Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 15
Heigar— posturina Föstudagur 18.mars 1983 15 Skortir það sem á veltur Með því að núverandi ríkisstjórn leggur upp laupana, vonum seinna, halda margir — og sumir óttast það — að Sjálfstæðisflokkurinn muni skríða saman, og ganga heill og óskiptur til kosninga — og vinna þær. „Deilurnar milli Gunn- ars og Geirs eru senn liðin tíð” kall- ar Ólafur Ragnar Grímsson það í sunnudagsgrein Þjóðviljans um s.l. helgi. Er á þingflokksformanninum að skilja, að hann óttist afleiðingar vorkosninganna. Að Eimreiðar- hópurinn muni ná völdum innan Sjálfstæðisflokksins, og særa til sín „saklausan almenning”, eins og sterku mennirnir gerðu. Það er of- mat á ungliðunum. Flokkur sem enn ber eitt nafn Til að það megi verða þarf „stutt- buxnadeildin” að geta sameinað þann þverklofna flokk, sem enn ber eitt nafn, Sjálfstæðisflokkinn. Verður ekki annað skilið á Ólafi Ragnari en að það sé hægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið heill og óskiptur. Þess vegna var það óskhyggja, eða blekking, þegar Ólafur Ragnar hélt fram, á útmánuðum 1980, að Al- þýðubandalagið væri með ríkis- stjórnarþátttöku sinni að kljúfa í- haldið. Ög á sama hátt er það nú. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki sameinaður í heilsteyptan flokk — flokk, sem hefur hug- myndafræði. Þá fyrst klofnar flokkurinn niður í rót, er menn setja fram hugmyndafræði í nafni hans. Og ungliðarnir, sem kenna sig við járnbrautarlest, sameina flokk- inn ekki frekar en Ólafur Thors, eða Bjarni Benediktsson. Þeirra sameining var í því fólgin að lemja niður ágreining og láta líta svo út sem flokkurinn væri heill og óskipt- ur. Það geta drengirnir ekki. Þaö var klofið! Alþýðubandalaginu mistókst ekki að kljúfa íhaldið. Það var, og er klofið! Mistök Alþýðubanda- lagsins voru þau að halda að hægt væri að kljúfa hagsmunabandalag íhaldsaflanna. Mistök Alþýðu- bandalagsins voru fólgin í því að gera flokkspólitískt samkomulag við íhaldið í ASÍ um stjórn sam- bandsins. Spurningin er hvort Al- þýðubandalagið er tilbúið að viður- kenna þessi mistök og ljáir máls á samstarfi til vinstri í íslenskri póli- tík. Ef það gerist, er von til þess, að járnbrautardrengir íhaldsins neyð- ist til að setja fram einhverja hug- myndafræði, eða tillögur til lausnar vandamálum dagsins, og þá fer-aft- ur fyrir þeim eins og 1979. „Saklaus almenningur”, eins og Ólafur Ragnar kallar það, verður þá leidd- ur í sannleikann um, hvaða afleið- ingar það hefur að kjósa íhaldið. Þá kemur einhver Ólafur G., sem ekk- ert skilur í tillögum ungliðanna, og kynnir þær á hallærislegan hátt í útvarpi. Og þá kemur líka Sverrir Hermannsson og hafnar hugmynd- um drengjanna, enda situr hann við völd í þeirri stofnun, sem þeir segj- ast vilja feiga, og vill ekkert af hug- myndafræði vita. Alþýðubandalagið skóp ekki glundroðann í Sjálfstæðisflokkn- um. Það voru mennirnir, sem vildu hugmyndafræöina 1979. Það voru ungu mennirnir. Járnbrautarstrák- arnir. Þeirra hugmyndum verður aftur hafnað. Stærðarinnar vegna ber flokkurinn ekki hugmynda- fræði. Heildsalar álykta Ólafur Ragnar Grímsson má ekki láta það rugla sig í ríminu, þótt nokkrir heildsalar komi saman og álykti í nafni einhvers, sem kallað er Verslunarráð íslands. Þetta eru að- eins nokkrir menn! Ólafur Ragnar má ekki skilja Sjálfstæðisflokkinn svo, að á honum verði einhver eðlis- breyting þótt heildsalarnir álykti — og Harris lávarður sé tekinn tali í sjónvarpi. Takist Sjálfstæðis- flokknum að telja kjósendum trú um að hann sé valkostur í komandi kosningum, þá verður það vegna þess, að vinstri