Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 18,mars 1983 mJnnsturínn
Óveöurstákn: en hvar er ofviðrið
Á tímum formfestunnar voru
hlutirnir öðruvísi en þeir eru
núna, og raunar allt þjóðfélagið.
Um aldaraðir var verið að slipa
formin, hægt og hægt. En það
furðulega var að slík form voru
jafn forgengileg og hin, þegar
tímar formgnóttarinnar gengu í
garð.
En áður fyrr, og ekki er langt
síðan, vorum við bókmenntaþjóð
og listmálararnir og myndhöggv-
ararnir mótuðu eða máluðu
myndir af skáldunum. En núna á
tímum myndæðisins hafa skáldin
ekki við að skrifa um myndflæð-
•ið; málarana, sýningarnar.
Islenska þjóðin hefur löngum
þjáðst af ritræpu, en núna þjáist
hún jafn mikið af litræpu, og veit
ég ekki hvort er betra. Verst er þó
þegar saman fara bæði köstin. Þá
hefst ekki aðeins blóðkreppusótt
heldur almenn kreppusótt. Og
ekki má rugla saman sóttaræði og
hinu andlega æði. Það er allt of
oft gert, en reginmunur er á þessu
tvennu. Sýningarflóð er til að
mynda oft sóttaræðj eða öllu
heldur athöfn manna seni hafa
glatað persónueinkennum sínum
og reyna að endurheimta þau með
aðstoð listarinnar. Þess vegna er
það að þeim mun ósjálfstæðari
sem við íslendingar verðum sem
þjóð, með enga innanlandsstefnu
og enga utanríkisstefnu, því oftar
grípum við til pensilsins og penn-
ans.
Sagnaskáldskapur okkar sann-
ar þetta raunar. En það rísa ekki
ævinlega upp ríkar listir úr hafróti
glötunar þjóðar- eða persónuein-
kenna. Hvað það varðar skiptir
ögun og almenn menningarþekk-
ing miklu máli.
Kjörorð fuglsins Fönix var: Ég
rís upp úr ösku minni. Hann var
brenndur en reis jafn skjótt upp
úr öskunni. SÚM hefur reynt
þessa aðferð líka, en með misjöfn-
um árangri. Félagið virðist ekki
geta risið upp úr ösku sinni. Það
er dæmt einstaklingshyggjunni
eða hinu, að hver listamaður um
sig lognist út af á íslenska vísu,
með krosslagða fætur uppi á dív-
an og með hjónaböndin í rúst.
Tveir góðir úr SÚM sýna í
Listaskála alþýðu um þessar
mundir, þeir Kristján Guðmunds-
son og Ólafur Lárusson, sem
verður þó fremur að telja til ný-
listarmanns eða þess hlekks sem
ævinlega vantar í hvaða íslenska
keðju sem er, hvort sem hún er
menningarlegs eðlis eða annars.
Tengslin vantar, samhengið. í
staðinn kemur hrokinn og van-
máttugur sjálfbyrgingsháttur,
sundurleysið og að lokum volæð-
ið.
List Kristjáns Guðmundssonar
er afar lík því sem hún var á SÚM-
tímanum: sérkennileg, sérvisku-
leg og hæðin, með spekingslegu
ívafi.
Þarna eru á veggjum, þó ekki í
neinu litaflóði, nótur skrifaðar
fyrir tónverk sem aðeins lægðirn-
ar yfir íslandi geta leikið. Þetta er
fagurlega skrifuð list á fleti í frá-
leitum lit. Einnig er þarna veður-
tákn, lengsta nótt á íslandi. Þarna
er í raun og veru þrá okkar íslend-
inga, þráin eftir íslensku veðri í
listum, i stjórnmálum, í menning-
unni. En, guð minn góður, ekki er
nóg að hafa alls staðar óveðurs-
tákn og bíða síðan endalaust eftir
storminum, í logndeyðu sem vek-
ur aðeins svefn og drauma.
Sýning Kristjáns og Ólafs í
Listaskála alþýðu — tveir
góðir.
