Helgarpósturinn - 18.03.1983, Page 24
Föstudagur 18,mars 1983 irjnrí
Við sögðum hér í síðasta
/ I blaði frá vangaveltum um
hugsanlegt framboð Gunn-
ars Thoroddsen. Menn hafa vita-
skuld spáð í hugsanlega meðfram-
bjóðendur Gunnars á lista, og er
þar margt hugsanlegt. Þó er ekki
hugsanlegt, sem fram kom síðast að
Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ,
verði þar í flokki. Okkur er hins
vegar kunnugt um að ef til kæmi
yrði leitað til virtra embættismanna
um að taka sæti á listanum, og er
þar efstur á blaði dr. Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri. Heimild-
ir okkar herma að síðan yrði valið
úr vaskri sveit sem lengi hefur verið
hliðholl dr. Gunnari og myndi
hlýða kallinu ef það kæmi. Þar yrði
Kristján J. Gunnarsson, fyrrum
fræðslustjóri., trúlega fremstur,
Valgarð Briem, Jóna Gróa
Sigurðardóttir, Eiríkur Ásgeirsson
hjá strætó, Þórhallur Th. Sigurðs-
son vatnsveitustjóri, Sveinn
Björnsson skókaupmaður og
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri og
borgarfulltrúi. Aðrir stuðnings-
menn framboðsins eru m.a.Ásgeir
Hannes Eiriksson og Guttormur
Einarsson í Ámunni, en nokkurt
írafár varð innan flokksins hér í
Reykjavík vegna þess að hann gekk
um með stuðningslista við dr.
Gunnar en er jafnframt formaður
sjálfstæðisfélagsins í Árbæ og situr
þar með í fulltrúaráðinu. Spámenn
áætla að Iisti dr. Gunnars fengi
örugglega 3500 atkvæði í Reykjavík
og felldi þar með Geir formann útaf
þingi...
Menn kunnugir Albert
f' I Guðmundssyni, leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins í
Keykjavíkurframboðinu, telja víst
að verði flokkurinn í stjórnarmynd-
un eftir kosningar muni Albert ætla
sér forsætisráðherrastólinn...
Framboðsmál Alþýðuflokks-
f' J ins á Austfjörðum hafa verið
í deiglu undanfarið. Nú eru
hins vegar yfirgnæfandi líkur á því
að efsta sætið þar skipi Guömund-
ur Árni Stefánsson, ritstjóri Al-
þýðublaðsins og bæjarfulltrúi krata
í Hafnarfirði, en hann hefur reynst
atkvæðamikill máisvari flokksins
undanfarið...
Gunnar Þórðarson tónlistar-
Y J maður undirbýr nú útgáfu
y á söngbók með tuttugu
vinsælustu lögum sínum. Bókin
spannar allan feril Gunnars, allt frá
fyrsta lagi hans, sem kom út á
plötu, Bláu augun þín, og fram á
síðustu plötu. Gunnar ætlar sjálfur
að gefa bókina út og er hún væntan-
leg á markaðinn um miðjan apríl.
Þetta framlag Gunnars er ákafíega
þarft, þar sem popptónlist hefur
ekki komið út á nótum síðan um
1960...
^ Ýmsar hræringar eru nú
f' \ innan Bandalags jafnaðar-
yl manna vegna framboðsmála.
ÁVesturlandi hafði verið gengið frá
því að Hrönn Ríkharðsdóttir yrði í
efsta sæti listans. Hafði hún veitt
samþykki sitt s.l. helgi en á þriðju-
dag tilkynnti hún að hún væri hætt
við. Á Reykjanesi hafði verið gert
ráð fyrir Stefáni Ólafssyni lektor í
efsta sæti. Hann er nú hættur við,
þar eð hann á von á prófessorsstöðu
við HÍ í haust. Miðstjórn Banda-
lagsins gerði þá tillögu um Guð-
mund Einarsson líffræðing í efsta
sætið, sem áður hafði verið orðaður
við Austurland. Bandalagsfélagið í
Kópavogi hafði hins vegar hug á að
Loftur Þorsteinsson verkfræðing-
ur hreppti þetta sæti. í atkvæða-
greiðslu í miðstjórn í fyrrakvöld
mun Guðmundur hafa orðið ofaná.
Þessi niðurstaða þýðir hirfs vegar að
allt er í óvissu um efsta sætið á
Austurlandi, svo og Norðurlands-
kjördæmi vestra og Vestfjarðakjör-
dæmi...
PTI Samband íslenskra sam-
f' J vinnufélaga hefur staðið í
því með Iátum undanfarna
daga að leysa út vörur sem það á hér
í tolli og náði það hámarki á þriðju-
STOR-
GLÆSI-
LEG
ASEBMKDA
GETRAUN!
Drögura 24. mars 1983 um
□AIHATSU
CHARAi
1983
að verðmæti
,kr. 169.150.-)
Nú er stóra tækifærið
að vera með „
Aöeins skuldlausir askrifendurgetatekidþatt i getrauninni.
Getraunaseðlarnir birtast i laugardagsblöðunum
Síðumúla 15, Reykjavík
63 00j
Femiingargjöfin
í_ár
Nýju
vasamyndavélarnar frá
Canon
Snafifiy
ekki sambærilegar
við venjulegar vasamyndavélar
AFSMELLARI
INNBYGGT FLASH
LJOSMÆLIR GLUGGI
4RA GLERJA
35 MM CANON-LINSA
AUTO-FOCUS GLUGGI
Athugið eftirfarandi eiginleika
Snappy-vasam y ndavélarinnar:
1 vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp-
ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma.
