Helgarpósturinn - 18.03.1983, Page 5

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Page 5
 Helgar-—-- -postunnn. Föstudagur 18,mars 1983 5 superiaH Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreYítum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur ArnarhóII enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í Ijós að margir af viðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til Iokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Arnarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar ArnarhóII er annars vegar situr fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. ______________________________ KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI ArnarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma.________________________ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR' Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, ArnarhóII annar öllu. Þarf minnst 115 þúsund gesti Það hefur lengi verið tregða í menntamála- ráðuneytinu til að veita frekara starfsleyfi fyrir safnið, einkum vegna þess, að þótt ekki séu nema örfá dæmi til um að dýrum þar hafi beinlínis liðið illa (sbr. háhyrningana tvo sem drápust þar úr kulda 1978) er hyldjúp gjá á milli aðstæðna í safninu og reglugerðarinnar, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason setti um dýragarða og sýningar á dýrum 1971. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra hefur lengst af verið því afar fráhverfur að samþykkja fyrir sitt leyti áframhaldandi rekstur við núverandi aðstæð- ur. í vetur virtist ráðherrann vera um það bil að taka sinnaskiptum samkvæmtupplýsingum Helgarpóstsins, en þá kviknaði í ljóna- og apahúsi safnsins og þar með var draumurinn búinn. Safnstjórnin hefur nú fengið sam- þykkta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nýja teikningu af því húsi og hyggur á byggingu þess.fáist rekstrarleyfið endurnýjað. En eins og áður segir bendir ýmislegt til þess að úr því verði ekki. Þótt mótmæli og andstaða náttúru-og dýraverndarsinna hafi ekki verið undantekningalaust vel rökstudd er augljóst af einföldum samanburði við aðra dýragarða — sem reglugerðin frá ’71 tekur mið af — að talsverður munur er þar á. Svo ekki sé meira sagt. Og til að koma Sædýra- safninu í það horf, sem allir kjósa — dýra- verndarar, Sædýrasafnsmenn, embættismenn og fyrrverándi gestir safnsins — þarf tugi milljóna króna. Hagvangskönnunin gerir ráð fyrir, að safnið geti staðið undir sér — að stofnkostnaði greiddum — með því að þang- að komi árlega 115 þúsund gestir. Síðasta árið sem það starfaði voru gestirnir um þrjátíu þúsund. Menntamálaráðherra mun gefa fógeta í Hafnarfirði umsögn sína að fenginni álitsgerð Dýraverndarnefndar. í nefndinni eru Sig- urður Sigurðsson dýralæknir, formaður, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Sigurður Richter líffræðingur, Sigríður Ásgeirsdóttir lögfræðingur og Rögnvaldur Ingólfsson, dýralæknir í Búðardal. Dauður ungi í pokanum Nefndin fór um safnið á laugardag í fylgd Harðar Zóphaníassonar, Hrafnkels Ásgeirs- sonar og Finnboga Alexanderssonar, fulltrúa bæjarfógetans i Hafnarfirði. Var allt skoðað mjög rækilega og þótti nefndarmönnum fjöl- margt að. Hefur fógeta nú verið sent bréf frá nefndinni, þar sem gerð er krafa um að 17 eða 18 atriði verði lagfærð tafarlaust — að öðrum kosti sé ekki tryggt að safnið fái að halda dýr- un um. Daginn áður höfðu tveir nefndarmanna, Sigurður Sigurðsson, formaður nefndarinn- ar, og Sigurður Richter, farið í skyndi- Rusla- og beinahrúgur eru hér og þar á svæö- inu. Hér má (til vinstri) sjá hálfan kálfshaus. í leyfisveitingum landbúnaðarráðuneytisins til innflutnings nýrra dýra á sínum tíma var þess undantekningalaust krafist að allur úr- gangur væri brenndur tafarlaust og að fyllsta hreinlætis væri gætt á svæðinu. heimsókn í safnið. I kofa innan kengúrugirð- ingarinnar tóku þeir eftir kengúru er lá hreyf- ingarlaus. Daginn eftir, þegar þeir komu aftur með samnefndarmönnum sínum þótti þeim sem kengúran lægi enn í sömu stellingum. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að hún gat ekki gengið — og að í poka hennar var dauður ungi. Brynjólfur Sandholt dýralæknir var kallaður til og sagði hann blaðamanni HP Hrafnkell Ásgelrsson, lögmaður safnsins (t.h.) og Hörður Zóphoníasson,form. stjórnar safns ins. um miðja vikuna, að dýrið væri að hressast. Vöðvabólga hefði hrjáð hana og væri það í sjálfu sér ekki óeðlilegt — slíkir kvillar fylgdu gjarnan í kjölfarið þegar dýrin færu að hreyfa sig meira og drægi nær vori. Um dánarorsök ungans kvaðst hann ekkert geta fullyrt en taldi líklegast að hann hefði „kólnað upp og ekki komist á spena“. Finnbogi Alexandersson fógetafulltrúi sagði að það hefði komið „talsvert á fólk“ við þessa sjón. Hann staðfesti fregnir um að rottugangur hefði verið í húsi áföstu við hænsna- og geitahús. Nefndarmenn vildu ekki tjá sig um skoðun- arferðina eða ástand safnsins þegar blaða- maður HP leitaði til þeirra, enda teldu þeir rétt að menntamálaráðherra fengi skýrslu nefndarinnar áður en þeir tjáðu sig um efni hennar opinberlega. Þeir sögu þó að í safninu væri margt sem þyrfti að laga og að heilsufar dýranna yfirleitt væri sæmilegt. „Á svona safni þarf að vera fyrirmyndarrekstur“ sagði Sigurður Sigurðsson. Nefndarmenn hafa hug á að ræða við stjórn safnsins og forstöðumann áður en gengið verður endanlega frá álitsgerðinni til ráðherra. Það gæti dregist einhverja daga því Jón Kr. Gunnarsson er væntanlegur heim nú um helgina af fundinum í Hollandi, þar sem hann ætlaði að koma á frekari viðskiptum með háhyrninga. Hann hefur orð á sér fyrir að vera duglegur maður og stórhuga — eins og sést kannski best á því, að fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar liggur nú fyrirspurn frá Jóni Kr. Gunnarssyni um möguíeika á því að byggja mótel og greiðasölu við Reykjanesbraut. Áfstaða til er- indisins hefur ekki verið tekin. 3® •< = ao- ■■ 3 C_ Q) (/>" 3 9; " 3 2- 0) “T (0 (/> o 3 ÓTRÚLEGT! 10 gíra hjól frá kr. 3.095 Aukín ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR'_________________ Stærri samkvæmi (ailt að 100 manna matarveisiur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera -Leikhús _______________ Arnarhóil tekur á móti hóppöntunum óperu- og leíkhúsgesta utan af iandi. Gríptu gæsina meðan hún gefst! Vegna hagstæöra innkaupa getum viö boöiö fjölmargar geröir af hinum landsþekktu SUPERIA reiöhjólum á ótrúlega lágu verði: Gerö ,,Touring“ 10 gíra 28“ ......................... kr. 3.095 Gerö ,,Minerva“ gíralaust 28“ ....................... kr. 3.095 Gerð ,,Diana“ 5 gíra 28“ ............................ kr. 3.750 Gerö ,,Bristol“ gíralaust 26“ ....................... kr. 3.800 Gerö ,,Voyager“ 10 gíra 28“ ......................... kr. 4.100 Stelpu eöa strákahjól gíralaust 24“ ................. kr. 2.250 Uppselt'3teipii_eöa strákahjól 4 gíra 24“ ....... kr. 2.800 Gerö ,,Vivi“ barnahjól gíralaust 16“ ................ kr. 2.140 AMF Torfæruhjól .................................. frá kr. 3.100 Nú er um aö gera aö hafa hraðan á og tryggja sér nýtt Superia hjól fyrir vorið, því aðeins er um takmarkaöan fjölda hjóla aö ræöa. Góöir greiðsluskilmálar. Sendum í póstkröfu um land allt. Opiö til kl. 16 á laugardag. Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik,

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.