Stærsta lífsfyllingin var þó í
mynd númer 11 sem hét Blekfyll-
ing og er úr járni og bleki: bleki
sem kemst aldrei úr pennanum af
því að það er skrúfað fyrir í báða
enda.
Svipaða sögu er að segja um
táknmyndina um Brennu-Njáls
sögu. Ólafur Lárusson er hins
vegar í lit, stundum í lit úr túpum,
og notfærir sér hina svo nefndu
blönduðu tækni, sem er hræðilegt
orð sem listfræðingar nota og gef-
ur vísbendingu um einslags hræri-
graut sem á að ganga ofan í sæl-
gætismaga.
Eftir að Ólafur hafði stangað
gler með góðum árangri um árabil
hefur hann nú snúið sér að mál-
verkinu og málar verk í ætt við
þau miklu sálrænu test sem kennd
eru við Rorschach og leyfir fólki
að „finna það út úrmyndunum
sem sefur í duldunum“. Úr þess-
um verkum standa svo dauðar
hríslur, enda enginn jarðvegur
fyrir neitt lífrænt í þessum jarð-
vegi listar. Listamaðurinn snýst
þannig öflugur gegn eigin verk-
um. En áhorfandinn getur, í sinni
sálardellu, fundið út köngulær,
leðurblökur á flugi í dulheimum
hinnar blönduðu tækni. Með
þessu móti hjálpar listamaðurinn
áhorfandanum að fá útrás fyrir
klikkun sína. En klikkað fólk er
alltaf „að finna eitthvað dular-
fullt en satt“. Um áratuga skeið
hjálpaði Kjarval Jtlikkuðu fólki
að fá útrás fyrir stokka-og-steina-
trú sína, með því að láta andlit
gægjast úr mosa og steini, svo úr
varð þægilega auðveld felumynd
fyrir auga sem hafði aldrei kynnst
málaralist á háu stigi. En slík mál-
aralist menntaog lærdóms vísar
aldrei til stokka-og-steina-vits-
muna og trúar heldur til óhlut-
bundinnar vitundar sem er hand-
an við formin.
Að vísu er hin óhlutbundna vit-
und tíðum trúarlegs eðlis, en trú-
arvitund þessi bælir ekki vitið
heldur auðgar það og dýpkar.
/ minningu Gunnars Ormslevs
Á þriðjudaginn kemur hefði
Gunnar Ormslev orðið 55 ára
gamall, en hann lést fyrir tæpum
tveimur árum. Gunnar var í hópi
fremstu djassleikara Norðurlanda
þegar stjarna hans reis hæst og
það var mikið áfall fyrir íslands-
djassinn að missa hann í blóma
lífsins.
Á afmælisdaginn kemur út tvö-
falt albúm með hljóðritunum
Gunnars. Jazz í þrjátíu ár nefnist
það og er elsta upptakan frá 1949
og sú yngsta frá árinu 1979.
Það má segja að á þessum skíf-
um megi heyra djasssögu íslands
svo nátengt er ævistarf Gunnars
þeirri sögu allri. Að kvöldi dags-
ins verða svo tónleikar í Garnla
bíói, þar sem flestir helstu djass-
leikarar íslands koma fram ásamt
tenórsaxafónleikaranum, hljóm-
sveitarstjóranum og útsetjaranum
Ernie Wilkins. Ernie kom hingað
til lands á miðvikudaginn var til
að æfa íslensku stórhljóm-
sveitirnar: Big band ’81 og Big
band Tónlistarskóla FÍH og
munu þær leika undir hans stjórn
i Gamla bíói. Þar mun einnig
koma fram Musica Quadro, tríó
Sigurðar Flosasonar, sem flytur
nýtt verk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, tileinkað minningu
Gunnars Ormslevs, djasssöng-
konan Oktavía Stefánsdóttir mun
syngja og rúsínan i pylsuendanum
verður svo að Ernie Wilkins og
Rúnar Georgsson blása i tenór-
saxafónana með hljómsveit
Guðmundar Ingólfssonar. Það
leikur enginn vafi á því að Ernie
mun inspírera Rúnar eins og
Ronnie Scott inspíreraði Gunnar
Ormslev í þessu sama bíóhúsi
fyrir þrjátíu árum. Margir segjast
aldrei hafa heyrt Gunnar blása
jafn stórkostlega og það kvöld.