SnRPPV vasamyndavélarnar eru meö sjálfvirka filmuþræöingu.
SnRPPV vasamyndavélar eru meö sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur-
ábak.
SnRPPV vasamyndavélar eru meö innbyggt sjálfvirkt flash.
vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar.
vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo aö þú
náir rétta augnablikinu áöur en þaö er orðiö um seinan.
Lítið inn hjá okkur og skoðið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þið
um aö Snappy er vélin fyrir ykkur.
EINKAUMBOÐ A ISLANDI.
lyli
Sérverzlun með ljósmyndavörur.
Aiislurstræli 3
Símar: 10966, 26499
Póstsendum
ÚTSÖLIJSTAÐIR:
Filmuhúsið, Akureyri,
Fókus, Reykjavík,
Ljósmyndaþjónusta Mats,
Reykjavík,
Týli, Reykjavík,
Verslun Einars Guðfinnssonar,
Bolungarvík,
Verslunin Eyjabær,
Vestmannaeyjum.
dag. Glöggir menn hafa tekið eftir
því að slíkt gerir SÍS ævinlega rétt
áður en gengisfelling verður hér-
lendis. Spurningin er hvort þetta
írafár SÍS-manna nú sé fyrirboði
gengisfellingar nú í kjölfar 15%
kauphækkunar. Sé svo er önnur
spurning sú hver sé þessi slyngi
stjörnuspámaður Sambandsins...
'ir l Nokkurt valdatafl hefur átt
f' J sér stað á vettvangi Þjóð-
viljans og Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík undanfar-
ið. Við heyrum að Úlfar Þormóðs-
son, stjórnarformaður útgáfu-
félags Þjóðviljans,hafi gert tilraun
til að fá Einar Karl Haraldsson rit-
stjóra settan af á blaðinu, jafnvel i
því augnamiði að setjast sjálfur í
stól Einars. Mun Úlfar hafa náð
bandalagi við Ragnar Árnason,
lektor og pólitískan altmuligmand
allaballa, um þessa herferð gegn
Einari Karli. Inní þetta kvað spila
skoðanaágreiningur hvað varðar
rekstrarmál Þjóðviljans og tækni-
deildar hans, en ekki síður aðför að
þeim sem sumir í bandalaginu kalla
„framsóknarmennina" innan
apparats þess, þ.e. Einari Karli,
Olafi Ragnari Grímssyni þing-
flokksformanni og Baldri Öskars-
syni, framkvæmdastjóra flokksins.
Talsvert baktjaldamakk og baknag
hefur geisað í þessu máli, en úrslit
eru nú þau, að Einar Karl stóð hríð-
ina af sér og Úlfar er ekki kosninga-
stjóri flokksins núna einsog oftast
áður síðustu ár. Menn minnast um-
mæla Ólafs Ragnars eftir forvalið i
Reykjavík um að „viss öfl innan
flokksins" hefðu unnið gegn sér, en
í atlögunni gegn Einari átti Ólafur
Ragnar að hafa verið til varnar. Þá
mun Eiöur Bergmann, fyrrum
framkvæmdastjóri Þjóðviljans,
hafa tekið sæti í stjórn Blaðaprents
fyrir Þjóðviljans hönd, en ekki
fyrrnefndur Ragnar Árnason, sem
þar er aðalfulltrúi Þjóðviljans.
Úlfar Þormóðsson er enn formaður
útgáfustjórnar blaðsins, en ekki
lengur á launum sem slíkur. Hvort
þessi átök eru til endanlegra lykta
leidd er ekki útséð um...
Eins og fram hefur komið í
J skoðanakönnunum DV og
■S HPer sterkasta stjórnmálaafl
þjóðarinnar það sem kallað er „ó-
ákveðnir kjósendur". Fylgi þessa
afls er nú 40—60% kjósenda í Iand-
inu. Blaðið hefur haft spurnir af því
að tvenn samtök frjálsra manna í
landinu haf.i- í hyggju að bjóða
þessum meirihluta kjósenda val-
kost í kosningum. í undirbúningi er
framboð í Reykjavík á vegum OK-
fiokksins! (fyrir óákveðnir kjós-
endur) verður stefnuskrá birt eftir
helgi, en slagorð verður m.a. „Á-
byrgt afl til upplausnar" Önnur
samtök hafa einnig íhugað að láta
þetta mikla fylgi ekki fara til spillis.
Það eru Samtök sjálfstæðis- og
vinstrimanna, öðru nafni Samtök
ákveöinna kjósenda. Vita nú báðir
þessir flokkar af hinum og eru
samningaviðræður hafnar um sam-
starf...
r' 1 Jónas Kristjánsson, ritstjóri
/ A DV, er annálaður sælkeri og
sérfræðingur í eldhúsum á
alþjóðavettvangi. Hann skrifaði
fyrir nokkru bók um veitingahús í
Kaupmannahöfn sem mæltist vel
fyrir, og núna er Jónas og Kristín
Halldórsdóttir kona hans stödd í
London þar sem þau vinna að sam-
bærilegri bók um þá góðu borg;
flakka milli restauranta og stilla
kokkum upp við vegg. Ekki ama-
legur starfi í nokkrar vikur, en út-
gefandi bókarinnar er Fjölvi...