Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 21
~ípEsturinri. Föstúdagur I8.mars'l983
2 r
t.d. í besta lagi snobbaður og sækist mjög eftir
að vera í slagtogi með útlendum diplómötum,
en það finnst mér alltaf bera vott um vissan
andlegan infantílisma. Þá getur hann verið
sérlega tilgerðarlegur eða dömulegur, þannig
að jaðrar stundum við það, sem á ensku hefur
verið kallað „bitchiness“. í þeim ham gerir
Sveinn sínar stærstu skyssur. Hann er reyndar
alinn upp sem einbirni aldraðra foreldra og
hefur verið sagt, að þau hafi dýrkað hann sem
skurðgoð. Eftirlæti af þessu tagi er sennilega
erfiðara að búa við og komast óskaddaður frá
en venjulegu mótlæti og harðræði. Miðað við
það má merkilegt heita hve Sveinn er þrátt
fyrir allt Iítt spilltur. Hann hefur hins vegar
fengið sinn skammt af mótlæti í starfi sínu
sem þjóðleikhússtjóri, sem er vafalaust eitt
vanþakklátasta starf á landi hér. Mér er ráð-
gáta það, sem kalla mætti hnignun og fall
Sveins Einarssonar sem þjóðleikhússtjóra. Ég
held hann hafi ekki átt þá meðferð skilda.Ég
held, að einn veikleiki Sveins eða misskilning-
ur sé sá, að hann heldur sig vera listamann,
leikstjóra eða eitthvað þvíumlíkt, en hann er
fyrst og fremst gáfaður sjarmör og indæll
dúkkudrengur“, segir þessi maður.
Hrókur alls
fagnaðar
Áður hefur aðeins verið imprað á því, að
Sveinn þótti ákaflega félagslyndur á skólaár-
um sínum. Hann er það enn og það er sam-
dóma álit allra viðmælenda okkar, að hann
geti verið ákaflega skemmtilegur. Hann hefur
húmor í besta lagi og alls staðar þar sem hann
kemur, er hann hrókur alls fagnaðar.
„Hann er mikill partímaður og maður kem-
ur varla í boð þar sem hann er ekki“, segir
maður sem hefur þekkt hann lengi.
„Sveinn er Iífsnautnamaður. Hann hefur
gaman af að skemmta sér og hann neitar sér
ekki um neitt. Það fer í taugarnar á mér
hvernig hann hefur alltaf tíma til þess“, segir
Bríet Héðinsdóttir skólasystir hans og sam-
starfsmaður.
Það hefur verið venja að fá viðfangsefni
nærmyndarinnar til að tjá sig um eigin per-
sónu. Sveinn Einarsson var staddur norður á
Akureyri, þegar Helgarpósturinn náði tali af
honum, og vildi hann ekki láta hafa neitt eftir
sér um sjálfan sig.
Ekki er úr vegi að enda þessa nærmynd um
Svein Einarsson á lítilli sögu frá Jónasi Árna-
syni, sögu sem sýnir, að Sveinn hefur komið
víðar við en á menningarsviðinu.
Það var undir Iok stjórnartíðar Sveins í
Iðnó, að þar kom á fjalirnar leikritið Hita-
bylgja eftir Ted Willis lávarð. Á þessum tíma
var undirbúningur undir útfærslu íslensku
landhelginnar í fullum gangi og hafði Jónas
Árnason sett sig mjög inn í áróðurshlið þess
máls. Willis lávarður kom hingað í tilefni
frumsýningarinnar, og Sveinn bauð honum
og Jónasi í mat. Jónas fékk þar tækifæri til að
kynna lávarðinum sjónarmið íslendinga í
landhelgisdeilunni, sem fylgdi I kjölfar út-
færslunnar.
„Það var þetta, sem vakti fyrir Sveini og
þetta framlag hans er ómetanlegt. Hann er
klár á, að fleira hefur þýðingu í lífinu en leik-
list, nefnilega þorskur", segir Jónas Árnason
rithöfundur.
Lipurogpersónuleg
þjónusta,
ó besta stað í bœnum
og nóg af bítaslœðum...
Ef þetta eru atriði sem þú metur mikils að
peningastofnunin þín uppfylli, er Sparisjóður
vélstjóra eitthvað fyrir þig.
Sparisjóður vélstjóra starfar í nýju og rúm-
góðu húsnæði að Borgarúni 18 og hefur frá
upphafi verið í fararbroddi í tölvuvæðingu og
hagræðingu. Þess vegna getum við tryggt
viðskiptavinum okkar hraða og örugga af-
greiðslu.
Ef þú hefur reglubundin viðskipti við okkur,
áttu svo að sjálfsögðu möguleika á lánafyrir-
greiðslu þegar hennar er þörf.
SPARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Borgartúni 18, s. 28577