Ernie Wilkins býr nú í Kaup-
mannahöfn þar sem hann stjórn-
ar einni albestu stórsveit djassins:
The Almost Big Band.Hann er nú
sextugur og sló í gegn þegar hann
útsetti og blés í hljómsveit Count
Basie 1951-55. Auk Basie bands-
ins hefur hann útsett fyrir fjölda
stórsveita ss. Earl Hines, Tommy
Dorsey, Dizzy Gillespie, Harry
James, Buddy Rich, Quincy
Jones, Clark Terry, Maynard
Ferguson, Louis Bellson osfrv.
Auk þess að'vera með sína eigin
stórsveit í Danmörku, vinnur
Wilkins mikið fyrir útvarps-
hljómsveitirnar í Hamborg,
Stuttgard, Köln og Mílanó auk
þess sem hann útsetur alltaf fyrir
helstu stórsveit Þýskalands, sveit
Peter Herbolzheimers.
Ernie Wilkins átti mikinn þátt í
velgengni Basie bandsins upp úr
1950 og því er vel við hæfi að fá
hann til að blása, stjórna og út-
setja á þessum tónleikum í minn-
ingu Gunnars Ormslevs; því eng-
inn hljómsveit var Gunnari
kærari en Basie bandið.
Gunnar var fyrsta flokks stór-
sveitarblásari og blés í fjölda stór-
sveita heima sem erlendis. Á
síðari sumrum blés hann oft í
stórsveit Olle Linds á Gotlandi og
heima æfði hann krakkana í Stór-
Gunnar Ormslev f stórhljóm
sveit Olle Lind í Visby dóm
kirkjunni á Gotlandi.
sveit Skólahljómsveitar Kópa-
vogs. Síðasta hljóðritun Gunnars
erlendis var með Radioens Big
Band í Kaupmannahöfn, en hann
var einleikari með sveitinni, í
verki Niels Jorgen Stens: Pink
Tenor.
Gunnar Ormslev fæddist í
Kaupmannahöfn og var faðir
hans danskur en móðirin íslensk.
Hingað flutti hann átján ára og
bjó hér æ síðan utan hvað hann
lék með hljómsveit Simons
Brehm í Svíþjóð á árunum
1954-55. Þá var hljómsveit
Brehms ein besta djasssveit
Norðurlanda og meðal þeirra er
þar blésu má nefna básúnistann
Áke Person, sem seinna var með
Ellington. Gunnar vann fleiri
afrek erlendis. Á Heimsmóti lýð-
ræðissinnaðrar æsku og stúdenta,
sem haldið var í Moskvu 1957,
vann hann og hljómsveit hans til
gullverðlauna fyrir djassleik. Ári
seinna lék Gunnar með þessari
sömu hljómsveit í Svíðþjóð og
hlaut frábærar viðtökur.
Djasslistin hefur aldrei orðið
neinum ævistarf á íslandi og
Gunnar lék lengstum í dans-
hljómsveitum, á tímabili með
Sinfóniunni og kenndi hin síðari
ár. En sem betur fer lék hann djass
hvenær sem færi gafst og munu
þær hljóðritanir er hann lét eftir
sig halda nafni hans á lofti um ó-
komna tíð.
Hann blés í altósaxafón í
fyrstu, en þegar hann réðst til KK
skipti hann yfir á tenór. Stíll hans
var upphaflega í ætt við svíng
módernista eins og Charlie
Ventura og Flip Philips en eftir að
hann heyrði í Stan Getz var
grunnurinn lagður að hinum
svala og sérstaka stíl Gunnars.
