Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 9
’Ípésturinn^ Föstudagur
9
18 mars 1983
iss! og Eric
Hljómleikar á Borginni
Það er eins og einhver deyfð
hafi verið yfir tónlistarlífinu hér
að undanförnu, hvað rokkið varð-
ar. Að vísu hafa fjölmargar
hljómsveitir skotið upp kollinum
að undanförnu, en einhvern veg-
inn er eins og fátt bitastætt hafi
þar verið að finna. Það hefur líka
reynst ýmsum erfitt að skynja að
nú er árið 1983 og pönkbylgjan
ætti því að vera gengin yfir að
mestu. Það er sem sagt kominn
tími til að vinna úr þeim hug-
myndum sem fram komu með
pönkinu og nýbylgjunni.
Eftir að hafa heyrt í hljómsveit-
inni Haugi depjútera í Félags-
stofnuninni ekki alls fyrir löngu
má þó segja að maður hafi fyllst
nokkurri bjartsýni að nýju. Ó-
hætt er að segja að Haugurinn
hafi þar komið mönnum á óvart
með leik sínum og kraftmikilli
tónlist.
Það þurfti því ekki að hvetja
mig mikið til að sækja tónleika
þeirra á Borginni í vikunni sem
leið. Það var nú heldur ekki til að
letja mig til þeirrar farar vitneskj-
an um að ný hljómsveit Einars
Arnar Benediktssonar, sem hefur
hlotið nafnið Iss!, átti að troða
þar upp í fyrsta sinn.
Fyrst á dagskrá var enn ein ný
hljómsveit, að minnsta kosti fyrir
mér, en hún heitir Hazk. Ekki get
ég nú sagt að ég hafi verið yfir mig
hrifinn af tónlist þeirra. Hún ým-
ist minnti mig á Purrk Pillnikk,
Bubba Morthens eða þungarokk.
Þó virtust þeir þokkalegir hljóð-
færaleikarar og söngvarinn var
mjög frambærilegur.
Iss! léku næstir og ætla ég að
þeir hafi komið mörgum á óvart.
Greinilegt er að~Einar Örn vill nú
gera eitthvað allt annað en hann
var að gera með Purrkinum og
kennir ýmissa grasa í tónlist
þeirra. Þeir byrjuðu á vals en á
eftir fylgdu fönklög og fleira og
fleira. Raunar má segja að þeir
hafi opnað sér margar vel færar
leiðir, sem hægt verður að kanna
frekar og greinilegt er að þeir eru
ekki staddir í neinu viðlíka öng-
stræti og Purrkurinn steig sín
fyrstu spor í, og kannski rötuðu
aldrei alveg út úr. Það má segja að
brýnasta verk þeirra sé að Einar
losi sig enn frekar við Purrksein-
kennin. Þeir virðast flestir mjög
þokkalegir hljóðfæraleikarar og
þeir eru a.m.k. ekki að reyna að
gera neitt sem þeir geta ekki. Það
sem skyggði helst á var slæmur
hljómur, þannig að hljóðfærin
hálfdrekktu hvert öðru. Eitt enn,
Einar er búinn að skipta á klari-
nettunni og trompet og er það
gleðiefni mikið, því hann meiðir
ekki eins hræðilega.
Haugurinn tróð síðastur upp
og fyrir þá sem ekki vita er
kannski rétt að geta þess að í
hljómsveit þessari eru þeir Heimir
bassaleikari og Bergsteinn
trommuleikari úr Jonee Jonee.
Hljómborðsleikari, sem ég veit
ekki hvað heitir, einhvers staðar
að norðan og Einar Pálsson, sem
byrjaði sem bassaleikari Spila-
fífla og er nú orðin gítarleikari
Haugsins.
Því miður verður það að segjast
að hljómsveitinni tókst ekki eins
vel upp og skyldi á Borginni, þar
sem fyrri hluti prógrammsins fór
nærri því í vaskinn. Ástæðuna
ætla ég ekki að tíunda hér, þó ég
viti hana, en treysti þeim til að
forðast að það sama hendi aftur.
En sem sagt eftir brösótta byrjun,
tókst þeim loks að komast í gang
í síðustu lögunum og næstum þvi
sýna sitt- rétta andlit. Það var þó
hljóðið aftur, sem kom í veg fyrir
að árangurinn yrði betri og sér-
staklega var gítarinn allt of hár og
of lítið heyrðist í hljómborðum.