menn hafa ekki upp- á neitt að bjóða, sbr. borgarstjórn- arkosningarnar. Ekkert bendir til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn muni auka fylgi sitt, enda væri það úr öllu samhengi við frammistöðu hins sundurleita þingmannaliðs þeirra. Og ekkert bendir til þess, að járn- brautarstrákarnir muni breyta ríkj- andi ástandi innan flokksins. Tökum dæmi: Friðrik Sophus- son, formælandi flokksins nr. 3, á eftir Ólafi G. Einarssyni, sem senn er fallinn út af þingi, og Geir Hall- grímssyni, sem væntanlega er líka dottinn út af þingi, hefur árangurs- laust reynt að halda fram stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlum. Það er mál manna að honum hafi tekist illa. Friðrik er fyrrverandi fulltrúi þeirra afla innan flokksins, sem vildu „báknið burt”. Hann hefur ekki orðað það nýlega, að þess væri þörf, enda víst að hann fengi yfir sig Sverri og alla útgerðarmennina, sem grenja á ríkisafskipti á þriggja mánaða fresti. Stjarna V.S.Í. Þorsteinn Pálsson dettur inná þing í komandi kosningum. Margir Sjálfstæðismenn binda við hann miklar vonir — og eftir því sem manni skilst, á Ólafi Ragnari, fer þar mikill stjórnmálaskörungur. Þorsteinn Pálsson hefur staðið sig vel, að dómi VSÍ manna. En það er sitthvað, VSÍ og Suðurlandskjör- dæmi. Stjarnan, sem skein svo skært yf- ir Garðastrætinu, og vísaði veginn,á eftir að skína með öðrum hætti í kjördæmi Eggerts Haukdal. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, verður það hlutskipti Þorsteins að halda hátt á lofti því merki sem Haukdal reisti, en falla annars fyrir honum í næsta prófkjöri. Nú verð- ur Þorsteinn m.ö.o. að redda brú hér, og malbikuðum spotta þar, þ.e.a.s. ætli hann að halda uppi merki flokksins fyrir austan fja.ll. Þessi Vettvangsgrein Helga Más Arthursson- ar sem birtist í síðasta blaði brenglaðist illi- lega í prentsmiðju. Við birtum hana því hér aftur og biðjum höfund og lesendur velvirðing- ar á mistökunum. Helgi Már Arthursson Tveir flokkar? Þegar staða Sjálfstæðisflokksins er skoðuð — og mannvalið með — er ljóst, að það er að skjóta yfir markið, að halda því fram, eins og Ólafur Ragnar gerir, að „flokkur borgarastéttarinnar á íslandi sé nú orðinn formlegur liðsmaður í hinu alþjóðlega bandalagi hægri afl- anna”. Þessir strákar eru ekki gjald- gengir í þann klúbb — til allrar ó- hamingju fyrir andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins, því ef svo væri, hryndi goðsögnin um stóra flokk- inn, og úr rústunum risu tveir smá- flokkar. Annar framsóknarflokk- ur, og nýr hægri flokkur. Óskandi væri að svo færi. Ólafur Ragnar, og Alþýðubanda- lagið, geta svo sem stuðlað að slíkri þróun. T.d. með því að leiðrétta mat sitt á Sjálfstæðisflokknum og hugsa pólitík til vinstri. Rjúfa sam- starfið við íhaldið í ASÍ, og rífa sig uppúr vanmetakenndinni gagnvart járnbrautarstrákunum. Þeir verða ekkert annað en statistar í því hags- munabandalagi, sem kallast Sjálf- stæðisflokkur, þ.e.a.s. ef þeir ætla sér ekki að kljúfa flokkinn endan- lega. Gunnar, Sverrir, Pálmi, Matt- hías Bjarnason og Eggert Haukdal ráða ennþá ferðinni. ■\ferslurri« Amamiaim AUGLVSIR Svínakjöt nýtt og reykt Hangikjöt Úrbeinað hangikjöt Londonlamb Léttreyktir lambaframpartar Kjúklingar Hangikjöt að norðan Úrval annarra kjötvara Mjólk, brauð og úrvali Kvöld-og helgarþjónusta Opiö alla daga frá kl. 9-22 Laugardaga frá kl. 9-20 Sunnudaga frá kl. 10-20 nýlenduvörur í miklu Grillaðir kjúklingar Leitið ekki langt yfir skammt Versliö í hverfinu Sendum heim KREDITKORT ARNARHRAUN Arnarhrauni 21, sími 52999 VELKOMIN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.