sem vestur tekur á ás-
inn. Nú lætur vestur hjartaás og
lítið hjarta á drottninguna.
Trompar spaða. Lítið hjarta sem
borðið tekur á tíuna. Spaði
trompaður og austur spilað inn á
laufakóng. Nú er spaðakóngur
látinn og tígulsexinu kastað.
Norður er inni og nú er sama hvað
hann gerir. Spilið er unnið.
Þannig voru öll spilin:
eftir Friðrik Dungal
Norður lætur laufa tíuna. Hvað
á suður að gera?
Fyrstu þankar: Vestur má
þakka sínum sæla að hafa ekki
sagt meira, því tapslagirnir eru
jafnvel þrir. Tveir í tígli og einn í
laufi. Fyrsta spurningin er: Á að
svína strax?
Báðir á hættu. Vestur gefur.
S Á-8 S D-7
H Á-K-5-3 H 7-4-2
T Á-8-7-5-2 T D-G
L G-2 L Á-D-7-6-4-3
Sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
1 tigull 1 spaði 2lauf pass
2 grönd Pass 3 grönd pass
pass Pass
Austur-vestur notuðu negatíft
dobl og vestur áleit því að hefði
austur átt fjögur hjörtu, þá hefði
hann frekar doblað heldur en að
segja tvö lauf. Spaði austurs var
vist heldur ekki til þess að státa af.
Vestur kaus að segja tvö grönd
frekar en tvö hjörtu. Vestur var í
hugarvíli um útkomu norðurs.
Kæmi hann út með hjarta níu og
suður léti tíuna, þá tæki vestur og
léti laufagosann. Norður léti átt-
una og fimmið kæmi frá suður. Á
Iaufatvistinn kæmi tían. Hvað átti
þá að láta?
Fyrstu erfiðleikar vesturs eru
hvort á að svína eða taka laufið
beint. Næstu erfiðleikar eru þá
með innkomuna í borðið og
hvernig eigi að koma sér upp níu
slögum áður en andstæðingarnir
hafa hirt fimm slagi.
Þá byrjum við á fyrra spilinu.
Hér er um táknræna „loser-on-
loser“, eða tapslag á tapslag að
Tæða. Við látum norður vera inni
og gefum slaginn.
Þannig voru öll spilin:
s
H
T
L
S Á-8
H Á-K-5-3
T Á-8-7-5-2
L G-2
S
H
T
L
K-G-9-6-4-3-2
9- 8
K-6
10- 8
S D-7
H 7-4-2
T D-G
L Á-D-7-6-4-3
10-5
D-G-10-6
10-9-4-3
K-9-5
Spil 2
Vestur á að láta laufaásinn þeg-
ar laufinu er spilað í annað sinn.
Norður hefði sennilega látið
kónginn á gosann hefði hann átt
hann og eins er mögulegt að suður
hafi gefið þó að hann ætti kóng-
inn annan. Spilið er unnið ef
laufakóngur fellur, en vestur verð-
ur að ákveða hvað hann gerir ef
laufanían kemur frá suður í öðru
spili. Vestur tekur á hjartakóng í
fyrsta slag, lætur laufagosann
flakka og laufatvistur tekinn á ás-
inn. Nú vinnst spilið örugglega,
því innkoma er trygg á tígul.
En það er annað sem spilarinn
getur gert og er mun glæsilegri
spilamennska. Austur lætur
þriðja laufið og kastar spaða ásn-
um af eigin hendi. Suður er inni
og best er að hann láti hjartagos-
ann. Vestur tekur og lætur spaða-
áttuna. Það er betra heldur en að
láta tígul sem gæti orsakað inn-
komu basl. Nú er spilið öruggt.
Norður verður að taka á spaða-
kónginn. í því tilfelli að norður
ætti hjarta, þá fær hann aðeins
þann slag. En eins og spilin liggja
er það í höfn. Fimm laufaslagir og
fjórir í hinum litunum.
Hún hafði fengið f irn af
skömmum frá makker sínum þeg-
ar einn spilarinn spurði hana
hvort þetta væri eiginmaður
hennar. „Auðvitað. Heldur þú að
ég lifi i synd með þessu fyrir-
brigði?“
Skákþrautir helgarinnar
A. C. Mansfield
Observer 1946
B. G. A. Johansson
1. verðl. sænska skákbl. 1929
.«....Ö
7 11±
Hvítur á að máta í 2. leik
Hvítur á að máta í 3. leik
"Í9
KRYDD í LJÚFMETI LÍFSINS
Liggaliggalá! eiga^piparkvörn, því nýmalaður pipar er ólíkt
Nú bisar borgin við að koma sér úr vetrarfrakk- bragðmeiri en piparduft sem hefur lengi staðið í
anum með aðstoð óþreyjufullra hjólreiðamanna, staukum.
hýrna tekur um stræti og torg (og að sjálfsögðu líka
um hólma og sker...), loksins tekur að lyftast á ís-
landi skammdegisbrúnin. Fingralangir dagarnir
ræna okkur eirð og áður en við vitum af taka
kvöldin upp sama háttarlag og klípa af svefninum.