Annars hefur hljómsveit þessi
flest til að bera að.komast í hóp
þeirra bestu. Bergsteinn er t.d.
einn okkar skemmtilegasti
trommuleikari og samspil hans og
Heimis er kraftmikið og gott. Ein-
ar er þokkalegasti gítarleikari þó
ekki eigi hann langan feril að baki
sem slíkur. Það er einkum
skemmtileg effekta notkun hans
sem vekur athygli en henni var nú
nærri alveg drekkt í hávaða í þetta
sinn. Um hljómborðsleikinn get
ég lítið sagt, til þess heyrði ég of
lítið í þeim en þau veita þó góða
fyllingu. Söngurinn virðist ekki
vera neitt vandamál en aftur var
það hljóðið. Þá er og að geta þess
að lög þeirra virðast vandvirknis-
lega unnin og töluverð vinna lögð
í útsetningar þeirra.
Þrátt fyrir allt var ég þó hinn á-
nægðasti, því það er greinilega að
vora eitthvað á ný í rokkinu hér-
Iendis.
Eric Clapton - Money
and cigarettes
Eric Clapton nýtur nokkurrar
sérstöðu í sögu rokksins. Hann
var fyrsta svokallaða gítarhetjan.
Hann söng ekki mikið, hann gekk
ekki berserksgang á sviði og þar
til Derek & the Dominoes varð til
var hann ekki raunverulegur for-
ystumaður neinnar þeirrar hljóm-
sveitar sem hann spilaði í. Frægð
hans og vinsældir byggðust í upp-
hafi eingöngu á því hversu frábær
gítarleikari hann var.
Hvað er það sem lyft hefur
Clapton á þennan stall? Satt að
segja er erfitt að útskýra það í
stuttu máli. Það má eiginlega
segja að þegar Clapton kom fram
á sjónarsviðið um miðjan sjö-
unda áratuginn, þá hafi hann bor-
ið af flestum gítarleikurum sem
þá voru að leika rokktónlist. í dag
er kannski fjöldi gítarleikara, sem
eru tæknilega jafn góðir og marg-
ir betri, þeir eru hins vegar flestir
bara fingraliprir hljóðfæraleikar-
ar og lítið meira. Clapton hefur
aftur á móti sinn sérstaka stil og
tón, sem sker hann frá flestum
öðrum. Leikur hans er mannlegri
en flestra gítarleikara sem ég hef
heyrt til. Það má eiginlega segja
að í stað þess að nota raddböndin
til söngs, framan af ferli sínum,
iss! — Einar Örn losar
sig við Purrkinn
**»£ WO*íl5 AM0
hafi hann sungið með gítarnum,
eða eins og einhver orðaði það:
„Hafi einhvern tjma verið til ljóð-
skáld gítarsins, þá er það Eric
Clapton".
Arið 1970 sendi Clapton, eða
öllu heldur hljómsveit hans Derek
& the Dominoes, frá sér tveggja
platna albúmið Layla, sem enn
þann dag í dag eru einhverjar
bestu gítarplötur sem út hafa
komið. Áttu menn þá von á enn
frekari stórverkum frá honum en
svo varð þó aldrei. Heroínið gerði
hann óvirkan næstu þrjú árin.
Eftir afturkomu hans árið
1974, með plötunni 461 Ocean
Boulevard, má eiginlega segja að
Clapton hafi frekar kosið að nota
raddböndin til söngs en gítarinn
og það mörgum til sárra leiðinda.