Vonandi svífur andi hans yfir
vötnunum í Gamla bíói á þriðju-
dagskvöldið kemur.
IITVAKP
Föstudagur
18. mars
9.05 Vefurlnn hennar Karlottu er of-
boöslega spennandl.
9.20 Leikflmi. Jónlna mln. Þú ert með
allof hratt tempó I byrjunarhopplnu.
Ég melna ég hrelnlega gefst upp
fyrlr aöalæflngarnar. Hvaö á ég aö
gera?
10.30 Það er svo margt aö minnast á -
Torfi minn. Þaö má nú segja. Halló
frændí.
11.30 Frá Norðurlöndum. Borgþór
Kjærnested sór um þáttinn. Hvaö-
an er hann?
13.00 Á frivaktinni meö Sigrúnu Sigurö-
, ardóttur.Þessi elska kynnir og
kynnir.
15.00 Mlödegistónleikar. Hér merkja
sumir hring utan um. En ekki ég.
Ekki I dag.
16.20 Útvarpssaga barnanna. Börn er
ogsaa folk. ,,Hvitu skipin" Ingólfur
Jónsson þýddi.
16.40 Lltll barnatfmlnn. Segiöi svo aö
ekkert sé gert fyrir börnin. Reynum
bara aö halda þeim við tækin.
17.00 Meö á nótunum. Ó je þaö er ég...
do re mín fa so la tí to
17.30 Nýtt undlr nállnni. Kristin B.Þor-
steinsdóttir bróderar nýbylgju-
saum.
20.40 Mozart skemmtir og skemmtir.
Hvort er Mozart skemmtilegur eöa
ekkif Svar sendist til Hollands.
21.40 "Mesti fjölmlöill allra tfma’VJón R.
Hjálmarsson flytur erindi. Og við
blöum eftir svarinu.
22.40 Norma E. Samúelsdóttir les smá-
sögu eftir sjáfa sig og heitir hún
„Gönguferöln”.Ég hlusta.
23.05 Kvöldgestir Jónasar jíhú.
01.10 Á næturvaktlnnl. Sigmar passar
uppá aö viö sofnum fyrir hálf tvö.
Hvar er Ása?
Laugardagur
19. mars
7.25 Ég hleyp og hleyp og hleyp... púff
leikfimi. Ég halla mór nú svo fram
að hádegi.
11.20 Hrfmgrund. Sólveig Halldórsdóttir
sér um þennan. Venni Linn var um
daginn. Já já. Sverrir lika og svona.
13.00 Hemmi Gunn og svo er það Helgar-
vaktln. Ég á ekki oröl
15.10 I dægurlandl Svavars ernú útsala.
Það er verst að það skuli ekkert ber-
ast upp, en sennilega heyrir Svav-
ar tikkiö niöur. Min reynsla er all-
tjent sú svo ég fari nú út i reynslu-
sögu mfna.
19.00 Kvöldfréttlr
19.35 Á tali. Þetta er sko þátturinn.
21.30 Gamlar plötur og nýjar. Þetta er
rlkisútvarpið á Akureyri. Næst á
dagskránni er þátturinn gamlar
plötur og nýjar. Umsjónarmaður
þáttarins er Haraldur Siguiösson.
Þetta er Ríkisútvarpið á Akureyri.
23.05 Laugardagssyrpa. Ég segi, viltu
koma i partý á laugardaginn meö
mér Geiri og Palli. S. Ég skal sko
garantera. Að það verður....
Sunnudagur
20. mars
10.25 Út og suður. Ó óg er að flýta mér.
11.00 Messa hjá Hjálpræðishernum.
13.00 Páll Heiðar er meö stafrófið á
hreinu.
14.00 Leikritiö „Ótrúleg saga" eftir
Claude Aveline. Þorsteinn Ö. Step-
hensen þýddi og leikstýrði. Leik-
endur: Lárus Pálsson.Helga Valtýs-
dóttir og Þorsteirtn Ö. Leikritiö var
áður á daaskrá útvarps 1958.
