Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 6

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 6
17t. tbl. 263, árg. Siónvarp frá alþingi undir lista- og skemmtideild? Formenn þingflokkanna fjög- urra náðu á síðasta degi alþingis samkomulagi um að framvegis verði ekki sjónvarpað frá umræð- um á alþingi, og settar verulegar takmarkanir á framkomu þing- manna í þessum fjölmiðli. Ákvörð- un þessi var tekin í samráði við yfir- stjórn sjónvarps. Að sögn Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra varð þetta niðurstað- an eftir að frétta-og fræðsludeild neitaði að skipta sér af þessum mál- um framar. „Sá fíflsháttur og brandaramennska sem viðhafður er í þessum sjónvarpsútsendingum á að heyra undir lista- og skemmti- deild og ekkert annað“, sagði Emil Björnsson fréttastjóri. Andrés Björnsson sagði að þing- menn hefðu orðið „eitthvað svo viðkvæmir fyrir þessari hugmynd" og því verið fallið frá henni. Hinrik Bjarnason sagði hinsvegar að sig hefði lengi dreymt um að komast í þessa gullnámu sem þingið væri, „því betra skemmtiefni er hvergi að fá“, sagði hann. Gunnar vill ekki tjá sig Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra vill ekki tjá sig um það að svo stöddu máli hvort hann hafi tekið ákvörðun um það hvort hann muni bráðlega ákveða að segja af eða á um það hvort hann geti innan tíðar sagt endanlega frá ákvörðun sinni um það hvort eða hvenær hann skýri frá því að hann hafi ekki tekið lokaákvörðun um framboð. Gunnar Thoroddsen Vissir þú að hægt væri að komast til og frá , Evrópu fyrir skít og ekki neitt ef ekki væri eytt milljónum í fáránlegar auglýsingar? Þetta er ekki spurningin um að sigla eða fljúga. Þetta er spurning- in um að nota það fé sem farþegar greiða fyrir farmiða sína skynsam- lega. Fyrir verð einnar svona auglýs- ingar gætu hjón með barn farið til Evrópu og aftur til baka. Hugsið um það. Við sem heima sitjum og eigum ekki fyrir farinu Það verður bráðlega kostnaðarsamt að horfa mikið í baksýnisspegilinn. Nokkrir nýir bifreiðaskattar Nýr skattur verður lagður á bif- reiðaeigendur frá og með fyrsta júní næstkomandi. Ber þá hverj- um ökumanni að greiða eina krónu í ríkiskassann fyrir hvert skipti sem hann stígur bensingjöf- ina i botn. „Þetta hljómar ef til vill fárán- lega“, sagði Ragnar Arnalds við Áðalblaðið. „En hvað á maður að gera? Það er búið að nota þetta allt - bensínið er skattlagt í botn, króna lögð á hvert kíló bílsins, lengdin er skattlögð og hver veit hvað“, sagði ráðherrann. Að lokum sagði ráðherrann að á döfinni væri að skattleggja notkun á baksýnisspeglum, þann- ig að krónu kostaði að horfa í þá í hvert skipti, og að einnig væru uppi hugmyndir um að í hvert sinn sem ökumaður segði „and- skotinn“ í umferðinni yrði hann látinn borga skatt. Kirkjumála- ráðherra hefur tekið vel í þessar hugmyndir. FJÖLMIÐLAKÖNNUNIN: Aðalblaðið hinn ótvíræði sigurvegari Aðalblaðið var hinn ótvíræði sigur- vegari í fjölmiðlakönnun Hag- vangs, sem gerð var um daginn. Samkvæmt könnuninni lásu yfir 99% þeirra sem lásu Aðalblaðið Aðalblaðið. Það er ekki hægt að gera betur, eins og sést á þvi að sam- bærileg tala fyrir hin blöðin er síst hærri, þó til dæmis Morgunblaðið Togara flotinn hættir botn- fisk- veiðum „Jú.það er rétt. Fyrsta skrefið var að ráða plötusmið, stálsmið og vél- virkja í Hafrannsóknastofnunina", hafi eitthvað stærri lesendahóp. Annað athyglisvert atriði í könn- uninni var að af þeim sem sáu Aðal- blaðið stundum, sáu 36% það oft, en aðeins 13% sjaldan, sem svarar til þess að 76% hafi séð blaðið oft sjaldan og stundum af þeim sem yf- irleitt sáu blaðið. Þetta er augljós- lega með því besta sem gerist. sagði Steingrímur Hermannsson, þegar Aðalblaðið spurði hann hvort rétt væri að ríkisstjórnin hefði á- kveðið að verulegur hluti togara- flotans færi af botnfiskveiðum á kafbátaveiðar í hafinu milli íslands og Noregs. „Það hefur sýnt sig i Norður- sjónum að vörpur, eins og þær sem okkar togarar nota,henta vel til þessara veiða, og verðmætin eru óneitanlega nokkur. Kafbátunum má vel breyta og nota þá fyrir loðnuskip, eða þá að hafa í þeim veitingastaði í höfnum landsins, svo eitthvað sé nefnt“, sagði ráð- herrann. „Einnig mætti nota þá til að gera-kafbáta, sem ég hef mjög gaman af“. Bandaríski herinn á Miðnesheiði hefur að sögn ráðherrans tekið vel í þessar hugmyndir og boðist lii að styrkja veiðarnar með fjárveiting- um. Þorvaldur Garðar gerir grín „Maðurinn er algjör trúður“, sagði Stefán Valgeirsson alþingis- maður um kollega sinn, Þorvald Garðar Kristjánsson, þegar sá síð- arnefndi gerði að gamni sínu í þing- inu í síðustu viku. „Andlitið á hon- um er eins og úr gúmmíi. Allt í einu þegar minnst varir breytir hann um svip og grettir sig svo hræðilega að það er ótrúlegt. Hann getur svo sannarlega gert manni bilt við, sérstaklega í uppá- halds hrekk sínum, þegar hann bíð- ur í myrkri á karlaklósettinu og 'stekkur að manni með hásu öskri um leið og maður kveikir ljósið. Þá er sko veinað í þinginu", sagði Stef- án við Aðalblaðið.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.