Mér hefur t.d., sem gömlum og
tryggum Clapton aðdáanda
stundum sviðið að vita hæfileika
hans jafn illa nýtta og oft hefur
raun á verið. Sóló hafa verið
styttri, færri og það sem verst er,
að stundum hafa plötur hans ver-
ið þannig hljóðblandaðar að mér
_hefur fundist gítarleikur hans
hverfa allt of mikið inn í heildar-
hljóminn. Já það má nú stundum-
ofgera hæverskunni. Það hefur
þó ekki farið hjá því að á hverri
plötu hafi ekki hrunið úr strengj-
um hans gullkorn, sem ég hef þá
drukkið í mig af áfergju. •
Það verður nú að segjast eins og
er að miðað við það sem á undan
er gengið, þá átti ég nú ekki von á
miklum breytingum á tónlistinni á
nýútkominni plötu hans Money &
Cigarettes. Nú og auðvitað varð
þar engin stórbreyting á, en samt
sem áður er plata þessi það besta
sem hann hefur látið frá sér fara í
áraraðir. Tónlistin er nú óneitan-
lega miklum mun frískari en hún
hefur verið um langt skeið og það
sem mest er um vert að gítarleikur
hans minnir oft á hina gömlu
góðu daga þegar Clapton var,
allavega fyrir mér konungur raf-
magnsgítarsins. Það má nú á ný
heyra hinn svífandi, syngjandi
tón, sem var svo einkennandi fyrir
hann, tón sem snertir strengi sem
aðrir fá ekki snert. Er þetta áber-
andi í lögum eins og Crosscut
Saw, Slow Down Linda, Ain’t
Going Down og The Shape Your
In, en í því síðastnefnda skipta
Clapton og Albert Lee sólókafl-
anum bróðurlega á milli, sín á
hinn smekklegasta hátt. í raun er
maður nú einnig búinn að bíða
eftir að fá tvíspil þeirra í milli en
gallinnerbara sá að Albert Lee,
sem er frábær gítarleikari, er jafn-
vel enn minna en Clapton fyrir að
sýna virkilega getu sína.
Lee leikur einnig á hljómborð á
plötu þessari og gerir það af þeirri
sömu smekkvísi og einkennir gít-
arleik hans. Auk þeirra leika á
plötunni „slide“ gítaristinn Ry
Cooder, sem á sér fáa jafningja og
tveir frægir kappar frá Memphis,
þeir Roger Hawkins á trommur og
bassaleikarinn Donald „Duck“
Dunn en hann lék áður með
hljómsveitinni Booker T & The
MG’s og þá sem meðlimur þeirrar
hljómsveitar undir hjá flestum
frægustu soul stjörnum Stax fyrir-
tækisins, s.s. Sam & Dave og Otis
Redding. Þetta eru gamalreyndir
jálkar og þeir vita hvernig leggja á
grunninn að góðum plötum.
Money & Cigarettes er. einhver
heilsteyptasta plata sem Clapton
hefur lengi sent frá sér og greinilegt
er að gamlinginn er að vakna aftur
af þyrnirósarsvefni undanfarinna
ára og nú er bara að vona að hann
vakni til fulls en detti ekki út af aft-
ur.
Itíwin
Bíóbær:
Að baki dauöans dyrum (Beyond
Death’s Door).Bandarisk kvik-
mynd, byggð á metsölubók Dr.
Maurice Rawlings. Leikendur: Tom
Hallick, Melind Naud. Leikstjóri:
Hennlng Schellerup.
Frásagnir fólks, sem sóð hefur inn i
landið fyrir handan landamærin.
/Evar R. Kvaran flytur fyrirlestur á
undan sýningunni.
Heitar Dallasnætur (Hot Dallas
Nights). Bandarfsk kvikmynd, ár-
gerð 1981. Lelkendur: Hillary
Summer, Raven Turner, Tara Flynn,
Leikstjóri: Tony Kendrick.
J.R. og félagar skemmta sér á heitum
sumarnóttum. Very hot.
Undrahundurinn. Á laugardag og
sunnudag kl. 14 og 16.
Nýja bíó:
Veiðiferðin (Shoot). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1981. Leikendur: Cllff
Robertson, Ernest Borgnlne, Henry
Silva. Leikstjóri: Harvey Hart.
Saga um nokkra gamla félaga úr
hernum, sem farasaman í veiðiferðir.
í þeirri, sem hér um ræðir, lenda þeir
á hálfgerðum mannaveiöum.
Bíóhöllin:
Allt á hvolfl (Zapped). Bandarísk
kvikmynd. Leikendur: Scott Baio,
Willie Ames, Robert Mandan, Fellce
Schachter. Leikstjóri: Robert J.
Rosenthal.
Gagnfræðaskólakrakkagrinmynd i
anda Svinhausanna i Porky's. Chest-
er úr Löðri leikur eitt aðalhlutverkið.
Meö allt á hreinu. íslensk kvikmynd,
árgerö 1982. Handrit Ágúst Guð-
mundsson og Stuðmenn. Leikstjórn:
Ágúst Guðmundsson.
Hin víðfræga i'slenska söngva- og
gleðimynd.
Óþokkarnir (The Blackout). Banda-
risk kvikmynd, árgerö 1980. Leik-
endur: Robert Carradine, Jim
Mltchum, June Allyson, Ray Mil-
land. Leikstjóri: Eddy Matalon,
Dularfulla húsið (The Evictors).
