Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 12
Fleiri brjóst í borgarstjórn:
— SÆL ELSKAN!
— Nei komdu blessuð.
— Hvernig ertu af kvefinu, ég hef verið að
hugsa svo mikið til þín.
— Ég er öll að skríða saman og miklu betri
af kvefinu, þakka þér fyrir. Áttirðu ekki á-
nægjulega helgi í faðmi fjölskyldunnar?
— Æ jú það var voðalega notalegt hjá okk-
ur néma hvað ég asnaðist til að hlusta á þenn-
an þátt „Talað og talað“ eða hvað hann nú
heitir í fyrsta skipti og hefði nú betur sleppt
því.
— Nú hafðirðu ekki gaman af honum?
— Gaman! Nei ég get nú ekki sagt að það
hafi verið gaman, það var rétt nærri búið að
líða yfir Ella, hann var svo hneykslaður. Það
er sko alveg hárrétt hjá honum Ella að það er
ekkert venjulegt karlahatrið og fyrirlitningin
sem skín út úr þessum konum. Enda segir Elli
neip Thorberg
viOtai: Guojón Arngrimsson
að þær beinlínis leiti að konum sem þoli ekki
karlmenn.
— Ég hef oft hlustað á þennan þátt og það
eru ekki færri karlmenn í þessum viðtölum.
— Það er kannski einn og einn dreginn
nauðugur viljugur inn í ósómann enda segir
Elli sem er ábyggilega alveg rétt að það sé al-
deilis búið að snúa rækilega upp á handlegg-
inn á þessum vesalings karlmönnum sem hafa
látið hafa sig út í þetta. Enda talar enginn
svona af fúsum og frjálsum vilja eins og glym-
ur þarna í þessum þáttum.
— Hvaða vitleysa!
— Vitleysa! Það segir nú bara ekki ómerk-
ari maður en hann Ómar vinur hans Ella að
þetta sé bara allt leikið frá upphafi til enda.
Það er náttúrlega alveg augljóst mál.
— Nei svo mikið veit ég að viðtölin eru alls
ekki leikin, því ég þekki meira að segja einn
mann sem kom fram í þættinum og þar var al-
veg ljóst að hann var ekki beittur neinu of-
beldi og það sem hann sagði kom greinilega
beint frá hjartanu. Og ekki nóg með það þá
eru allir velkomnir í þennan þátt ef þeir hafa
áhuga — þú getur kannski bent Ella á það.
— Ertu brjáluð! Elli myndi frekar ganga í
klaustur en að koma nálægt þessum þætti.
Enda voru þær teknar aldeilis á beinið þarna
í dagskrárkynningu í Helgarpóstinum, það
hitti sko alveg í mark, enda hló Elli úr sér lifur
og Iungu þegar hann las þetta ég hélt hreinlega
að hann myndi kafna maðUrinn. Hann var
farinn að blána loksins þegar hann gat stunið'
upp úr sér hvað stóð þarna.
— Hvað ertu að segja, blessuð leyfðu mér
að heyra hvað stóð þarna, ég les nefnilega
aldrei þetta blað.
— Bíddu nú við ég er með það hérna fyrir
framan mig... jú jú hérna er það. „Pólitískur
viðundraþáttur fyrir minnihluta mellur". Þar
fengu þær það — ég er nú ekki alveg viss um
hvað hann á við en ég hef alla vega heyrt frá
mörgum að þessar kvennakjaftæðiskonur
geti verið svo lauslátar.
— Mig grunar nú kannski að það sé ekki al-
veg það sem blaðamaður á við, þeir hafa bara
svo takmarkaðan orðaforða. En ég verð nú að
segja að mér finnst þetta verulega smekkleg
blaðamennska eða hitt þó heldur. Annars seg-
ir þetta nú meira um viðkomandi blaðamann
heldur en um þáttinn.
— Nei góða mín ég get nú bara sagt þér að
þessi blaðamaður er náfrændi hans Ella, al-
veg yndislegur drengur og ótrúlega fyndinn
alltaf. Hann er t.d. alltaf fenginn til að
skemmta á ættarmótum fyrir vestan. Guð oh
manstu ekki, það var hann sem sagði brand-
arann um konuna með hengibrjóstin og axla-
böndin... oh það var svo hryllilega fyndið.
Það var þannig að það var kona...
Viðtalsbil
— Já ég man hann alveg og þótti hann ekk-
ert fyndinn en við höfum bara kannski ekki
sama húmor.
— Nei ætli það en þessi þáttur er nú ekkert
betri fyrir það og hann var t.d. svo yfirgengi-
legur í eitt skiptið að Elli sagði að bragði þegar
honum var lokið „ja, varast ber rembu og var-
ast ber þembu“. Þetta bara rann upp úr hon-
um fyrirvaralaust, það er ekkert venjulegt
hvað hann er hagmæltur.
— Er hann það já.