Glöð gef ég Steinunni Sigurðardóttur orðið með..
upphafsljóði Verksummerkja (1979):
Núna er mánuðurinn mars '
og mikið útstádsi á dögunum
þeir koma ekki inn fyrr en kvöldin.
Oðru vísu mér áður brá í skammdeginu
þegar þeir rétt skruþþu út um hádegið
og ekkert hcegt að gera. r
En júni verður bestur _ .
dagamir úti allar ncetur
slanslaus friður og við ein heima.
Hlakkarðu ekki til?
Finniði ekki hvað marshrynjandin er sprellfjör-
ug og kitlandi? Ljóð eru vissulega krydd í ljúfmeti
lífsins og krydd eru kitlandi eins og ljóð. Og nú
verður haldið áfram kryddumfjölluninni sem hófst
í siðasta pistli. Helgaruppskriftin er ungversk fiski-
súpa sem í fara margar kryddtegundir, en þar af
gerði ég grein fyrir þremur síðast, þ.e. karrý, pap-
riku og cayennapípar. Svo að uppromsaðri upp-
skrift verður nú fjallað um pipar, saffran, timjan
og lárviðarlauf og að lokum gefin nokkur heilræði
varðandi notkun og geymslu krydds.
Ungversk fiskisúpa
Þetta er sannköiluð hátíðasúpa, bragðsterk og
fljótleg. Þetta er Súpan ef þið eigið von á sauma-
klúbbnum eða vinnufélögunum og hafið sáralitinn
tíma til matarundirbúnings. Úr þessari uppskrift
verður súpa handa tólf manns í aðalrétt og þið ber-
ið hana fram með góðu brauði og e.t.v. grænmetis-
salati. Til drykkjar hæfir best mysa eða hvítvín (fer
eftir því hvaða pól þið takið á alkahólinn), en gert
er ráð fyrir hvitvíni i sjálfri uppskriftinni.
800 g fiskflök
8 laukar
3 hvítlauksrif
4 msk niatarolía
1 msk salt
1 msk karrý
Vi msk svartur pipar
2 msk paprika
1 msk cayennapipar
1 msk timjan
2 saffranþræðir
3 heilar dósir og 1 hálfdós af niðursoðnum
tómötum /
250 gr nýirsveppircða 1 dósal niðursoðnuin
800 gr niðursoðinn kræklingur
1 flaska þurrt hvítvín
3—4 lárviðarlauf
1 1 vatn
3 kvistir af steinsclju (mó slepþa)
1. Saxið lauk og hvitlauk smátt, hitið olíuna í potti
og léttsteikið hvorutveggja. Hrærið að því búnu
öllu kryddinu saman við.
2. Hellið tómötunum með tilheyrandi safa út í
pottinn.svo og víni og vatni. Hrærið hressilega
í og látið sjóða undir loki í 5 mín.
3. Skerið fiskinn í u.þ.b. 4 cm stóra bita (ef þið not-
ið frosinn fisk er betra að skera hann áður en
hann er alveg þiðnaður). Ef þið notið nýja
sveppi þvoið þið þá og sneiðið.
4. Seljið fiskbita og sveppi út í pottinn og sjóðið í
10 min. Að þeim tíma loknum eru kræklingarnir
settir út í og súpan krydduð meirá ef þörf þyk-
ir: — Gott, en ekki bráðnauðsynlegt, er að strá
svo sem eins og þremur söxuðum steinselju-
kvistum yfir súpuna rétt áður en hún er borin
fram.
Pipar (pepper)
Pipar er eins og menn vita ýmist svartur eða hvít-
ur og fæst bæði heill — i piparkornum — eða
malaður í duftformi. Þetta eru berin af fjölærum
vafningsviði upprunnum í Indlandi. Svartur pipar
verðpr til úr berjum sem tínd eru sem grænjaxlar og
síðan þurrkuð; við þurrkunina breytist græni litur-'
inn í svartan. Hvítur pipar verður hins vegar til úr
fullþroska berjum sem eru afhýdd og látin liggja í
bleyti áður'en þau eru þurrkuð. Sú verkun gerir
hvíta piparinn lítið eitt bragðmildari en þann
svarta.