Bandarisk kvikmynd, árgerö 1981.
Leikendur: Vic Morrow, Jessica
Harper, Michael Parks. Leikstjóri:
Charles B. Pierce.
Hjón flytja inn í hús í kyrrlátum ame-
riskum bæ. Þá fer allt á annan end-
ann.
Gauragangur á ströndinni (Malibu
Beach). Bandarisk kvikmynd. Leik-
endur: Kim Lankford, James
Daughton, Susan Player Jarreau.
Leikstjóri: Robert J. Rosenthal.
Hressir og lifsglaöir unglingar stunda
strandlífiö og verða ástfangnir. Hvern
dreymir ekki um það?
Fram í sviðsljósið (Being There)
Bandarísk, árgerö 1981. Handrit:
Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld-
sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine.
Leikstjóri: Hal Ashby. ***
Regnboginn:
Týnda gullnáman (Mother Lode).
Bandarisk kvikmynd, árgerö. 1982.
Leikendur: Charlton Heston, Nlck
Mancuso, Klm Bassinger. Lelk-
stjóri: Charlton Heston.
Charlton gamli er einbúi uppi i fjöllum
Kanada. Þangað rekast menn, sem
eru aö leita aö mikilli gullæö, sem
sögusagnir segja, að sé þar falin
djúpt i jörðu. Og það er ekki aö þvi aö
spyrja: atburðir taka aö gerast.
Svarta vítlð (Drum). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1976. Lelkendur:
Warren Oates, Pam Grler, Ken Nor-
ton.
Barátta milli svartra og hvítra á timum
þrælasölu og þrælahalds i Suðurrikj-
unum.
Sæðingin (Inseminoid). Bresk kvik-
mynd, árgerð 1982. Leikendur:
Judy Geeson, Robin Clarke, Jenni-
fer Ashley.
Önnur pláneta og fornleifafræðingar,
sem grafa upp gamla menningu. Ó-
kindin stekkur fram og sæðir unga
konu. Skrimsliö fæðist.
Einfaldi morðinginn (Den Enfaldiga
Mördaren). Sænsk árgerð 1982.
Leikendur: Stellan Skarsgárd, Hans
Alfredson. Höfundur og leikstjóri:
Hans Alfredson. ***
Áhrifamikil og vel gerö mynd um þann
ósiö þjóðféiagsins aö brjóta niður þá,
sem eru ööruvisi. Stórkostlegur leikut
og myndataka. Góö mynd.
— GB
Laugarásbíó:***
Týndur (Missing). Frönsk-banda-
risk, árgerð 1982. Leikendur: Jack
Lemmon, Sissy Spacek. Leikstjóri:
Costa Gavras.
Gavras ræöst enn einu sinni á suður-
ameriska harðstjóra. Hér sýnir hann
fram á hvernig Bandarikin flæktusl
inn i valdaránið í Chile 1973. Skemmti-
leg mynd og eftirminnilegur leiksigur
Jack Lemmon. Vekurtil umhugsunar.
Austurbæjarbíó:
'Harkan sex (Sharky’s Machine)
Bandarisk árgerð 1982. Aöalhlutverk
og leikstjóri: Burt Reynolds. Burt er
einstakur leikstjóri og hér mun um dá-
góða hasarmynd aö ræða.
★ ★ framúrskarandl
★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Stjörnubíó:
Hrægammarnir. Amerísk. Aðalhiut-
verk: Richard Harris og Ernest Borg-
nine. Endursýnd.
Maðurlnn með banvænu lins-
una — Wrong Is Right. Bandarlsk.
Árgerö 1982. Handrit og leikstjórn:
Richard Brooks. Aöalhlutverk:
Sean Connery, George Grlzzard
o.fl.
Richard Brooks hefur gert margar
ágætar myndir á löngum ferli í Holly-
wood. Hann er metnaðarmikill leik-
stjóri og hefur vott af heimsósóma-
skáldi ( sér á borð við Paddy Chayef-
sky. Þessi viðamikla mynd hans
minnir lika einna helst á vandræöa-
lega blöndu af Network Chayefskys
og Dr. Strangelove Kubricks. Hún
rembist ákaflega viö að vera mein-
fyndin satira á stöðu heimsmála al-
mennt og bandarískra stjórnmála
sérstaklega þar sem allt er i blygöun-
arlausum gróðasjúkum greipum
sjónvarpsins. Og hún rembist líka við
að vera hasarmynd, alvarleg ádeila
og svört kómedla. Þetta gengur eng-
an veginn upp og veröur stundum
býsna pinlegt. *
— Á.Þ.