15.00 Þá er þaö Wagner.timmti þáttur og
ekki sá síöasti. Og nú er það hvorki
meira né minna en Niflunga-
hringurinn.
16.20 Islensk kirkjulist er i sunnudagser-
Indi Björns Th. Björnssonar list-
fræöings.
18.00 Kristján Hreinsmögur er „And-
andi” Ég lika, enn a.m.k.
23.00 Kvöldstrengir Helgu Alice Jóhanns.
Ég er með strengi [Ika. púff.
sjóratr
Föstudagur
18. mars
20.40 Á döflnni. Þaö er eins gott aö búa
sig vel undir helgina, hvort heldur
sem viö setjumst við sjónvarpiö eöa
fyrir framan spegilinn.
21.15 Félagarnir Bogi og Bolli kasta Ijós-
unum á milli sln í hinu afar spenn-
andi Kastljósi. Þetta er algjör þrill-
er.
22.20 Billy Jack. Þrælgóö mynd miöaö
viö fólksfjölda. Bandarísk frá árinu
1971. Aöalhutverk eru í höndum og
fótum Tom Laughlin, Delores Tayl-
or, Bert Freed og Clark Howatt.
Myndin er aö sjálfsögöu ekki viö
hæfi barna.
Laugardagur
19. mars
16.00 íþróttlr. Ég vil sjá fleiri body. Vá þau
voru æðislega frikuð krakkarnir. Ég
held ég hafi aldrei sóö annaö eins
liö.
18.00 Hlldur. Þetta er uppáhaldsþáttur-
inn minn. Einar Kára hefur eitthvað
spes aðdráttarafl. Eða er þaö Köb-
en. Det var i Köbenhavn...
18.45 Enska knattspyrnan. Já já.
20.35 Þriggja manna vist. Eftir svona 56
þætti verður maður sennilega orðin
húkkt á vistinni. Það er hægt að
venjast þessu eins og öllu öðru.
21.00 Seölar (Dollars) Þaö má horfa á
þessa bandarisku mynd sem er frá
árinu '71. Þ.e.a.s. þaö eru nokkur
góö skot eins og viö segjum. Svo er
hún ofboðslega vel klippt. Öryggis-
sórfræðingur og vinkona hans
skipuleggja rán úr... já segi ekki
meira.
23.00 Hud. Newman fer á kostum f þess-
ari mynd sem er bandarísk eins og
hinar helgarmyndirnar. Hud er son-
ur bónda í Texas og eiga þeir feögar
alls ekki skap saman. En bfðiö eftir
gin-og klaufaveikinni þá fyrst
fara nú hjólin að snúast, eöa segir
maður þaö ekki?
Sunnudagur
20. mars
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Þór-
hallur Höskuldsson flytur.
16.10 Húslö á sléttunnl. Já ég er f öngum
minum. Þetta er lokaþáttur. Þaö er
ofboöslegt kikk aö gráta á sunnu-
dögum. Maöur þarf hreinlega ekk-
ert að grenja það sem eftir er vik-
unnar. En nú... Nú er voöinn vls.
17.00 „Ó, mln flaskan friöa." Hinn Ijúfi
söngur, eða réttara sagt hinn Ijúf-
sári. Þaö gerir áfengisböliö! Siöari
þáttur um áfengissýki.
18.00 Stundln okkar. Bryndls er hress
segja sumir óg segi ekkert þvi ég
missi alltaf af þessum. Hvers
vegna? spyr sá er ekki veit.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Ó hann
Magnús er svo sætur.
20.50 Glugglnn. Sveinbjörn leiöir okkur i
sannleikann. Hæ Sveinbjörn.'
21.35 Kvöldstund meö Agöthu Chrlstle.
Já. Hún Gatta er ýmist I essinu
sinu. Eöur ei.
22.25 Aö Ijúka upp ritningunum. Séra
Guömundur Þorsteinsson, prestur
i Árbæjarsókn.fjallar um Bibliuna
frá ýmsum hliöum. Þetta er fyrsti
þáttur af fjórum um Bibliuna.