Margir fvlgja þeirri reglu að nota svartan pip^ir
út á kjötrétti en hvítan með fiskréttum, sjálfsagt
m.a. vegna litasamræmisins, því bragðmunurinn ér
ekki svo mikill. En hvað sem því líður ættu allir að
Saffran (saffron) ,
Saffran er krydd sem hefur verið notað frá fornu
fari á heimaslóðum sínum, löndunum í kringum
Miðjarðarhaf. Það er unnið úr frævum úr blómum
krókustegundar einnar (crocus sativus). Þar sem
seinlegt er að safna frævunum og vinna úr þeim
kryddið er það mjög dýrt. En þar á móti kemur áð
það er býsna drjúgt. Saffranið gefur sérkennilegt
bragð, sem minnir e.t.v. dálitið á anís, og fallegan
lit. Það er t.d. mikið notað í fiskisúpur, s.s. suður-
frönsku súpuna bouillabaisse, og hrísgrjónarétti
eins og spánska réttinn paella.
Timjan (thyme)
Timjan flokkast til kryddjurta. Hér er um að
ræða lágvaxinn fjölæran runna (thymus vulfearis)
sem þrífst best á svipuðum álóðum og saffranið,
þ.e. við Miðjarðarhafið. Blöð runnans eru yfirleitt
notuð þurrkuð, þó einnig sé til í dæminu að nota
þau ný.
Af timjan eru til mörg afbrigði sem yfirleitt eru
bragðmildari, s.s. íslenska blóðbergið. Timjan má
nota jafnt í kjöt-; fisk- og grænmetisrétti, svo og í
braúð og salatsósur. Það hefur einnig verið notað
í lækningaskyni gegn fjölmörgum kvillum s.s.
hósta, kvefi, meltingartrufiunum og lystarleysi.
Lárviðarlauf (bay leaves) ,
Þetta eru laufin af sígrænu tré sem aðallega vex
við Miðjarðarhafið, eins og saffranið og timjanið.
Trén geta orðið allt að 12 m há og á vorin standa
þau i hvítum blóma og eru þá afskaplega vinsæl
meðal býfiugna. Blöðin eru u.þ.b. 10 cm að lengd.
Á latínu er tréð nefnt laurus nobilis sem merkir
hinn göfugi lárviður. Það er ekki að ástæðulausu,
þvi i Grikklandi og Rómaveldi til forna tiðkaðist að
heiðra þá sem sköruðu fram úr á einhverju sviði
með því að krýna'þá lárviðarsveig.s.s. sigursæla
herforingja, íþróttakempur og skáld.
Blöðin eru sett heil t.d. út í súpur, kjöt- og fisk-
soð, en einnig má nota þau grófsteytt t.d. í pottrétti.
Húsráö
1. Krydd og kryddjurtir geymast heldur iila, eink-
anlega jurtirnar. Best er að geyma kryddið á
skuggsælum stað, þvi birtan slævir bragðið,
sömuleiðis hiti og raki.
2. Heilt krydd varðveitist betur en kryddduft. Því
er best að kaupa kryddið sem heilast og rífa þaö,
steyta og mala sjálfur rétt fýrir notkun.
3. Talið er að helmingi minna þurfi af þurrkuðum
kryddjurtum en ferskum. Sumar kryddjurtir,
s.s. steinselju, má hæglega rækta hérlendis og
þeim sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar
skal bent á Matjurtabókina sem er gefin út af
Garðyrkjufélagi íslands undir ritstjórn Óla Vals
Hanssonar, og íslenskar lækninga- og drykkjar-
jurtir eftir Björn L. Jónsson.
4. í rauninni er illgerlegt að tilgreina í uppskriftum
kryddmál sem standast í eitt skipti fyrir öll.
Kúmenduftið mitt getur af geymsjusökum verið
helmingi veikara en hjá Omari en þriðjungi
sterkara en hjá Guðjóni. Nú svo falla kryddin
misvel að bragðlaukum hvers og eins. Af þessum
sökum er best að bragða sig áfram og taka öllum '
uppskriftum með skynsainlegum fyrirvara.
Salt í ijúfmeti lifsins
Fyrirsögn pistilsins er óbein tilvísun í Fornar óst- .
ir eftir Sigurð Norðdal, nánar tiltekið í einn af þátt-
-unum í „Hel“ sem hljóta að teljast fyrstu prósa-
Ijóðin á íslensku. Því fær ljúfmetið hans Sigurðar
að botna þennan pistil lesendum til umþóttunar:
Tár og ásakanir annarra hafa otðið mér nauðsynlegt salt
i Ijúfmeti lifsins. Eg hef gcelt við syndir minar,
stigið dans við myrkfœlnina. Glöðu kvöldin hafa
gleymst, en dóþru kvöldin varð ekki annað betra gert'
en rekja lalnaband rauna minna ogfesta hnútasviþu sam-
vizkunnar sem streng á hörpu lifsins.
(„Hel“, úr 7. kafia. Fornar ástir 1919, bls. 141).
Svo er aftur spurning hvort s'alt teljist til
krydda...