Kepp.nin (The Competltion).
Bandan'sk kvikmynd árgerð 1980.
Leikendur: Richard Dreyfuss, Amy
Irving, Lee Remick. Leikstjóri: Joel
Ollansky. **
Háskólabíó: ***
Húsið — Trúnaöarmál. — Sjá um-
sögn í Listapósti.
Tónabíó: **
Monty Python og rugluðu riddar-
arnir — Monty Python and the Holy
Grail. Bresk. Árgerö 1979. Handrit:
Monty Python. Lelkstjórar: Terry
Jones, Terry Gilliam. Aðalhlutverk:
Graham Chapman, John Cleese.
Monty Pyt.hon-hópurinn er mein-
fyndnustu hirðfifl sem heimurinn á
um þessar mundir. Þeir eru æringjar
og einskærir ruglarar sem snúa við-
teknum heföum og formúlum i sögu
og samtima á haus og náðu meistara-
legum tökum á þessu í frægurn
breskum sjónvarpsþáttum sem hér
hafa ekki veriö sýnir. Þar var fléttaö
saman leiknum skissum og teiknuö-
um atriðum Terry Jones af stakri
kúnst og útkoman var óborganleg (Ég
get t.d. aldrei gleymt meðferð þeirra á
Islendingasögunum í skissu sem hét
Njorl’s Saga). Menn sem brillera I
skissuforminu þurfa ekki aö brillera I
hinu framlengda kvikmyndaformi,
þar sem verið er að bögglast með ein-
hverja söguþráöarómynd. Þaö sann-
ast nú á þessari mynd um Arthúr kon-
ung og riddara hringavitleysuborðs-
ins. En hún er verulega-hugkvæm og
fyndin í einstökum bútum.
fonlist
Nýja strengjasveitin:
Tónleikar í Bessastaðakirkju mánu-
daginn 21.3. kl. 20.30 og I Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 22.3.1 sama tima.
Á efnisskrá eru verk eftir Mozart,
Haydn, Lutoslawski, Mendelssohnog
Bartholdy. Einleikari á fiðlu er Gerður
Gunnarsdóttir.
Þursaflokkurinn:
Hljómleikar í Dynheimum föstudags-
kvöld kl. 21.00.1 Fjölbrautaskólanum
á Akranesi þriöjudagskvöld og á mið-
vikudagskvöld i MH.
Háskólabíó:
Hljómsveit og lúörasveit Tónmennta-
skóla Reykjavlkur halda tónleika n.k.
laugardag kl.14e.h. Fjölbreytt efnis-
skrá og aðgangur ókeypis og öllum
heimill.
Neskirkja:
Kammermúsikklúbburinn heldur tón-
leika sunnudaginn kl. 20.30. Flutt
verða verk eftir S. Barber, C. Nielsen
og Mozart og eru flytjendur Blásara-
kvintett Reykjavikurog Gísli Magnús-
son pianóleikari.
viMmnVir
Árnagarður, H.í:
Gisli Kristjánsson sagnfræðingur flyt-
ur fyrirlestur um verslunarsvæði isa-
fjarðar á síöari hluta 19. aldar, I stofu
201 á laugardag kl. 14. Öllum er heim-
ill aðgangur.
Norræna húsið:
Á laugardaginn kl. 14 er fundur um
dagvistun barna sem fóstrur standa
fyrir. Allir velkomnir.
Hátíð í Hallgrímskirkju:
Á sunnudaginn verður mikið um aö
vera i Hallgrímskirkju. Tvær messur
verða; kl. 11, en þá predikar séra
Ragnar Fjalar Lárusson og kl. 14.
Séra Karl Sigurbjörnsson predikar og
barnakór Hallgrímskirkju syng-
ur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur. Kaffisala verður i kirkjunni eftir
messu og siöan verður sýning á
myndum Barböru Árnason við Pass-
íusálmana opnuð í tengslum við aðal-
fund Listvinafélags Hallgrimskirkju
sem haldinn verður i kirkjunni kl. 16.
Sýningin er opin 20. mars til 2. apríl
alla daga nema mánudaga kl.
16—20.