— Já! hef ég ekki sagt þér frá því, elskan
mín minntu mig á að sýna þér það sem hann
hefur verið að hripa niður, það er alveg ótrú-
lega gott. Enda kalla strákarnir hann „Ella
Dalaskáld" svona í gríni. En eins og ég hef oft
sagt, þá væri nær að fá svona fólk eins og
hann Ella til að lesa upp frumsamið efni í
þennan hálftíma á viku sem þessar kerlingar
bulla um eitthvað efni sem engum kemur við.
Ég skil bara ekkert í útvarpsráði að leyfa þetta
endalaust. Hvernig er það eiginlega, hvað gera'
þessar konur fyrir utan þessa útvarpsdellu?
— Ja þær eru báðar leikkonur og svo voru
þær á lista kvennaframboðsins.
— Nú já var það ekki, ég segi bara eins og
Gulli vinur hans Ella „það er ekki eitt, það er
allt“! Þá fer maður nú að skilja ýmislegt. Ég
get svo svarið það, hún var að segja mér konan
hans Kidda að þessar frenjur sem voru að vas-
ast þarna í borgarmálunum og troða sér þar
að, séu nú að brölta fram til Alþingis. „Fá þær
aldrei nóg — ég bara spyr“! Þeir voru líka að
tala um þetta strákarnir í spilaklúbbnum hjá
Ella um daginn. Þá sagði einmitt Viggi bróðir
hans Ella „Látum vera með þetta borgar-
stjórnarstúss, en að þær skuli voga sér að fara
að skipta sér af þingmálum líka, sem þær hafa
ekkert vit á, það hlýtur nú að ofbjóða hverj-
um meðal karlmanni"!! Og ég tek nú undir
þetta með honum, er bara ekki kominn tími til
að stoppa þær af.
— Ég get nú ekki betur séð en að fleiri kon-
ur ættu erindi inn á þing, t.d. allar húsmæð-
urnar með sitt fjármálavit sem gera kraftaverk
á hverjum degi með því að láta enda ná saman
í heimilisbókhaldinu. Þær gætu örugglega
gefið strákunum ýmis góð ráð og miðlað af
sinni reynslu.
— Þessar kerlingar vilja bara bola öllum
karlmönnum burt og troða sjálfum sér að og
ég verð nú alveg að segja eins og er, að ég er
dálítið hlessa á þér að bera ekki meiri virðingu
fyrir alþingi. Sérðu fyrir þér prjónandi hús-
mæður með svuntur í hverjum stól og alþingi
yrði eins og saumaklúbbur! Það myndi líklega
enda með því að þær breyta alþingisgarðinum
í róluVöll! Barasandkassar og rólur út um allt!
— Heyrðu þetta er alveg ágætis hugmynd,
mér hefur aldrei dottið það i hug og dyraverð-
irnir fengju þá það ábyrgðarstarf að passa
börnin. Heldurðu að það verði ekki yndislegt.
Vibtalsbil
— Nei nú ertu að grínast en mér er sama
hvað hver segir við vitum það báðar að staða
konunnar er inn á heimilinu og það er bara
svívirðileg frekja hjá þessum kerlingum að
ætla hreinlega að reka allar konur út á vinnu-
markaðinn hvort sem þeim líkar betur eða
verr.
— Nei þetta er nú misskilningur því ef ég
skil þeirra málflutning rétt þá er meiningin að
konur geti einmitt valið hvað þær vilja. Þeim
sem vilja vera heima verði gert það kleift nú og
þær sem vilja eða þurfa að vinna úti hafi tæki-
færi til þess. Við ættum nú að þekkja þetta
höfum við ekki báðar þurft að vinna úti.
— Já en elskan mín það er allt annað með
mig ég er bara að reyna að drýgja heimilistekj-
urnar.
— Já en situr þú ekki uppi með öll heimilis-
störfin samt sem áður.
— Jú annað hvort væri nú, maður fer nú
ekki að vanrækja heimilið þó maður vinni úti.
Mér dytti ekki í hug að leggja það á Ella og
börnin.
—- Nú er ég t.d. búin að vera heima með
Lilla á brjósti og heimilið er gjaldþrota hreint
út sagt.
— Almáttugur, skaffar hann ekki nógu vel!
— Þú veist vel að það lifir engin fjölskylda
af eins manns launum í dag.
— Æ svei mér þá ég veit það ekki, en hitt
veit ég að þessar konur eru ekkert að hugsa
um það, þær eru bara að hugsa um að fá að
ráða yfir körlunum. Og ég verð bara að segja
eins og Árni kunningi hans Ella „það er ekki
hægt að kalla þessar konur konur heldur
brussur. Þetta eru bara einhverjar karlkonur,
klæddar í einhverjar pokamussur, reykjandi
pípur hvar sem er“! Hugsaðu þér kona púandi
pípu!!
— Nei heyrðu, eru þetta nú ekki fordómar.
Ég get bara sagt þér að amma mín hún tók í
nefið!!
— Þú getur nú ekkert gert að því hvernig
forfeður þínir höguðu sér, þú ert ekkert verri
manneskja fyrir það elskan mín.
En þær gangast bara svo upp í því að
vera grófar og karlalegar þessar konur. Ég get
bara sagt þér það að einn kunningi hans Ella
sagðist hafa séð almanak upp á vegg hjá einni